Morgunblaðið - 10.04.2001, Page 32
LISTIR
32 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fermingartilboð
Snittur, brauðtertur, alhliða veisluþjónusta
Pantið tímanlega
Stúdíó Brauð,
Arnarbakka 2 - sími 577 5750
NÝVERIÐ komu ríflega 200 kór-
félagar og organistar úr 14 kirkjum
í Reykjavíkurprófastsdæmum sam-
an í Grafarvogskirkju. Dagskráin
hófst á ávarpi formanns Kirkju-
kórasamband Reykjavíkurprófasts-
dæma, KSRP, Karls Skírnissonar,
sem rakti í stuttu máli sögu og við-
fangsefni Kirkjukórasambands
Reykjavíkurprófastsdæma. Að því
loknu stjórnaði Oddný J. Þorsteins-
dóttir organisti samsöng kórfólks-
ins. Þá tók við dagskrá þar sem átta
kóranna komu fram einn af öðrum
og fluttu tvö eða þrjú verk.
KSRP er félag söngfólks í þjóð-
kirkjusöfnuðum í Reykjavík, Kópa-
vogi og á Seltjarnarnesi sem stofnað
var árið 1948 af fólki sem þá starf-
aði í kirkjukórum Dómkirkjunnar,
Fríkirkjunnar, Hallgrímskirkju,
Laugarneskirkju og Neskirkju. Í
dag eru um 500 manns sem syngja í
20 kórum í prófastsdæmunum og
eru flestir þeirra virkir í KSRP.
Kirkjukór-
ar syngja
saman
Kirkjukór Fella- og Hólakirkju tekur lagið í Grafarvogskirkju.
ALÞEKKT er sagan um tilurð
Sálumessu Mozarts, síðasta verks
eins mesta tónsnillings sem uppi
hefur verið. Aðalsmaður nokkur í
Vín, Franz Walsegg-Stuppach,
vildi láta syngja sálu látinnar konu
sinnar messu undir eigin nafni
sem hann pantaði á laun hjá Moz-
art fyrir milligöngumann. Fjár-
hagskröggur Mozart-fjölskyld-
unnar urðu til þess að gengið var
að skilyrðum kaupandans um al-
gjöran trúnað. Hins vegar náði
Mozart ekki að ljúka verkinu fyrir
andlát sitt 5.12. 1791, og var nem-
anda hans Franz X. Süssmayr því
falið að orkestra meginpart þess
eftir frumdrögum kennara síns og
semja þá þætti sem upp á vantaði,
þ.e. Benedictus, Agnus Dei og
Communio, auk meirihluta Lacr-
imosa. Süssmayr endurnotaði síð-
an tónlist Mozarts úr Introitus og
Kyrie við texta lokaþáttar.
Það er ekki aðeins dapurlegur
hátíðarbragur sálumessuformsins
heldur einnig hinar kaldranalegu
kringumstæður við tilurð verksins
og óvefengjanleg tign þess – þrátt
fyrir brotakenndan heildarsvip –
sem gerir það ekki sízt viðeigandi
til flutnings þegar líður að pásk-
um. Það litla sem Mozart náði
sjálfur að fullgera gefur vísbend-
ingar um að hann ætlaði sér að
kóróna kirkjutónsmíðar sínar með
ótvíræðu meistaraverki, og hefði
það eftir öllu að dæma gengið eft-
ir, hefði hann fengið að lifa fáeinar
vikur í viðbót. En þó að orkestrun
nemandans þyki vera töluvert úr
stíl, á köflum þykkildisleg og efn-
istök langt frá andagift Mozarts,
hefur verkið samt náð að lifa sem
ein af fimm mest fluttu sálumess-
um sígildra tónbókmennta. Er það
í sjálfu sér ekki lítið afrek hjá ekki
betra tónskáldi en Süssmayr, sem
skildi fátt annað eftir er haldið
hefur nafni hans á lofti.
Blásaraskipan í hljómsveitar-
áhöfn Sálumessunnar ber drjúgan
hlut af dimmúðugum hátíðarblæ
verksins, enda sérstæð. Hvorki
flautur, óbó né horn koma við
sögu, heldur aðeins 2 trompet, 3
básúnur (hefðbundin hljóðfæri í
kirkjutónlist og táknígildi dóms-
dags) 2 fagott og 2 bassethorn,
dimmradda tenórklarínett sem
Mozart hafði mikið dálæti á. Ef
trúa má tónleikaskrárritaranum
Bjarna Gunnarssyni voru hér not-
uð bassethorn í fyrsta sinn við
uppfærslu verksins á Íslandi.
