Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 24
ÚR VERINU
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnu-, rað- og smáauglýsingar
Auglýsingatexta og fullunnum
auglýsingum, sem eiga að birtast á skírdag,
fimmtudaginn 12. apríl, þarf að skila fyrir
kl. 16.00 þriðjudaginn 10. apríl.
LANDHELGISGÆSLAN hefur
fest kaup á þremur nýjum harð-
botnabátum sem verða um borð í
varðskipum gæslunnar. Þeir munu
leysa af hólmi Avon-harðbotnabáta
sem verið hafa í þjónustu Land-
helgisgæslunnar um 8 ára skeið.
Nýju bátarnir eru norskir, með um
300 hestafla vél og ná allt að 40
hnúta hraða. Þeir eru búnir svo-
kölluðu jet-drifi en ekki hefð-
bundnum skrúfubúnaði. Bátarnir
hafa reyndar enn ekki verið teknir
í notkun, verið er að hanna gálga
fyrir þá um borð í varðskipunum
og þjálfa áhafnir þeirra í notkun
bátanna. Alls verða haldin fjögur
námskeið í stjórnun bátanna í sam-
starfi Landhelgisgæslunnar og
Björgunarskóla Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar. Myndin var tek-
in þegar skipverjar á varðskipinu
Óðni æfðu sig á bátunum á Sund-
unum fyrir skemmstu.
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Nýir bátar í varðskipin
ÁHRIFA sjómannaverkfallsins er
þegar farið að gæta hjá fiskverkunar-
fyrirtækjunum og að öllu óbreyttu má
gera ráð fyrir að fljótlega fari starfs-
fólk sumra þeirra af launaskrá yfir á
atvinnuleysisbætur. Þetta á samt
ekki við um starfsfólk frá löndum ut-
an Evrópska efnahagssvæðisins, því
það á ekki rétt á atvinnuleysisbótum á
Íslandi nema það hafi unnið hér á
landi í fimm ár og hafi svonefnt grænt
kort.
Arnar Sigurmundsson, formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að
þó alltaf berist eitthvað hráefni að
landi með smábátunum megi gera ráð
fyrir að sum fiskverkunarfyrirtæki
tilkynni fljótlega um verkefnaleysi
eða verkefnaskort með þeim afleið-
ingum að starfsfólk fari af launaskrá
yfir á atvinnuleysisbætur.
600 til 700 utan landa
Evrópska efnahagssvæðisins
Hann segir að ekki undir 600 til 700
manns á meðal starfsfólks í fisk-
vinnslu komi frá löndum utan Evr-
ópska efnahagssvæðisins, en í því
sambandi gildi þær reglur að þetta
fólk eigi ekki rétt á atvinnuleysisbót-
um á Íslandi nema að uppfylltum
fyrrnefndum reglum. Hins vegar sé
ekki útilokað að sama gildi um þetta
fólk og aðra starfsmenn þar sem
starfsfólki sé almennt haldið á launa-
skrá í þeirri von að verkfallið verði
ekki langt og samningar náist nú í
páskavikunni. Þess vegna megi ætla
að mörg fyrirtæki hinkri við og haldi
starfsfólki sínu áfram á launaskrá, en
önnur standi frammi fyrir verkefna-
leysi og verði að setja fólk út af launa-
skrá. Í því sambandi sé staða um-
rædds fólks frá löndum utan EES
lökust.
Gundvallaratriði að
ná samningum
Með reglum frá 1979 er tekið á því
að verði fyrirtæki skyndilega hráefn-
islaust geti það fyrirvaralaust tekið
fólk út af launaskrá. Sama á við vegna
til dæmis bruna eða að hráefnisskort-
ur verði vegna skipstaps. Arnar segir
að þó lögin séu alls ekki bundin við
fiskvinnslu reyni oftar á þau í henni
en ekki vegna þess að hún sé svo háð
aðstreymi hráefnis.
Dragist verkfallið á langinn segist
Arnar óttast töluvert atvinnuleysi,
jafnvel strax eftir páska, verði deilan
ekki leyst þá. Verkfallið sé mikið áfall
fyrir fyrirtækin, starfsfólkið og at-
vinnugreinina en munurinn nú og um
daginn sé sá að náðst hafi að ljúka
loðnuvertíðinni og mjög góðum kafla
vetrarvertíðarinnar, sem hafi bjargað
töluvert miklu. Eins hafi verið fyr-
irsjáanlegt að það yrði þorskveiði-
bann núna um einhvern tíma.Verk-
fallið bíti því ekki með sama hætti nú í
aðdraganda páska og það hefði gert,
þegar því var frestað. Vitað sé að báð-
ir aðilar noti tímann mjög vel til að ná
kjarasamningum og það sé grundvall-
aratriði að ná samningum.
Atvinnuleysisbætur ekki til allra
Mörg hundruð
manns fá
engar bætur
Gísli SH 721 sem er 6 tonna trilla
kom með fimm og hálft tonn af
þorski að landi í Grundarfirði í síð-
ustu viku. Aflann fékk hann inni í
Grundarfirðinum. Ágætis veiði hef-
ur verið í flest veiðarfæri þar. Fyrir
helgina var sett línubann í Grund-
arfirði. Smábátar hafa róið und-
anfarna daga meðan hinir stóru eru
í landi vegna verkfalls. Hins vegar
er páskafrí framundan svo allt er á
rólegri nótunum.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Gott hjá
smábátunum