Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Jap- ans ákvað í gær að veita Lee Teng-hui, fyrr- verandi forseta Taívans, vega- bréfsáritun þrátt fyrir harða andstöðu Kín- verja. Gert er ráð fyrir því að Lee fari til Osaka á morgun til að gangast undir hjartarannsókn og dvelji í Japan í fimm daga. Japanska stjórnin kvaðst hafa orðið við beiðni hans um vegabréfsáritun af „mannúðarástæðum“. Sendi- herra Kína í Tókýó mótmælti ákvörðuninni, krafðist þess að japanska stjórnin hindraði heimsókn Lees og sagði hann ætla að fara til Japans í pólitísk- um tilgangi. Nokkrir áhrifa- miklir ráðherrar í stjórn Japans voru andvígir því að Lee yrði veitt vegabréfsáritun þar sem þeir telja að heimsóknin geti skaðað tengsl landsins við Kína. Deilt um 15 lík eftir átök STJÓRNVÖLD á Indlandi og í Bangladesh deildu í gær um lík 15 indverskra landamæravarða sem biðu bana í átökum við sveit landamæravarða í Bangladesh á dögunum. Fregnir hermdu að Indverjar hefðu neitað að taka við líkunum vegna þess að flest þeirra væru svo illa farin að ekki væri hægt að bera kennsl á þau. Bretadrottning 75 ára ELÍSABET Bretadrottning á 75 ára afmæli í dag og embætt- ismenn í Buckingham-höll sögðu í gær að hún kynni að halda upp á það án barna sinna. Anna prinsessa og Andrés prins eru erlendis í opinberum er- indagerðum og Karl krónprins er í fríi í Skotlandi. Hugsanlegt er þó að Játvarður prins heim- sæki móður sína í Windsor- kastala, en eiginkona hans, Sophie Rhys-Jones, hefur sætt gagnrýnivegna ummæla í sam- tali við blaðamann sem þóttist vera arabískur höfðingi. Slakað á ætt- leiðingabanni MINNIHLUTASTJÓRN Verkamannaflokksins í Noregi lagði í gær fram frumvarp til laga um að samkynhneigðu fólki í skráðri sambúð yrði leyft að ættleiða börn maka sinna. Ekki er ljóst hversu mikils stuðnings frumvarpið nýtur á þinginu. Hugðust myrða kennara sína LÖGREGLAN í Austurríki sagði í gær að þrír 15 ára ung- lingar hefðu játað að hafa ætlað að myrða skólastjóra og þrjá kennara sína í hefndarskyni vegna lágra einkunna og fyrir að skýra lögreglunni frá því að drengirnir hefðu verið staðnir að því að teikna hakakrossa og heilsast að hætti nasista. Drengirnir voru handteknir á miðvikudag þegar óþekktur drengur skýrði lögreglunni frá samsærinu. STUTT Lee Teng- hui leyft að heimsækja Japan Lee Teng-hui SAMSKIPTI Rússlands og Banda- ríkjanna fara versnandi á nýjan leik. Þessarar þróunar varð fyrst vart á árinu 1998 en hún stóð í stað um tíma vegna forsetakosninganna í Banda- ríkjunum. Í þeim kölluðu repúblik- anar demókrata flokkinn sem „tap- aði Rússlandi“ og því hefði það ekki verið stjórn Clintons og Gores til framdráttar að ýta undir slíkar stað- hæfingar með því að deila við stjórn Pútíns. En með valdatöku repúblik- ana í Hvíta húsinu eru vandamálin komin upp á borðið og þeim fer fjölg- andi. Stjórn Bush virðist halda að Rúss- land og Bandaríkin séu í einhvers konar „núll-leik“; þ.e. að í hvert skipti sem Rússland kemur vel út í diplómatískum samskiptum, hversu lítilfjörlegt sem það er, hljóti það að vera á kostnað Bandaríkjanna. Því er litið á tilraunir Rússa til að líta á hinn diplómatíska heim sem marg- þætt fyrirbrigði sem fyrirslátt og í raun sé ætlunin að gera lítið úr Bandaríkjunum. Ekki bætir úr skák að ríkin hafa í raun rofið öll óopinber og einnig, nær undantekningalaust, opinber tjáskipti. Hvers vegna gerist þetta? Banda- ríska utanríkisstefnan er nú að miklu leyti í höndum fólks sem hefur ekki verið á hinum alþjóðlega og diplóm- atíska vettvangi í fimmtán til tuttugu ár og er enn að syngja lög úr söng- bók Kalda stríðsins. Fremstir fara varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, og hópur fólks í kringum hann. Þau átta sig ekki á því að landslagið hefur breyst frá því á tímum Kalda stríðsins þegar þau voru síðast við völd. Áður en þau hefja viðræður við sína gömlu fjand- menn, Rússa, virðast þau staðráðin í að sýna hvers megnug þau eru. En hvorki Rússar né Bandaríkja- menn, og þá Rússar