Morgunblaðið - 10.04.2001, Page 28
LISTIR
28 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
1. Eitt þekktasta þvottahús borgarinnar sem býður upp á gífurlega
stækkunarmöguleika. Góður og mikill vélakostur. Mikil umsvif sem
auðvelt er að stórauka. Frábært fyrirtæki fyrir duglega einstaklinga
sem vilja gera það gott. Mikið af föstum viðskiptavinum.
2. Höfum frábærar myndbandaleigur með góðri veltu bæði í Reykja-
vík og Hafnarfirði. Einnig söluturna í öllum stærðum og sumir
með mikla veltu. Aldrei meira úrval.
3. Frábær sólbaðstofa í nýju stóru og ört vaxandi hverfi með ný
og góð tæki. Góður tími framundan. Laus strax. Hægt að yfirtaka
áhvílandi skuldir.
4. Lítill matsölustaður með hádegismat. Staðsettur miðsvæðis
í góðu hverfi. Lokað kl. 5 á daginn. Einnig höfum við framleiðslu-
fyrirtæki sem framleiðir léttan heilsumat fyrir fyrirtæki, stofnanir
og verslanir. Svo erum við með sérhæft matvinnslufyrirtæki
fyrir kjötiðnaðarmann sem er starfandi í 4 mánuði, haust- og
vetrarmánuði.
5. Frábær lítil og gjöful heildverslun með gjafavörur. Einstaklega
gott dæmi fyrir duglegt fólk sem vill græða peninga.
6. Höfum úrval af góðum gjafavörubúðum og einnig góðum og
þekktum blómaverslunum. Betri dæmi en þig grunar.
7. Lítið innrömmunarfyrirtæki á mjög góðum stað. Góð afgreiðslu-
og sýningaraðstaða ásamt góðri vinnuaðstöðu. Öll tæki sem
þarf fylgja með.
8. Erum með á sölu eina fallegustu snyrtistofu landsins á góðum
stað í miðborginni. Er með einkarétt frá þekktu alþjóðlegu snyrti-
fyrirtæki.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
Arðvænleg fyrirtæki
Höfum aldrei haft eins mikið af góðum fyrirtækjum eins og núna.
Fyrirtæki sem eru í fullum rekstri og hafa skilað mjög góðum
hagnaði. Þetta eru bæði lítil og stór fyrirtæki, í öllum verðflokkum
og öllum greinum. Hafið samband við skrifstofuna sem fyrst því
við veitum takmarkaðar upplýsingar í gegnum síma.
Nú er rétti tíminn til að kaupa góð fyrirtæki.
Landsins mesta úrval af fyrirtækjum
ÍTALSKI tenórinn Luciano Pav-
arotti tilkynnti í gær að hann hafi
hug á að minnast þess nú í lok
aprílmánaðar að fjörutíu ár eru
liðin frá því hann fyrst steig á óp-
erusvið með því að halda tónleika
á Netinu.
Tónleikarnir verða sendir út frá
óperuhúsinu í Modena á Ítalíu, en
Pavarotti ætlar við þetta tækifæri
einnig að opna sína eigin netsíðu,
www.lucianopavarotti.com, og
verður þar að finna upplýsingar
um söngferil hans, plötuútgáfu og
tónleika.
„Ég mun syngja í tvö ár til við-
bótar,“ sagði Pavarotti á Fut-
urshow-tæknisýningunni í Bologna
í gær, en að þeim loknum kvað
söngvarinn það líklegt að hann
sneri sér að mestu að kennslu.
Pavarotti, sem verður 66 ára í
október á þessu ári hóf söngferil
sinn með hlutverki í La Bohème
eftir Puccini í Reggio Emilia á
Ítalíu þann 29. apríl 1961.
Pavarotti á Netinu
Róm. AFP.
Luciano Pavarotti fagnar 40 ára söngafmæli um þessar mundir.
