Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 42

Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 42
UMRÆÐAN 42 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ OKKUR Íslending- um þykir gott að vera framarlega á alþjóð- lega vísu í menningar- málum, sem og í öðrum málum. Við erum stolt af því að eiga góða og jafnvel fræga lista- menn, Halldór Lax- ness, Kristján Jó- hannsson, Erró, Björk og Friðrik Þór Frið- riksson. Þau gera land okkar og menningu eft- irsóknarverðari og kannski okkur hin metnaðarfyllri á okkar starfssviði. Við höfum lengi getað státað af mikilli grósku í íslensku leikhúslífi og verið framarlega þegar staða leiklistar er rædd í hópi starfs- bræðra okkar í útlöndum. Þeir sperra eyrun þegar þeir heyra að- sóknartölur frá Íslandi og trúa því varla þegar þeim er sagt að í Reykjavík, 111.000 manna borg, sé um eina helgi völ á um 15 til 20 at- vinnuleiksýningum. Til að mynda hafa þýskir starfsbræður sagt við mig, að þeir undrist mjög þennan mikla leikhúsáhuga á Íslandi. Heima hjá þeim sé þróunin sú, að fólk fari sjaldnar og sjaldnar í leikhús, en vilji frekar sjá leiklist í sjónvarpi eða á hvíta tjaldinu. Og hvað skyldi undrun þeirra vera mikil ef þeir vissu, að bara hluti þeirra listamanna sem draga að alla þessa leikhúsgesti fá laun fyrir vinnu sína? Sem betur fer njóta stóru leikhúsin styrkja frá opinberum aðilum þannig að þau geta greitt listamönnum sínum laun á starfstím- anum. Það geta sjálf- stæðu leikhóparnir, grasrótin, hins vegar ekki, nema að tak- mörkuðu leyti. Styrkir sem þeir fá, ef þeir fá þá einhverja, eru flest- ir allt of naumt skornir til þess að hægt sé að greiða með þeim laun. Þessi mikilvæga grasrót verður að fá aukinn stuðning svo hún blómgist og skili góðri list. Listamenn vita hvers virði grasrótin er og hafa lengi unnið kauplaust eða kauplítið fyrir sjálfstæðu leikhópana, en ég spái því að það tímaglas sé að tæmast. Leik- listarfólk getur ekki endalaust lifað á loftinu einu saman, frekar en aðrir. Eitt af hlutverkum ríkisvaldsins er að verja hluta af skattpeningum landsmanna til að styðja við bakið á því menningar- og listalífi sem reynslan kennir okkur að þjóðin vill. Engum dettur í hug að láta nem- endur bera allan kostnað af skóla- starfi. Allir sem til þekkja vita að ómissandi stoð tónlistarlífs í landinu er stuðningur ríkisvalds og sveitar- félaga við sinfóníuhljómsveit og tón- listarskóla. Og fólkið í landinu vill skóla, fólkið í landinu vill tónlist, fólkið í landinu vill leiklist. Í hverri sveit eru áhugamenn að leika, syngja í kórum og sækja námskeið. Allt þetta krefst stuðnings og skiln- ings þeirra sem fara með sameig- inleg málefni okkar allra. Skynsöm og framsýn stjórnvöld hljóta að átta sig á þessu. Mynd- arlegur stuðningur við grasrótar- starfsemi sjálfstæðu leikhópanna væri lítill baggi á ríkiskassanum, en mundi lyfta grettistaki í leiklistinni. Bandalag íslenskra listamanna hef- ur lagt fram tillögu um að þessi stuðningur verði rúmlega þrefaldað- ur á nokkrum árum í markvissum áföngum. Þessar tillögur ættu yfir- völd menntamála að gera að sínum. Öflugt listalíf er það sem fólk vill, það sýnir áhugi, aðsókn og þátttaka landsmanna í listrænu sköpunar- starfi um allt land. Öflugt listalíf er hagkvæmt fyrir okkur öll, það veitir okkur sjálfstraust og flytur orðspor okkar víða. Vökvum grasrótina! Það þarf að vökva gras- rótina Edda Þórarinsdóttir Leiklist Myndarlegur