Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is„Mulningsvél” Valsmanna stöðvaði Hauka / B3 Óvænt uppákoma laumu- farþega í München / B1 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM Í FRUMVARPI til raforkulaga sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra kynnti í ríkisstjórn í gær er lagður til aðskilnaður milli vinnslu og sölu raforku annars vegar og flutnings og dreifingar raforku hins vegar. Lagt er til að raforkusala verði gefin frjáls í áföngum og verði að fullu frjáls eftir 1. janúar 2004. Í minnisatriðum vegna frum- varpsins kemur fram að megin- markmið þess er að stuðla að hag- kvæmri nýtingu orkulinda þjóðarinnar til raforkuvinnslu í því skyni að efla atvinnulíf og byggð í landinu. Frumvarpinu er ætlað að skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og sölu á raforku og auka skilvirkni og hagkvæmni í raforku- kerfinu í heild. Fram kemur að grundvöllur þeirra breytinga sem lagðar eru til er tilskipun ESB 96/92 um innri markað raforku en þar er meðal annars gerð krafa um afnám einka- réttar til að framleiða rafmagn og að skilið sé á milli þátta þar sem sam- keppni sé hægt að koma við, þ.e. vinnslu og sölu, og náttúrulegra ein- okunarþátta, þ.e. flutnings og dreif- ingar. Þá beri ríkjum að tryggja jafnan aðgang allra að flutnings- og dreifikerfi raforku. Minni virkjanir tilkynningaskyldar Í frumvarpinu er lagt til að að- koma Alþingis að leyfisveitingum falli brott en leyfi iðnaðarráðherra þurfi til allra virkjana sem séu stærri en 1MW að stærð. Minni virkjanir verði aðeins tilkynninga- skyldar til Orkustofnunar. Virkjana- leyfi verða tímabundin og lagður er til 50 ára hámarkstími sem miðast við eðlilegan afskriftartíma virkj- ana. Skilyrði fyrir útgáfu virkjana- leyfis eru tilgreind í frumvarpinu. Samkvæmt tilskipun Evrópusam- bandsins verða þau að vera hlutlæg, gegnsæ og tryggja jafnræði. Óheim- ilt er samkvæmt tilskipun Evrópu- sambandsins að hafna útgáfu virkj- analeyfis á þeirri forsendu að framboð á raforku sé nægt. Í frumvarpinu er flutningskerfi raforku skilgreint sem öll raforku- virki sem flytja raforku á 30 kV spennu eða hærri. Það tryggir að allar helstu virkjanir landsins teng- ist flutningskerfinu og að nýjar virkjanir og allar dreifiveitur eigi þess kost að tengjast því. Lagt er til að eitt fyrirtæki sem ráðherra til- nefnir annist alla raforkuflutninga og kerfisstjórnun og er öðrum fyr- irtækjum sem eiga flutningsvirki gert að leigja línur sínar til fyrir- tækisins og að úrskurðarnefnd meti leiguna ef samkomulag næst ekki. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að raforkusala verði gefin frjáls í áföngum. Til 1. janúar árið 2004 megi þeir sem kaupa 5 GWh eða meira skipta um raforkusala en eftir þann tíma verði raforkusala að fullu frjáls. Þó hvílir sú skylda á dreifi- veitum að selja raforku á svæðum sínum til 1. janúar 2005 en frá þeim tíma er þeim óheimilt að stunda raf- orkusölu. Þá felur frumvarpið það í sér að einstakar dreifiveitur eigi ekki að bera kostnað vegna óarðbærra ein- inga í aðveitu- og dreifikerfinu. Hef- ur iðnaðarráðherra skipað starfshóp til að meta kostnað vegna óarð- bærra eininga í núverandi kerfi og koma með tillögur um hvernig skuli mæta slíkum kostnaði svo að tryggt sé að allir landsmenn taki sem jafn- astan þátt í honum. Samkvæmt frumvarpinu er Orku- stofnun falið eftirlit á þessu sviði. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnir frumvarp til raforkulaga Raforkusala verður gefin frjáls í áföngum LÖGREGLULIÐ á Suðvesturlandi gangast dagana 24.