Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 21 Spennandi litbrigði fyrir varir Prófaðu Lasting Lip Color, nýja varalitinn frá Origins Áttu stundum erfitt með að brosa? Prófaðu þá þennan splunkunýja varalit og finndu hvað hann hefur til að bera. Um leið og þú berð hann á varirnar finnurðu hressandi svalann og upp- lífgandi myntuilminn. Svo fæst hann í 16 frábærum og einstaklega áferðarfallegum litum sem endast lengi á, en þessi varalitur gerir annað og meira, því hann er með E-vítamíni, sem græðir, svalar og mýkir. Því þá að láta þér nægja bara einhvern varalit þegar þér býðst litrík, ilmandi og spennandi upplifun á borð við þessa? Komdu og sjáðu hvað litirnir sem þú velur segja um þig. Origins ráðgjafar verða í Lyf og heilsu, Melhaga í dag þriðjudag og á morgun miðvikudag kl.13-17 og Lyf og heilsu Austurstræti í dag þriðjudag og á morgun miðvikudag kl. 11-16. Melhaga, sími 552 2190 Austurstræti, sími 562 9020 EFTA-dómstólinn hefur kveðið upp dóm sem í segir að Norðmenn hafi brotið gegn ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið með því að banna innflutning og mark- aðssetningu á járn- og vítamínbætt- um kornflögum í byrjun síðasta árs en þær höfðu verið framleiddar og markaðssettar með löglegum hætti í öðrum ríkjum á Evrópska efnahags- svæðinu. Málið var höfðað af eftir- litsstofnun EFTA eftir að kvartanir höfðu borist frá Nordisk Kellogg’s A/S. Norska matvælaeftirlitið hafði hafnað umsókn frá fyrirtækinu um leyfi til þess að selja kornflögurnar á þeirri forsendu að leyfi væri aðeins veitt ef sýnt væri fram á að þörf væri fyrir þessi bætiefni hjá norsku þjóð- inni. Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars að meginatriðið sé hvort heilsu manna geti stafað hætta af matvælum sem hafa verið járn- og vítamínbætt. Þau rök að yfirvöld telji að ekki sé þörf fyrir viðkomandi bætiefni nægi ekki til að réttlæta þá miklu takmörkun sem felist í banni við innflutningi og markaðssetningu. Beiting svokallaðrar varúðarreglu í ákvæðum EES-samningsins verði í fyrsta lagi að byggjast á því að sýnt sé fram á líkur á neikvæðum áhrifum vörunnar á heilsu manna og í öðru lagi á traustu mati á hættueiginleik- um hennar sem byggt sé á nýjustu vísindarannsóknum. Gögn geri ekki kleift að meta til fullnustu hina raun- verulegu hættu og gögn sem lögð hafa verið fyrir dómstólinn hafi ekki ótvírætt verið talin bera með sér að norsk yfirvöld hafi framkvæmt ítar- legt og vandað mat á hættunni. Brot á EES- samningnum Norðmönnum óheimilt að banna inn- flutning á vítamínbættum kornflögum SAMÞYKKT var að breyta nafni Hutabréfasjóðsins hf. í Fjárfesting- arfélagið Straumur hf. á aðalfundi félagsins 15. mars síðastliðinn. Jafn- framt var samþykkt að fækka stjórnarmönnum úr fimm í þrjá og til samræmis að fækka varamönnum úr tveimur í einn. Í stjórn Straums voru kjörnir Ari Edwald, formaður stjórnar, Bjarni Ármannsson og Jón Halldórsson og Magnús Kristinsson var kjörinn varamaður. Í stjórn Hlutabréfasjóðsins hf. voru áður Baldur Guðlaugsson, Jón Halldórs- son, Kristján Óskarsson, Stanley Pálsson og Rafn Johnson. Varamenn voru Bragi Hannesson og Haraldur Sumarliðason. Þórður Már Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Straums, segir að Hlutabréfasjóðurinn hf. hafi verið fyrsti sjóður sinnar tegundar hér á landi, en hann hafi verið stofnaður á árinu 1986. Með nafnabreytingunni sé verið að breyta úr ímynd sjóðs yf- ir í öflugt fjárfestingarfélag sem muni verða virkur þátttakandi á fjár- magnsmarkaði og nýja nafnið sé meira í takt við tímann en gamla nafnið. Hlutabréfasjóðurinn breytir um nafn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.