Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 56

Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 56
MINNINGAR 56 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Benedikt Ein-arsson, fyrrum húsasmíðameistari, fæddist á Ekru á Stöðvarfirði 7. mars 1918. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 1. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Einar Bene- diktsson, útvegs- bóndi og símstöðv- arstjóri, f. 9. apríl 1875, d. 6. nóvem- ber 1967, og Guð- björg Erlendsdóttir, húsmóðir, f. 5. nóv- ember 1886, d. 25. júlí 1978. Systkini Benedikts voru Björg, f. 23. september 1905, d. 19. mars 1993, Elsa Kristín, f. 4. desember 1908, d. 23. október 1937, Ragnheiður Sigurborg, f. 26. júní 1912, d. 10. desember 1929, Þorbjörg Jónína, f. 16. ágúst 1915, Anna Valgerður, f. 4. ágúst 1920, Björn Óskar, f. 10. maí 1924, d. 7. janúar 1993, og óskírður, f. 1. des- ember 1923, d. 6. desember 1923. Hinn 1. nóvember 1941 kvæntist Benedikt Margréti Stefánsdóttur, hús- móður og ritara, f. 7. september 1918 í Nesi í Loðmundar- firði. Þau eignuðust fjórar dætur, tví- burana Elsu og Ragnheiði, f. 14. október 1942, Ás- dísi, f. 4. október 1945 og Margréti Stefaníu, f. 31. ágúst 1958. Einnig tóku þau að sér kjörbarn, Þorstein Þorsteinsson, f. 16. desember 1959 sem lést þann 18. febrúar 1979. Útför Benedikts Einarssonar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Benedikt Einarsson trésmíða- meistari andaðist aðfaranótt 1. apríl 2001 á Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Hann fæddist 7. mars 1918 á Ekru í Stöðvarfirði, fimmta barn hjónanna Guðbjargar Erlendsdóttur, f. 5.11. 1886, og Ein- ars Benediktssonar, útvegsbónda og símstöðvarstjóra, f. 9.4. 1875. Á unglingsárum vandist Benedikt al- gengum sveitastörfum og fór snemma að stunda sjó með föður sínum. Foreldrar hans voru annálað sómafólk, og börnum þeirra innrætt að sýna eldra fólki virðingu, og sér- staklega að rétta þeim hjálparhönd, sem minna máttu sín. Ég var svo heppinn á unglings- árum að vera háseti eitt sumar hjá Einari Benediktssyni ásamt Bene- dikt syni hans og frænda hans Birni Jónssyni frá Kirkjubóli í Stöðvar- firði, síðar skólastjóra. Þetta var einstaklega ánægjulegt sumar og voru þeir mér allir mjög góðir. Benedikt stundaði nám í tvo vet- ur í Laugaskóla árin 1938–1940. Síð- arlauk hann námi í trésmíði og var trésmíðameistari það sem eftir var starfsævi sinnar. Hann kvæntist 1.11. 1941 Margréti Stefánsdóttur, systur þess sem skrifar þessi minn- ingarorð. Þau eignuðust fjórar dæt- ur: tvíburana Ragnheiði og Elsu, sem fæddust 14.10. 1942, Ásdísi 4.10. 1945, og Margrét Stefaníu 31.8. 1958. Þá ólu þau upp Þorstein Friðjón, f. 16.12. 1959, sonarson Friðjóns Stefánssonar, bróður Margrétar. Þorsteinn Friðjón lést 18.2. 1979. Þau Margrét og Bene- dikt hafa búið á höfuðborgarsvæð- inu allt sitt hjónaband. Benedikt var mjög fær og vand- virkur trésmiður og eru þær ófáar byggingarnar sem hann hefur smíð- að. Hann var eftirsóttur trésmíða- meistari og annálaður fyrir sam- viskusemi og vönduð vinnubrögð. Ég heyrði marga komast þannig að orði: „Það er alltaf hægt að treysta honum Benedikt.“ Þá var hann góð- ur eiginmaður og faðir. Það ríkti mikil vinátta milli okkar konunnar minnar Guðrúnar, sem lést fyrir sex árum, og Margrétar og Benedikts. Þá er ljúft að minnast þess hve ánægjulegt var að ferðast með þeim hjónum um landið og inn á óbyggðir. Margar og ógleyman- legar ferðir fórum við saman. Þau kunnu sannarlega að meta ósnortna náttúru. Ég flyt Benedikt mági mínum innilegar þakkir fyrir góð kynni. Hans verður ávallt minnst sem mik- ils drengskaparmanns og tryggs vinar. Afkomendum hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Unnsteinn Stefánsson. Nú þegar ég kveð afa minn í hinsta sinn koma fram í hugann margar kærar minningar. Ég sé fyrir mér glæsilegan eldri mann, fullan af lífsorku og fjöri, hlýjan og góðhjartaðan. