Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á ÓVART kom í gær að Alan Garcia, hinn vinstri- sinnaði fyrrverandi for- seti Perú, skyldi fá næst- flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninga í landinu á sunnudag. Þeg- ar um 60% atkvæða höfðu verið talin í gær var Garcia með talsvert meira en fjórðung at- kvæða, en sá sem al- mennt hafði verið búizt við að sigraði, Alejandro Toledo – sem er frjálslyndur miðjumaður og indíáni að uppruna – var með rúm 36%. Þeir Toledo og Garcia munu því eigast við í síðari umferð kosninganna, sem gert er ráð fyrir að fari fram síðla maí- mánaðar, en fyrrverandi þingkon- an Lourdes Flores, sem hafði næstmest fylgi í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar, er úr leik. Hún hafði einsett sér að verða fyrsta konan á þjóðhöfðingjastóli í Rómönsku Ameríku. Flores hlaut samkvæmt bráðabirgðatölum 23,66% atkvæða. Þessi óvænta niðurstaða er mikill pólitískur sigur fyrir Garcia, sem gegndi forsetaembættinu á árun- um 1985–1990. Svo virðist sem ímynd hans sem reynds leiðtoga og mælskuhæfileikar, sem nýttust honum vel í kosn- ingabaráttunni, hafi skilað honum svona langt. Í janúar mældist fylgi hans ennþá minna en 10%. Stjórn- málaskýrendur segja hann jafnvel hafa meiri byr með sér nú en To- ledo. Búast megi við að fylgi við Garcia haldi áfram að aukast og hann geti orðið Toledo verulega skeinuhættur í síðari umferð kosn- inganna. Þykir þessi velgengni Garcia nú með nokkrum ólíkindum með tilliti til þess að forsetatíðar hans er minnzt fyrir spillingu, óábyrga eyðslusemi úr ríkissjóði og glundroða í efnahagsmálum sem leiddi til meira en 7.600% verð- bólgu og ekki sízt mikillar virkni vopnaðra uppreisnarhópa. Alþjóðlegir fjármálamarkaðir tóku fréttunum af velgengni Garcia illa. Bjuggust markaðsrýnar við því að gengi perúsku myntarinnar félli, enn drægi úr erlendum fjár- festingum í landinu og verðmæti perúskra hlutabréfa rýrnaði. Sigurvissa Toledo óbilandi Toledo lét engan bilbug á sér finna í gær og tjáði stuðnings- mönnum í Lima að lokaáfanginn til sigurs yrði tekinn með trompi. Toledo var í framboði í hinum umdeildu kosningum í maí í fyrra, þegar meint kosningasvindl hjálp- aði Alberto Fujimori að hljóta – að nafninu til að minnsta kosti – end- urkjör til setu á forsetastólnum þriðja fimm ára kjörtímabilið í röð (þótt til þess að það væri hægt hefði einnig þurft að breyta stjórn- arskránni). Toledo og stuðnings- menn hans viðurkenndu aldrei úr- slitin í þeim kosningum og áttu með mótmælaaðgerðum sínum í framhaldi af kosningunum allnokk- urn þátt í falli Fujimori í vetur. Honum var steypt í nóvember, mitt í sívaxandi spillingarhneykslismáli sem leyniþjónustustjóri Fujimori- stjórnarinnar var höfuðpaurinn í. Perúska þingið svipti Fujimori embætti og sakaði hann um spill- ingu og vanhæfi, en hann flúði land og fékk hæli í Japan. Þingkosningar fóru einnig fram samhliða forsetakosningunum á sunnudag en enginn einn flokkur virtist ætla að ná meirihluta. Perúbúar gengu að kjörborðinu á sunnudag í fyrri umferð forsetakosninga og þingkosningum Lima. Reuters, AP. Lourdes Flores AP Alejandro Toledo, t.h., talar við Alan Garcia í kosningahöfuðstöðvum hins