Þetta var jafnframt í fyrsta sinn
sem undirritaður heyrði jafn-
marga hljómlistarmenn í hálf-
mánalaga Hásalasalnum, og voru
fyrstu áhrifin nærri yfirþyrmandi.
Hinn venjulega mikli en þó pass-
legi endurómur, sem hentar svo
vel kammertónlist og minni kór-
um, framkallaði nú þvílíka glymj-
andi – að vísu við fulluppdregin
veggtjöld – að heppilegra hefði
kannski verið að færa verkið upp í
einhverri kirkjunni. Endurómur-
inn gruggaði talsvert samhljóm
kórs og hljómsveitar og kann að
auki að hafa stuðlað að því hvað
styrkræn blæbrigði urðu einsleit,
þegar litið er á flutninginn í heild.
Einsöngvararnir komu einna
bezt út við þessar aðstæður og
skiluðu allir sínu hlutverki með
sóma. Ekkert var út á dömurnar
að setja. Hinn ungi tenór virtist
enn í mótun, en raddefnið lofaði
góðu. Bassinn, Jóhann Smári
Sævarsson, var hljómmikill en
fágaður. Tónleikaskráin var
óvenjuspör á upplýsingar um
flytjendur og kom því ekki fram
raddsamsetning sameinuðu
kirkjukóranna, en hlustandi fór
ekki varhluta af verulegri yfirvigt
sópransins. Næst honum heyrðist
mest í tenórröddinni; því miður
oftast vegna ofþenslu, síðast og
átakanlegast á lokahljómi verks-
ins. Annars var samhljómur kórs-
ins furðugóður og yfirleitt hreinn,
þó að stundum yrði vart við
þreytutón á efstu nótum sóprans,
sem virtist t.a.m. ekki vel við
óþægilegu hæðarstökkin í Domine
Jesu. Að því er heyrt varð gegnum
fyrrtaldan akústískan graut tók-
ust flúrsöngskaflar kórsins, eins
og í tvöföldu Händel-innblásnu
fúgunni Kyrie eleison/Christe
eleison (og aftur í Cum sanctis
tuis), nokkuð vel, og sömuleiðis
framlag hljómsveitar, þrátt fyrir
trúlega nauman samæfingartíma,
enda hefði sennilega verið til lítils
að fást um smáatriði í téðri
ómvist. Natalía Chow, sá til-
greindra stjórnenda sem stjórnaði
að þessu sinni, hélt saman um allt
af festu og fetaði meðalveginn
með klassísku tempóvali án mik-
illa útúrdúra í hraðabreytingum
eða dýnamískri mótun.
Sálumessa frú
Walsegg-Stuppach
TÓNLIST
H á s a l i r
W. A. Mozart/Süssmayr: Requiem
K626. Elín Ósk Óskarsdóttir sópr-
an, Anna Sigríður Helgadóttir alt,
Jónas Guðmundsson tenór, Jóhann
Smári Sævarsson bassi; Kór
Hafnarfjarðarkirkju; Kór Kópa-
vogskirkju. Kammersveit meðlima
Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Stjórnendur: Natalie Chow,
Julian Hewlett. Laugardaginn
7. apríl kl. 15.
KIRKJUTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
KÓR Hjallakirkju telst vart til
kunnustu kóra landsins. Það segir
þó ekkert um það kórstarf sem þar
er unnið og þann metnað sem í það
er lagt. Á fimmtudagskvöldið flutti
kór kirkjunnar ásamt einsöngvur-
um Sálumessu eftir Gabriel Fauré.
Einsöngvarar voru Tryggvi Valdi-
marsson sópran og Loftur Erlings-
son bariton, en verkið var hér flutt
með orgelleik, sem Lenka Mátéová
sá um. Á undan flutningi verksins
flutti kórinn tvo föstusálma;
Krossferli að fylgja þínu í radd-
setningu Róberts Abrahams Ott-
óssonar og Ó, höfuð dreyra drifið
eftir Hans Leo Haßler í raddsetn-
ingu Jóhanns Sebastians Bachs, en
á milli erinda var fluttur sálm-
forleikur Bachs við sama sálm.
Söngur Kórs Hjallakirkju í þess-
um litlu sálmalögum var sérstak-
lega fallegur og vandaður. Sópr-
aninn syngur einn fyrstu hendingu
í Krossferli að fylgja þínum, og var
strax ljóst að hér voru fínar raddir
að syngja og vant kórfólk. Jafn-
vægi milli radda í kórnum var sér-
staklega gott þótt karlarnir, – sér-
staklega bassinn væri fáliðaður
miðað við sópran. En það sem best
var, var að söngur kórsins var
músíkalskur og auðheyrt að vand-
að hafði verið til alls undirbúnings.