stuðn- ingur við grasrót- arstarfsemi sjálfstæðu leikhópanna væri lítill baggi á ríkiskassanum, segir Edda Þórarinsdóttir, en mundi lyfta grettistaki í leiklistinni. Höfundur er formaður Félags íslenskra leikara. BA-nám í bókasafns- og upplýsingafræði er þriggja ára nám innan félagsvísindadeildar. Algengast er að nem- endur ljúki 60 einingum í bókasafns- og upplýs- ingafræði en taki 30 ein- ingar úr öðru námi sem aukagrein. Einnig er boðið upp á bókasafns- og upplýsingafræði sem aðalgrein til 90 eininga og sem aukagrein til 30 eininga. Þeir sem áður hafa lokið prófi frá Há- skóla Íslands geta lokið 60 eininga starfsrétt- indanámi í bókasafns- og upplýsinga- fræði og er þá hægt að velja um sér- hæfingu á tveimur sviðum, skjalastjórn eða skólasafnfræði. Áhersla er lögð á að námið sé í senn fræðilegt og hagnýtt. Er það í formi fyrirlestra og verklegra æfinga auk þess sem farið er í heimsóknir til fyr- irtækja og stofnana. Eðlileg náms- framvinda til að ljúka námi á þremur árum er 15 einingar á önn, en nem- endur geta einnig tekið færri einingar í senn og lokið námi á lengri tíma. All- ir sem lokið hafa stúdentsprófi geta hafið nám í bókasafns- og upplýsinga- fræði og eru nemendur nú um 100 talsins. Lesendum er bent á að kynna sér heimasíðu bókasafns- og upplýs- ingafræðiskorar og er slóðin sem hér segir: http://www.hi.is/nam/fel/bok Undanfarin misseri hefur mikil umræða verið um starfsheiti stéttar- innar, sem nú er „bókasafnsfræðing- ar“. Þykir það heiti ekki endurspegla nógu vel þau störf sem stéttin sinnir og er nú til umræðu á Alþingi breyt- ingartillaga á starfsheitinu sem verð- ur, ef tillagan nær fram að ganga, „bókasafns- og upplýsingafræðing- ar“. Þetta starfsheiti lýsir óneitanlega betur störfum stéttarinnar, ekki síst með tilliti til þess að sívaxandi áhersla er lögð á mikilvægi upp- lýsinga í þjóðfélaginu. Miklar áherslubreyt- ingar hafa átt sér stað í náminu undanfarin ár og er nú meiri áhersla lögð á upplýsingafræð- ina, þ.á m. skjalastjórn, þekkingarstjórnun og öflun, skipulagningu og miðlun upplýsinga. Þrýstir það enn meira á yfirvöld að breyta starfsheitinu. Sunnudaginn 1. apríl sl. var haldin hin árlega Háskólakynning þar sem kynntir voru ís- lenskir skólar á háskólastigi. Nem- endur og kennarar í bókasafns- og upplýsingafræði kynntu námið og fundu þeir fyrir miklum áhuga gesta á öllum aldri. Bókasafns- og upplýs- ingafræðingar hafa mjög dýrmæta þekkingu á skipulagningu og með- höndlun hvers kyns gagna og upplýs- inga og nýtist hún hvarvetna í at- vinnulífinu. Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir bókasafns- og upp- lýsingafræðingum en framboð því miður ekki nógu mikið til að anna henni. Bókasafns- og upplýsinga- fræðingar starfa jafnt hjá einkaaðil- um og hinu opinbera, þar sem þörf er á að skipuleggja og hafa umsjón með upplýsingamálum og/eða skjala- stjórn. Starfsvettvangur bókasafns- og upplýsingafræðinga verður stöð- ugt fjölbreyttari og má þar m.a. nefna bókasöfn, skjalasöfn, ráðuneyti, banka, fjölmiðla, verkfræðistofur og hugbúnaðarfyrirtæki. Félagslíf nemenda í bókasafns- og upplýsingafræði er líflegt. Katalogos, félag nemenda í bókasafns- og upp- lýsingafræði, stendur fyrir ýmsum uppákomum og heimsóknum á vinnu- staði bókasafns- og upplýsingafræð- inga. Einnig hefur félagið það hlut- verk að gæta hagsmuna nemenda og vera þeim til ráðgjafar um mál er varða námið. Miðvikudaginn 18. apríl nk. mun