síðarnefnda í Lima í gærmorgun. Garcia óvænt í öðru sæti ÍSLENZKIR ríkisborgarar munu brátt njóta hliðstæðra réttinda í Sviss og þeir hafa notið í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) fram að þessu, svo sem hvað varðar frjálsa flutninga vinnuafls, eftir að gengið hefur verið frá endurskoðun stofnsáttmála Fríverzlunarsamtaka Evrópu, EFTA, en aðalsamninga- menn EFTA-ríkjanna – Íslands, Nor- egs, Liechtenstein og Sviss – hafa áritað samning þar að lútandi. Stefnt er að því að endurskoðaður stofnsátt- máli verði formlega undirritaður á ráðherrafundi EFTA í Vaduz í Liech- tenstein í lok júní nk. Samningaviðræður um endurskoð- un sáttmálans hafa staðið yfir frá því ráðherrar EFTA-ríkjanna ákváðu á fundi sínum vorið 1999 í Lillehammer í Noregi að ráðast skyldi í það verk, með tilliti til þróunar síðustu áratuga og tvíhliða saminga Sviss við Evrópu- sambandið (ESB), sem undirritaðir voru í júní 1999 og eru að koma til framkvæmda á þessu ári. Stofnsáttmáli EFTA, sem tók gildi í maí 1960, miðaðist eingöngu við við- skipti með vörur. Með endurskoðun- inni víkka EFTA-ríkin samnings- bundinn grundvöll fyrir samstarfi sínu út. Bætt er við ákvæðum um þjónustuviðskipti, fjárfestingar, fólksflutninga, gagnkvæma viður- kenningu starfsréttinda og opinber innkaup og reglum um úrlausn deilu- mála sem koma kunna upp milli EFTA-ríkjanna um framkvæmd samningsins og fleiru. Var orðinn úreltur Að sögn Stefáns Hauks Jóhannes- sonar sendiherra, skrifstofustjóra viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, var gamli stofnsáttmálinn löngu orðinn úreltur. „Þetta er yfir 40 ára gamall samn- ingur og það var orðið löngu tíma- bært að uppfæra hann og laga að að- stæðum nútímans. Tækifærið var notað eftir að Svisslendingar luku samningum sínum við ESB; þá buðu þeir okkur upp í dans um að taka inn í EFTA-samninginn þessi réttindi og önnur atriði sem þeir voru búnir að semja um við ESB,“ segir Stefán. Auk þessara atriða skiptir endur- skoðunin verulegu máli í tengslum við samningaviðræður EFTA við þriðju ríki, að sögn Stefáns. Nú hafa verið gerðir vel á annan tug slíkra samn- inga, síðast við Mexíkó. Það veiki samningsstöðu EFTA-ríkjanna í slík- um viðræðum að vera að krefja þessi ríki um að taka atriði inn í samn- ingana sem séu ekki einu sinni í þeim samningum sem gilda innbyrðis milli EFTA-ríkjanna. Þessu sé kippt í lið- inn með endurskoðun sáttmálans. Þá segir Stefán það mikilvægt, að við Íslendingar fáum þau réttindi sem Svisslendingar sömdu um við ESB, að ákveðnum aðlögunartíma liðnum. Til dæmis taki ákvæðin um frjálsa flutninga vinnuafls gildi eftir tvö ár. Loks má nefna, að í hinum endur- skoðaða EFTA-sáttmála verða svo- kölluð „beztu-kjara“-ákvæði, sem að sögn Stefáns er mikilvægt fyrir Ís- lendinga þar sem Svisslendingar skuldbindi sig þar með til að veita okkur sömu réttindi og þeir muni semja um við ESB-ríki eða önnur þriðju ríki. Stofnsáttmáli EFTA endurskoðaður eftir 40 ár í gildi Samstarfið víkkað út NÆR 171.000 bandarískir ungling- ar undir 18 ára aldri létu gera á sér fegrunaraðgerðir í fyrra, að sögn Samtaka um lýtalækningar í Bandaríkjunum, ASAPS, í gær. Oftast er um að ræða aðgerð á nefi. Sumir lýtalæknar álíta að ung- lingar innan við tvítugt séu of ung- ir til að fara í slíka aðgerð. „Ung- lingar eru ófærir um að taka skynsamlega ákvörðun í jafn til- finningaþrungnum málum og þess- um. Ég vísa þeim á dyr,“ sagði Ger- hard Imber, þekktur lýtalæknir í New York. Hann sagði að foreldrar létu oft undan óskum unglinganna um aðgerð. „Hvers vegna? Vegna þess að fólk er vitlaust!