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn á Tunguveginn. Þar vor- um við svo innilega velkomin og okkur systkinunum alltaf sinnt vel. Við fengum kræsingar hjá ömmu og síðan var gert eitthvað skemmtilegt. Ef við vorum ekki að dansa, spila Hornafjarðarmanna eða hlusta á ömmu og afa segja frá gömlum tíma, þá vorum við að hamast og fíflast með afa sem var auðvitað mjög vinsælt hjá okkur krökkunum. Afi var léttur á sér, fimur og í frá- bæru formi alveg fram á síðustu ár. Hann var oft að sýna okkur krökk- unum æfingar sem við gátum ekki með nokkru móti hermt eftir. Eitt af því eftirminnilegasta við afa var hvað hann var alltaf skemmtilegur og fyndinn í barna- afmælunum, þar lék hann á als oddi. Jafnvel vinir mínir minnast þess enn. Ég á mynd í huga mér sem lýs- ir honum vel í þessum boðum: hann hafði skellt á sig húfu, stungið snú- snú bandi í vasann, gripið skóflu í aðra hönd og tvo bangsa í hina. Þannig þrammar hann svo um gólf- ið og skælir sig allan í framan, um- kringdur skellihlæjandi barnabörn- um. Hins vegar var ærslagangurinn bara ein hliðin á afa, hann gat líka sýnt blíðu og nærgætni og lét sér afar annt um okkur börnin. Það er mér ógleymanlegt að hann færði mér ævinlega eina gula rós á afmæl- isdaginn minn. Ást hans og hlýja til ömmu var einnig mjög augljós. Afi og amma höfðu mikla ánægju af að dansa og þegar þau tóku spor- ið á stofugólfinu á Tunguveginum gat maður ekki annað en dáðst að þeim, þau voru svo fallegt og virðu- legt par. Mér er það mikill heiður að þau dönsuðu sinn síðasta dans í brúðkaupi okkar Carstens fyrir þremur árum, enn gullfalleg og tíguleg. Á seinni árum dró afi sig meira í hlé og hafði hljótt um sig og þá fann ég enn fremur hvað mér þótti vænt um hann. Elsku afi, ég vona að þú hafir vit- að hvað okkur þótti vænt um þig og hvað við mátum þig mikils. Eftir sit- ur djúpur söknuður og þakklæti fyr- ir að hafa átt svona einstakan afa. Minningarnar um þig munum við alltaf varðveita. Guð veri með þér. Þín Elsa Lárusdóttir. Benedikt Einarsson móðurbróðir minn er látinn eftir erfið veikindi. Alveg frá því ég man eftir mér hafa nöfnin, Benni og Magga, vakið mér tilhlökkun og gleði. Fjölskylda Benna og Möggu varð sú sem fólkið mitt á landsbyggðinni helst vildi sækja heim þegar komið var til höf- uðstaðarins. Aldrei man ég til þess að það væri rætt, áður en lagt var af stað, hvort vel stæði á hjá þeim í Drápuhlíðinni eða hvort fólkið væri yfirleitt heima. Ég man heldur aldr- ei til þess að við kæmum að lok- uðum dyrum. Í minningunni lukust ætíð upp dyrnar áður en við gátum bankað og menn féllust umsvifa- laust í faðma með miklum fagnaðar- látum. Á þessu heimili dvaldi ég oft- sinnis um lengri eða skemmri tíma þegar á þurfti að halda og dvölin sú var eintóm skemmtun fyrir ungan dreng utan af landi. Því fyrir utan alla alúðina og gestrisnina var á heimilinu úrvals skemmtikraftur. Benni fór á kostum á kvöldvökunum í Drápuhlíð 28. Frábær leikari og eftirherma með ómældan lífskraft, setti hann á svið heilu leikritin og lék oftar en ekki allar persónurnar sem við sögu komu. Ekki spillti fyr- ir ef Björn bróðir hans var í heim- sókn. Þá tók Bjössi að sér helming- inn og