–30. apríl fyrir umferðarátaki þar sem sjónum verð- ur einkum beint að notkun örygg- isbelta, öryggisbúnaði barna og loft- púðum. Segir lögreglan að svo virðist sem nokkuð hafi dregið úr notkun öryggisbelta og verði reynt á næstunni að snúa þeirri óheillaþróun við. Í gær var fjöldi ökumanna stöðv- aður á Vesturlandsvegi og búnaður bifreiða þeirra athugaður í átaki lög- reglunnar. Notkun örygg- isbelta könnuð ÞAÐ er ætíð fagnaðarefni hjá börn- unum þegar fyrstu lömbin koma í heiminn á hverju vori. Forystuærin Móblesa á bænum Grafarbakka kom ekki úr afrétti fyrr en í nóv- ember og þá með forystuhrút með sér. Afleiðing þess var að hún bar nokkuð löngu fyrir venjulegan sauðburð sem í mörgum héruðum hefst ekki fyrr en nokkuð er liðið af maímánuði. Hér sjást systurnar Kristín Eva, Ragnheiður Björk og Sólveig Arna Einarsdætur með for- ystulömbin. Forystufé rækta allnokkrir bændur sér til gamans, flest mun það vera í Þingeyjarsýslum og Ár- nessýslu, gjarnan eru 1–3 ær á bæj- um. Forystufé er alltaf hyrnt og nær alltaf mislitt, það er rýrara og háfættara en venjulegt fé. Hegðun þess er mjög frábrugðin öðru sauðfé, það er rásgjarnara, margir telja vitrara, og forystufé hefur þann eiginleika að vilja fara fyrir hjörðinni í rekstri. Sumir vana hrút- lömbin, ýmist að vori eða hausti, og gera að sauðum. Áður fyrr, þegar halda þurfti sauðfé stíft til vetr- arbeitar, komu forystuhrútarnir heim með hjörðina ef óveður var í aðsigi. Forystufélag Íslands var stofnað fyrir ári til að varðveita og hreinrækta þennan sérstaka sauð- fjárstofn sem að sögn dr. Ólafs Dýr- mundssonar ráðunautar, formanns félagsins, er einstakur í heiminum. Félagsmenn eru nú um 140. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Forystulömbum er ætíð fagnað Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. KNATTSPYRNUMENN í Eyjafirði og reyndar víðar á Norðurlandi eru ekki öfundsverðir þessar vikurnar. Vallaraðstæður á Akureyri eru mjög slæmar og svo slæmar að KA og Þór þurfa að leita út fyrir bæjarfélagið eftir aðstöðu. Þórsarar hafa m.a. æft á sandeyr- unum norðan við Hrafnagil í Eyja- fjarðarsveit, nánar tiltekið í árfarvegi Eyjafjarðarár, og þá sækja flest lið núorðið til Grenivíkur þar sem er eini boðlegi knattspyrnuvöllurinn á svæð- inu og er hann reyndar mjög góður um þessar mundir. Þar léku Leiftur og KA einmitt leik sinn í deildarbik- arkeppni KSÍ á sumardaginn fyrsta og hafði KA 1:0 sigur. Einnig sækja Dalvíkingar, Þórsarar, Völsungar og fleiri eftir því að æfa og leika á Greni- vík, auk þess sem heimamenn æfa þar af fullum krafti. Fjórir malarvellir verið aflagðir Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti fjórir malarvellir verið aflagðir á Norðurlandi eystra. Fyrst- an ber að nefna Sanavöllinn á Akur- eyri sem lengi var eini nothæfi völl- urinn á svæðinu fram eftir öllum vetri. Þá hafa malarvellirnir í Ólafs- firði og á Húsavík verið tyrfðir og malarvöllurinn á Dalvík þurfti að víkja vegna byggingarframkvæmda. Það verður því ekki fyrr en fjölnota íþróttahús rís á Akureyri sem aðstaða knattspyrnumanna fer að batna á ný. Knattspyrnumenn í Eyjafirði ekki öfundsverðir af aðstöðunni Morgunblaðið/Kristján Leikmenn Þórs á æfingu á sandeyrum við Eyjafjarðará, skammt norðan við Hrafnagil. Aðeins nothæfur völlur á Grenivík STÚLKA um tvítugt fannst látin í Neskaupstað á miðvikudag. Rann- sóknardeild lögreglunnar á Eskifirði hefur tekið tildrög atviksins til rann- sóknar. Stúlkan fannst um miðjan dag á miðvikudag í íbúð í bænum og hefur lögreglan grunsemdir um að lát stúlk- unnar megi rekja til lyfjaofneyslu. Ekki var hægt að fá nákvæmari upplýsingar um þetta mál hjá lög- regluyfirvöldum á staðnum í gær- kvöldi. Neskaupstaður Ung stúlka fannst látin ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÖKUMAÐUR bifreiðar var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri með bein- brot og önnur meiðsl eftir að hafa ek- ið á handriðið á brúnni yfir Héraðs- vötn eystri í gær. Talsvert miklar skemmdir urðu á bifreiðinni sem stöðvaðist á handriðinu. Þá fór bifreið út af veginum á móts við bæinn Kot í Norðurárdal. Öku- maður hlaut minni háttar meiðsl og þakkaði bílbeltunum að ekki fór verr. Bifreiðin er nær ónýt. Ók á brúar- handrið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.