“ Unglingar verða stöðugt fyrir áhrifum af myndum af leikurum og fyrirsætum með fullkomna andlits- drætti og gallalausan vöxt. Þeir leita því til lýtalækna í von um að fá útlitið bætt. Imber segir að ekki virðist neinn skortur á læknum sem eru fúsir að fara að óskum ungling- anna. Læknarnir láti peningasjón- armið stjórna gerðum sínum. „Mér finnst þetta á mörkum þess sem getur talist siðlegt,“ segir John Grossman, sem er þekktur lýta- læknir í Beverly Hills í Kaliforníu og hefur gert aðgerðir á frægum kvikmyndaleikurum. „Menn eru að notfæra sér eðlilegar tilhneigingar unglinga og einnig foreldra sem því miður eiga meira af peningum en skynsemi.“ Væri lýtalæknirinn „nógu heimskur eða siðlaus“ til að framkvæma aðgerðina væri verið að gefa í skyn að öll vandamál sé hægt að leysa með peningum. Foreldrar segi nei New York. AFP. Fegrunaraðgerðir á unglingum FLUGUMFERÐ var aftur orðin eðli- leg á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í gær en í fyrrakvöld kom upp eldur á skyndibitastað í flugstöðinni. Barst hann síðan eftir loftræstistokkum upp á sjöundu og áttundu hæð húss- ins. Vel gekk að ráða niðurlögum hans en hins vegar varð að rýma allt húsið. Hér má sjá nokkra þeirra, sem flýja urðu undan reyknum. Eldur á Schiphol Reuters EFTIR að hnefaleikakappi lét lífið vegna höfuðmeiðsla sem hann hlaut í keppni í Sydney um helgina lýsti heilbrigðismálaráð- herra Ástralíu sig í gær fylgjandi því að hnefaleikar yrðu bannaðir. Ahmad Popal, sem var 29 ára gamall og upprunninn í Afgan- istan, hlaut banvænt höfuðhögg í sjöttu lotu bardaga við Tony Pappa sl. föstudagskvöld, en þeir voru að keppa um fylkismeist- aratitil Victoriu-fylkis í dverg- vigtarflokki (bantamvigt). Popal féll aftur fyrir sig með höfuðið í gólfið, missti meðvitund og náði henni aldrei aftur. Hann lézt á sjúkrahúsi í gær. Læknasamband Ástralíu (AMA) ítrekaði áskorun sína um að iðkun hnefaleika yrði bönnuð, á þeim forsendum að hætturnar sem hún byggi iðkendum væru meiri en hægt væri að sætta sig við. Ástralski heilbrigðisráðherr- ann Michael Wooldridge, sem sjálfur er læknir, sagði að banna ætti hnefaleika vegna hættunnar á að iðkendur hlytu heilaskaða og önnur hættuleg meiðsl, en hann lagði þó áherzlu á að ákvörðun um slíkt bann væri á valdi fylkisstjórna. En Jack Rennie, víðkunnur hnefaleikaþjálfari, vísaði áskor- un áströlsku læknasamtakanna á bug. „Ég tel að þetta sé aðeins óheppilegt slys, sem því miður henda af og til í þessari íþrótta- grein, reyndar sjaldnar en í sum- um öðrum greinum,“ sagði hann. Joe Bugner, fyrrverandi Evr- ópumeistari í þungavigt, sagði að bann við hnefaleikum myndi ekki leiða til annars en ólöglegra „neðanjarðar“-bardaga . Vilja banna hnefa- leika í Ástralíu Sydney. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.