Morgunblaðið - 10.04.2001, Page 34

Morgunblaðið - 10.04.2001, Page 34
MENNTUN 34 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Vor- og sumarvörunar komnar Jakkar frá kr. 3.900 Buxur frá kr. 1.690 Pils frá kr. 1.900 Mikið úrval af kjólum MENNINGARTENGDferðaþjónusta er kjöriná Hólum, því þekkt sagastaðarins spannar þús- und ár, enda standa nemendur á ferðamannabraut Hólaskóla reglu- lega fyrir viðburðum með vísun í sög- una; draugakvöldverði, dorgveiði, reiðtúrum. Hrossabraut skólans er vissulega á heimaslóðum í Skagafirði og á Hólum er helsta rannsóknarstöð landsins í fiskeldi og hefur höfuð rannsókna- og þróunarverkefni fisk- eldisbrautarinnar verið um kynbæt- ur á eldisbleikju. Undanfarin ár hefur Hólaskóli skapað sér sér stöðu sem háskóla- stofnun og eru iðulega nokkrir nem- endur á Hólum að vinna að meistara- eða doktorsverkefnum sem tengjast ferðamennsku, fiskeldi eða hrossa- rækt. Einnig hafa verið gerðir samn- ingar við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands um að meta tiltekið nám til þrjátíu eininga á ákveðnum brautum. Rannsóknir á Hólum eru margar unnar í samstarfi við atvinnu- lífið, innnlenda háskóla og erlendar stofnanir. Nemendur úr öðrum skól- um fara einnig til Hóla til að stunda rannsóknir sínar. Fiskur, hross og ferðalög Blaðamaður flaug á Sauðárkrók 3. apríl síðastliðinn og fór heim til Hóla til að ræða við forsvarsmenn og nem- endur um skólann og brautirnar þrjár, en búast má við að Hólaskóli muni eflast verulega á þessari öld. Ferðamál, fiskeldi og hrossarækt og reiðmennska eru svið sem spáð er bjartri framtíð. „Nemendur fá mjög sterka fagmenntun hérna,“ segir Skúli Skúlason skólameistari Hóla- skóla og nefnir sem dæmi að eftir eitt ár á hrossabraut útskrifist nemendur með hestafræði eða sem leiðbeinend- ur í ferðaþjónustu. Eftir tvö ár fá þeir „diplóma“ í búnaðarfræðum og fá inngöngu í félag tamningamanna. Eftir þriðja árið (5 mánuðir) útskrif- ast nemendur sem þjálfarar og reið- kennarar og er það nám metið sem 15 einingar í háskóla. Hólaskóli er op- inber miðstöð kennslu og rannsókna í hrossarækt og reiðmennsku. Skólinn rekur hrossaræktarbú sem nýtist í kennslu og rannsóknastarfi. „Á ferðamálabrautinni er áherslan á dreifbýlið, menninguna og náttúr- una. Markmið námsins er að veita fólki sem hefur áhuga á störfum inn- an ferðaþjónustugeirans víðtæka og hagnýta menntun,“ segir Skúli „og að þeir sem útskrifist sem búfræðingar af ferðamálabraut fái landvarðarrétt- indi.“ Fiskeldisbraut Hólaskóla býður svo upp á sérhæft nám í eldi fiska og sjávarlífvera, samhliða vatnavist- fræði og nýtingu vatna. Deildin er miðstöð bleikjurannsókna og kyn- bóta og á í formlegu samstarfi við fjölda háskóla hérlendis og erlendis á sviði kennslu og rannsókna. (sjá: www.holar.is). Gildi sögu og menningar á Hólum Hólaskóli á sér vissulega sögu því árið 1106 stofnaði Jón Ögmundsson biskup þar latínuskóla og sagan síðan hefur verið atburðarík. „Á tímum Jóns Arasonar biskups er talið að hér hafi búið allt að 400 manns,“ segir Skúli og til að æra ekki óstöðugan nefnir hann aðeins Guðbrand Þor- láksson til sögunnar og að hér hafi Arngrímur lærði og Hallgrímur Pét- ursson numið. Í Hóladómkirkju sýnir hann svo prentverkið Guðbrandsbi- blíu og les á hógværan legstein hans: „Guðbrandur Þorláksson, syndari Jesú Krists. Á herrans ári 1627, 20. júlí.“ Hver blettur á Hólum er merktur sögu og á næstu árum mun það verða enn augljósara en nú er, því fornleifa- rannsóknir hefjast þar í sumar. En hvaða máli skiptir þessi saga? Er ekki alveg jafngott eða jafnvel betra að læra þetta allt í einhverjum há- skóla í einhverri stórborg? Svarið er ef til vill að einhverju leyti ósegjan- legt og þó! Byggðafræði og þverfagleg hugsun Hólaskóli ætlar að hasla sér völl í byggðafræðum, en hann byggist nú þegar á sjálfbærri þróun og virkri byggðastefnu. Einnig á þeirri hug- myndafræði að atvinnulíf og mannlíf eigi að reisa á forsendum svæða, þannig að unnið sé með það sem er þekkt og hið nýja þróað út frá því. Byggðafræði er grein sem Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur hef- ur verið að undirbúa á ferðamanna- braut, og þar má finna hluta af svarinu. Byggðafræði (Rural Stud- ies) er um hinar dreifðu byggðir og rannsóknir á þeim. „Menningar- tengdir þættir byggðafræðinnar eiga vel heima hér á Hólum,“ skrifar Árni Daníel um það, „hér hefur löngum verið auðugt og fjölbreytt menning- arlíf, og héðan var kirkjunni á Norð- urlandi stjórnað í 700 ár. Miðlun á fortíðinni stendur framarlega í Skagafriði og nágrenni, en stefnt er að því að byggja á því forskoti.