Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 48
UMRÆÐAN 48 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ábyrgð áreiðanleiki Gullsmiðir ÖLDUM saman lifði fólkið í land- inu við erlenda kúgun. Hafði vart í sig og á, hírðist í moldarkofum beygt og brotið í hlekkjum örbirgð- ar. Óáran þessi og harðæri var bæði af manna og náttúru völdum. En síðan glaðnaði til. Þjóðin braust til sjálfstæðis og ýmsar tæknibyltingar gerðu langþráða drauma að veruleika. Erlenda okið tiheyrði liðinni tíð og eldhugar hinn- ar frjálsu þjóðar gerðu hið ómögu- lega mögulegt. Það var létt yfir fólkinu og bjart yfir landinu á næstu áratugum. Þeir einkenndust af öfl- ugri uppbyggingu og bjartsýni. Og framtíðin brosti við þessu duglega kjarkmikla fólki sem hafði af eigin rammleik brotist frá örbirgð til sjálfsbjargar. Það var nálægðin við hina gjöfulu náttúru, náðargjafir skaparans, sem hafði riðið bagga- muninn. Þeir voru ekki miklir land- kostirnir eins og víða annars staðar í landinu góða og hinn gjöfulu fiski- mið voru harðsótt og kostuðu aftur og aftur mörg mannslíf. En þótt oft ríkti níðþung sorgin ein í litlu þorp- unum þá var hið harðgerða fólk ekki á því að gefast upp. Það vissi að með búsetu sinni og störfum við að nýta auðlindir hafsins var það einn mikilvægasti hlekkur þjóðfélagsins. En svo kom kvótinn. Aðgangur að auðlindinni var takmarkaður. Og hverjir fengu réttinn til nýta hana? Sjómennirnir sem lagt höfðu líf og heilsu undir í hinni hörðu glímu við ægi konung? Nei onei. Fiskvinnslufólkið sem lagt hafði nótt við dag á smánarlaunum til þess að bjarga þjóðarverðmætum? Nei onei. Útgerðarmennirnir sem sumir hverjir höfðu ekki gert annað en að vera í klíkunni og höfðu því fengið að skrifa upp á einhver skuldabréf og kaupsamninga? Já já, auðvitað, hvað annað? Ekki gekk að afhenda lýðnum slík völd og þá ábyrgð sem þeim fylgdi, maður kastar jú ekki perlum fyrir svínin. Að þessu fengnu útgerðarmenn- irnir í reynd guðlegt alræðisvald yf- ir sínum samfélögum. Þeir réðu nú algerlega örlögum fólksins, þeir gátu með einu pennastriki svipt það öllu, atvinnu, eignum og framtíð- ardraumum. Hið nýfengna sjálf- stæði, hið nýfengna frelsi undan er- lendri áþján og oki, gat nú orðið að engu á einni svipstundu ef guðinum þóknaðist svo. Og því miður reynd- ust útgerðarmennirnir ekki allir jafnfarsælir í hinu guðlega hlut- verki. Þeir brugðust í hinu vanda- sama hlutverki sínu af ýmsum og mismunandi ástæðum. En eftir stóðu samfélög duglegs og kjark- mikils fólks sem ekki mátti lengur bjarga sér í þeirri náttúru sem fóstrað hafði forfeður þess öldum saman. Og nú dugði kjarkurinn, þorið og harkan ekki til bjargar því hallærið var nú af manna völdum og illt við að eiga. Alþingi Íslands hafði sett ólög í landinu. Heilu sjávarþorpin voru á barmi örbirgðar og ör- væntingar. En það fannst ein leið, guði sé lof. Að vísu þurftu sjómennirnir að taka skref aftur á bak og hefja róðra á smábát- um allt árið með þeim hættum sem því fylgdu en allt var betra en að lenda á vergangi með börn og bú. Gjaldþrota atvinnuleysingjar voru ekki þau hlutverk sem hugnaðist þessu harð- gerða fólki. Nú er aftur bjart yfir þorpunum. Fólkið hefur næga vinnu og hefur á ný öðlast trú á framtíðina. Það er að vinna það ferskasta og dýrmætasta hráefni sem hægt er að fá. Sjó- mennirnir eru að nýta grunnmiðin við strendur landsins með vistvæn- um veiðarfærum í fullkominni sátt við náttúruna. Og þar á ofan eru þetta sannanlega þjóðhagslega hag- kvæmustu veiðar í landinu. Að mestu leyti stjórnast veiðar þessar af þeirri fiskgengd sem á miðunum er, veiðarfærum, bátastærð og af hinu erfiða náttúrufari sem lands- menn mega lifa við. Þó er kvótinn illræmdi á einni tegund fisks, þorski, en hann er góðu heilli mjög dreifður á margar smáútgerðir, sem dregur verulega úr hættu á stór- áföllum af manna völdum. Allt er þetta nú gott og blessað en þó eru enn blikur á lofti. Það er eins og blessuðu fólkinu sé ásköpuð þau ör- lög að geta aldrei