Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 37 ÉG sit við gluggann og horfi út í kalt vor- ið. Það var í mars á síðasta ári að ég fékk allt í einu mikla löng- un til að gerast skipti- nemi. Ég veit ekki al- veg af hverju, en ég man að mér varð hugsað til þess að mamma hefði verið skiptinemi og að góð vinkona mín var alveg að „fila sig í botn“ sem skiptinemi í Ástr- alíu. Svo má ekki gleyma honum pabba sem hafði komið mér í erlend þingmanna- samtök barna og á þeirra vegum sótti ég m.a. þing í Finnlandi og á Taílandi. „Væri ekki æðislegt að gerast skiptinemi?“ hugsaði ég aft- ur, „kynnast nýju fólki og nýrri menningu og læra eitthvað nýtt og spennandi!“ Stuttu síðar var ég alveg ákveð- in og framundan voru saminga- viðræður við yfirvöldin á heimilinu. Ég hafði auðvitað pottþétt plan tilbúið til öryggis til að sýna fram á sparnað þeirra við að losna við mig í heilt ár – marga, marga þús- undkalla vikulega í mat, græna kortið mánaðarlega og svo má ekki gleyma bensínkostnaðnum þegar þarf að sækja mig á æfingar og þess háttar. Áður en ég vissi af var ég búin að sjá að yf- irvaldið myndi ekki aðeins spara með því að losna við mig, það kæmi út með stór- gróða! AFS og amerískar fjölskyldur Ferillinn við um- sóknina og undirbún- inginn hjá skiptinema- samtökunum AFS var skemmtilegur. Um- sóknin fólst mikið í því að skrifa um sjálfa mig, bæði frá mínu eigin sjónarhorni og annarra. Það gekk ansi treglega á köflum en þetta hafðist allt saman. Erfiðasti hlut- inn var landaval. Eftir miklar pæl- ingar fram og aftur ákvað ég að Bandaríkin yrðu heimili mitt næsta árið. Ástæður þess voru í fyrsta lagi að Ameríkanar mæla á enska tungu og svo voru það íþróttirnar. Mér fannst alveg rosa- lega spennandi að geta stundað meira en eina íþrótt yfir árið og að hafa íþróttirnar tengdar skólanum. AFS undirbjó okkur öll vel. Haldið var helgarnámskeið þar sem farið var í gegnum ýmislegt sem árið gæti falið í sér. Einnig fékkst frá- bært tækifæri til ad spyrja fyrrum skiptinema um allt sem var að angra forvitnis- og stresstaugarn- ar. Stuttu síðar skelltum vid AFS- krakkarnir okkur í ekta íslenska útilegu með rigningu, roki og kulda. Sú ferð hristi hópinn mjög vel saman og mynduðust mörg góð vinasambönd. Dagurinn nálgaðist. Júlímánuður leið og ég fór að fá smáhnút í mag- ann því 9.ágúst var stóri dagurinn. Dagurinn sem ég hlakkaði mikið til og kveið heilmikið fyrir. Ennþá var allt samt hálfóraunverulegt. Raun- veruleikinn skall ekki á fyrr en tveimur dögum eftir brottför. Þá stóðum við nokkur hundruð skipti- nemar úti í 30 stiga hita og hræði- legum raka og biðum eftir fóstur- fjölskyldum okkar. Stuttu síðar streymdu amerískar fjölskyldur að í tonnatali og hjartað í mér tók kipp. Svo kannaðist ég við fjöl- skylduna mína og ég róaðist fljótt. Ég hafði fengið fjölskyldu í fylkinu Minnesota, í Eagan sem er út- hverfi Minneapolis/St.Paul. Ég hafði gert mér ýmsar hug- myndir um amerískar fjölskyldur, sennilega hef ég horft á alltof margar bíómyndir! En raunin er sú að þær eru alveg jafnmarg- breytilegar og íslenskar fjölskyld- ur. Fjölskylda mín er mjög róleg. Þau lesa mikið, ferðast allnokkuð og eru vel menntuð. Þau hafa mik- inn áhuga á að kynnast ólíkum menningarheimum, enda er ég þriðji skiptineminn þeirra og þau vilja allt fyrir mig gera. Þó nokkrir skiptinemar lenda í því að skipta um fjölskyldur og ég er því mjög ánægð með hvað mér líkar vel við mína. Ómetanlegt tækifæri í lífinu Nú eru liðnir sjö mánuðir og líf- ið er algjör draumur. Lítið hef ég fundið fyrir heimþrá, enda er mik- ið að gera. Jólaundirbúningurinn var örlítið erfiður en þegar jólin komu varð allt gott. Skólinn er ólíkur skólanum heima. Ég er í mjög stórum skóla með u.þ.b. 3.000 nemendur. Hér er eininga- kerfi og boðið er upp á óteljandi valmöguleika. Skiptinemar fá ekki að útskrifast svo ég fékk að velja þau fög sem ég hef mikinn áhuga á og hefði ekki tækifæri til læra heima á Fróni. Ég er einnig á kafi í íþróttum og öðrum félagsstörfum i skólanum. Ég æfði fótbolta sl. haust en er núna að æfa svigskíði. Einnig tek ég þátt í starfi samtaka sem heita „Youth in Government“, en markmið þeirra er að kynna unglingum hvernig stjórnmálin hér virka og hægt er að vera allt frá blaðamanni upp í aðaldómara þingsins. Í janúar fengum við að „stjórna“ fylkinu í fjóra daga, við gistum á hóteli og fór dagskráin fram í þinghúsinu sjálfu. Og svo er ég orðin „meðlimur“ í íslensku kvenfélagi, flestar tala þó ekki lengur íslensku eða hafa aldrei gert. Ég gæti haldið áfram endalaust að telja upp öll tækifærin sem mér hafa opnast og hvað lífið er frá- bært en ég get víst ekki tekið upp allt plássið í blaðinu. Að lokum hvet ég jafnaldra mína til að kynna sér möguleikann á að gerast skiptinemi og að láta drauminn rætast ef hann blundar í ykkur. Fyrir mig hefur þetta verið heil- mikið ævintýri og mikill lærdómur. Þrátt fyrir að ég missi eitt ár úr skóla mun tungumálakunnáttan, ólíkt skólakerfi og öll reynslan skila sér með þeim hætti að ég er mun opnari og til í flest. Njótum lífsins! Frá draumi að veruleika Berglind Gunnarsdóttir Skiptinemar Ég gæti haldið áfram endalaust að telja upp öll tækifærin sem mér hafa opnast, segir Berglind Gunnarsdóttir, og hvetur jafnaldra sína að kynna sér mögu- leikann á að gerast skiptinemi. Höfundur er skiptinemi á vegum AFS í Minneapolis í Bandaríkjunum skólaárið 2000–2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.