Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 51
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 51 íslenzk fyrirtæki eru skráð undir gildum nöfnum, en selja þjónustu sína undir alþjóðlegum vörumerkj- um og greiða fyrir það gjald til eigenda úti í heimi. Önnur starfa bæði innan lands sem utan og er það vel. Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna á t.d. fyrirtæki sem heitir Coldwater í Bandaríkjunum og á Englandi. Það er eðlilegt og sjálf- sagt. Það er hins vegar nýtt af nál- inni að íslenzkt stórfyrirtæki, Flugleiðir, skuli nú sækja fram á innlendum markaði undir heitinu Icelandair á þeim forsendum að einfaldara sé að fylkja starfsliði undir eitt merki. Það skýtur mjög skökku við að Flugleiðir skuli, undir merkjum Icelandair, styrkja íslenska handknattleikslandsliðið sem á að halda merki Íslands á loft. Einkum og sér í lagi þar sem heimsmeistarakeppnin var haldin í Frakklandi þar sem fólk hefur frönsku sína í heiðri! Starfsmenn Flugleiða eru mjög hæfir og það er fjarri öllu lagi að þeir átti sig ekki á því að Íslendingar vilja eiga við- skipti við Flugleiðir, en útlending- ar leiti til Icelandair. Mér finnst þessi markaðsstefna bera vott um sömu minnimáttarkennd og var ríkjandi í viðskiptalífi Reykjavíkur þegar hún var að breytast úr þorpi í bæ nema þá áttu búðarþjónar að tala dönsku – jafnvel þótt kúnninn skildi ekki málið! Danska er gerð útlæg í hnatt- væðingunni hérlendis og önnur norræn mál að sama skapi. Samt eru til þess augljós rök að menn verði að minnsta kosti læsir á þessi mál þó ekki væri nema vegna þess að í krafti norræns samstarfs heyrist rödd smáríkja og menn taka eftir þeim í alþjóðlegu sam- hengi. Norðurlönd njóta virðingar – og viðskipta – af því að rödd þeirra hefur sama hljóm. Við meg- um líka vel muna að Kaupmanna- höfn er með stærstu kaupstöðum á Íslandi ef miðað er við fjölda Ís- lendinga sem þar búa! Skíma er tímarit Samtaka móð- urmálskennara. Fyrir 15 árum var eitt hefti ritsins helgað íslenzkri málstefnu. Árni Böðvarsson cand. mag., fyrsti málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, skrifaði þar grein sem heitir Útvarp, sjónvarp, myndband og málfar og lýsti þeirri breytingu sem hann sá fyrir sér þá, þegar áhrif myndmiðla voru að aukast hérlendis. Hann segir: „Nú þarf enginn að velkjast í vafa um það hvaða erlent tungumál er al- gengast ... Setjum nú svo að ein- hverjir hópar íslensks æskufólks nái því kunnáttustigi sem hér var lýst; það má annars vel vera orðin staðreynd nú þegar. Þá er ekki langt í að þróunin í málkunnáttu og málnotkun þeirra hópa verði á þessa leið: Íslenska -> íslenska (+ enska) -> íslenska + enska -> enska (+ íslenska) -> enska Ef Íslendingum er umhugað að koma í veg fyrir slíka þróun, þarf að beita til þess öllum tiltækum ráðum, sjónvarpi og myndböndum á íslensku, og það þarf að byrja á því að vanda málfar á öllu því sem ætlað er til afþreyingar vegna þess hver stór sá notendahópur er sem nýtir slíkt.