Reuters
PÁLL Bragi Kristjónsson útgef-
andi hefur tekið við starfi fram-
kvæmdastjóra útgáfufyrirtækisins
Genealogia Islandorum. Hann hef-
ur um árabil verið útgefandi hjá
Nýja bókafélaginu og Þjóðsögu, en
stefnt er að því að þau fyrirtæki
verði rekin undir hatti Genealogia
Islandorum. Hyggst Páll Bragi
verja næstu vikum við að fara yfir
stöðu fyrirtækisins og móta í kjöl-
farið endurskipulagningu á rekstr-
inum með hliðsjón af upphaflegum
markmiðum þess, en í framhaldinu
hyggst fyrirtækið auka hlutafé sitt.
„Ég kem inn í fyrirtækið með
opnum huga, óbundinn af fortíð-
inni. Í dag er ekki hægt að segja
nákvæmlega til um með hvaða
hætti reksturinn verður. Leitast
verður við að fylgja upphaflegum
markmiðum fyrirtækisins um þjón-
ustu við líftækniiðnaðinn og al-
menna útgáfu. Reksturinn verður
hins vegar að vera arðbær og mun
ég einkum líta á málin með hliðsjón
af því að svo verði,“ segir Páll
Bragi.
Undanfarið hafa orð-
ið talsverðar breyting-
ar á rekstri Genealogia
Islandorum, sem stofn-
að var á síðasta ári
með það að markmiði
að vinna að uppbygg-
ingu öflugs ættfræði-
grunns auk almennrar
bókaútgáfu. Nýlega
hætti störfum Jóhann
Páll Valdimarsson,
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri fyrir-
tækisins og útgáfu-
stjóri JPV-forlags, sem
gaf út fagurbókmennt-
ir og bækur almenns
efnis á vegum fyrir-
tækisins. Þá var gerður starfsloka-
samningur við Þorstein Jónsson,
ættfræðing og útgáfustjóra Sögu-
steins, sem annaðist ættfræðiút-
gáfu innan fyrirtækisins.
Að sögn Páls Braga er stefnt að
því að Þjóðsaga taki að sér útgáfu
ættfræðirita í stað Sögusteins, en
að Nýja bókfélagið sinni almennri
bókaútgáfu og útgáfu
fagurbókmennta í
stað JPV-forlags, en
þó í mun minna mæli.
„Þjóðsaga er gam-
algróið fyrirtæki sem
sinnt hefur útgáfu
ættfræðirita um ára-
bil, og er því eðlilegt
að það haldi uppi
ættfræðiútgáfu fyrir-
tækisins. Nýja bók-
félagið mun hins veg-
ar fyrst og fremst
einbeita sér að al-
mennri bókaútgáfu,
einkum á sviði þjóð-
mála og kennsluefnis,
eins og verið hefur.
Markmiðið er ekki að keppa við
stóru útgáfufélögin í almennri
bókaútgáfu.“
Aðspurður segir Páll Bragi að
ekki verði farið út í hlutafjáraukn-
ingu fyrr en stefna fyrirtækisins
hefur verið fullmótuð, og hyggur
hann að sú vinna gæti tekið um tvo
til þrjá mánuði.
„Kem inn í fyrirtækið
með opnum huga“
Páll Bragi
Kristjónsson
Páll Bragi Kristjónsson ráðinn framkvæmdastjóri
útgáfufyrirtækisins Genealogia Islandorum
MÁLVERK eftir Jón
Stefánsson seldist á
sem samsvarar um
1.370.000 krónum á
málverkauppboði
danska uppboðsfyrir-
tækisins Bruun Rasm-
ussen á dögunum.
Verkið hefur ekki verið
áður á listmunamark-
aði og verður söluverð
þess að teljast nokkuð
hátt á íslenskan mæli-
kvarða. Þá seldist á
uppboðinu málverk eft-
ir Jóhannes S. Kjarval
á verði sem samsvarar
um 1.100.000 krónum
og þrjú verk eftir Erró, sem seldust
á verði sem samsvarar um 500.000
krónum hvert.
