Morgunblaðið - 10.04.2001, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
RANNSÓKNARNEFNDflugslysa var sett á lagg-irnar árið 1996 sem sjálf-stæð stjórnsýslustofnun
og starfar sjálfstætt og óháð stjórn-
völdum, öðrum rannsóknaraðilum,
ákæruvaldi og dómstólum. Um leið
var lagt niður rannsóknarhlutverk
flugmálastjórnar sem rannsakað
hafði flugslys, flugatvik og flugum-
ferðaratvik frá árinu 1945, ásamt
óháðri flugslysanefnd sem skipuð
var árið 1968 og vann sjálfstætt að
rannsóknum alvarlegra slysa í sam-
vinnu við flugmálastjórn.
Tilurð nefndarinnar má rekja til
tilmæla Alþjóðaflugmálastofnunar-
innar frá árinu 1993 um að rann-
sóknaraðilar yrðu ekki lengur hluti
af flugmálastjórn viðkomandi landa
heldur óháðar einingar. Árið 1994
setti Evrópusambandið fram til-
skipun um að þetta skyldi gert í síð-
asta lagi í nóvember 1994 og í kjöl-
far þess voru sett ný lög um
rannsókn flugslysa á Alþingi vorið
1996. Samkvæmt þeim var síðan
rannsóknarnefnd flugslysa stofnuð
sem óháður rannsóknaraðili.
Samkvæmt lögum ber nefndinni
að rannsaka öll flugslys og flugat-
vik sem verða í borgaralegu flugi á
íslensku yfirráðasvæði, auk þess að
rannsaka flugumferðaratvik sem
verða á íslenska flugstjórnarsvæð-
inu. Á síðasta ári rannsakaði nefnd-
in t.d. tvö slík atvik, annað við Fær-
eyjar og hitt við Grænland.
Í rannsóknarnefnd flugslysa sitja
fimm menn. Formaður nefndarinn-
ar er Skúli Jón Sigurðarson, rann-
sóknarstjóri flugslysa, en aðrir
nefndarmenn eru Þorsteinn Þor-
steinsson, flugvélaverkfræðingur
og vararannsóknarstjóri flugslysa,
Kristján Guðjónsson, lögfræðingur
og framkvæmdastjóri hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins, Steinar Stein-
arsson, flugstjóri hjá Flugleiðum
hf., og Sveinn Björnsson, flugmað-
ur og framkvæmdastjóri Flugþjón-
ustunnar ehf. Þormóður Þormóðs-
son, sem lokið hefur BS-námi í
flugrekstrar- og tæknistjórnun og
er jafnframt flugvélvirki og flug-
maður, var ráðinn 1. febrúar sl. til
að taka við starfi formanns nefnd-
arinnar í byrjun næsta árs þegar
Skúli Jón lætur af störfum vegna
starfsaldurs og af heilsufarsástæð-
um. Tveir menn eru fastráðnir
starfsmenn nefndarinnar, þeir
Skúli Jón Sigurðarson og Þorsteinn
Þorsteinsson, en aðrir nefndar-
menn eru skipaðir til fjögurra ára í
senn.
Að sögn Skúla Jóns Sigurðarson-
ar, formanns nefndarinnar, tekur
nefndin á hverju ári fyrir fjölda
mála. Á síðasta ári voru tekin fyrir
96 mál sem nefndin skrásetti, auk
fjölmargra sem ekki voru skráð,
þ.e. flugslys, flugatvik og flugum-
ferðaratvik. Af þessum 96 málum
afgreiddi nefndin 43 þeirra með
rannsókn eða á annan formlegan
hátt, m.a. með formlegum
skýrslum.