ekki þurfti á leikstjóra eða hvíslara að halda í þeim leikþáttum sem þeir bræður settu upp, hvort heldur var í Drápuhlíðinni eða á Tunguveginum. Eins og þaulæfðar revíur runnu þær ofan í okkur krakkana svo á endanum lágum við í krampaköstum af hlátri út um öll gólf. Já, það var oft glatt á hjalla á árunum þeim, heima hjá Benna og Möggu, enda var löngunin til að gleðjast og gleðja aðra einn af snör- ustu þáttunum í eðlisfari Benna frænda. Sveitapilti að norðan var sum sé komið í fæði til Benna og Möggu á Tunguveginum þegar hann hvarf suður til náms um tví- tugt og vissu foreldrar hans ekki um annan stað betri fyrir soninn, í sollinum fyrir sunnan, eins og það hét fyrir austan og norðan fjöll. Svefnstað átti hann þó í vesturbæn- um og spurðu skólapiltar hann að því hvers vegna hann þyrfti svo oft að hverfa á braut úr dýrlegum gleð- skap og mannfagnaði til þess eins að borða fiskibollur í tómatsósu. En upp á Tunguveg fór hann á hverjum degi þessa þrjá vetur, og stundum tvisvar um helgar. Aldrei fengu félagarnir fullnægjandi svar við spurningunni enda engin leið að átta sig á slíku nema hafa sjálfur verið í mat hjá Möggu og Benna. Oft missti piltur þessi af síðasta strætó heim til sín að kvöldi, af ýmsum ástæðum, og var þá ekki við annað komandi en heimilisfaðirinn skutlaði honum í vesturbæinn. Á öll- um þessum ferðalögum var aldrei annað á honum að heyra en að keyrslan sú væri hin besta skemmt- an. Aðeins ástin gat leyst hjónin á Tunguveginum undan þeirri skyldu að hafa frændann við matborðið upp á hvurn dag, veturlangt. En konu- efni sitt kom hann með þangað upp á arminn einn sunnudag síðla vetr- ar, og eiginlega áður en það vitn- aðist að ráði að hann væri við kven- mann kenndur. Sögðu gárungar í fjölskyldunni að sveitapilturinn hefði auðvitað þurft að leita til Benna og Möggu með það eins og annað, og viljað láta þau leggja blessun sína yfir stúlkuna. Hvað sem því líður varð ekki langt í brúð- kaupið og hefur það band haldið síð- an. Já, það kom líka á daginn að eig- inkona mín og börn áttu sér jafn- vísan samastað á heimili Benna og Möggu og pilturinn að norðan. Því alla tíð síðan höfum við verið fasta- gestir í veislunni hjá þeim á nýárs- dag, þegar haldið var upp á afmæli Herborgar ömmu. Þeim sið var við- haldið löngu eftir hennar dag og í meira en þrjá áratugi var nýárs- dagur frátekinn hjá Önnu, Eysteini og börnum. Nýársboðið hjá Benna og Möggu skyldi hafa forgang, hvað sem annars tautaði og raulaði í til- verunni, enda vildu börnin okkar ekki fyrir nokkurn mun missa af því. Ekki varstu orðmargur, frændi, þegar gamanmálunum sleppti, dul- ur um einkahagi og allra manna háttvísastur í samskiptum, og allra síst vildirðu trana þér fram. En það gladdi fjölskylduna í Blöndubakk- anum þegar þið hjónin fluttuð í næsta nágrenni við okkur og bjugg- uð þar síðustu árin. Var þá enn hægar en áður að líta við þótt ekk- ert væri erindið annað en spjalla og gleðjast með góðum. Kæri vinur og frændi, þótt orð séu lítils megnug langar mig að þakka þér fóstrið og samfylgdina að leiðarlokum. Fyrir utan foreldra mína og systkini hefur engin fjölskylda staðið mér nær en þín. Elsku Magga, Ásdís, Elsa, Ragnheiður og Stefanía. Frændinn að norðan þakkar ykkur ómetanlega vináttu og alúð í blíðu og stríðu alla tíð. Guð veri með ykkur í sorginni. Eysteinn Björnsson. Dag einn í apríl 1965, þegar ég var 13 ára, beið ég spenntur eftir að hitta móðurbróður minn, hann Benna, sem var að koma til Egils- staða til að vera viðstaddur 90 ára afmæli föður síns. Benni var tré- smiður og hafði