Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 46

Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 46
UMRÆÐAN 46 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALLT uppistandið með hraðlagasetningu á verkfall sjómanna strax og framsóknar- þinginu var lokið er býsna kátlegt fyrir þá, sem fylgjast með. Sumir eru þó sárreið- ir. Ábyrgðarþrunginn forsætisráðherrann lýsir fjálglega þeim hálfum öðrum millj- arði króna, sem rík- isstjórninni ber að sjá um með öllum ráðum að þjóðarbúið verði ekki af. Þessi um- hyggja ráðherrans fyrir þjóðarhag er ekki aðeins eðlileg heldur mjög virðingarverð. Í fréttum nokkrum dögum fyrr kom að vísu fram, að sjómönnum var ljóst, að megnið af þessari loðnu var hrygnt og dautt, þegar þessi ábúðarmiklu orð voru sögð þjóðinni. En söm er gerð ráð- herrans, þótt hún hefði lítið upp á sig. Fyrir þá, sem nenna að fylgjast með er þetta ánalega upphlaup tilefni til að draga þetta mál allt um kvótann, sem ekki næst að veiða og öll þau glötuðu verð- mæti, sem þjóðarbúið missir af, saman í heildarmynd og skoða hana. Það er síður en svo einsdæmi, að loðnukvótinn næst ekki. Tölur eru mér ekki handbærar, en í óljósu minninu eru allmörg dæmi þessa, þótt engin verkföll hafi truflað veiðar. Vandinn er því hvorki nýr né óvæntur. Aðeins nokkrar vikur eru síðan mjög umtalsverður hluti síldar- kvótans náðist ekki með tilsvar- andi tjóni fyrir þjóðarbúið og eng- inn svo mikið sem deplaði auga. Ég tel mig hafa góðar heimildir fyrir því, að hluti þess missis hafi stafað af því að skip, sem gat veitt og verkað, en var búið með kvóta sinn, hafi siglt til hafnar af því að þeir, sem ekki höfðu veitt og áttu kvóta, héldu leigunni í of háu verði. Þeir færðu þjóðarbúinu þennan missi, en skv. lands- lögum munu þeir geta flutt aflaheimildir sín- ar yfir til næsta árs í von um hagnaðinn þá. Sé litið yfir summu aflaheimilda í ýsu og ufsa fiskveiðiárin 1992–2000 og hún borin saman við heild- araflann af þessum tegundum þennan tíma, kemur á daginn, að því fer víðs fjarri, að flotinn hafi náð hinum leyfða afla og má telja mismuninn í tug- um þúsunda tonna. Hin glötuðu verðmæti fyrir þjóðarbúið voru því engir smámunir. Þetta er þeim mun athyglisverðara sem heimilar veiðar voru sífellt minnkaðar eftir því sem á þessi ár leið. Sé rétt munað náðist eitt árið að veiða það af ýsu, sem leyft var það ár. Kunn- ingi minn sagði mér góða sögu frá því ári. Þá gerðust nefnilega kraftaverk. Fiskur, sem á skýrslum og við hleðslu í gámana var ýsa, reyndist með undraverð- um hætti orðinn þorskur, þegar gámarnir voru opnaðir í Bretlandi. Þannig fór því fjarri, að allur ýsu- aflinn þetta ár væri það í raun og veru. Sama máli gegndi um steinbít, sem var kvótasettur 1996–2000. Hinum leyfilega heildarafla þessi ár tókst ekki að ná. Þess ber að gæta, að þessi er niðurstaðan þótt þorskaflahámarksbátarnir, sem LÍÚ sér núna mestum ofsjónum yfir, hafi átt frjálsa sókn í þessar þrjár tegundir á þessum tíma. Venjulegur hugsandi og sæmi- lega skynsamur maður sér af þessu engan grundvöll undir því að kvótasetja tegundir, sem ár eft- ir ár næst ekki að veiða, jafnvel