Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 45 MIG langar til að bæta svolitlu í um- ræðuna sem fram hef- ur farið í fjölmiðlum undanfarið um starf- semi námskeiðahald- arans Paul Welch hér á landi. Ég hef fylgst með störfum hans úr fjar- lægð í u.þ.b. tvö ár, að- allega í gegnum góða vinkonu mína sem var í ársþjálfun hjá hon- um. Seinna hóf ég nánari athugun á starfsemi hans, með því að ræða við tæpan tug manna og kvenna sem höfðu öll verið undir handleiðslu hans. Ólöf Sverrisdóttir skrifaði grein sem birtist á þessum síðum 24. mars síðastliðinn. Í greininni kom m.a. fram að hún taldi umfjöllun um Paul hafa verið of neikvæða og múgsefjun á ferð. Hún minnist líka á kærleiksríka og jákvæða reynslu sína undir leiðsögn Welch. Ég hef sjálfur ekki farið á nám- skeið hjá Paul Welch og get því að sjálfsögðu ekki rengt persónulega reynslu Ólafar, sumir þeirra fyrr- verandi skjólstæðinga Welch sem ég ræddi við höfðu líka orðið fyrir einhverskonar andlegum upplifun- um að einhverju marki á námskeið- unum. Sumir telja aðferðafræði hans henta sér. Til að geta talist sannur andlegur leiðbeinandi, að mínu áliti, er ekki nóg að geta hrist uppí eða stuðað fólk til að það hljóti upplifanir sem hversdagurinn hefur almennt ekki upp á að bjóða. Þar þarf meira til en vök- ur, áreiti og niðurlæg- ingarferli (allt notað á námskeiðum Welch samkvæmt mínum heimildum). Sannur leiðbeinandi verður ekki bara að geta vak- ið fólk til meðvitundar, hann verður líka að geta stutt það áfram á þroskabraut þess svo vel sé. Og ekki bara nokkra, heldur alla sem hann skýtur skjólshúsi yfir. Að mínu áliti virðist Paul Welch ekki vera í nægilega góðu jafnvægi til að standa undir þessum kröfum, og þetta eru ekki ósann- gjarnar kröfur miðað við það sem hann segist vera fær um. Samkvæmt Welch felst vinna hans að miklum hluta í því að hann sé í sambandi við eigið „æðra sjálf“ og geti því einn náð sambandi við „æðra sjálf“ þeirra sem hans leið- sögn hljóta. Þetta lætur ósköp vel í eyrum en ef maður rýnir í afrakst- ur vinnu hans hér á landi klingja falsnótur. Þrjár manneskjur (alla- vega) hafa þurft að leita til geð- lækna eftir meðferð hjá Welch! Að fólkið hafi verið veikt fyrir og að meðferðin sé ekki fyrir alla er þá viðkvæðið hjá Welch eins og fram kom í viðtali DV við hann í lok ágúst í fyrra. Þrátt fyrir þessar staðhæfingar hans er ekki varað við því í kynningarbæklingi fyrir námskeiðin að þau séu ekki fyrir alla, og hvar er æðra sjálfs-læsið til að fyrirbyggja svo voveiflegar af- leiðingar? Aðalatriðið er því ekki það að sumum finnist þeir hafa himin höndum tekið í aðferðum Welch. Spurningin er: er hægt að sætta sig við þessi hrikalegu „af- föll“ hjá manni sem kallar sig heilara, beintengdan sínu, mínu og þínu „æðra sjálfi“? Markaðssetn- ingu (eins og allir auglýsingasál- fræðingar geta staðfest) má líta á sem kurteisara orð yfir heilaþvott. Samkvæmt mínum upplýsingum hagnýtir Paul Welch sér flestar leiðir til heilaþvottar eftir skil- greiningum sem settar eru fram á síðunni www.factnet.org (fyrir áhugasama). Paul Welch leggur áherslu á að fólk sem til hans leitar hafi lifað í blindni, í heljargreipum markaðs- samfélagsins og efnishyggjunnar og að hann sé kominn til að vísa þeim veginn í átt að hamingju. Með öðrum orðum er hann að selja ham- ingju, og hann notar til þess hefð- bundna markaðssetningu. Hann sýnir fram á eða býr til þörf og býður lausn; s.s. hefðbundin mark- aðssetning – sprottin frá sömu markaðshyggju og hann býðst til að bjarga fólki frá gegn óhóflegu gjaldi. Þessi nálgun hans hefur fært honum digra sjóði þann tíma sem hann hefur starfað hér á landi. Erf- itt er að henda nákvæmar reiður á upphæðum, en til viðmiðunar kost- ar 5–6 daga námskeið 9.500 kr. á dag, einkatími með Welch kostar um 5000 kr. og ársþjálfun 420.000 kr. (tölur fengnar úr greininni „Guð er ókeypis“ í desemberblaði Nýs lífs). Welch sótti um landvistarleyfi hér á landi og er það áhugavert að í umsókninni kom hvergi fram að hann væri með nokkra starfsemi hér á landi. Kannski lítur hann ekki svo á sjálfur, öllum sem námskeið hans sækja er gert að greiða í doll- urum – kvittanalaust! (kannski í brúnum bréfpoka?) Ljóst er sam- kvæmt þessum upplýsingum að hinar og þessar stofnanir í landinu ættu að hafa áhuga á að kynna sér veru Paul Welch hérlendis til hlítar og kannski er slík upplýsingaöflun þegar farin í gang. Að lokum má benda á að sennilega