Tilgangur rannsókna ekki
að skipta sök eða ábyrgð
Samkvæmt lögum miðar starf
rannsóknarnefndar flugslysa ein-
göngu að því að auka öryggi í flugi
og koma í veg fyrir að flugslys end-
urtaki sig. Ólíkt opinberum lög-
reglurannsóknum er tilgangurinn
með skýrslu rannsóknarnefndar
ekki sá að skipta sök eða ábyrgð á
slysum. Í 1. grein laga um rannsókn
flugslysa segir að flugslysarann-
sóknir eigi að miða að því eingöngu
að koma í veg fyrir að flugslys end-
urtaki sig og að rannsókn á meintri
refsiverðri háttsemi í tengslum við
flugslys sé óháð rannsókn flug-
slysa. Þá er rannsóknarnefnd flug-
slysa ætlað að gera tillögur um úr-
bætur í flugöryggismálum eftir því
sem rannsókn á orsökum flugslysa
gefur tilefni til.
Skúli Jón segir að rannsókn
nefndarinnar sé framkvæmd í öll-
um meginatriðum samkvæmt for-
skrift Alþjóðaflugmálastofnunar-
innar, ICAO, sem gefur út
svokallaða skjalauka við alþjóða-
flugsáttmálann. Þar fjallar t.d.
skjalauki 1 um það hvernig gefa eigi
út flugskírteini, skjalauki 2 fjallar
um flugreglur o.s.frv. Skjalauki
númer 13 fjallar um það hvernig
rannsaka eigi flugslys, flugatvik og
flugumferðaratvik samkvæmt al-
þjóðlegum stöðlum og vinnureglum
og fer nefndin eftir þeim reglum og
leiðbeiningum sem þar koma fram.
Annar fastráðinna starfsmanna
nefndarinnar er ætíð á bakvakt og í
viðbragðsstöðu ef slys verða. Sam-
kvæmt lögum hvílir sú skylda á
herðum flugmanna og starfsmanna
flugmálastjórnar að gera nefndinni
aðvart um leið og atburðir verða. Sé
um alvarlegt slys að ræða mætir
starfsmaður nefndarinnar þegar á
vettvang og starfar þá með lögreglu
að vettvangsrannsókn þegar björg-
un er lokið. Um leið fer af stað
gagnasöfnun og hefur nefndin
heimild til þess að leita eftir aðstoð
innlendra og erlendra aðila, sem
hún gerir að talsverðu leyti eftir því
sem þurfa þykir, að sögn Skúla
Jóns.
Gagnasöfnunin getur orðið mjög
tímafrekt ferli þar sem nefndin þarf
að bíða vikum og mánuðum saman
eftir skýrslum aðila, bæði innan-
lands og utan. „Rannsókn okkar
heldur auðvitað áfram allan tímann
en henni lýkur ekki formlega fyrr
en öll kurl eru komin til grafar,
þ. á m. umsögn tilgreindra aðila
máls hverju sinni.“
Sem dæmi um rannsókn sem
ekki er ennþá lokið nefnir
flugatvik í desember þegar
vél Flugfélags Íslands len
alvarlegri ísingu í flugi til
ar. Í því máli er nefndin
bíða eftir skýrslu Veðurs
um atvikið og getur því e
rannsókninni, þótt fjórir
séu liðnir frá atvikinu.
Eftir að rannsókn hef
nefndarmenn eins oft sa
þurfa þykir til þess að dr
mynd af framgangi rannsó
ar. Þá heldur nefndin fund
sem ástæða er til með aði
og starfsmönnum flugmál
er kynnt staða mála á þeim
sem nefndarmenn telja h
að gera. Vinna við frum
lokaskýrslu nefndarinnar
leið og gögn fara að bera
skýrslunnar er staðlað sa
fyrirmælum ICAO. Þegar
liggja fyrir eru þau send
um til umsagnar og tekur þ
an oft breytingum samkv
um ábendingum og upp
sem berast eftir að drög sk
ar hafa verið kynnt.