ekki í því magni sem Hafró telur óhætt. Forsætisráðherrann þarf að vera sjálfum sér samkvæmur og hafa jafnmiklar áhyggjur af þeim gríðarlegu verðmætum, sem þjóð- arbúið þarna missti af, eins og þeirri nýhrygndu, grindhoruðu og hálfdauðu loðnu, sem verkfalls- frestunin snerist um. Niðurstaðan af þessari grein- ingu er augljós. Það á að létta kvótasetningunni af ýsu, ufsa, steinbít, síld og loðnu a.m.k. um sinn, ef við viljum að þjóðarbúið fái notið alls þess afla, sem hæfi- legur telst, eins og forsætisráð- herranum er svo bersýnilega um- hugað um. Um leið væru vandamál smábátaflotans leyst í bili. Ljóst er, að þetta geta LÍÚ og stórútgerðirnar ekki sætt sig við og vilji þeirra ræður í núverandi ríkisstjórn. Þær geta velt kvót- anum á undan sér ár eftir ár og er hvort eð er meira í mun að geta selt og leigt fisk í sjónum en að veiða upp þær heimildir, sem þær hafa. Einu sinni var maður norður í Siglufirði, sem var nógu ærlegur til að segja: „Hvað varðar mig um þjóðarhag?“ Þeir, sem velta óveiddum kvótanum frá ári til árs sér til hagsbóta, en þvert ofan í þjóðarhag, eru ekki nógu ærlegir til að tala þannig. Óþörf kvóta- setning Jón Sigurðsson Fiskveiðistjórnun Forsætisráðherrann ætti að hafa jafnmiklar áhyggjur af þeim verð- mætum sem þjóðarbúið missti af, segir Jón Sigurðsson, eins og þeirri nýhrygndu, grindhoruðu og hálf- dauðu loðnu sem verkfallsfrestunin snerist um. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. HINN 5. apríl sl. var birt í Morgunblaðinu viðtal við undirritaðan vegna málefna Línu.- Nets og sérstaklega kaup þess á fyrirtækinu Irju og rekstur Tetra- fjarskiptakerfis. Í framhaldi af því hefur vakið athygli mína sá misskilningur sem fram hefur komið, að það væri skoðun mín að þeim peningum sem varið var til kaupa á Irju hefði verið kastað á glæ og að uppsetning og rekstur Tetra-kerfis sé á einhvern hátt mis- tök. Sú er ekki skoðun mín og það var á engan hátt ætlun mín að gefa nokkuð slíkt til kynna. Þvert á móti hef ég fulla trú á að Lína.Net muni hagnast á því að hafa farið út í rekstur á Tetra-kerfi og að Tetra-kerfi sé framtíðarlausn fyrir þau not sem það er sérstaklega hannað fyrir. Ég tel því rétt að gera hér nokkra grein fyr- ir málinu. Þeir sem hafa kynnt sér hvernig Tetra-kerfið virkar hjá Línu.Net, eru flestir sannfærðir um yfirburði kerf- isins yfir aðra valkosti sem til eru í dag. Þar vegur þungt að í kerfinu er t.a.m. hægt að mynda sérstaka við- bragðshópa vegna einstakra atvika, t.d. slysa, þar sem hægt er að tengja saman lögreglu, sjúkrabíl, sjúkrahús og hugsanlega strætisvagn eða aðra sem tengjast atburðinum. Þannig eru þeir (og aðeins þeir) sem að atburð- inum koma og eru með Tetra-búnað tengdir í einu opnu samskiptakerfi , óháð því frá hvaða stofnun eða fyr- irtæki þeir koma . Ennfremur er Tetra alþjóðlega viðurkenndur staðall sem öll Evrópu- löndin eru að taka upp og er því ekki hætta á að um einhverja skyndibólu sé að ræða. Önnur meginstoð Tetra- kerfanna er hversu einfalt er að stað- setja nákvæmlega hverja stöð. Það gerir það mögulegt að hafa sívakandi staðsetningu á ákveðnum stöðvum uppi á tölvuskjá