Morgunblaðið - 10.04.2001, Page 18

Morgunblaðið - 10.04.2001, Page 18
VIÐSKIPTI 18 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ GENGI Arcadia Group, sem Baug- ur o.fl. fjárfestar í A-Holding eiga fimmtungshlut í, hafði við lok við- skipta í gær hækkað í 246,5 pens eða um 3% frá upphafsgengi dags- ins, sem var 239,5 pens. Markaðs- virði Arcadia fór því í 464,5 millj- ónir punda í gær, eða tæpa 62 milljarða íslenskra króna. Virði eignarhlutar A-Holding er því 12,4 milljarðar króna. Arcadia Group birti afkomutölur fyrstu sex mánaða fjárhagsárs síns sl. fimmtudag og þóttu þær sýna fram á verulega bættan rekstur félagsins. Hagnaður fyrir óreglu- lega liði reyndist 29 milljarðar punda nú, en á sama tímabili síð- asta fjárhagsárs varð 8,6 milljarða punda tap á rekstrinum. Í kjölfar birtingarinnar hækkaði gengi hluta- bréfa í félaginu um 46 pens upp í 239 pens. Wade Smith selt Arcadia Group seldi fyrir helgi eitt þeirra fimm vörumerkja sem félagið hefur ákveðið að losa sig við á næstunni. Það fyrsta sem seldist var Wade Smith en það var upphaf- legur eigandi og stofnandi merk- isins, Robert Wade-Smith, sem keypti vörumerkið aftur á 7 millj- ónir punda, eða rúmar 900 milljónir íslenskra króna. Wade Smith-keðjan samanstend- ur af fjórum verslunum og einni dreifingarstöð. Nýi eigandinn seldi Arcadia verslanirnar árið 1998 en eignast þær nú aftur með þremur greiðslum upp á alls 7 milljónir punda. Hin fjögur vörumerkin sem nú eru til sölu eru Warehouse, Principles, Racing Green og Hawkshead. Gengi Arcadia hækkar enn GREININGARDEILD Kaupþings sendi í gær frá sér ritið Þróun og horfur fyrir aprílmánuð. Þar kemur fram það mat greiningardeildarinnar að nú styttist í að botninum sé náð á hlutabréfamörkuðum og að verðþró- un verði jákvæð á ný. Greiningar- deildin telur að hafa beri í huga að horfur í rekstrarumhverfi fyrirtækja séu mun betri nú en í fyrra. Olíuverð hafi haldist nokkuð stöðugt, vextir hafi verið lækkaðir og ætla megi að sú þróun haldi áfram ef útlit haldist gott. Þrátt fyrir nokkra veikingu krónunn- ar að undanförnu sé frekar gert ráð fyrir styrkingu hennar þegar líða tek- ur á árið. Að mati greiningardeildar Kaup- þings eru ótal kauptækifæri á mark- aðnum í dag og mælir greiningar- deildin ekki með sölu á neinum bréfum að þessu sinni. Fram kemur að fjárfestingartækifæri má finna í flestum geirum, meðal annars í fram- leiðslu, lyfjaiðnaði, fjármálageiranum og upplýsingatækni. Æ fleiri fyrir- tæki sækja fram á erlendum mörk- uðum og það eykur vaxtarmöguleika þeirra til muna. Í sjávarútvegi eru einnig næg tækifæri og mælt er með bréfum sjávarútvegsfyrirtækja fyrir þá sem eru áhættusæknir og fjárfesta til langs tíma. Bætt afkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði Greiningardeild segir samanlagt tap fyrirtækja á Aðallista VÞÍ hafa numið 5,7 milljörðum króna í fyrra en 16,8 milljarða króna hagnaður varð árið 1999. Þyngst vegi Össur, sem skilað hefur 6,6 milljarða króna tapi, en þess ber að geta að þar var um að ræða mikla afskrift á viðskiptavild vegna kaupa Össurar á fyrirtækjum. Félög á Vaxtarlista voru rekin með 325 milljóna króna tapi en töpuðu árið áður 13 milljónum króna. Afkoma fyrirtækja á Aðallista fyrir afskriftir og fjármagnsliði er hins vegar heldur betri í fyrra en árið 1999, eða 31 milljarðs króna hagnaður miðað við 29 milljarða króna hagnað. Greiningardeild segir ljóst að það séu einkum fjármagnsliðirnir sem draga afkomuna niður, en bendir jafnframt á að vegna breyttra reglna um færslu á söluhagnaði fastafjármuna falli hann nú undir reglulegar tekjur og hækki þar með hagnað fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Fjarskiptaiðnaðurinn í meira uppnámi en áður hefur þekkst Greiningardeildin fjallar sérstak- lega um þriðju kynslóð farsíma og segir lækkandi gengi bréfa símfyrir- tækja í Evrópu vera til vitnis um að hluthafar fyrirtækjanna telji að rekstrarleyfin hafi verið of dýru verði keypt. Nú sé spurt hvernig þau eigi að skila hagnaði miðað við þær gríðar- legu fjárfestingar sem þegar hafa verið gerðar og framundan eru vegna rekstrarleyfa og uppbyggingar nýrra símneta fyrir þriðju kynslóðina. Sagt er frá því að símafélögin hafi reynt að fara ýmsar leiðir til að afla sér