einu sinni gefið mér hefil þegar ég var lítill en ég hafði ekki séð þennan frænda minn lengi. Hann var tæplega meðalmaður á hæð, ljóshærður með há kollvik en það vakti athygli mína hve stæltur hann var og íþróttamannslega vax- inn. Ég fylgdist með þegar hann var að glettast við fullorðna fólkið og rifja upp gamla tíma. Þegar hann sneri sér að mér kom brátt í ljós að við áttum sameiginlegt áhugamál, silungsveiðina. Því miður voru öll vötn ísilögð, annars hefðum við get- að farið saman í veiðitúr en Benni stakk upp á að við færum að veiða gegnum ís. Ég hafði heyrt og lesið um slíkar veiðar en aldrei kynnst þeim af eigin raun. Nú hófst und- irbúningur af fullum krafti; fá bíl lánaðan hjá pabba, ísbor hjá Völ- undi, kaupa rækjur í beitu og útbúa veiðarfæri og nesti. Eftirvæntingin var mikil þegar lagt var af stað snemma morguns í björtu og stilltu veðri, ekið norður fyrir Fljót og haldið að Ekkjuvatni. Við þurftum að ganga nokkurn spöl að vatninu og þögnin var mikil í náttúrunni miðað við á sumrin þegar mófugl- arnir syngja linnulaust. Eini fuglinn sem við sáum var hrafn. Við urðum báðir jafnhissa þegar Benni fór að krunka eins og hver annar vel tal- andi hrafn. Þó að ísinn væri þykkur gekk vel að bora vök og leggja færið. Ég vildi hafa vökina nógu víða ef við skyldum nú setja í þann stóra. Benni jós ísmolunum upp úr vökinni með lófunum og sagði að nú hefði verið gott að hafa hendurnar hans pabba síns sem voru svo stórar. Ég starði niður í vatnið og sá öngulinn og rækjuna en engan fisk. Við lögð- um fyrsta færinu og fórum á annan stað í vatninu og síðan á þann þriðja. Hvergi var fisk að sjá. Við litum upp og horfðum í kring um okkur og dáðumst að jökulsorfnum klöppum, ávölum ásum og kletta- beltum allt í kring og fórum að hrópa og kalla og hlustuðum á berg- málið og hlógum. Að síðustu dróg- um við upp færin og héldum heim á leið en í síðustu vökinni var kominn fiskur á færið. Þetta reyndist vera fallegur urriði sem var snarlega kippt upp á ísinn. Daginn eftir flaug Benni suður en ég hafði eignast góðan félaga. Ári seinna þurfti ég að fara til augnlæknis í Reykjavík og bjó þá hjá Möggu og Benna á Tunguveg- inum. Þar var gott að vera, útsýnið til Esjunnar dásamlegt og stutt að fara í Elliðaárdalinn en þangað fór ég margar gönguferðirnar þetta vor. Magga eldaði dýrindis máltíðir á hverjum degi og Benni spilaði við okkur krakkana Ólsen-Ólsen. Nokkrum árum seinna flutti ég með foreldrum mínum í íbúð sem Benni byggði á Kópavogsbraut. Ég fékk að aðstoða við að mála og undirbúa íbúðina áður en við fluttum inn og bjó þá aftur hjá Möggu og Benna og kynntist þeim vel. Ég dáðist að því hve samrýnd þau voru. Þau höfðu gaman af að fara í veiðiferðir og ferðast um landið. Ég átti eftir að fara með þeim í margar veiðiferðirnar þar sem gist var í tjaldi. Magga útbjó frábært nesti, smurt brauð og ótal tegundir af áleggi og öllu snyrtilega raðað í nestiskassana. Í lok veiðidags var gott að setjast niður við tjaldið og sötra heitt te og gæða sér á nestinu. Mér og Möggu var það nokkurt atriði að veiða ekki minna en aðrir en Benni lét sér það í léttu rúmi liggja. Ég er ekki fjarri því að hann hafi viljandi séð til þess að hans veiði yrði ekki meiri en okkar. Benni hafði margt til að bera, dugnað, samviskusemi, vandvirkni, tillitssemi, heiðarleika og ríka kímnigáfu. Hann gat séð skoplegu hliðina á flestum málum og það var þægilegt að vera í návist hans. Hann var þrælsterkur og eldsnögg- ur og við strákarnir höfðum ekki roð við honum í áflogum þó að við værum margir saman gegn honum einum. Einu sinni í miðjum bardaga öskraði ég herópið: „Drepum Benna!