Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 23 „ÆTLUNIN var kynna fyrir les- endum hvernig Jane Plant læknaði sjálfa sig af brjóstakrabbameini með því að hætta neyslu mjólkuraf- urða. Löngu áður hafði hún breytt mataræði sínu en ekkert gekk, krabbameinið kom aftur og aftur. Ég vildi aðeins vekja umræðu og áhuga almennings á hennar aðferð. Í framhaldinu getur fólk ákveðið sjálft, hvað það vill gera, því þekk- ing er máttur,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir, sem skrifaði grein í Morgunblaðið í liðinni viku um tengsl mjólkurafurða og krabba- meins en viðbrögð heilbrigðisstarfs- fólks við grein hennar birtust sl. laugardag. Kristín Vala segir að í bók Jane Plant, „Your life in your hands“, ráðleggi hún aldrei krabbameins- sjúklingum að hætta læknismeðferð, aðeins að sleppa mjólk. Kristín Vala telur að mun betra hefði verið ef heilbrigðisstarfsfólkið, sem tjáði sig um grein hennar í Morgunblaðinu, hefði lesið bókina áður. 70 krabbameinssjúklingar fengu bata „Hugmynd mín með greininni var ekki að sannfæra krabbameins- lækna um að Jane Plant hafi farið réttu leiðina. Ég hef litla trú á lækn- um, þeir eru þröngsýnir og eru upp- teknir af því að gefa lyf til þess að halda einkennum niðri, í stað þess að hugsa um hvað veldur sjúkdóm- um. Með því sýna þeir sjúklingum óvirðingu. Læknar lækna því ekki að mínu áliti nema örfáir.“ Bók Jane Plant, um hvernig hún læknaði sjálfa sig af krabbameini, hefur hlotið mikla athygli víða um heim og Jane Plant er gestafyrirles- ari á læknaráðstefnum, að sögn Kristínar Völu. „Í bókinni er vitnað til fjölda vís- indarannsókna um að þegar vaxt- arhormónið IFG 1, sem er að finna í mjólk, kemst í tæri við brjósta- krabbameinsfrumur þá stækka þær. Það er því ekki satt að fyrir liggi engar rannsóknir. Jane Plant taldi víst, að ekkert nema umhverfisþættir hefðu áhrif á hana og mjólk sé líklega einn af nokkrum áhrifaþáttum. Þau tengsl þyrfti að athuga betur. Bókin er rannsókn á henni sjálfri en í framhaldinu hafa um 70 krabba- meinssjúklingar fengið bata, um 60 konur og tíu karlar en þau tóku ráð- leggingum Jane Plant um breytt mataræði. Tíu konur til viðbótar fengu einn- ig uppskriftir hjá Jane en fylgdu þeim ekki eftir og þær eru nú ann- aðhvort mjög veikar eða látnar. Ég myndi ráðleggja þeim sem eru með krabbamein að hætta að drekka mjólk. Þeir hafa margir engu að tapa.“ Getur mjólk valdið krabbameini? Ætlunin að vekja umræðu og áhuga PÁSKAEGG fyrir sykur- sjúka og fólk með mjólk- urofnæmi hafa fengið nýtt útlit en Móna hefur í fjölda ára framleitt ekki bara venjuleg páskaegg úr rjómasúkkulaði heldur líka fyrir sykursjúka og þá sem ekki þola mjólk. Innan í páskaeggjum fyrir sykursjúka eru leikföng og málshátt- urinn góði og innan í páskaeggjum fyrir þá sem ekki þola mjólk er ýmiss konar mjólkurlaust sælgæti og einn- ig málsháttur. Páskaeggin eru á almennum neyt- endamarkaði og fást í öllum stærri verslunum. Páskaegg NÝTT Páskaegg Hagstæðara að kaupa egg í stykkjatali Nýlega ætlaði viðskiptavinur Sparkaups í Suðurveri að kaupa lítil páskaegg í álpappír fyrir fjölskyld- una. Hægt var að kaupa eggin í stykkjatali og einnig sex saman í pakka. Rak hann þá augun í að ódýr- ara var að kaupa páskaegg í stykkja- tali en sex saman í pakka. Eitt egg kostaði 99 krónur en sex saman í pakka kostuðu 654 krónur eða 109 krónur stykkið. „Ástæða þessa var sú að ég var ekki kominn með verð á stykkin og ákvað því sjálfur að selja þau á 99 krónur,“ segir Guðmundur Guð- mundsson, verslunarstjóri Spar- kaups í Suðurveri. Aðspurður hvort sama verð gildi í dag segir hann litlu páskaeggin í álpappír ekki vera til sölu lengur hjá versluninni. Spurt og svarað um neytendamál annan hvern miðvikudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.