eiga mun fleiri en þeir sem ég talaði við um sárt að binda eftir að hafa komist í kast við Paul Welch. Þrátt fyrir yf- irlýst markmið hans læðist að manni sá grunur að í raun sé hann hér til að svala drottnunargirnd sinni og hafa fé af leitandi sálum. Leiðbeinandi eða loddari? Bergsteinn Jónsson Námskeiðahald Að mínu áliti virðist Paul Welch ekki vera í nægilega góðu jafnvægi, segir Bergsteinn Jónsson, til að standa undir þessum kröfum. Höfundur er nemi í mannfræði við HÍ. Vornámskeið í Gáska, Bolholti 6—8 Háls- og herðaleikfimi Þriðjudaginn 17. apríl hefst vornámskeið í háls- og herðaleikfimi. Áhersla er lögð á rétta líkams- stöðu, styrkjandi og liðkandi æfingar og teygjur fyrir allan líkamann. Lokaðir tímar, persónuleg og fagleg kennsla. Engin læti, engin hopp. Þátt- takendur fá að auki æfingaáætlun í tækjasal. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 12.05 og 12.55. Kennari verður Gígja Þórðardóttir, sjúkraþjálfari. Námskeiðið stend- ur til 31. maí. Bakleikfimi Hörpu — fyrir byrjendur Bakleikfimi fyrir byrjendur hefst 17. apríl og stendur til 31. maí. Kennt þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16.15 til 17.15. Lögð er megináhersla á líkamsstöðu og beitingu og að byggja upp þá vöðva sem skipta máli fyrir bakið. Þetta er músíkleikfimi með dans- ívafi þar sem lagður er grunnur að betri sam- hæfingu, líkamsvitund og styrk með tai, chi, afro, samba, salsa, merengue og mambo auk gólfæfinga. Aðgangur í tækjasal Gáska meðan á námskeiði stendur. Kennari verður Harpa Helgadóttir, sjúkraþjálfari, BS, MTc (sérfræðingur í meðferð á hrygg og útlimum). Innritun í síma 568 9009. TIL SÖLU Til sölu — Suðurlandssól Höfum fengið í sölu eina öflugustu sólbaðs- stofu á Suðurlandi. Stofan er staðsett í mjög góðu leiguhúsnæði, miðsvæðis á Selfossi. Stofan er vel tækjum búin, m.a. 4 Avant Garde 550 líkamslaga ljósabekkir, gufubað, trimm- form og leirvafningar, heitur pottur o.fl. 80 fm nýlega innréttuð líkamsræktaraðstaða án tækja. Upplýsingar um verð og greiðslukjör á skrif- stofu okkar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Mál- flutningsskrifstofunnar, Austurvegi 6, Selfossi. Sími 482 2299. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Ársfundur Eftirlaunasjóður fyrrum starfsmanna Útvegsbanka Íslands boðar til ársfundar fimmtudaginn 26. apríl 2001 kl. 17.15 á Grand Hótel, Sigtúni, 4. hæð í Háteigi. Dagskrá: Skýrsla stjórnar, kosning stjórnar og önnur hefðbundin ársfundarmál. Stjórnin. Aðalfundur Samvinnufélagsins Hreyfils verður haldinn í félagsheimili Hreyfils þriðjudaginn 24. apríl 2001 kl. 13.30. Dagskrá: 1. Athugað lögmæti fundarins. 2. Skýrsla félagsstjórnar. 3. Reikningar ársins 2000. 4. Kosning í stjórn o.fl. 5. Önnur mál. Stjórnin. KENNSLA Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Námskeið í reykbindindi í náttúruparadís! Námskeið í reykbindindi verður haldið í Mý- vatnssveit dagana 30. apríl til 5. maí nk. Um er að ræða 5 daga námskeið með áherslu á heilbrigðan lífsstíl, s.s. líkamsþjálfun, gott mataræði og slökun undir stjórn sérþjálfaðra hjúkrunarfræðinga, Ráðgjafar í reykbindindi. Sjúkraþjálfarar, læknir og næringarfræðingur eru leiðbeinendur ásamt hjúkrunarfræðingun- um. Mjög vel búinn tækjasalur og aðstaða til lík- amsræktar. Þátttakendur gista í Hótel Reynihlíð í 5 nætur, það er 4ra stjörnu hótel með öllum þeim þægindum sem því fylgja. Fallegt um- hverfi hleður þig náttúruorku og styrkir þig í þessu lífsnauðsynlega verkefni. Verð er 45 þúsund, (samsvarandi 116 sígarettu- pökkum), innifalið gisting, fullt fæði, aðgangur að líkamsræktaraðstöðu, sundlaug, ráðgjöf og þjónusta. Upplýsingar og skráning í síma 800 6030. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF I.O.O.F.Rb.1  1504108-M.A.*  Hamar 6001041019 I P.f.  FJÖLNIR 6001041019 I AD KFUK, Holtavegi 28 Fundur í kvöld kl. 20.00. Biblíulestur í umsjón sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur. Allar konur velkomnar. Komið með Útivist um pásk- ana: Goðaland - Básar 14.— 16. apríl og fleiri skemmtilegar páskaferðir. Sjá heimasíðu: www.utivist.is og textavarp bls. 616. Bókanir og nánari upplýsingar á skrifstof- unni á Hallveigarstíg 1, sími 561 4330. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Njálsgötu 86, s. 552 0978 Vöggusængur, vöggusett, barnafatnaður Klapparstíg 44, sími 562 3614 Pipar og salt kvarnir, mikið úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.