Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 47 ATVINNA með stuðningi (Ams) er fyrir þá sem þurfa stuðning á almennum vinnumarkaði. Kynn- ing á þessari aðferð til hagsbóta fyrir fólk með fötlun hefur auk- ist á undanförnum misserum samfara aukinni notkun henn- ar. Full ástæða þykir að efla þessa kynn- ingu þannig að sem flestir geti notið góðs af vinnubrögðunum og hagnýtt sér þá þjónustu sem stendur til boða, m.a. hjá Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Við ætlum hér í stuttu máli að fjalla um um hvað felst í Ams, hvern- ig aðferðin hefur þróast og síðast en ekki síst hvaða árangri hún hefur skilað. Atvinna með stuðningi; lykilatriði Þátttaka og þjálfun á almennum vinnumarkaði. Launuð vinna. Einstaklingsmiðuð úrræði. Stuðningur svo lengi sem þörf er á. Söguleg þróun Atvinna með stuðningi eins og hún er á Íslandi í dag á rætur sínar að rekja til vinnubragða sem voru þró- uð í Bandaríkjunum á 8. áratug síð- ustu aldar. Má í því sambandi nefna brautryðjendastarf hins merka fræðimanns og frumkvöðuls Marc Gold sem lést 1982 en samstarfs- menn hans og fleiri héldu áfram að þróa og útbreiða aðferð til að auka þátttöku fólks með fötlun á almennum vinnumark- aði með viðeigandi stuðningi. Margar Evrópuþjóðir tóku á ní- unda áratugnum að hagnýta sér að- ferðir Ams. Samtökin EUSE (European Union of Supported Employment) voru stofnuð 1993. Þessi samtök eru samstarfsvett- vangur margra Evrópuþjóða. Dag- ana 28.3.–30.3. sl. var 5. Evrópuráð- stefnan haldin í Edinborg. Ráðstefnan hafði yfirskriftina: „Support for all“ eða „Stuðningur fyrir alla“. Yfirskriftin speglaði þróunina í þessum málum því eitt af markmið- um Ams hefur verið að auka skilning á möguleikum fatlaðra á almennum vinnumarkaði og að sem flestir fatl- aðir, sem þess óska og þurfa, eigi kost á að njóta góðs af þessari að- ferð. Þátttakendur á ráðstefnunni voru um 600 talsins (11 frá Íslandi) frá 35 löndum Á ráðstefnunni kom fram að áhugi og tiltrú á árangri Ams fer vaxandi í Evrópu og víðar í heiminum. Fólk með mismunandi fötlun hefur allar forsendur til að vera jafngóðir starfskraftar á al- mennum vinnumarkaði eins og aðrir ef það fær réttan stuðning. Rúmur áratugur er liðinn síðan Ís- lendingar tóku að hagnýta sér þessa aðferð. Það var Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi sem reið á vaðið. Árangur aðferðarinnar lét ekki á sér standa og margir fatl- aðir einstaklingar fengu vinnu og stuðning við sitt hæfi á almennum vinnumarkaði. Sérstaklega tókst vel til í Kópavogi þar sem Svæðisskrif- stofan var í öflugu samstarfi við bæj- arskrifstofur Kópavogs og að öllum öðrum ólöstuðum hefur Hrafn Sæ- mundsson, fyrrv. atvinnumála- fulltrúi, rutt brautina öðrum fremur fyrir fatlaða á leið út á almennan vinnumarkað hérlendis. Ams hefur reyndar verið hluti af þjónustukeðju í málefnum fatlaðra á Reykjanesi lengur en áratug, þó nafnið og þessi ákveðna aðferða- fræði hafi ekki verið með nákvæm- lega sama hætti og nú. Stefnumótun Svæðisskrifstofu í atvinnumálum var birt á árinu 1989 og þar voru lyk- ilorðin fjölbreytni og samræming. Þjónustukeðju í atvinnumálum var ætlað að mæta mismunandi og breytilegum þörfum og óskum fólks með fötlun og voru tilboðin sérsniðin að þörfum hvers og eins m.a. á hæf- ingarstöðvum og almennum vinnu- markaði með stuðningi. Starfsþjálfunar-staðurinn Örvi sem