bókasafns- og upplýsingafræðiskor standa fyrir málþingi undir yfirskrift- inni „Hlutverk bókasafns- og upplýs- ingafræði í þekkingarstjórnun“. Á málþinginu munu Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Jón Torfi Jónasson, deildarforseti félagsvís- indadeildar, halda stutt ávörp. Erindi flytja Sigrún Klara Hannesdóttir, prófessor í bókasafns- og upplýsinga- fræði við Háskóla Íslands, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, lektor í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Ís- lands, Sveinn Ólafsson, stundakenn- ari og sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, Ásgerð- ur Kjartansdóttir, stundakennari og deildarstjóri skjala- og bókasafns menntamálaráðuneytisins, og Ingi- björg Sverrisdóttir, stundakennari og bókasafnsfræðingur hjá fjármála- ráðuneytinu. Anne Clyde, prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands, og nemendur henn- ar munu einnig flytja erindi. Bókasafns- og upplýsinga- fræði við Háskóla Íslands Martha Ricart Nám Allir sem lokið hafa stúdentsprófi geta hafið nám í bókasafns- og upplýsingafræði, segir Martha Ricart, og eru nemendur nú um 100 talsins. Höfundur er 2. árs nemi í bókasafns- og upplýsingafræði og situr í stjórn Katalogos, félags nema í bókasafns- og upplýsingafræði. Þ að er skyldleiki milli orðanna skammt og skemmtilegt og það villir mönnum sýn. Nýr ritstjóri Tíma- rits Máls og menningar, sem nú er kallað „tmm, tímarit um menningu og mannlíf“, er í anda smáskammtamenningar samtím- ans sem eitt helsta menningar- og bókmenntatímarit landsins hefði frekar mátt snúast gegn. Skammt er ekki alltaf skemmti- legt. Skemmtilegt er heldur ekki alltaf skynsamlegt og því síður æskilegt eða eftirsóknarvert. Það er rétt sem Brynhildur Þór- arinsdóttir, nýr ritstjóri, segir í leiðara sínum, að breyting- arnar á tíma- ritinu ættu ekki að fara fram hjá nein- um. Heiðgul forsíðan er sláandi heiðgul og mynd af sósuflöskum í ýmsum litum gefur forsmekk að inni- haldinu. Það er líka rétt að blaðið hefur „stækkað á alla kanta“, flatarmál þess hefur með öðrum orðum aukist. Tímaritið hefur hins vegar hvorki lengst né dýpkað, og varla hefur það breikkað. Ritið er nú 66 síður en slagaði iðulega hátt í tvö hundr- uð áður. Er þetta mikil stytting þrátt fyrir að ritið eigi nú að koma út sex sinnum á ári í stað fjórum sinnum áður. Myndefni hefur jafnframt aukist mjög á kostnað texta. Tímarit Máls og menningar er því styttra og lit- ríkara en verið hefur. Efni rits- ins hefur einnig breyst. Áður tengdist efnið einkum bók- menntum en einnig var fjallað um heimspeki og hugmynda- fræði, einkum samtímans. Um efnið nú segir nýr ritstjóri í leið- ara sínum: „TMM er ekki kvóta- blað í þeim skilningi að list- greinar sitji á merktum bás í blaðinu, þær geta tvinnast sam- an, setið í hásæti eða á hakanum, allt eftir því hvernig vindar blása hverju sinni. Það eina sem er því hægt að segja um næsta blað er að það verður fróðlegt, fjölbreytt og ófyrirsjáanlegt.