Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 19 Hellu - Um þessar mundir er í gangi viðamikið verkefni á vegum ríkis- stjórnarinnar, svokölluð ramma- áætlun um nýtingu vatnsafls og jarð- varma. Fimmtán manna verkefnis- stjórn undir forystu Sveinbjörns Björnssonar, fyrrv. háskólarektors, gerir ráð fyrir að meta um eitt hundrað virkjunarhugmyndir, en stefnt er að því að skila skýrslu um flokkun fyrstu tuttugu og fimm virkjunarkostanna fyrir árslok 2002. Megintilgangur Rammaáætlunar- innar er að fjalla um nýtingu lands- ins gæða, en ákvarðanir þar að lút- andi geta haft langvarandi áhrif á náttúrufar, minjar, atvinnulíf og samfélagið. Vandaður undirbúning- ur dregur út hættu á mistökum við ákvarðanatöku og stuðlar að sátt um niðurstöður. Með gerð áætlunarinn- ar vilja stjórnvöld að lagt sé mat á virkjunarkosti og þeir flokkaðir með tilliti til orkugetu og hagkvæmni, gildis þeirra fyrir þjóðarhag, atvinnu og byggðaþróun, ásamt áhrifa á náttúru, umhverfi, hlunnindi, útivist og menningar- og búsetuminjar. Verkefnisstjórnin flokkar virkjunar- kostina á grundvelli mats sem um 40 sérfræðingar á ýmsum sviðum ann- ast, en þeir starfa í fjórum faghóp- um, þ.e. hópi um náttúru- og minja- vernd, hópi um útivist og hlunnindi, hópi um þjóðhagsmál og hópi um orkulindir. Þá koma nokkrar stofn- anir að verkefninu eins og t.d. Byggðastofnun, Náttúrufræðistofn- un Íslands, Náttúruvernd ríkisins, Orkustofnun, Rala og Veiðimála- stofnun. Almenningur, félög og félagasamtök geta haft áhrif og kom- ið á framfæri upplýsingum og ábend- ingum en samráðsvettvangur fyrir þessa aðila er í umsjá Landverndar sem kynnir framvindu verkefnisins á heimasíðu sinni. Torfajökuls- og Síðuvatna- svæði til umfjöllunar Fyrir stuttu héldu aðstandendur verkefnisins kynningarfundi á Laugalandi í Holta- og Landsveit og á Kirkjubæjarklaustri með aðilum sem tengjast ferðaþjónustu á Torfa- jökulssvæðinu í Rangárvallasýslu og Síðuvatnasvæði í V-Skaftafellssýslu, en almenningi var einnig gefinn kostur á að taka þátt í umræðum. Á Torfajökulssvæðinu er eitt mesta há- hitasvæði landsins, eins og í Land- mannalaugum, Hrafntinnuskeri og víða að Fjallabaki auk þess að vera fjölsótt ferðamannaparadís sumar og vetur. Þá eru á Síðuvatnasvæðinu vinsælir ferðamannastaðir eins og t.d. Eldgjá, Langisjór og Lakasvæð- ið. Á fundinn kom Rögnvaldur Guð- mundsson ferðamálaráðgjafi og kynnti niðurstöður könnunar sem var gerð á þessum svæðum í fyrra meðal íslenskra og erlendra ferða- manna. Farið var yfir núverandi nýt- ingu svæðanna, sérstöðu þeirra, van- nýtta mögulega og framtíðarnotkun með tilliti til ferðaþjónustu og úti- vistar. Fundarmenn skiptust á skoð- unum um nauðsynlegar aðgerðir til eflingar svæðanna ásamt því að hver og einn var beðinn um að leggja verkefninu til álit og ábendingar um ýmsa þætti. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma Fundað með heima- mönnum Fagradal - Nú um páskana var fyrsta alvöru ferðamannahelgi árs- ins í Vík í Mýrdal, og hefur verið töluverð umferð bæði austur og vestur. Aðallega eru ferðamenn- irnir íslenskir en einnig er töluvert af rútum með erlendum ferðamönn- um. Fréttaritari Morgunsblaðsins rakst á þennan erlenda myndlist- armann sem hafði sest á rótartré vestan við Víkurskála og var að teikna mynd af Reynisdröngum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Erlendur ferðamaður teiknar upp Reynisdranga vestan við Víkurskála. Teiknar upp Reynisdranga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.