stofnaður var 1984 hefur gegnt lykilhlutverki í þjónustukeðjunni m.a. með starfsþjálfun og starfspróf- un sem leggur grunninn að þátttöku fólks með fötlun á almennum vinnu- markaði. Eftirfylgd út á almennan vinnu- markað og viðeigandi stuðningur þar, var hluti af störfum fagmennt- aðra starfsráðgjafa Örva sem kom- ust í nána snertingu við undirstöðu atvinnuvegi þjóðarinnar m.a. með því að standa í aðgerð í frystihúsum og flaka þorsk og í leiðinni þjálfa fatlað starfsfólk í þeirri vinnu. Atvinna með stuðningi hefur skil- að góðum árangri á Reykjanesi. 1994 heimsóttu Svæðisskrifstofuna sér- fræðingar í Ams frá Noregi sem þekktu mjög vel til þessara vinnu- bragða og notkunar þeirra í Norður- Ameríku og Vestur-Evrópu. Það var álit þessara sérfræðinga að árang- urinn á Reykjanesi væri á heims- mælikvarða. Í desember 2000 voru 118 þjón- ustunotendur Svæðisskrifstofu Reykjaness á almennum vinnumark- aði og voru þar af 63 einstaklingar í atvinnu með stuðningi. Atvinnu með stuðningi hefur mátt finna víða um land. Þessi vinnubrögð hafa tíðkast á Akureyri um árabil og undanfarin tvö ár hafa Svæðisskrif- stofa Reykjavíkur og Styrktarfélag vangefinna staðið að öflugu átaks- verkefni í þessum málum. Atvinna með stuðningi – skref fyrir skref Einstaklingsmat Það er nauðsyn- legt að vita á hvaða sviðum færni og áhugi einstaklingsins liggur svo hægt sé að finna hentugt starf . Hentugur vinnustaður fundinn Starfsmaður Ams leitar að hentugu fyrirtæki sem er tilbúið til sam- starfs. Kynning Einstaklingurinn fer í starfskynn- ingu á vinnustaðinn, rætt er við stjórnendur og væntanlegt sam- starfsfólk. Undirbúningur og skipulag starfs Gerð er nánari úttekt á starfinu og aðstæðum á vinnustað. Fundinn er tengill/samstarfsmaður sem getur verið viðkomandi til halds og trausts. Starfsumsókn Farið í gegnum um- sóknarferlið. Þjálfunaráætlun Áætlunin miðar að því að einstaklingurinn nái tökum á starfinu Starfsþjálfun Starfsmaður Ams sér um aðlögun viðkomandi að vinnustaðnum og þjálfun í verkefn- um. Ráðning Gengið er frá ráðningu með möguleika á örorkuvinnusamn- ingi, þar sem Tryggingastofnun rík- isins tekur þátt í launagreiðslum. Eftirfylgd Starfsmaður Ams fer reglulega í heimsókn á vinnustaðinn. Ætíð er hægt að hafa samband við starfsmann Ams ef eitthvað þarf úr- lausnar við og fá ráðgjöf og stuðning. Það hefur sýnt sig samkvæmt er- lendum rannsóknum að ýmsar já- kvæðar breytingar hafa átt sér stað á vinnustöðum þar sem þessi aðferð hefur verið notuð. Þar má t.d. nefna að afköst annarra starfsmanna hafa aukist, veikindaforföll hafa minnkað, aukin samheldni aukist og liðsheildin styrkst. Jafnframt hefur ímynd vinnustaðarins orðið jákvæðari í augum almennings og viðskiptavina þess. Svæðisskrifstofa Reykjaness hefur átt gott samstarf við fjölmörg fyrirtæki, sem vonandi eiga eftir að verða mun fleiri. Atvinna með stuðningi – meira en áratugar reynsla á Reykjanesi Ævar H. Kolbeinsson Ams Í desember 2000 voru 118 þjónustunotendur Svæðisskrifstofu Reykjaness á almenn- um vinnumarkaði, segja Ingibjörg M. Ísaks- dóttir og Ævar H. Kolbeinsson, og voru þar af 63 einstaklingar í atvinnu með stuðningi. Ingibjörg M. er forstöðuþroskaþjálfi og Ævar H. er deildarfélagsfræð- ingur hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Ingibjörg M. Ísaksdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.