Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 61 AGE FITNESS Áhrifaríkur kraftur ólífutrjáa - Yngri húð á 8 dögum. Kynning í dag og á morgun. Kynnum m.a. Age Fitness, nýtt krem sem eykur teygjanleika húðarinnar og verndar hana gegn utanaðkomandi áreiti. Age Fitness inniheldur hreint efni unnið úr laufblöðum ólífutrjáa. Áferðin og ilmurinn er frábær. Líttu við og fáðu ráðgjöf og sýnishorn.Laugavegi 23, 511 4533 TALSVERT var að gera í umferð- armálum um helgina. Rúmur tug- ur ökumanna var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og 30 vegna hraðaksturs. Í allt voru 115 verkefni sem tengdust umferðar- málum. Sem dæmi um þau verk- efni sem lögreglumenn sinntu um helgina voru kærur vegna aksturs án þess að sýna nægjanlegt tillit, akstur utan vega, brot á skyldum við umferðaróhapp, ökutæki lagt þannig að það skapar hættu, röng notkun ljósa, akstur bifreiðar án ökuréttinda, óhæfilega gengið frá farmi á ökutæki og of margir far- þegar í ökutæki. Tveir piltar voru handteknir á veitingastað í miðbænum með ætluð fíkniefni. Brotist var inn í bifreið síðdegis á föstudag við Háskólann og það- an stolið geislaspilara og hljóm- diskum. Brotist var inn í geymslu í Breiðholti og þaðan stolið DVD- spilara. Farið var inn í nýbygg- ingu í Efstaleiti og þaðan stolið verkfærum. Á föstudag var tilkynnt um að felgum og hjólbörðum hefði verið stolið undan bifreið á Flugvallar- vegi. Einnig voru unnar skemmd- ir á bifreiðinni. Karlmaður var handtekinn á laugardagsmorgun vegna inn- brotstilraunar en hann hafði brot- ið rúðu í húsi við Grettisgötu. Brotist var inn í húsnæði í Skeifunni og stolið þaðan fjórum fartölvum og tveimur skjávörp- um. Brotist var inn í aðra verslun í Skeifunni en óvíst er hverju var stolið. Skammvinn þjónusta létt- klæddra kvenna Tilkynnt var um innbrot í heimahús í Breiðholti á sunnu- dagskvöld þar sem stolið var tals- verðum verðmætum. Aðfaranótt mánudags var par handtekið af lögreglu í Hafnarfirði sem talið er tengjast málinu. Sjö ára piltur slasaðist er hann féll tæpa 3 metra af handriði á stiga. Hann var fluttur á slysa- deild. Tveir karlmenn komu á mið- borgarstöð lögreglu og kvörtuðu undan þjónustu og framkomu sem þeim var sýnd á einum veitinga- staða miðbæjarins. Mennirnir höfðu greitt ákveðna upphæð og töldu sig þá eiga kröfu til kampa- víns og léttklæddra kvenna. Þótti þeim þjónustan standa stutt og lögðu fram kvörtun þess efnis við starfsfólk. Við kvörtun þeirra urðu litlar undirtekir og þeim kastað á dyr. Úr dagbók lögreglunnar Annir í um- ferðarmálum 6.–8. apríl ÞEGAR sumarbæklingur Sam- vinnuferða-Landsýnar kom út í febrúar sl. var ákveðið að allur ágóði að svonefndu lukkuhjóli færi í að styðja við krabbameins- sjúk börn og aðstandendur þeirra. Hér sést Lilja Hilmarsdóttir, kynningarstjóri Samvinnuferða- Landsýnar, afhenda Þorsteini Ólafssyni peningaupphæð þá sem safnaðist við að fólk freistaði gæf- unnar í lukkuhjólinu. Núna um páskana er krabba- meinssjúkum börnum og fjöl- skyldum þeirra boðið á afar sann- gjörnu verði í samvinnu ferðaskrifstofunnar Samvinnu- ferða-Landsýnar, flugfélagsins Atlanta og styrktarsjóðs krabba- meinssjúkra barna í fimm daga ferð til Dublin. Þetta er sann- kölluð fjölskylduferð þar sem margt verður til gamans gert og verður þetta mikil upplyfting fyr- ir börnin Farið verður 12. apríl, á skírdag, og komið heim 16. apríl. Morgunblaðið/Golli Gáfu ágóða af lukkuhjólaleik EKIÐ var á bifreiðina ST-501, sem er Subaru-fólksbifreið, rauð að lit, laug- ardaginn 7. apríl sl. Atvikið átti sér stað um kl. 16.30 á Mímisvegi v/Ás- mundarsafn. Sá sem þar var að verki ók í burtu. Vitni að atvikinu, svo og tjónvaldur, eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Ekið á bifreið við Landspítalann Sunnudaginn 8. apríl 2001 var ekið á bifreiðina RZ-798, sem er Hyundai Elantra-fólksbifreið, rauð að lit. At- vikið átti sér stað á milli kl. 15.30 og 23 á bifreiðastæði við geðdeild Landspít- alans. Sá sem þar var að verki ók í burtu. Vitni að atvikinu, svo og tjón- valdur, eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Ekið á kyrrstæðan Toyota-jeppa Á gatnamótum Meðalholts og Há- teigsvegar var ekið á vinstri hlið bif- reiðarinnar RH-972, sem er grænn Toyota-jeppi, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus. Sá sem það gerði fór hins vegar af vettvangi án þess að til- kynna það til lögreglu eða hlutaðeig- anda. Átti þetta sér stað frá því rétt fyrir miðnætti þann 8. april sl. til kl. 8 að morgni þann 9. sl. Þeir sem ein- hverjar upplýsingar geta gefið eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum PÁSKADAGSKRÁIN við Mývatn hefst í ár með því að boðið er upp á vélsleða-, skíðagöngu- og göngu- ferðir með leiðsögn á skírdag. Enn fremur verður í fjórða sinn tónlist- arhátíðsem hefur yfirskriftina Mús- ík í Mývatnssveit og verða tónleikar í Reynihlíðarkirkju og í samkomu- húsinu Skjólbrekku. Á föstudaginn langa verður geng- in píslarganga umhverfis Mývatn og hefst gangan við Hótel Reynihlíð klukkan níu um morguninn. Gengið er rangsælis umhverfis vatnið. Gangan er 36 km og er bíll með í för til að geyma aukaföt, nesti og annan búnað. Hver þátttakandi gengur þessa göngu á eigin forsendum, engar tímamælingar eða skráningar eru framkvæmdar, þátttakendur geta hafið gönguna og lokið henni að vild, segir í fréttatilkynningu. Á laugardag og páskadag er boð- ið upp á vélsleðaferðir og fjalla- jeppaferðir frá Hótel Reynihlíð um nágrenni Mývatnssveitar. Hægt er að leigja sleða eða fá far með fjalla- jeppa. Mönnum er jafnframt frjálst að koma með sín eigin tæki og slást í för gegn gjaldi. Sömu daga er líka boðið upp á fjölbreyttar skíða- göngu- og gönguferðir um Mývatns- sveit frá Hótel Reynihlíð. Gamli bærinn verður opinn alla páskahelg- ina og sértilboð verður í mat og drykk. Í Hótel Reynihlíð er sér- tilboð á gistingu í tilefni páskahátíð- arinnar, leikin ljúf tónlist við kvöld- verðarborðið og mikil hátíðar- stemmning. Útivistardagskrá í Mývatnssveit um páskana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.