“ Magga frænka tók mig af- síðis á eftir og spurði mig hrygg af hverju ég segði svona ljótt um hann Benna frænda. Um miðjan aldur fóru Magga og Benni að læra samkvæmisdansa og stunduðu það áhugamál sitt í eina þrjá áratugi. Þau voru meðlimir í tveimur dansfélögum, Kátu fólki og Laufinu, og nutu þess að búa sig upp á og skemmta sér með góðum félögum. Þau báru sig vel á dans- gólfinu og voru með fágaðar hreyf- ingar eins og tignarfólk. Við Lára kona mín fylgdum fordæmi Möggu og Benna og hófum dansnám fyrir nokkrum árum og höfum fengið að kynnast því af eigin raun hve gam- an getur verið að dansa. Magga og Benni eru gott dæmi um fólk sem kunni að skemmta sér án þess að hafa vín um hönd. Við Lára erum þakklát fyrir ánægjulegar samveru- stundir sem við áttum með Benna á liðum árum og vottum Möggu og dætrum þeirra samúð okkar. Björn Björnsson. Meistari minn, Benedikt Einars- son, er fallinn frá nokkuð á níræð- isaldri. Við þau tímamót er margs að minnast og margt að þakka. Ég kynntist Benna snemma á sjöunda áratugnum þegar ég var kominn á biðilsbuxurnar og farinn að gera hosur mínar grænar fyrir einni af fjórum dætrum hans og Margrétar Stefánsdóttur, Ragn- heiði. Þetta uppátæki mitt leiddi til náinna kynna og samvista við þau hjón í þrjá áratugi eða þangað til við Ragnheiður skildum. Það var ekki nóg með að Benni yrði tengdafaðir minn, hann varð líka kennari og lærifaðir í besta skilningi þeirra orða, þegar ég hóf nám hjá honum í húsasmíði haustið 1962. Þannig hlotnaðist mér sú gæfa að kynnast honum sem fjölskyldumanni, vinnu- veitanda og vinnufélaga. Hann leiddi okkur nemendur sína farsæl- lega og af alúð í gegnum námið. Við fengum að glíma við afar fjölbreyti- leg verkefni, allt frá því að taka í sundur gamlar hurðaskrár, smyrja þær og gera upp, til þess að reisa heilu húsin, stór og smá með öllu til- heyrandi. Hann hikaði ekki við að treysta okkur fyrir flóknum við- fangsefnum, en hafnaði um leið handvömm og fúski. Stundum hafði hann þann háttinn á að slá mistök- um uppí stólpagrín án þess þó að ganga of nærri sjálfstrausti lær- lingsins. Sjálfur var hann afburða- smiður og hafði því miklu að miðla og tókst á við verkefnin af auðmýkt þess manns sem setur sér að gera svo vel og svo fljótt sem nokkur kostur er. Hann ætlaðist til þess sama af okkur og taldi ekkert verk svo auðvirðilegt að manni bæri ekki að leggja sig allan fram. Þetta trufl- aði ekki viðmótið, hann var beinlínis leiftrandi skemmtilegur sem vinnu- veitandi, endalaust með gamanyrði og fyndin orðtæki á vörunum. Þætti honum aftur á móti nokkuð við liggja gat hann verið hvass og ekki fór á milli mála að hann ætlaðist til að maður tæki mark á orðum hans. Mér er nær að halda að það liggi í Austfirðingum öðrum fremur, að kæra sig ekki um að endurtaka sömu skilaboðin margsinnis. Ég hafði reyndar alist upp við þetta á Norðfirði og kunni því austfirskum háttum hans afar vel. Löngu seinna fékkst ég við sagn- fræðilegar rannsóknir á iðnnámi og samtökum lærlinga. Þá áttaði ég mig til fulls á því að Benni var fulltrúi þess besta í evrópskri hand- verksmenntun – að gera vel, að vera stoltur af verki sínu og starfi – það er sjálf líflínan í ævistarfi hand- verksmannsins. Sá sem einu sinni verður byggingamaður er það alla ævi þótt hann snúi sér að öðru síðar á lífsleiðinni. Fáum árum áður en við kynnt- umst höfðu þau hjón, Benni og Margrét, lent í þungu fjárhagslegu BENEDIKT EINARSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.