Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 17 A m e r í s k i r s v e f n s ó f a r VÍÐAVANGSHLAUP Grunnskóla Grindavíkur var haldið á sumar- daginn fyrst, eins og venjulega. Sennilega er þessi hefð að nálgast það að ná tuttugu ára aldri en varla er rétt að kalla þetta víða- vangshlaup því hlaupið er eftir götum bæjarins. Börnunum er skipt niður eftir aldri og kyni þannig að fyrst hlupu stelpur í 1.- 4. bekk, þá strákar á sama aldri og svo koll af kolli. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki auk bestu þátttöku bekkjar þ.e. farandbikar, er veittur þeim bekk sem skilar sér best prósentulega í hlaupið og er sú keppni oft mjög hörð. Mikill fjöldi þátttakenda var eins og alltaf en veðrið var ekki eins og best verður á kosið, vind- sperringur og frekar kalt. For- eldra- og kennarafélagið var síðan með til sölu pylsur og drykki fyrir svanga hlaupara og gesti og þá skipti veðrið litlu máli. Morgunblaðið/GPV Ungir hlauparar leggja af stað. Víðavangshlaup á götum bæjarins Grindavík SKÁTAR stóðu fyrir skrúðgöngu í Keflavík og Njarðvík á sum- ardaginn fyrsta. Skrúðgöngu skátafélagsins Heiðbúa í Keflavík lauk við kirkjuna þar sem ungir skátar voru vígðir. Að sögn Bjarna Páls Tryggva- sonar aðstoðarfélagsforingja heppnuðust hátíðahöldin vel. Veðrið var gott og allir skemmtu sér vel. Á sumardaginn fyrsta var und- irritaður samstarfssamningur skátafélagsins, Reykjanesbæjar og lionessuklúbbsins í Keflavík um lagfæringu á skátaheimilinu á Hringbraut 101 í Keflavík. Bær- inn og lionessuklúbburinn leggja fram 500 þúsund kr., hvor aðili, til endurbótanna. Unnið hefur verið að lagfæringunum og eru þær raunar komnar vel á veg, að sögn Bjarna Páls. Gott að hvíla sig í göngunni. Morgunblaðið/Árni SæbergSkrúðganga skátanna liðaðist um götur Keflavíkur. Börnin fylgdust með skátunum. Styrkja endurbæt- ur skátaheimilis Reykjanesbær FJÖLMENNI var við hátíða- höldin á sumardaginn fyrsta í Garði en þau fóru fram með hefðbundnu sniði. Árlegt víða- vangshlaup var um morguninn þar sem keppt er í nokkrum aldursflokkum stúlkna og drengja. Eftir hádegi var safnast sam- an í miðbænum og gengið fylktu liði til kirkju undir traustri stjórn skáta og lögreglu. Fjöl- menni var í kirkjunni en það var sóknarprestur Hvalsness- og Útskálakirkju, Björn Sveinn Björnsson, sem messaði. Um kl. 15 var komið saman á ný í samkomuhúsinu en þar var fjölskylduskemmtun og margt um manninn. Þar tóku yngstu borgararnir á móti gestum og sungu nokkur sumarlög. Þá var vetur kvaddur og sumri fagnað en það voru nemendur Gerða- skóla sem sáu um þá athöfn. Unglingar úr Holtaskóla í Keflavík sýndu stuttan söngleik undir stjórn Gísla Gunnarssonar og furðuveran Áslaug furða (Ólöf Sverrisdóttir) söng og sagði börnunum sögu. Í lok skemmtunarinnar fór svo fram verðlaunaafhending fyrir víða- vangshlaupið frá því fyrr um daginn. Fjölmenni fagnaði sumri Garður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.