Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 76

Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. UMFANGSMESTU fjöldarannsókn sem gerð hefur verið í heiminum á tengslum melatóníns, efnisins sem stjórnar syfju manna, og skammdeg- isþunglyndis var hrundið af stað á Vestfjörðum kl. 8 í gærmorgun. Í þrjá daga munu 70 vestfirskir karlar og konur á öllum aldri taka þátt í viðamikilli rannsókn á vegum vís- indamanna við Háskóla Íslands og vestfirskra lækna sem miðar að því að rannsaka orsakir þessa sjúkdóms sem hrjáir um 11% þjóðarinnar, eða um 30 þúsund Íslendinga. Jóhann Axelsson, fyrrverandi pró- fessor, er stjórnandi rannsóknarinn- ar, en hún er framhald rannsóknar sem Ragnhildur Káradóttir vann undir stjórn hans og vakti mikla at- hygli. Þá voru tekin sýni úr munn- vatni um 30 Sunnlendinga og kom í ljós marktækur munur á melatónín- framleiðslu, eftir því hvort fólk þjáð- ist af skammdegisþunglyndi eða ekki. Að sögn Jóhanns kann sú stað- reynd, verði hún staðfest í viðameiri rannsókn með stærra úrtaki, að varpa nýju ljósi á sjúkdóminn og hafa áhrif á hugsanlega meðferð við honum, s.s. lyfjagjöf. Sýnatakan fer þannig fram að 70 íbúum á Vestfjörðum hafa verið af- hent um 900 tilraunaglös, sem í fara svo munnvatnssýni viðkomandi. 35 þeirra sem taka þátt í rannsókninni hafa fundið fyrir einkennum skamm- degisþunglyndis, en hinir 35 hafa engin slík einkenni. Tekin eru sýni fimm sinnum á sólarhring og mun greining hefjast strax eftir páska. „Það er afar mikilvægt að almenn- ingur sé tilbúinn að taka þátt í slíkri rannsókn og stuðla að framförum í læknavísindum, ekki síst þeir sem al- heilbrigðir eru,“ segir Jóhann um hlut Vestfirðinga í rannsókninni. Auk þeirra Jóhanns og Ragnhild- ar kemur Steinunn Einarsdóttir meinatæknir að rannsókninni, auk lækna í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Patreksfirði og Hólmavík. Niður- staðna er að vænta í sumar en í fyrsta sinn fer greining og full- vinnsla fram hér á landi. Tengsl melatóníns og skammdegisþunglyndis Munnvatnssýni tekin úr 70 Vestfirðingum HANN var ábúðarmikill viðgerðarmaðurinn á einni af gömlu brúnum yfir Elliðaárnar í Reykjavík. Brýr voru fyrst byggðar yfir Elliðaárnar árið 1883 og voru þær tvær talsins, eystri og vestri. Árið 1920 voru nýjar ein- breiðar brýr byggðar og standa þær brýr enn, lítið breyttar. Önnur þessara brúa er við hús Stangaveiði- félagsins en hin innar í dalnum og er nú verið að veita henni andlitslyftingu, ásamt annarri steinsteyptri brú. Morgunblaðið/Ásdís Andlitslyfting í Elliðaárdalnum SAMKVÆMT heimildum Morg- unblaðsins má gera ráð fyrir að breytingar verði á ríkisstjórninni á næstunni, jafnvel á ríkisráðs- fundi á laugardag. Búast má við að Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, láti af embætti en hún hefur óskað eftir því um skeið. Ekki er end- anlega ákveðið hver tekur við af Ingibjörgu Pálmadóttur. Rætt er um þingmennina Jón Kristjáns- son, Hjálmar Árnason, Kristin H. Gunnarsson og Jónínu Bjartmarz. Talið er líklegast að Jón Krist- jánsson verði fyrir valinu. Breytingar á ríkisstjórn? Erfitt að losa togarann Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Togarinn Baldur Árni hefur verið fastur í ísnum í nokkra daga. SIGFÚS Jóhannsson, yfirvélstjóri á Baldri Árna RE, telur að skipið losni ekki úr ísnum skammt frá Bay Ro- berts á Nýfundnalandi fyrr en eftir tvo til þrjá sólarhringa en það hefur verið fast síðan fyrir helgi „Staðan er ekkert sérstaklega góð,“ segir Sigfús sem átti að fara frá Halifax til Íslands í gærkvöldi ásamt 11 öðrum úr áhöfninni. Þeir fóru frá borði á sunnudag og um borð í ísbrjót sem flutti þá til lands en fyrir helgi gengu nokkrir skipverjar á ísnum frá skipi til lands. „Ísbrjóturinn hefur verið tvo til þrjá sólarhringa að reyna að koma olíuskipi inn í höfnina en það hefur ekkert gengið. Samt fer hann sjálfur það sem hann vill en ég held að þetta taki tvo til þrjá sólarhringa til viðbótar hvað okkar skip varðar.“ Þrír menn eru enn um borð, Barði Ingibergsson skipstjóri, Jón Smári Valdimarsson vélstjóri og Árni Svav- arsson kokkur. Sigfús segir að ástandið um borð í skipinu hafi verið orðið slæmt. „Það var allt frosið hjá okkur og við því orðnir vatnslausir.“ Sigfús er aldursforsetinn í áhöfn- inni, tæplega sjötugur, og þekkir um- hverfið vel, var t.d. á veiðum við Ný- fundnaland 1957. „Ég held að ekki sé nein hætta á ferðum,“ segir hann. „Skipið er lengst inni í firði, aðeins hálf önnur míla í land. Árið 1957 var ég á gömlu togurunum við Nýfundna- land og þá lentum við oft í miklu meiri ís en þetta. Þetta er miklu minna og nú hafa menn möguleika á að komast í land.“ PÁLMI Haraldsson, framkvæmda- stjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að heildsöluálagning á græn- meti hafi lækkað um 40% á síðustu 10 árum. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að grænmetisfram- leiðendur og dreifingarfyrirtæki þeirra séu beitt miklum órétti í úr- skurði Samkeppnisstofnunar um grænmetismarkaðinn. Pálmi sagði að Sölufélag garð- yrkjumanna hefði á síðustu árum leitað allra leiða til að hagræða og bæta þjónustu við framleiðendur og verslanir. „Það hefur orðið mikil hagræðing hjá okkur. Þegar ég kom að Sölu- félagi garðyrkjumanna 1991 var um- sýsluþóknun félagsins 26%. Ég breytti henni strax í 21%. Síðan hef- ur hún ekki lækkað í prósentum tal- ið, en þjónusta við framleiðendur hefur verið aukin. Við sjáum núna um allar umbúðir og flutning. Þjón- ustugjöld félagsins við framleiðend- ur hafa því í reynd lækkað um 40% á síðustu 10 árum. Þetta er með því allra lægsta sem þekkist í nágranna- löndum okkar. Það er öruggt að það er hvergi hægt að finna neitt sam- bærilegt dæmi innan landbúnaðar- ins um jafnmikla lækkun á þjónustu- gjöldum.“ Pálmi sagði að Sölufélagið hefði hagnast um rúmar 50 milljónir árið 1999, en hagnaður hefði dregist sam- an um meira en helming á síðasta ári. Hann sagði að hagur framleið- enda hefði batnað á síðasta áratug, en versnað á síðustu tveimur árum. Pálmi vísar því á bug að heildsölu- fyrirtækin hafi haft með sér samráð um verð. Þau ættu hins vegar mikil viðskipti innbyrðis. Ástæðan væri m.a. sú að þau þyrftu að tryggja við- skiptavinum sínum stöðugt framboð á öllum tegundum grænmetis og ávaxta. Pálmi sagðist vera mjög óánægð- ur með það mat Samkeppnisstofn- unar að það bryti í bága við lög að framleiðendur reyndu að stilla fram- leiðsluna að eftirspurninni og tryggja þannig sem besta nýtingu framleiðsluþáttanna. Hann sagði að hafa yrði í huga að garðyrkjubændur væru um 200 og heildsölufyrirtækin væru í þeirri stöðu að þurfa að eiga viðskipti við tvo aðila á smásölu- markaði sem réðu 93% markaðarins. Það hlytu allir að sjá að þetta væri ójafn leikur þar sem annars vegar væru garðyrkjubú sem veltu að með- altali 10–20 milljónum og verslunar- keðjur sem veltu 20–30 milljörðum. Vísar á bug gagnrýni á SFG Álagningin hefur lækkað um 40%  Samkeppnisstofnun/10 FORSETI Frakklands, Jacques Chirac, lýsti þeirri skoðun sinni í við- ræðum við Davíð Oddsson forsætis- ráðherra að hann sæi ekki að önnur ríki ættu til þess meiri kröfu en Ísland að fá sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð Oddsson Frakklandsfor- seta hafa vitað um umsókn Íslendinga um sæti í öryggisráðinu árið 2008. Önnur ríki en Ísland eiga ekki meiri kröfu Jacques Chirac um sæti í öryggisráðinu  Chirac telur/39

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.