Innkomur voru öruggar og nið-
urlag hendinga hnífjafnt hjá öllum
röddum. Hljómur kórsins var heil-
steyptur og jafn.
Sálumessa Faurés er nokkuð
viðamikið verk fyrir áhugamanna-
kór og hreint ekkert áhlaupaverk.
Kór Hjallakirkju söng verkið með
stakri prýði og það skilaði sér hve
flutningurinn var auðheyrilega vel
undirbúinn og verkið vel æft. Þó
var söngur kórsins ekki gallalaus.
Veikasti hlekkurinn var altröddin,
sem hélt ekki uppi langri strófu
með tenor í upphafi annars þátt-
arins Offertorium. Þegar orgelið
kom inn hafði söngurinn fallið um
nærri heiltón, - en altinn kippti
þessu snarlega í liðinn þegar org-
elhljómurinn tók undir sönginn og
hækkaði sig í rétta tónhæð. Þrátt
fyrir þessi stöku „óhreinindi var
söngur kórsins gegnumgangandi
fallegur og hreinn. Loftur Erlings-
son söng í öðrum og sjötta þætti
verksins; Offertorium og Libera
me. Söngur Lofts var ákaflega
góður, falleg rödd hans hæfir tón-
list af þessu tagi dæmalaust vel.
Einu samræmingaratriði í latínu-
framburði var ábótavant, þar sem
Loftur söng „per injem uppá
ítölsku, en kórinn „per ignem á
venjulegri skólabókarlatínu. Hvort
tveggja er í lagi, en það þarf að
ákvarðast fyrirfram í hvora áttina
framburðurinn á að vera. Á engan
er hallað þótt Tryggva Valdimars-
syni sópran verði hrósað sérstak-
lega. Þessi ungi piltur söng kunn-
asta kafla verksins: Pie Jesu af
sérstöku listfengi og svo undurfal-
lega að létt gleðiandvarp leið um
salinn að söng hans loknum.
Lenka Mátéová lék orgelpartinn
mjög fallega, og í heild var þetta
þokkafullur og fallegur flutningur
undir stjórn organista kirkjunnar
Jóns Ólafs Sigurðssonar. Prestur
Hjallakirkju Íris Kristjánsdóttir
las úr Passíusálmum Hallgríms
Péturssonar milli verka, og var
ágætur lestur hennar til að auka á
indæla stemmningu þessarar
kvöldstundar.
Indæll föstusöngur
TÓNLIST
H j a l l a k i r k j a
Kór Hjallakirkju flutti tvo föstu-
sálma og Sálumessu eftir Gabriel
Fauré. Einsöngvarar voru Loftur
Erlingsson bariton og Tryggvi
Valdimarsson sópran; organisti:
Lenka Mátéová; stjórnandi:
Jón Ólafur Sigurðsson.
Fimmtudag kl. 20.30.
KÓRTÓNLEIKAR
Bergþóra Jónsdótt ir
SAMKÓR Selfoss heldur sína ár-
legu vortónleika í Selfosskirkju ann-
að kvöld, miðvikudagskvöld, kl.
20.30.
Á efnisskránni eru íslensk vorlög,
fjögur slavnesk þjóðlög eftir
Bela Bartók, Gloria úr Messiasi,
Streðjakórinn eftir Verdi og fl.
Gestir tónleikanna er Karlakór
Hreppamanna og stjórnar Edit
Molnár báðum kórunum. Undirleik-
ari er Miklos Dalmay.
Samkórinn hefur sungið víða, á
undanförnum árum bæði innanlands
og utan, og núna í vor fer hann í
söngferð í Borgarfjörð og heldur
tónleika í Reykholti 12. maí ásamt
Kveldúlfskórnum í Borgarnesi.
Vortón-
leikar í Sel-
fosskirkju
4KLASSÍSKAR halda söngskemmt-
un í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl.
20.30
Á efnisskránni eru lög úr söng-
leikjum, óperum og óperettum
ásamt kunnum dægurlagaperlum.
4Klassískar eru Aðalheiður Þor-
steinsdóttir píanóleikari og söngkon-
urnar Björk Jónsdóttir, Jóhanna V.
Þórhallsdóttir og Signý Sæmunds-
dóttir.
Söngskemmt-
un í Edinborg-
arhúsinu
LISTASAFN Íslands verður opið á
skírdag, 12. apríl, annan í páskum.
Lokað verður föstudaginn langa.
Annars er safnið opið frá kl. 11–17
alla daga nema fimmtudaga en þá er
safnið opið til kl. 22 að kvöldi. Lokað
mánudaga að öllu jöfnu (nema 16.
apríl nk. sem er annar í páskum).
Listasafn Íslands
opið um páska
♦ ♦ ♦
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar