Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 58
MINNINGAR 58 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorbjörg Möllerfæddist í Reykja- vík 21. nóvember 1947. Hún andaðist á Landspítalanum 2. apríl síðastliðinn. Móðir hennar er Dó- rothea M. Óskars- dóttir, f. 22. apríl 1926, og faðir henn- ar var Jón Ólafur Möller, f. 20. júní 1911, d. 24. septem- ber 1965. Bróðir hennar er Jón Ólaf- ur Möller, f. 11. maí 1963, kona hans er Laure Möller, f. 18. október 1970. Hinn 21. september 1967 gift- ist Þorbjörg Magnúsi Marteins- syni, f. 13. júlí 1937. Dætur þeirra eru: 1) Sonja, f. 8. október 1971, gift Robert Sharp, f. 9. júlí 1962. Sonur þeirra er Damien Magnús, f. 12. júní 2000. 2) Helga, f. 20. febrúar 1978. Að loknu gagn- fræðaprófi fór Þor- björg til Englands og lærði snyrtifræði og vann hún lengst af við störf tengd snyrtifræði en síð- ast starfaði hún í sendiráði Banda- ríkjanna í Reykjavík Útför Þorbjargar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Fyrstu minningarnar um Þor- björgu frænku mína eru úr barna- afmælum í fjölskyldunni og frá heimili afa okkar og ömmu á Fjólu- götu þar sem oft var gestkvæmt. Hún var yngst af okkur frænkunum og mér er minnisstætt hvað hún var hæglát, prúð og brosmild. Í okkar fjölskyldu er algengt að fólk leiti út í heim og var Þorbjörg ein þeirra. Sextán ára, að loknu gagnfræða- prófi, fór Þorbjörg til London. Þar vann hún sem „au pair“, fór í ensku- skóla og lærði síðan snyrtifræði hjá fyrirtækinu Innoxa, sem faðir henn- ar var umboðsmaður fyrir á Íslandi. Í Englandi kynntist hún Sally, stúlku frá Natal í Suður-Afríku, sem bauð Þorbjörgu og Ásu vinkonu hennar í brúðkaup sitt. Ferðuðust þær með lest til Spánar og þaðan með skipi til Egyptalands, því síð- asta sem fór um Súezskurðinn í Sex daga stríðinu, áður en hann lokaðist og komust til Kaíró. Tókst þeim að lokum að fá far með flugvél til Suð- ur-Afríku. Á aðaljárnbrautarstöðinni í Jó- hannesarborg hitti hún Magnús, sem síðar varð eiginmaður hennar en vinur hans hafði beðið hann að fara þangað að taka á móti stúlk- unum. Magnús hreifst af dugnaði Þorbjargar þegar hún ferðaðist með sporvagni um alla borgina í leit að vinnu, sem henni tókst fljótlega að fá, og varð þeim vel til vina. Magnús hafði lært vélfræði og tæknifræði í Þýskalandi og vann hjá verktakafyrirtæki, sem hafði gert samning um byggingu verksmiðju í Zambíu og fór Magnús til starfa þar. Hafði fyrirtækið yfir einkaþotum að ráða og kom Magnús því þannig fyr- ir að ein þeirra var send eftir Þor- björgu og giftu þau sig hjá sýslu- manni í borginni Kitwe. Í Zambíu vann Þorbjörg hjá heildverslun, sem seldi öll helstu evrópsku snyrtivöru- merkin. Þar sem annars staðar ávann hún sér traust, var sett í ábyrgðarstöðu og ferðaðist mikið á vegum fyrirtækisins, fór m.a. oft til London. Sem dæmi um hugrekki hennar má nefna að hún ók ein um allt koparbeltið. Þegar byggingu verksmiðjunnar í Zambíu var lokið fluttust þau til Sal- isbury (Harare) í Ródesíu (sem nú heitir Zimbabwe), en þar hafði Magnúsi boðist samningur við Uni- lever Ltd., en síðar fór hann til starfa hjá South African Brewery þar sem hann vann við stjórnun í ell- efu ár. Þetta var á dögum stjórnar Ians Smiths og kynntist Þorbjörg honum persónulega. Í Salisbury eignuðust þau dæturnar Sonju og Helgu. Minnist Sonja þess hve dug- leg mamma hennar var að sauma fal- leg föt á þær systurnr. Einnig hefur Sonja sagt mér að hún hafi í raun aldrei verið viss um hvort móðir hennar reiddist óþekktinni í henni, því að hún ávítaði hana alltaf bros- andi. Á þessum tíma vann Þorbjörg hálfan daginn í snyrtivörudeildinni í stærstu verslunni í Salisbury og sá þar um stjórnun og öll innkaup. En að því kom að hugurinn leitaði til Íslands. Stjórnmálaástandið í Ródesíu var orðið ótryggt og árið 1980 fluttust þau heim. Í raun var það ekki fyrr en þá sem ég kynntist Þorbjörgu sem fullorð- inni konu. Það hlýtur að hafa kostað mikið átak að fara úr sólinni og hlýjunni í Ródesíu og hingað heim, enda held ég að Tobba, eins og hún var jafnan kölluð, hafi saknað góða veðursins í Afríku, einkum í norðannepjunni. Ekki var laust við að hún yrði dreymin á svip þegar hún minntist heimkynna sinna í Afríku, enda höfðu þau lifað viðburðaríku og skemmtilegu lífi þar. Höfðu þau far- ið ófáar ferðir inn í frumskóginn og létu ekki aftra sér þótt tvisvar væru þau næstum lent í gini ljóns. Eftir komuna til Íslands tók Þor- björg til við að búa fjölskyldunni heimili. Ekki var hægt annað en dást að dugnaði hennar, útsjónarsemi og smekkvísi. Auk þess var hún gestris- in svo af bar og leið öllum vel í návist hennar, enda var hún vinmörg. Eftir um átta ára dvöl hér á landi fluttist fjölskyldan til Afríku á ný. Þar var Sonja búsett, hafði stundað þar nám, og vildi vera þar. Settust þau fyrst að í Pietermaritzburg, en þar var loftslag líkt og í Ródesíu. Þar ráku þau fyrirtæki á tveimur stöð- um, sem sá um framköllun og rammagerð. Síðan fluttust þau til Jóhannesarborgar og ráku þar heildverslun með heilsuvörur. Leist Magnúsi ekki á blikuna þegar vo- veiflegir atburðir fóru að gerast í ná- grenni við þau og vildi hverfa aftur til Íslands með fjöskylduna, en Sonja ákvað að vera um kyrrt. Í enn eitt skipti setti Tobba saman heimili og ekki var smekkvísinni eða notalegheitunum ábótavant frekar en fyrri daginn. Magnús setti á fót eigið fyrirtæki og þau voru búin að koma sér vel fyrir. Fyrir um fimm og hálfu ári veikt- ist Þorbjörg af illvígum sjúkdómi. Þegar hann tók sig upp aftur ákvað hún að gera eitthvað skemmtilegt á hverjum degi. Náði hún meira að segja að ferðast heilmikið á þessum tíma. Fór m.a. með Magnúsi til Rómar og tvisvar til Höfðaborgar að heimsækja Sonju, sem býr þar með eiginmanni og yndislegum, litlum dreng, sem var stolt og gleði ömmu sinnar. Einnig býr þar Jón bróðir hennar ásamt eiginkonu sinni Laure. Þorbjörg naut þess að hlýða á tón- list og sótti alls konar tónlistarvið- burði. Þegar hún var ung fór hún á Bítlatónleika í London og einu sinni flugu þær Sonja frá Höfðaborg til Jóhannesarborgar til að hlýða á ten- órana þrjá. Um helgar fóru þau Magnús oft- ast í sumarbústaðinn sinn, en þar naut hún kyrrðarinnar og heilnæms sveitaloftsins. Þorbjörg hélt bjartsýninni, ljúf- mennskunni og glæsilegu útliti til hins síðasta og þannig mun minn- ingin um hana lifa. Við Ingimundur og fjölskylda okk- ar vottum Magnúsi, Sonju, Helgu, Dóru, Jóni og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Guð veiti þeim styrk. Sigríður Arnbjarnardóttir. Elsku Tobba. Það er ótrúlegt að það sé komið að þessari stundu. Hetjulegri baráttu þinni er lokið en eftir sitjum við með tómarúm í lífi okkar. Við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið það tækifæri í lífinu að fá að kynnast þér. Eftir standa minn- ingar um góðar samverustundir og skemmtileg samskipti. Fjölskyldan var þér lífið allt og sá maður aug- ljóslega alla þá ást og umhyggju sem þú barst til hennar. Vonandi verðum við þess heiðurs aðnjótandi að hitta þig aftur á öðrum stað þegar fram líða stundir. Okkur þykir vænt um þig. Elsku besti Magnús, Helga, Sonja, Rob, Damien og Loppa, megi guð og allar góðar vættir styrkja ykkur í sorginni. Ykkar vinir Hildur og Sigurður Rúnar. Enn einu sinni er rofið skarð og vanmáttur okkar mannanna kemur í ljós gagnvart æðri máttarvöldum. Við stöldrum ósjálfrátt við og hug- leiðum tilgang lífsins, en stöndum uppi með enn fleiri spurningar en án svars en við lögðum af stað með. Hvað er það sem veldur að Tobba, þessi yndislega kona sem var full af glaðværð, góðvild gagnvart öllu og öllum og bjó að auki yfir hreint ótrú- legu sálarþreki, skuli hafa þurft að ganga í gegnum þau erfiðu veikindi sem hrifu hana burt? ÞORBJÖRG MÖLLER Sími 562 0200 ErfisdrykkjurLegsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK ✝ Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít 4           * 72*0F/F44 $5: +8- ) 8   "     7      8     3       .        / $3/ # #- / $3,'  ( #"  ( / $3 ( $  ' ' / $3,'  ' ' /1 8 ,'  0'  /1  4  /1 1  0 *0 0 2  1 ".    %             9  9  *1  !         0       " 88      " 35 +8- ) 8 "    &  1*%     GG# G#  -  #  7'  ,'   83 -  #   " ,'  1   -  # 0' !"#$ ,'  0'   -  ,'  -1 ,  -  ,' 4             8     44 ! 2 ) ( -'-'   ,   "     5           0  G    ,'    ,' ,'  7'  -  #  &  ,' # 4  +* +,  ,'  0'    ,' ,'   & -# 0' !  ,' # "-1 $  ,'  ,' G ,' # . $  >) ,'   3 ,' ,'  ' 3 ,' ,'  *- . # )"-1  ,' #  $  *-  ,'  "1 #$ $ "1  !               .2 ,   ,     8-':H  "     0     8   1   .  0     , $  ,'   $' # $  & $  ,' & - *  # / $3$ # I #   ,'    $ # G  7# ,'  ) $  ,'  "  "1 #$"  "  "1  !              8     J ; .4 ; 2  * 8  . ,  "5    : /  8   +  -  ,'  -' $ , K ,'  * $ 0'#  $   K ,'   0'  K #   $ / ,'  '  / $ K K ,'  0 8#"*-1 # #$"  "1 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.