um frjálst höfuð strokið í þorpunum sínum. Þegar ein plágan er yfirunnin er önnur komin á kreik. Nú hafa stjórnvöld samþykkt lög sem ganga í gildi 1. september í haust og munu þau lög verða það náðarhögg sem blessað fólkið í litlu þorpunum mun ekki standa af sér. Grátlegast er þó að lög þessi eru þarflaus og þjóna eng- um tilgangi nema til eyðileggingar. Enginn sjáanlegur akkur er af laga- setningu þessari. En stjórnvöld fela sig bak við þá grýlu að lagasmíð þessi hafi verið óhjá- kvæmileg eftir að féll svokallaður Valde- marsdómur, en nokkrir helstu lög- spekingar landsins hafa sýnt fram á það í ýtarlega rökstuddri skýrslu að hér er um hrapallegan misskiln- ing að ræða. Þau eru sett vegna gífurlegs þrýstings frá stórút- gerðinni í landinu sem öllu er að hag- ræða til helvítis um þessar mundir eins og sést á afkomutöl- um risanna þessa dagana. Þar eru öfl sem vilja sölsa allt undir sig og takmarkið er 4–5 fyrirtæki í sjávar- útvegi á landinu öllu. Þeir vilja enga smákalla sem veiða með vistvænum veiðarfærum, koma í land með verð- mætasta fiskinn, skapa flest störfin á hvert veitt tonn og eyða til þess margfalt minni olíu og minni kostn- aði en þeir og gera þannig stólpa- grín að allri hagræðingardellunni sem helsýkti þjóðfélagið okkar eftir að nokkrir strákar fóru í kauphall- arleik hérna um árið. Og takið eftir því að mörg litlu fyrirtækin sem kaupa þennan trillufisk á fiskmörk- uðunum eru að græða á meðan stóra hagræddu risarnir sem gera upp við sjómennina sína á smán- arfiskverði eru þrátt fyrir það í bull- andi mínus. Nei, við megum ekki láta öfund og ágirnd þessara afla verða til þess að lítil þorp víða um land verði slegin af. Þorp sem mörg hver eru nýrisin úr rústum eftir meðferð hinna misvitru sægreifa sem þar hafa drottnað í valdi kvóta síns. Góðir Íslendingar! Sameinumst allir um það, að þrýsta svo á vald- hafana í þessu landi, að augu þeirra opnist fyrir þeim glæp sem þeir ætla að fremja í haust. Teljum þeim hughvarf. Þá verður létt yfir fólkinu og bjart yfir landinu á næstu ára- tugum. Sagan af litla gula þorpinu Kvótinn Nei, við megum ekki láta öfund og ágirnd þessara afla, segir Snorri Sturluson, verða til þess að lítil þorp víða um land verði slegin af. Höfundur er trillukall á Suðureyri. Snorri Sturluson Á AÐALFUNDI Geðhjálpar, (sem var frestað) brutust út mikil átök sem hafa að einhverju leyti verið gerð skil í fjölmiðlum. Af málflutningi þeirra sem hafa tjáð sig um málið á opinberum vettvangi má ráða að ágreiningurinn hafi snúist um fundarsköp. Það er ekki nema að nokkru leyti rétt, að mínu viti er ágreining- urinn hugmyndafræði- legur og endurspegl- aðist í átökum um fundarsköp. Þau átök urðu svo hatrömm að fólk hafði á orði að ástandið á fundinum hefði verið „uggvænlegt“ á tímabili og sumir áttu fullteins von á því að í næstu andrá mundi koma til handalögmála. Og þetta fólk var ekki ofsóknarbrjálaðir geðsjúkling- ar heldur ósköp venjulegt fólk einsog sagt er. Í stuttu máli snýst þessi hugmyndafræðilegi ágrein- ingur um gamla tímann og nýja tímann. Á síðasta ári hefur orðið mikil breyting í málefnum geð- sjúkra. Geðræktinni var komið á fót á vegum Landlæknisembætt- isins, geðsviðs Landspítalans og Geðhjálpar en Geðræktin einbeitir sér að forvörnum og fræðslu, bein- ir sjónum að geðheilsu frekar en geðröskun. Frumkvæði að Geð- ræktinni átti Héðinn Unnsteinsson sem er þar jafnframt í forsvari en hann hefur kynnst geðsjúkdómi af eigin raun. Þá voru í fyrsta sinn í fyrra kosnir tveir meðlimir í stjórn Geð- hjálpar sem sömuleið- is hafa þurft að kljást við geðsjúkdóm, þau Þóra Kolbrún Sigurð- ardóttir og Sigur- steinn Másson. Og fyrir einu og hálfu ári var komið á fót sjálfs- hjálparhóp á Túngötu 7, húsi Geðhjálpar, fyrir þá sem hafa þjáðst og þjást af geð- hvörfum. Það voru sjúklingar sem hafa náð bata sem áttu frumkvæði að því. Nú eru einnig í húsinu sjálfshjálparhópar fyrir þunglynda, kvíða- og fælnihópur, fyrir þá sem hafa orðið fyrir einelti og