“ Skúli er einnig sannfærður um þetta. Fyrir utan starfsfólkið er menningin og sagan aðalstyrkleiki Hólaskóla. Hólar eru samfélag þar sem gengið er til móts við framtíðina með djúpri virðingu fyrir fortíðinni. Einnig með ígrunduðum hugmynd- um um hvernig framtíðin geti orðið, eins og t.d. áherslur í ferðamennsku sýna. „Byggðamál, umhverfismál og þverfagleg hugsun eru aðal skólans,“ segir Skúli, og að brautirnar þrjár hafi allar þróast sem rannsóknar- brautir. Alþjóðleg tengsl skólans hafa einnig eflst undanfarin ár og hafa t.d. verið nemenda- og starfs- mannaskipti við Guelph-háskólann í Kanada, þar hann tók doktorspróf. „Þrír kennarar hafa farið héðan og numið við Guelph, t.d. fór matráðs- konan í hótelskólann þar,“ segir Skúli. Lífsgæðin og sambandið við aðra Skúli segir að Hólaskóli laði til sín gott starfsfólk, núna séu t.d. 5 kenn- arar með doktorspróf og 7 með mast- erspróf. Þessi þróun mun halda áfram því skólinn er að feta sig áfram á háskólastigi og vilji einnig sinna nemendum sem vinni að masters- eða doktorsgráðum. „Hæft starfsfólk hér skilar sér til samfélagsins í heild, það hefur margfeldisáhrif,“ segir Skúli, og vissulega sé það tæknin sem geri fólki kleift að stunda fræðistörf í fá- mennri menningu. Hann segir að möguleg lífsgæði á Hólum heilli starfsmenn Hólaskóla. „Hér er góð aðstaða til kennslu og rannsókna, hér er góður leikskóli og grunnskóli og ögrandi verkefni vegna tækninnar,“ segir Skúli sem jafnframt er staðarhaldari. Hann segir 60-70 íbúa vera hér með lög- heimili og með nemendum búi rúm- lega 100 á Hólum. Styrkleiki skólans felst einnig í stuðningi frá sveitar- félaginu og samstarfi við það, og öðr- um stofnunum á Hólum eins og Vígslubiskup Hólastiftis og er þar jafnframt sóknarprestur Hóla- og Viðvíkurprestakalls. Norðurlands- deild Veiðimálastofnunar er á Hól- um, Embætti dýralæknis í hrossa- sjúkdómum, Héraðssetur Land- græðslunnar og Fiskeldisstöðin Hólalax. Enn eitt sambandið við aðra felist í því að reglulega stundi gestafræði- menn eigin rannsóknir á Hólum. Það væsir ekki um nemendur í Hólaskóla; Skólahúsið rúmar kennslustofur, skrifstofur, tölvuver, bókasafn, matsal og eldhús. Nem- endagarðar eru fyrir um 50 manns, aðgangur er að íþróttasal og sund- laug og loks kyrrðinni í landslaginu. Ef tekið er tillit til viljans til að stuðla að áframhaldandi velgengni á Hóla- skóla er ekki ólíkt að þar myndist sterkt háskólaþorp á næstu árum. Aðstoðarskólarstjóri Hólaskóla er Valgeir Bjarnason. Deildarstjórar eru Helgi Thorarensen á fiskeldis- braut, Víkingur Gunnarsson á hrossabraut og Guðrún Þóra Gunn- arsdóttir á ferðamálabraut. Viðtal við Guðrúnu er birt hér í annarri grein, en viðtal við Helga og Víking í seinni grein um Hólaskóla síðar í apríl. Hólaskóli I/ Skúli Skúlason, skólameistari í Hólaskóla, býst við að starfsemin á Hólum verði æ meira á háskóla- stigi. Hann segir skólann njóta mikils stuðnings atvinnulífs, stofnana og heimabyggðar. Gunnar Hersveinn brá sér heim til Hóla og fræddist um starfið af nemendum og kennurum, m.a. um alþjóðlegt samstarf. Vaxandi háskólanám á Hólum Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn Hrossabrautin er mikið aðdráttarafl í Hólaskóla en hægt er að nema þar í 5 annir. Hólaskóli á fornar rætur sem falla vel að menningartengdri hugsun. Víkingur, Guðrún Þóra, Skúli og Helgi á Hólum í Hjaltadal.  Ferðaþjónusta í dreifbýli er kjarninn á ferðabraut  Nemendur fá mjög sterka fagmenntun á brautunum  HÓLASKÓLI, Hólum í Hjaltadal, er menntastofnun undir landbúnaðarráðuneyti. Í lögum um búnaðarfræðslu (nr. 57/1999) er lögð sérstök áhersla á rannsókna- og þró- unarstarf. Lögin heimila Hóla- skóla að vera með kennslu á háskólastigi. Nú þegar er námið að hluta metið sem þátt- ur af B.S. námi í háskólum hérlendis; HÍ, HA og Landbún- aðarháskólanum á Hvanneyri. Hólaskóli er miðstöð land- búnaðarráðuneytis á sviði fisk- eldis og vatnalíffræði, hrossa- ræktar og hestamennsku og ferðamála í dreifbýli. Stúdentar í öðrum háskól- um geta unnið lokaverkefni sín undir leiðsögn starfsmanna Hólaskóla. Heimasíðan Hólaskóla er www.holar.is. Heimilisfangið er Hólar í Hjaltadal. 551 Sauð- árkrókur. Hólaskóli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.