fjár- magns, en flest hafi þó farið út í um- fangsmikla skuldabréfaútgáfu. Þetta hafi aukið skuldir félaganna og fjár- magnskostnaður þeirra hafi aukist á sama tíma og verð hlutabréfa þeirra hafi lækkað. Greiningardeildin segir að bent hafi verið á að áhætta í rekstri margra stærstu símafyrirtækja Evr- ópu hafi stóraukist í kjölfar útboða á leyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma. Þannig megi færa rök fyrir því að uppboðsleiðin, sem hefur fært mikinn auð í ríkissjóð margra landa, hafi sett fjarskiptaiðnaðinn í Evrópu í meira uppnám en dæmi séu áður til um. Greiningardeildin segir verðbólgu- væntingar hafa minnkað undanfarna mánuði og þetta megi sjá þegar skoð- að er verðbólguálag ríkisvíxla, þótt það hafi reyndar aukist lítillega aftur í kjölfar veikingar krónunnar. Spá 100 til 150 punkta vaxtalækkun á árinu Gert er ráð fyrir að Seðlabankinn muni lækka vexti sína á árinu um 100 til 150 punkta til viðbótar þeirri 50 punkta vaxtalækkun sem kom um leið og breytt var yfir í verðbólgu- markmið á dögunum. Greiningar- deildin setur þann fyrirvara við þessa spá að hún sé háð óvissu um útlána- þróun, þróun á vinnumarkaði og öðr- um þáttum. Þetta séu þeir þættir sem ennþá hafi ekki fengist óyggjandi vís- bendingar um að séu að dragast sam- an. Áframhaldandi útlánaaukning lánastofnana, ásamt álíka launaskriði og undanfarin tvö ár, séu ógn við mjúka lendingu í hagkerfinu og áframhaldandi vaxtalækkanir Seðla- bankans. Ósammála forsendum Þjóðhagsstofnunar Í Þróun og horfum er einnig fjallað um forsendur spár Þjóðhagsstofnun- ar fyrir auknum viðskiptahalla. Þar segir að stofnunin geri ráð fyrir að viðskiptahallinn í ár verði nær hinn sami og í fyrra, eða sem svari til um 10% af landsframleiðslu. Búist sé við 3,5% samdrætti í útflutningi sjávaraf- urða. Greiningardeild telur líklegt að samdrátturinn verði minni þar sem verð sjávarafurða hafi haldist nokkuð stöðugt og ekki sé útlit fyrir breyt- ingar. Þá hafi veiking krónunnar já- kvæð áhrif á verðmæti útflutnings. Verði viðskiptahallinn minni megi gera ráð fyrir að krónan styrkist. Þá kemur fram að kaupi erlendir fjár- festar af hlut ríkisins í bönkunum eða Landssímanum við einkavæðingu hafi það einnig jákvæð áhrif á krón- una. Þróun og horfur aprílmánaðar frá Kaupþingi Styttist í umskipti á verðbréfamörkuðum KALDBAKUR hf., sem er annar stærsti einstaki hluthafinn í Íslensk- um aðalverktökum hf., ásamt félag- inu Jamieton International, er í jafnri eigu Kaupfélags Eyfirðinga hf., KEA, og útgerðarfélagsins Sam- herja hf. Eignarhlutur Kaldbaks í Íslenskum aðalverktökum er 7,0%, eins og Jamieton International, sem er óskráð félag í eigu Jóns Ólafsson- ar, stjórnarformanns Norðurljósa og Sigurðar G. Guðjónssonar, lög- manns. Þeir Jón og Sigurður eiga einnig félagið Nasalar Consultancy, sem á 2,93% hlut í Íslenskum aðal- verktökum. Íslenska ríkið er stærsti hluthafinn í Íslenskum aðalverktök- um með 39,86% hlut. Kaldbakur hf. var stofnað fyrir réttum tveimur árum til að fara með eignaumsýslu KEA og Samherja. Samkvæmt upplýsingum frá Árna Magnússyni, fjármálastjóra KEA, hefur Kaldbakur fjárfest í ýmsum félögum sem þykja áhugaverð og eru Íslenskir aðalverktakar þar á meðal. Tillögur á aðalfundi um greiddan arð og kaup á eigin hlutum Aðalfundur Íslenskra aðalverk- taka verður í dag. Sigurður G. Guð- jónsson, lögmaður, segir aðspurður það úr lausu lofti gripið að hann og Jón Ólafsson hafi undanfarna daga verið að safna saman umboðum frá minni hluthöfum til að styrkja stöðu sína fyrir fundinn, umfram það sem tæpur 10% eignarhlutur félaga þeirra gefur tilefni til. Samkvæmt tilkynningu til Verð- bréfaþings Íslands í gær verður lögð fram tillaga fyrir aðalfund Íslenskra aðalverktaka hf. um að greiddur verði 7% arður af nafnverði hlutafjár vegna rekstrar ársins 2000. Jafn- framt verður lögð fram tillaga um að heimila stjórn félagsins á næstu 18 mánuðum að kaupa hluti í félaginu að nafnverði allt að 140 milljónum króna. Kaupverð hlutanna má ekki vera lægra en nafnverð hlutanna margfaldað með 2,0 og ekki hærra en nafnverð hluta margfaldað með 5,0. Annast eignaumsýslu fyrir KEA og Samherja Kaldbakur hf., annar stærsti hluthafi ÍAV

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.