fyrir að- standendur. Slíkir hópar hafa vissulega verið stofnaðir áður en ekki náð fótfestu og auðvitað er ekki útséð um þessa hópa ennþá, þeir hafa aðeins verið að störfum í rúmt ár. En þetta er í fyrsta sinn sem ég veit til að starfsfólk geð- deildanna vísar sjúklingum á þá, og jafnframt í fyrsta sinn að þessir hópar eru allir undir sama þaki og hafa haft öruggt húsnæði. Að of- ansögðu virðist klárt að þeir sem hafa veikst á geði vilji nú sjálfir hafa eitthvað um sín mál að segja og þar með taka ábyrgð á þeim. Og það er kannski í nafngiftinni, – sjálfshjálp – sem snertipunktur átakanna felst. Gamli tíminn hefur ekki haft þessa sjálfshjálp að leið- arljósi. Þar hefur forsjárhyggjan ráðið ríkjum og allt meira og minna snúist um að hafa vit fyrir sjúklingnum. Þar virðist því ein- læglega vera trúað að sjúklingur- inn geti ekki læknað sjálfan sig, heldur einungis læknirinn og lyfin. Þegar ég veiktist á geði fyrir rúm- um tuttugu árum sat ég í endalaus- um viðtölum við geðlækna, engum þeirra tókst að fá mig til að taka lyf og enginn þeirra spurði: Hvað heldurðu að þú getir gert til að láta þér batna? Það voru enda- lausar freudískar spekúlasjónir um hringferðina í heilabúi mínu (ég veit ekki hvort var flæktara í sál- arflækjum mínum, ég eða geð- læknirinn). Svo var skráður niður næsti tími. Þegar ég veiktist átján árum seinna fékkst ég heldur ekki til að taka lyf, – ekki fyrr en ég kynntist sjálfshjálparhópnum mín- um – og samtöl mín við geðlækn- inn minn í dag snúast meira um uppvaskið á heimilinu en freud- ískar sálarflækjur. Enda vil ég taka fram að þótt ég haldi að átök- in í Geðhjálp spegli þenna hug- myndafræðilega ágreining eru ekki allir læknar sem vilja halda í þessa gömlu tíma. Ég vil líka taka það fram að læknir og lyf eru lífs- nauðsynlegir þættir en það er þessi þriðji þáttur, sjálfshjálpin, sem nú hefur bæst við og ég held að geti haft úrslitaáhrif á bata. Þar tekur sjúklingurinn ábyrgð á sjúk- dómnum í stað þess að vera of- urseldur fórnarlambshugmyndinni, hann viðurkennir vanmátt sinn, að hann getur ekki haft stjórn á sjúk- dómnum nema með aðstoð: lyfjum, læknisaðstoð og sjálfshjálparhópn- um, hann getur rætt öll felumálin á fundinum: Skömmina, áfallið, klikkunina, sorgina, lyfin, fordóm- ana, áhrif sjúkdómsins á fjölskyldu sína, og yfirleitt þau mál sem tengjast því að veikjast á geði. Og hann hlustar á aðra og hefur þann- ig tök á að brjótast út úr þeirri einangrun sem þessir sjúkdómar hafa valdið flestum. Það getur jafnvel farið svo að hann eigi eftir að hlæja að öllu saman. Hingað til hefur hins vegar varla mátt tala um geðsjúkdóma, ekki einu sinni í hálfum hljóðum, rétt einsog allt verður nú vitlaust þegar Sigur- steinn Másson, sem sjálfur glímt við geðsjúkdóm, ætlar að bjóða sig fram til formanns Geðhjálpar. Það hefur verið að gerast á fleiri vígstöðvum að sjúklingar eru orðn- ir virkir og vilja bæta ástandið fyr- ir sjálfa sig og ekki síst þá sem á eftir koma. Og nefni ég þar Kraft, félag ungra krabbameinssjúklinga, sem hefur að leiðarljósi að vilja hafa áhrif á meðferð og möguleika sína í heilbrigðis- og trygginga- kerfinu, jafnt sem utan þess. Meg- inafl þessara breytinga er kannski að það er orðið viðurkenndara nú til dags að líkami og sál verði ekki aðskilin. Sjúkdómur er bara sjúk- dómur og leggst á manneskjuna í heild sinni. Og ég er með framtíðarsýn í málefnum geðsjúkra. Ég held að eftir fimmtíu ár, hundrað ár, – þótt það taki tvö hundruð ár, – þá kem- ur að því að við beitum sömu að- ferðum og hjá SÁÁ. Við byggjum sjálf okkar sjúkrastöð, þar sem við ráðum lækna, hjúkrunarfólk, starfsfólk og mótum meðferðina í sameiningu til að finna út hvernig við viljum láta okkur batna. Uppvask eða sálarflækjur Elísabet K. Jökulsdóttir Geðhjálp Samtöl við geðlækninn minn í dag, segir Elísabet K. Jökuls- dóttir, snúast meira um uppvaskið á heim- ilinu en freudískar sálarflækjur. Höfundur er rithöfundur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.