„Ég man aldrei eftir þ
höfum skrifað skýrslu sem
ur tekið breytingum. Brey
ar eru auðvitað gerðar ti
hafa það sem réttara re
Starf rannsóknarnefndar flugslysa miðar eingö
Tilgangur
rannsókna e
ekki að finna
sökudólga
Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur s
kvæmt skýrum alþjóðlegum reglum
sem markmið rannsókna er að fækka
slysum og gera tillögur um úrbætur í
öryggismálum. Eiríkur P. Jörundss
kynnti sér markmið og starfshætti ne
arinnar, sem starfað hefur sem sjálfs
stjórnsýslustofnun frá árinu 1996
Morgunblaðið
Skúli Jón Sigurðarson, formaður rannsóknarnefndar flugsl
Þormóður Þormóðsson sem tekur við af honum í upphafi næs
Morgunblaðið/Árn
DÝRKEYPT VIÐSKIPTABANN
UMHVERFISMAT
Á VERSLUNARMIÐSTÖÐVUM
Þrátt fyrir að verslunarmiðstöðv-ar hafi afar víðtæk áhrif á um-hverfi sitt gera íslensk lög ekki
ráð fyrir að fram fari mat á umhverf-
isáhrifum þeirra áður en hafist er
handa við framkvæmdir. Afleiðingin
er sú að verslunareigendur og sveit-
arstjórnir taka ákvarðanir um slíkar
stórframkvæmdir í sínum bæ án tillits
til fjölmargra umhverfisþátta sem
hafa jafnvel afdrifarík áhrif á þróun
annarra sveitarfélaga til framtíðar, án
þess að þau fái nokkru um það ráðið.
Í grein sem birtist hér í blaðinu á
sunnudag segir Hrafn Hallgrímsson,
deildarstjóri skipulags- og landnýt-
ingardeildar í umhverfisráðuneytinu,
að ljóst sé Kringlan hafi haft töluverð
áhrif á verslun í miðbænum á sínum
tíma og að „augljóslega eigi eftir að
koma upp stórfelld vandamál […] við
Smáralind í Kópavogi“. Sigurður Ein-
arsson arkitekt, sem á sæti í sam-
starfsnefnd um svæðisskipulag á höf-
uðborgarsvæðinu, tekur í sama streng
í viðtali við Morgunblaðið og segir að
ákvörðun um byggingu Smáralindar
hafi legið fyrir þegar farið var að
skoða svæðisskipulag fyrir höfuð-
borgarsvæðið og ómögulegt hafi verið
að líta framhjá því. „Verslunarmið-
stöðin hefur auðvitað mjög mikil áhrif
á öll byggingaráform svæðisskipu-
lagsins og þýðir í raun að þarna verð-
ur svæðiskjarni sem nær yfir allt höf-
uðborgarsvæðið,“ segir hann. Fram
kemur að hann efast um að ráðist
hefði verið í þessar framkvæmdir á
þessum stað ef ekki hefði verið búið að
taka ákvörðunina þegar vinna við
svæðisskipulagið hófst.
Sem dæmi um bein áhrif fram-
kvæmdanna í Smáralind á næsta ná-
grenni má nefna að rætt er um að
grafa göng undir Kópavogshálsinn og
yfir á Kringlumýrarbraut og breikka
Reykjanesbraut frá Mjódd að Hafn-
arfirði til að anna umferðarþunga.
Staðreyndir á borð við þessar vekja
óneitanlega ýmsar spurningar er
varða sambýli margra sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu, enda sætir það
nokkurri furðu að hægt sé að taka ein-
hliða ákvörðun í einu sveitarfélagi
sem nágrannasveitarfélögin verða svo
að laga sig að eftir bestu getu. Slíkt
getur tæpast talist skynsamlegt verk-
lag með tilliti til framtíðarskipulags
höfuðborgarsvæðisins. Raunar hefur
Morgunblaðið margsinnis lýst þeirri
skoðun, að sameina eigi sveitarfélög á
þessu svæði þannig að þau verði ekki
fleiri en tvö, sem mundi einfalda mjög
ákvarðanir í skipulagsmálum.
