Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 19
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 A 19
JÓN Júlíusson, stjórnarformaður
Sparisjóðs vélstjóra, SPV, segir að
sparisjóðurinn sé í mikilli sókn og
hann sé nú þriðji stærsti sparisjóður
landsins. Rekstur hans verði um-
fangsmeiri með hverju árinu sem líð-
ur og þjónustan alltaf að aukast við
viðskiptavini sem sífellt fari fjölgandi.
Þá sé eiginfjárstaða og eiginfjárhlut-
fall sparisjóðsins orðin mjög sterk.
Þetta kom fram í máli Jóns á aðal-
fundi SPV sem nýlega var haldinn að
viðstöddum rúmlega 300 stofnfjárað-
ilum.
Í máli Hallgríms Jónssonar spari-
sjóðsstjóra kom fram að árið í fyrra
var besta rekstrarárið í sögu SPV en
hagnaður nam 1.272 milljónum króna
fyrir skatta og 908 milljónum króna
eftir skatta. Sagði Hallgrímur að ef
sömu uppgjörsreglur giltu hjá öðrum
fjármálafyrirtækjum og gilda hjá
sparisjóðunum þá væri hagnaður
Sparisjóðs vélstjóra á árinu 2000 sá
hæsti í krónum talið af öllum fjár-
málafyrirtækjum í landinu. Það sé þá
í þriðja skipti á tæpum áratug sem
sparisjóðurinn sýni bestu rekstraraf-
komu allra fjármálafyrirtækja og þá
sé ekki verið að reikna hlutfallsreikn-
ing heldur sé samanburðurinn í bein-
hörðum krónum. Hin árin voru 1992
og 1993. Gat Hallgrímur þess að þau
ár hafi reyndar verið mikil kreppuár
og þungar afskriftir hjá flestum fjár-
málafyrirtækjum, en það breytti því
þó ekki að hér væri um einstakan ár-
angur að ræða hjá ekki stærra fyr-
irtæki en sparisjóðurinn er.
Arðsemi eigin fjár SPV var 63,5% á
síðasta ári og eigið fé sparisjóðsins í
árslok var 2.330 milljónir króna.
Vaxtatekjur voru 1.592 milljónir
króna og höfðu vaxið um 17,2% frá
fyrra ári. Vaxtagjöld voru 1.094,7
milljónir króna og hafa hækkað um
19,3% frá fyrra ári. Heildarútlán
sparisjóðsins að markaðsverðbréfum
meðtöldum voru í árslok 14.022,3
milljónir króna og höfðu vaxið um
22,8%. Heildarinnlán sparisjóðsins og
verðbréfaútgáfa voru í árslok 12.187,5
milljónir króna og höfðu vaxið um
5,5%. Verðbréfaútgáfa sparisjóðsins
var 3.268,9 milljónir króna og hafði
vaxið um 11,4% frá fyrra ári. Starfs-
menn SPV í fyrra voru 76 í 71 stöðu-
gildi.
Á aðalfundi SPV flutti Helgi V.
Jónsson hæstaréttarlögmaður erindi
þar sem hann kynnti nýtt frumvarp til
laga um banka og sparisjóði sem tek-
ur á breyttu rekstrarformi og mögu-
legri hlutafjárvæðingu sparisjóðanna.
Ný stjórn Sparisjóðs vélstjóra kosin
Á fundinum tilkynntu þeir Jón Júlí-
usson stjórnarformaður og Jón
Hjaltested varaformaður að þeir
gæfu ekki kost á sér til áframhaldandi
stjórnarsetu hjá sparisjóðnum. Jón
Júlíusson hefur gegnt stjórnarsetu
samfleytt í 38 ár, þar af í 37 ár sem
stjórnarformaður. Jón Hjaltested
hefur setið samfleytt í stjórn spari-
sjóðsins frá árinu 1965, eða í 36 ár. Í
stjórnarkosningu buðu sjö stofnfjár-
aðilar sig fram til setu í stjórninni og
urðu úrslitin þau að í stjórn voru kos-
in þau Sigríður Smith, Helgi Laxdal
og Jón Þorsteinn Jónsson. Þeir sem
kosnir eru af borgarstjórn Reykjavík-
ur eru Alfreð Þorsteinsson og Guð-
mundur Jónsson. Nýkjörin stjórn
hefur þegar skipt með sér störfum og
var Alfreð Þorsteinsson kosinn for-
maður, Sigríður Smith varaformaður
og Guðmundur Jónsson ritari.
Staða SPV
mjög sterk
Mikið fjölmenni var á aðalfundi Sparisjóðs vélstjóra sem rúmlega 300 stofnfjáraðilar sóttu.
Sparisjóður Vélstjóra orðinn þriðji stærsti sparisjóður landsins og sífellt í sókn