með korti og nýtist það á mörgum sviðum. T.d. ef velja á lögreglu eða sjúkrabíl til að fara í út- kall sést á svipstundu hver er næstur og spar- ast dýrmætur tími við það. Það að geta fylgst með staðsetningu á auðveldan hátt skapar óteljandi möguleika, t.d. hafa komið fram hugmyndir um að fylgj- ast með snjóplógum á þennan hátt þannig að á hverjum tíma sjáist á kortum í stjórnstöð hversu langt er síðan hver gata var rudd. Fyrir strætisvagn eða leigubíl sem sendir út neyðarkall er mikið ör- yggi fólgið í því að hægt sé að stað- setja hann án þess að hafa samband við bílstjórann. Þessi einfaldi mögu- leiki til sístaðsetningar gefur ótelj- andi möguleika og mikil tækifæri fyr- ir kerfið. Þriðja meginstoðin undir Tetra- kerfinu er að um er að ræða nýja hönnun fjarskiptakerfa sem byggist á stafrænni vinnslu ólíkt öðrum þráð- lausum kerfum. Það þýðir að mögu- leikarnir til allrar fjarvöktunar á mælum, vaktbúnaði, kerfisstýringu og öðrum stýri-, vöktunar og gæslu- búnaði gjörbreytist. Tetra-kerfið gef- ur möguleika á að hafa vakandi IP- net sem búnaðurinn getur tengst inn á, á meðan önnur þráðlaus símkerfi krefjast þess að annaðhvort sé hringt í hvert sinn eða að stöðugt símtal sé í gangi, sem hvort tveggja eru mun flóknari og dýrari mátar að fram- kvæma slíkar fjartengingar með. Þessar þrjár meginstoðir Tetra- tækninnar skapa henni hóp mjög öruggra viðskiptavina sem gefa tryggan rekstrargrundvöll. Þessi hópur viðskiptavina er eins og áður sagði löggæsla, tollgæsla, sjúkra- flutningar og aðrir þeir sem koma að öryggis- og heilsugæslu, einnig allir þeir sem eru með vinnuhópa sem þarf að vera hægt að hafa samband við, allir þeir sem eru með flota af bíl- um, sérstaklega ef hagkvæmt er að geta staðsett einstaka bíla vegna dreifingar, allir þeir sem þurfa að vera í eingföldu þráðlausu sítengi- sambandi við tölvukerfi sín án þess að þurfa mikla flutningsgetu og einn- ig allir sem reka starfsemi víða og þurfa að hafa vöktun eða stýringu á þeirri starfsemi. Þetta er hins vegar ekki mjög stór hópur og er lykilatriði þess að reka Tetra-kerfi að hafa við- skipti við öryggis- og heilbrigðisaðila landsins sem eru hornsteinn kerfis- ins. Af framansögðu er ljóst að þó að þeir miklu gagnaflutningsmöguleik- ar sem kerfið á að hafa í framtíðinni verði seinna til reiðu en ætlað var í upphafi þá á Tetra-kerfið sér markað á upphaflegum forsendum sem stendur undir því sem fyrir það var greitt. Sá hluti markaðarins þar sem Tetra-kerfið hefur tæknilega yfir- burði og þar sem ekki er fyrirsjáan- leg bein samkeppni í náinni framtíð er talinn muni velta um 300 milljón- um króna árlega á næstu árum. Um Tetra- kerfi Línu.Nets Guðmundur Þóroddsson Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Fjarskipti Um er að ræða nýja hönnun fjarskiptakerfa, segir Guðmundur Þóroddsson, sem byggist á stafrænni vinnslu ólíkt öðrum þráðlausum kerfum. UNDANFARIÐ hefur umræðan um dóm Hæstaréttar nr. 286/1999 blossað upp að nýju. Sá sem hefur verið hvað ötulastur við að halda lífi í þess- ari umræðu er Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður ákærða í málinu. Geysist hann hvað