Í Danmörku hafa verið sett lög þess
efnis að verslun sem er stærri en þrjú
þúsund fermetrar verði að fara í um-
hverfismat. Í því samhengi er fer-
metrafjöldi Kringlunnar og Smára-
lindar afar sláandi en þær
verslunarmiðstöðvar eru hvor um sig
um 63 þúsund fermetrar. Í mati sínu á
umhverfisáhrifum líta Danir til þátta
á borð við aukna bílaumferð, mengun
af hennar völdum, aðgengi fyrir fót-
gangandi fólk og ekki síst til áhrifa
verslunarkjarnans á nærliggjandi
hverfisverslun eða aðra verslunar-
kjarna sem oft eru mjög neikvæð.
Ljóst er að þjónusta við neytendur
minnkar til muna þegar smærri versl-
un leggur upp laupana og fara þarf
langar leiðir til að versla. Slíkt hefur
aukinn kostnað í för með sér fyrir
heimilin og bitnar ekki síst á þeim sem
kjósa að draga úr bílnotkun eða hafa
hreinlega ekki aðgang að einkabílum.
Þessi atriði eru öll mjög mikilvæg
þegar hugað er að heildarskipulagi
byggðar og þróunar hennar, ekki síst
með tilliti til vistvænni lífsstíls og fjöl-
breytni í verslun og þjónustu.
Full ástæða virðist því til að hér á
landi verði farið að dæmi þeirra
grannþjóða okkar sem standa fram-
arlega í skipulagsmálum og miðað við
að verslunarmiðstöðvar verði að sæta
ítarlegu umhverfismati í framtíðinni.
Á þessu ári eru tíu ár liðin frá því aðsett var viðskiptabann á hendur
Írökum. Þvingunum þessum er ætlað
að beygja Saddam Hussein, leiðtoga
landsins, til hlýðni og yrði ekki sýtt
þótt hann hrektist frá völdum. Bannið
hefur hins vegar síður en svo haft til-
ætluð áhrif og væri nær að segja að
hlaðið hafi verið undir leiðtogann, sem
hefur setið við völd í tvo áratugi.
Banninu hafa fylgt ómældar þjáning-
ar fyrir almenning í Írak á meðan leið-
togi þeirra situr sem fastast og makar
krókinn.
Saddam Hussein er samviskulaus
og grimmur leiðtogi. Það breytist ekki
þótt efnahagsþvingununum verði af-
létt. Það er hins vegar ljóst að ekki
verður haldið áfram lengur á þeirri
braut, sem nú er fylgt. Fyrir tveimur
árum var talið að ein milljón manna
hefði látið lífið vegna viðskiptabanns-
ins, helmingurinn börn, og hefur sú
tala hækkað síðan. Efnahagslíf lands-
ins er í molum, millistéttin að verða að
engu og samgöngum og öðrum innvið-
um landsins hefur farið svo aftur að
því hefur verið haldið fram að þeir
þættir verði ekki lagfærðir. Talið er
að það muni kosta um 50 milljarða
Bandaríkjadollara að færa Íraka aft-
ur á það stig sem þeir voru fyrir
Persaflóastríðið 1991.
Írakar sitja á næststærstu olíulind-
um, sem vitað er um í heiminum. Í
þessum heimshluta eru tveir þriðju
hlutar olíubirgða heimsins og eru
bæði Írakar og Íranar andsnúnir
Vesturlöndum. Það er því mikið í húfi.
Dr. Magnús Þ. Bernharðsson, að-
stoðarprófessor í Miðausturlanda-
fræðum við Hofstra-háskólann í New
York, skrifar um ástandið í Írak í
Morgunblaðið á sunnudag og segir
þar að „í stað þess að einblína á Sadd-
am Hussein ætti stefna Vesturlanda
gagnvart Írak að miðast að því að ráða
bót á ófremdarástandinu og þeim
hörmungum, sem eiga sér stað í land-
inu“. Eftir tíu ár ætti að vera fullreynt
að viðskiptaþvinganir koma Saddam
Hussein ekki frá völdum.