“ Er spá Árna Böðv- arssonar á myndinni hér að ofan að rætast? Nú heyrði ég ekki fyrirlestur Frosta Bergssonar, en viðtal Morgunblaðsins skil ég á þá lund að Íslendingar eigi að vera jafn- vígir á ensku og íslenzku. Segjum að það geti orðið raunin í kennslu- fræðilegum skilningi. Hvað vinnst og hvað glatast þá ef Íslendingar fara að ræða saman um daginn og veginn á ensku? Víst er það svo að enska er orðflesta tungumál heimsins og enginn kann hana til nokkurrar hlítar; hún er vaxin úr svo fjölbreytilegu umhverfi, svo mismunandi veðráttu, svo fjarska ólíkum lifnaðarháttum og menn- ingu. Enska er ónýtt mál á Íslandi fyrir Íslendinga! Rétt eins og þýzka, franska og spænska. Við getum ekki talað saman af sömu nákvæmni um daginn og veginn á útlenzku! Við búum hér og málið hentar okkur. Við lærum útlend mál til þess að eiga samskipti við aðrar þjóðir og njóta menningar þeirra, víkka sjóndeildarhringinn, stunda viðskipti við þjóðir nær og fjær, vissulega. Enska er ekki ein- hlít í þeim efnum. Vei þeim sem ætlar að afla viðskiptasambanda í Frakklandi og Kína með ensku bréfi einu saman! Íslendingar munu njóta sjálf- stæðis meðan þeir muna að þeir eru þjóð – og þeir voru undirmáls- menn undir annarra stjórn. Sjálf- stæði var endurheimt einungis af því að rök lágu til þess í bókum og tungan og sagan voru bakfiskurinn í kröfum stjórnmálamanna okkar. Íslendingar hafa alltaf komizt af við útlendinga og fyrsta íslenzka viðskiptaorðabókin er íslenzk- basknesk, reyndar ekki löng, en var ekki skrifuð að ástæðulausu; þurfti ekki tvítyngi til. Kjarni málsins er þessi: Hnattvæðing við- skipta og fjölmiðla má ekki mýkja menn svo í hnjáliðunum að þeir hneigi sig án tafar. Ég er sammála Frosta Bergssyni um að við eigum að standa vörð um menningu okk- ar, en það gerum við ekki með því að kenna börnum í fyrstu bekkjum grunnskóla ensku – að minnsta kosti ekki fyrr en viðskiptaheim- urinn býður börnum upp á íslenzkt efni í fjölmiðlum sínum og mann- vænt umhverfi á allar lundir. Íslendingar eiga að læra erlend mál, fleiri en eitt og fleiri en tvö, og kunna þau vel. Þeir eiga líka að nýta sér þann auð sem er tungu- málakunnátta þess fólks sem hing- að hefur flutzt af ýmsum ástæðum úr öllum heimshornum. Þeir sem ætla að selja Indverjum eða Júgó- slövum varning sinn geta komizt í samband við þarlenda aðila á ensku, svo dæmi séu nefnd, en þeir geta klúðrað vænlegum viðskiptum vegna vankunnáttu í hefðum og siðum sem innfæddir kunna skil á. Niðurstaðan er þessi: Viðskipta- leg sjónarmið geta aldrei verið þyngri á metaskálum en virðing fyrir þjóðlegum verðmætum. Eng- inn gæti fyrirgefið hugsjónamönn- um á fyrrihluta 20. aldar hefði þeim tekizt að virkja Gullfoss og Dettifoss og selja útlendingum! Höfundur er skólameistari Fjöl- brautaskólans við Ármúla. Aðalfundur Aðalfundur Íslenskra aðalverktaka hf. verður haldinn þriðjudaginn 10. apríl n.k. á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 og hefst fundurinn kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins 2. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga 3. Önnur mál, löglega upp borin Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofum félagsins á Keflavíkurflugvelli og að Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað í fundarbyrjun. Stjórn Íslenskra aðalverktaka hf. úr akrýli! • Níðsterkir, auðveldir að þrífa • Fást með loki eða öryggishlíf • Nuddkerfi fáanlegt • Margir litir, 10 gerðir, rúma 4-12 TREFJAR Hjallahrauni 2, 220 Hafnarfjörður. Sími: 555 1027 Fax: 565 2227 pottar Heitir Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, eða hringið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Verð frá aðeins kr. 94.860,- Cranio-nám Norðurland / Akureyri 28. 04 — 3. 05. 2001 Thomas Attlee, DO, MRO, RCST College of Cranio—Sacral Therapy Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara www.simnet.is/cranio 422 7228, 699 8064, 897 7469
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.