eftir annað fram á ritvöllinn til að rétt- læta gerðir sínar og nánast krefst þess að allir hafi sömu skoðun á málinu og hann. Það vita allir að Jón Stein- ar Gunnlaugsson fékk ákærða sýknaðan í Hæstarétti og þeim dómi verður ekki hnekkt. Ég sé enga ástæðu fyrir hann að halda áfram að halda uppi vörnum nema ef vera skyldi að samviskan nagaði hann þegar hann leggst á koddann á kvöldin. Kannski er hann þá að hugsa um að ekki vildi hann láta menn vera að fróa sér fyrir framan börnin sín, hvað þá meir. Kjarninn og hismið Það sem einkennir alla umræðu Jóns Steinars Gunnlaugssonar um þetta mál er að hann virist ekki gera greinarmun á aðalatriðum og auka- atriðum. Hann reynir með alls konar ómálefnlegum útúr- snúningum, að mínu mati, að draga at- hyglina frá kjarna málsins. Virðist mér að hann hafi ekki rökhugsun til að greina kjarnann frá hisminu. Þetta finnst mér mjög alvarlegt með mann í hans stöðu, sérstaklega þar sem hann er einnig einn af helstu ráðgjöfum æðstu valdamanna þjóðarinnar. Óréttlát málsmeðferð Það sem skiptir meginmáli er að málið fékk ekki réttláta málsmeð- ferð í Hæstarétti og hafði það af- gerandi áhrif á dómsniðurstöðuna. Þetta hafa margir sérfræðingar tekið undir og rökstutt málefna- lega. Ég vil benda sérstaklega á að enginn gætir hagsmuna brotaþola fyrir Hæstarétti í svona málum og að lögmaður hennar átti engan að- gang að málinu á því dómsstigi. Stúlkan og lögmaður hennar vissu ekki um tilurð skýrslu Högna Ósk- arssonar sem hann vann fyrir Jón Steinar Gunnlaugsson og ákærða fyrr en dómur var fallinn. Mannréttindadómstóll Evrópu Eins og þjóðin veit hefur þessi óréttláta málsmeðferð í Hæstarétti verið kærð til Mannréttindadóm- stóls Evrópu. Það er að mínu mati bráðnauðsynlegt fyrir þjóðina og lýðræðið í landinu að fá úr því skorið hvort hér voru viðhöfð rétt vinnubrögð og hvort menn eru jafnir fyrir lögum. Sérstaklega er það nauðsynlegt fyrir þá sem þurfa í framtíðinni að sækja slík mál fyrir dómstólum landsins. Það er kannski ekki skrýtið að Jón Steinar Gunnlaugsson vilji draga athyglina frá þessum mikilvæga þætti málsins. Varðar alla þjóðina Þótt málið varði þjóðina alla eru stúlkan og fjölskylda hennar ein fjárhagslega ábyrg fyrir málinu. Í vetur var hafin fjársöfnun til að reyna að tryggja að fjárskortur kæmi ekki í veg fyrir að málið færi fyrir Mannréttindadómstólinn. Þegar hafa safnast nokkrir fjár- munir og vil ég sérstaklega þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum til þessa mikilvæga máls. En það er dýrt að reka mál fyrir Mannréttindadómstóli Evr- ópu og betur má ef duga skal. Ég vil því hvetja alla sem láta sig mál- ið varða að veita því stuðning og bendi á söfnunarreikning nr. 44444 í SPRON á Skólavörðustíg. Réttláta málsmeðferð fyrir dómstólum Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Dómsmál Það er að mínu mati bráðnauðsynlegt fyrir þjóðina og lýðræðið í landinu, segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, að fá úr því skorið hvort hér voru viðhöfð rétt vinnubrögð og hvort menn eru jafnir fyrir lögum. Höfundur er arkitekt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.