“ Efni ritsins að þessu sinni samanstendur af stuttum fréttum af listamönnum, stuttum hugleiðingum rithöf- undar um myndlistarverk og myndlistarmanns um bók- menntaverk, stuttum greinum um menningu og listir, stuttum viðtölum, löngu samtali, ljós- myndaþætti, teiknimyndasögu og framhaldssögu, ljóðum, með- mælum með bókum og stuttum dálki þar sem einstaklingur fær að hrósa og skamma. Hér er um menningar- og mannlífsefni að ræða eins og nýtt heiti/ný skilgreining tíma- ritsins gefur til kynna. En efnið er ekki lengur á fræðilegum nót- um, eins og það var áður, heldur hefur það verið „poppað upp“. Tilgangurinn er væntanlega að ná til fleiri lesenda – auðveldara efni hlýtur að höfða til breiðari lesendahóps. Útkoman er hins vegar mjög í ætt við glans- tímaritin svokölluðu, Mannlíf, Ský og önnur viðlíka. Í stað þess að fylla einhverja eyðu í íslenskri menningarumfjöllun, eins og rit- stjórinn sagði ætlunina vera er hann kynnti nýja ritstjórn- arstefnu sína í vetur, flytur tíma- ritið sig á upptekinn reit í ís- lenskri tímaritaútgáfu. Á sama tíma skilur Tímarit Máls og menningar eftir sig eyðu þar sem það var aleitt áður. Ef einhver markaðsfræði er þarna á bak við sýnir hún einungis hversu vara- samt er að treysta þeim fræðum. Tímarit Máls og menningar var einna helst gagnrýnt fyrir að vera ekki í nægilega góðum tengslum við tímann. Það þótti á stundum ekki endurspegla nægi- lega vel þá grósku sem var í fræðum og menningu samtím- ans, vera fullíhaldssamt á skáld- skap og fræði. Friðrik Rafnsson, sem gegndi starfi ritstjóra síð- ustu sjö ár, gerði þó margt gott í þessum efnum. Einkum og sér í lagi tókst honum að breikka ís- lenska menningar- og fræða- umræðu með því að kynna til sögunnar fjöldann allan af er- lendum samtímahöfundum og -fræðimönnum. Helst skorti á að íslenskir höfundar ritsins fylgdu þessari umræðu eftir með frjóum og róttækum hætti. Nýr ritstjóri virðist ekki ætla að halda þessu starfi áfram. Greinar sem nú taka bókmenntir og menningar- strauma til umfjöllunar í tímarit- inu eru einkum almenns eðlis, þær eru ritaðar í talmálslegum stíl og svo virðist sem höfundar forðist fræðileg efnistök. Ritdómar hafa verið fastur þáttur í Tímariti Máls og menn- ingar hingað til. Engir ritdómar eru nú í ritinu en í staðinn er mælt með nokkrum erlendum bókum á einni blaðsíðu. Tímarit Máls og menningar var eitt um að birta ítarlega ritdóma um ís- lenskar bækur. Þessir ritdómar voru ákaflega misjafnir að gæð- um og kannski fyrirsjáanlegir, eins og Eiríkur Guðmundsson benti á í Ríkisútvarpinu í gær, en eigi að síður voru þeir nauðsyn- legt innlegg í umræðuna um samtímabókmenntir. Sjálfsagt eiga margir eftir að sakna Tíma- rits Máls og menningar eins og það var. Hið nýja tímarit um menningu og mannlíf getur þó vafalítið orðið burðugt rit og áhugavert fyrir suma. Hugs- anlega mun það vinna sér vin- sældir meðal hóps lesenda sem hingað til hefur ekki fundið neitt við sitt hæfi í íslenskri menning- arumfjöllun. Silja Aðalsteins- dóttir, umsjónarmaður menning- arefnis DV, benti aftur á móti á í blaði sínu í gær að það efni sem nú stendur í tímaritinu væri af sama toga og finna má í menn- ingar- og mannlífsumfjöllun dag- blaðanna og í glansblöðunum. Eins og nýr ritstjóri bendir á er þetta þó aðeins fyrsta heftið og það tekur tíma að þróa nýtt blað. Ef Brynhildi tekst að fylgja eftir orðum sínum um að lifandi menningartímarit sé í stöðugri þróun og óhrætt við að stefna í nýjar áttir verður spennandi að fylgjast með framvindunni. tmm – hmm! Í stað þess að fylla einhverja eyðu í ís- lenskri menningarumfjöllun, eins og ritstjórinn sagði ætlunina vera er hann kynnti nýja ritstjórnarstefnu sína í vet- ur, flytur tímaritið sig á upptekinn reit í íslenskri tímaritaútgáfu. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason trhe@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.