Bruun Rasmussen er í Kaup-
mannahöfn og hefur starfað frá
árinu 1948. Fyrirtækið er reglulega
með verk eftir íslenska listmálara á
uppboðsskrá sinni.
Málverkið eftir Jón
Stefánsson ber titilinn
„Íslenskt landslag“ (52
x 70) og ber undirskrift
listamannsins. Verkið
var í eigu Knuds Tra-
nekjær, en hann starf-
aði sem tannlæknir á
Íslandi um miðjan
fjórða áratug síðustu
aldar. Málverkið eftir
Jóhannes Kjarval er
portrettsamsetning í
anda táknsæisstefn-
unnar (70 x 100) og er
undirritað af J.S. Kjar-
val árið 1933. Það var
einnig í eigu Tranekjær. Myndirnar
þrjár eftir Erró sem seldust á upp-
boðinu bera titilinn „The brunch“ (88
x 96), „Space Harem“ (62 x 96) og
„The caresses spacial – the caresses
of sphinx“ (96 x 69) og eru unnin á
áttunda áratugnum.
Verk Jóns Stefáns-
sonar selst á tæpa
hálfa aðra milljón
Jón
Stefánsson
SVARTFUGL eftir Gunnar
Gunnarsson er komin út í nýrri út-
gáfu en bókin hefur lengi verið ófá-
anleg. Sagan kom
upprunalega út á
dönsku árið 1929
og hlaut mikið lof
gagnrýnenda.
Gunnar var gríð-
arlega vinsæll
víðs vegar í Evr-
ópu á þessum ár-
um og í Dan-
mörku og Þýskalandi voru bækur
hans hvað eftir annað efst á met-
sölulistum. Svartfugl er byggð á
sögulegum atburðum. Bakgrunnur
sögunnar er eitthvert frægasta
morðmál Íslandssögunnar, svoköll-
uð Sjöundármorð sem framin voru í
upphafi 19. aldar. Atburðarásin
fylgir að mestu sögu þeirra Bjarna
Bjarnasonar og Steinunnar Sveins-
dóttur. Þau voru hvort um sig gift
en sögusagnir komust á kreik um
samdrátt þeirra og jafnframt að þau
hefðu orðið mökum sínum að bana.
Svartfugl hefur stundum verið
kölluð fyrsta alvöru íslenska glæpa-
sagan. Og hún er vissulega saga um
glæp en er þó fyrst og fremst mögn-
uð saga sem kveikir áleitnar spurn-
ingar um mannlega samábyrgð, eðli
valdsins og skyldur mannsins gagn-
vart guði sínum, segir í kynningu.
Bókin var gefin út í íslenskri þýð-
ingu höfundar árið 1973 og er það sú
þýðing sem nú kemur út á ný. Jón
Yngvi Jóhannsson bókmenntafræð-
ingur ritar formála að bókinni þar
sem fjallað er um skáldið og verkið.
Útgefandi er Íslenski bókaklúbb-
urinn og er í ritröðinni Íslands þús-
und ár. Bókin er 262 bls., prentuð í
Odda hf. Ragnar Helgi Ólafsson
hannaði ytra útlit bókarinnar. Bókin
er eingöngu seld í áskrift í ritröðinni
Íslands þúsund ár. Verð: 2.490 kr.
Nýir áskrifendur fá bókina á hálf-
virði.
Nýjar bækur
Gunnar
Gunnarsson
LJÓSMYNDASÝNING frá Kiruna í
anddyri Norræna hússins verður
framlengd til 13. maí. Sýningin var
sett upp í tilefni af Norðurbotnsdög-
unum. Í fyrra var haldið upp á ald-
arafmæli Kiruna. Á þessari sýningu
eru ljósmyndir af fólki, húsum, iðn-
aði og umhverfi.
Sýning
framlengd
♦ ♦ ♦