Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 49 Á SEINNI árum hafa Bretar lagt ríka áherslu á að bjóða út opinbera þjónustu og hafa ríki og sveitarfélög samið við einkaaðila og félagasamtök um framkvæmd einstakra þátta þjón- ustunnar. Skipulagt eftirlit hefur síð- an verið með hinni opinberu þjón- ustu. Áhrifa stefnu Breta gætir nú víða í Evrópu. Á síðasta ári gafst mér tækifæri til að kynna mér starfsaðferðir stofnun- ar sem nefnd er Joint Reviews og sér um úttektir á félagsþjónustu sveitar- félaga í Englandi og Wales. Eitt meg- inmarkmiðið með úttektum Joint Re- views er að kanna hvort þjónustan mæti þörfum íbúanna og hvort hún geti þróast og orðið betri. Þjónustan er skoðuð út frá hinum ýmsu sjón- arhornum þar með töldum viðmiðum löggjafans, greiningar- og úrvinnslu- aðferðum félagsráðgjafar ásamt að- ferðum rekstrar- og gæðastjórnunar. Reynt er að skoða hvort sveitarfélag starfar í samræmi við gildandi lög og reglugerðir og hvort það setur sér reglur um framkvæmd einstakra þátta starfseminnar. Við útboð og samninga er gerð krafa um að sú stofnun sem tekur að sér verk fyrir sveitarfélag sýni fram á virkt innra eftirlit. Sveitarfélaginu skal vera kunnugt um hvaða eftirlitsaðgerðir eru viðhafðar hjá þeim sem samið hefur verið við, hvert sé inntak áhættumats í þeim verkþáttum þar sem það á við, hvernig samskiptum við aðrar stofnanir sé háttað og hvernig sé farið með upplýsingar. Þá er gerð sú krafa að sveitarfélag fylg- ist með því hvort hið innra eftirlit stofnana sé virkt og leiði af sér að- gerðir til þess að bæta rekstur og auka gæði þjónustunnar. Þessi krafa á jafnt við um einkareknar stofnanir sem og sveitarfélögin sjálf. Forsendur góðrar félagsþjónustu Ein meginniðurstaða mín eftir dvölina hjá Joint Reviews er sú að það séu nokkrir samverkandi þættir sem einkum skili íbúum sveitarfélaga í Englandi og Wales árangursríkri og góðri félagsþjónustu. Í fyrsta lagi hefur farið fram mikil vinna við smíði laga og reglugerða til stuðnings félagsþjónustunni. Í öðru lagi hefur orðið hugarfarsbreyting um mikil- vægi gæða þjónustunnar og mögu- leika til frekari þróunar og breytinga. Í þriðja lagi er krafist innra og ytra eftirlits með allri þjónustunni sem eykur og tryggir gæði hennar. Hér á landi hafa bæði ríki og sveit- arfélög á undanförnum árum samið við ýmsa aðila um rekstur einstakra þátta félagsþjónustu. Hefur það í vissum til- vikum þótt hagkvæm- ara. Hefur þá verið sam- ið við einstaklinga eða félagasamtök um til- tekna verkþætti. Þannig hefur verið samið við hagsmunasamtök fatl- aðra, sveitaheimili og önnur einkaheimili, akstursfyrirtæki, dag- mæður og fyrirtæki sem bjóða upp á matvæla- og veitingaþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Skýr fyrirmæli um eftirlit eins og hér að framan er lýst hefur að mínu mati skort um félagsþjónustu sveitarfélaga. Nýtt frumvarp Hinn 8. mars sl. birtist frétt í Morgunblaðinu sem fjallar í meginat- riðum um að stefnubreyting í afstöðu Öryrkjabandalagsins til „frumvarps um flutning á félagsþjónustu frá ríki til sveitarfélaga“ komi félagsmála- ráðherra Páli Péturssyni á óvart og vísar hann samkvæmt fréttinni til þess að óskin um flutninginn hafi í upphafi komið frá hagsmunasamtök- um fatlaðra. Í umræddri frétt kemur einnig fram að ekki verði veittur lengri frestur til gildistöku en til árs- byrjunar 2003. Loks kemur fram í fyrirsögn fréttarinnar og haft eftir ráðherranum að til greina komi að ríkið reki áfram málaflokkinn. Frumvarpið um félagsþjónustu sveitarfélaga er viðamikið og er þar meðal annars gert ráð fyrir flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaga. Mikil vinna liggur að baki frumvarp- inu og felur það í sér ýmis ákvæði um nútímaleg vinnubrögð. Gert er ráð fyrir að einn aðili beri ábyrgð á félagsþjónustunni og geti á grund- velli heildarsýnar og í samráði við einstaklinginn metið og veitt þjón- ustuna. Slíkar starfsaðferðir hljóta að teljast til bóta sé þeim fylgt eftir. Með yfirflutningi málaflokksins væri, svo dæmi sé tekið, komið í veg fyrir að einstaklingur þurfi að sækja liðveislu til félagsþjónustu sveitar- félags en frekari lið- veislu til svæðisskrif- stofu um málefni fatlaðra sem er ríkis- stofnun. Annað dæmi um nú- tímaleg vinnubrögð sem fram kemur í frumvarpinu er X. kafli þess sem fjallar um þjónustusamninga. Þar kemur fram að þjónustusamn- ingar sem sveitarfélag gerir skuli kveða á um hver þjónustan skuli vera, gæði hennar, magn, greiðslur frá sveitarfélagi, greiðslur þjónustuþega, samningstíma, uppsagnarákvæði, eftirlit með samningnum og meðferð ágreiningsmála. Ég tel þarna um mikilvægt framfaraspor að ræða ekki síst ákvæðið um eftirlit með samn- ingnum. Loks má benda á mikilvægi 4. mgr. 7. gr. frumvarpsins sem kveð- ur á um að ráðuneytið leggi mat á hvort markmiðum laganna hafi verið náð í einstaka sveitarfélögum og ef upp á vanti sé þeim gert að koma með tillögur sem annaðhvort fela í sér að sameinast öðru sveitarfélagi um félagsþjónustu eða að gera tillögur um hvernig verði úr bætt á annan hátt. Ég tel breytta hugmyndafræði sem getur af sér góða grunnlöggjöf og virkt eftirlit vera meginforsendu gæða í félagsþjónustu. Hvort sem verður af flutningi málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga eða ekki tel ég mikilvægt að hin nútímalegu vinnubrögð sem frumvarpið hefur að geyma og ég hef minnst á hér að framan nái fram að ganga. Það vill stundum gleymast að félagsleg staða aldraðra, fatlaðra, barna og unglinga varðar okkur öll og er hluti af daglegu lífi fjölskyldunnar. Stuðningur við einn úr fjölskyldu er stuðningur við hana alla og þegar á heildina er litið er stuðningur við sér- hvern einstakling stuðningur við allt samfélagið. Ákvæði um eftirlit og eft- irfylgni ráðuneytisins með félags- þjónustu er mikilvæg trygging fyrir íbúa sveitarfélaga því öflug og vel rekin félagsþjónusta er að mínu mati forsenda búsetu hvar sem er á land- inu. Staða félags- þjónustu sveit- arfélaga Félagsþjónusta Félagsleg staða aldr- aðra, fatlaðra, barna og unglinga, segir Marta G. Bergmann, varðar okkur öll. Höfundur er félagsráðgjafi. Marta Bergmann Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.