sérstaklega, hagnast á árekstrum. Árekstrar munu einungis leiða til þess að Rúss- ar verða innikróaðir og leita sér þá bandamanna meðal ríkja sem eru svarnir fjandmenn Bandaríkjanna. Þetta mun gerast þrátt fyrir að Rússar eigi ekki í fjandskap við Bandaríkjamenn þessa stundina. Mikilvægt er að átta sig á því að staðan í alþjóðamálum og hernaðar- legur stöðugleiki eru viðkvæmari nú en á tímum Kalda stríðsins þegar hægt var að sjá hluti fyrir í sam- keppni stórveldanna. Og vegna þess hve staðan í heimsmálum er óút- reiknanleg þessa stundina hafa hvor- ugir efni á að framleiða farsann „Kalda stríðið; framhald“. Kalda stríðið var harmleikur. Endurtekn- ing á því getur einungis orðið farsi því endurtekningar er ekki þörf. Því er mikilvægt að stjórnir Bush og Pútíns hefji víðtæk samskipti, bæði á óopinberum og opinberum vett- vangi, til að lyfta samskiptum ríkjanna upp úr ríkjandi ládeyðu. Ástæður ágreiningsins er ekki bara að finna hjá Bandaríkjamönn- um. Í Rússlandi hefur sú skoðun not- ið fylgis að Bandaríkjamenn beri ábyrgð á og eigi að axla ábyrgð á ákveðnum vandamálum sem Rússar eiga þó í raun sjálfir sök á. Einhverj- um verður að kenna um sársaukann frá síðasta áratug og það er auðveld- ara að kenna Bandaríkjamönnum um en okkur sjálfum. Einhvers konar óskhyggja hefur tekið sér bólfestu hjá Rússum í hern- aðarmálum. Hún birtist meðal ann- ars í þeirri hugmynd að Evrópuþjóð- ir muni miðla málum milli Bandaríkjamanna og Rússa hvað varðar stefnu Bush vegna eldflauga- varnaáætlunarinnar. En Evrópu- þjóðir munu ekki miðla málum vegna áætlunarinnar því þær eru þegar byrjaðar að bakka frá fyrri andstöðu við hana. Því eru útreikningar sumra hern- aðarsérfræðinga, að Rússum takist að skapa evrópskt bandalag gegn varnarflaugaáætlun Bandaríkjanna, augljóslega fáránlegir. Varnar- flaugaáætlunin skiptir Evrópuþjóð- irnar ekki svo miklu máli að þær deili alvarlega við Bandaríkin um hana, þrátt fyrir að flestum leiðtogum Evr- ópuþjóða sé illa við stefnu Banda- ríkjanna. Annað mál sem gæti skapað raun- verulega hættu eru tillögur um end- urskoðun á gagneldflaugasamningn- um (Anti-Ballistic Missile Treaty). Þar myndu formlegar samningavið- ræður einungis leiða til bættrar stöðu Bandaríkjanna og styrkja fylgjendur varnarflaugaáætlunar- innar í trú sinni. Afstaða Rússa er einnig líkleg til að verða harðari og afdráttarlausari. Útkoman getur einungis orðið á þá leið að Rússar verða neyddir til að játa ósigur með skömm því okkur skortir styrk til að halda stöðu okkar og við þorum ekki að láta málin stigmagnast þar til um alþjóðlegt vandamál verður að ræða. Með slíkri aðgerð endurtökum við einungis harmleikinn sem átti sér stað þegar Rússar og NATO gerðu með sér skriflegt samkomulag (Russia/Nato Founding Act) sem leitt hefur af sér stækkun NATO til austurs. Þar sem Rússar græða hvorki á að gefa eftir í þessu máli né sýna stað- festu er best í stöðunni að forðast samningaviðræður um það en koma þess í stað á víðtækri umræðu um hvernig best er að viðhalda og styrkja hernaðarlegan stöðugleika. Þessa umræðu er hægt að hefja upp- fyrir umræðuna um kjarnavopn og hún gæti snúist um baráttu gegn hryðjuverkum, samdrátt í fram- leiðslu kjarnavopna, vopnasölu á heimsvísu og aukið hlutverk Asíu í öryggi heimsins. ABM-samkomulag- ið á undir engum kringumstæðum að vera með í þeim umræðum því að umræður um það grafa einungis undan samskiptum Bandaríkjanna og Rússa. Brottvísun fimmtíu rússneskra stjórnarerindreka frá Bandaríkjun- um nýlega finnst mér of sterk við- brögð þótt Bretar hafi að vísu á sín- um tíma vísað allt að hundrað manns úr landi. Þegar þessum gagnkvæmu brottvísunum er lokið ættu ríkis- stjórnir beggja ríkja að byggja mat sitt og skoðun hvor á annarri á stað- reyndum en ekki ótta og væntingum. Fimbulkuldi©The Project Syndicate.eftir Sergei Karganov „Einhverjum verður að kenna um sársaukann frá síðasta áratug og það er auðveldara að kenna Bandaríkjamönnum um en okkur sjálfum.“ Sergei Karganov er yfirmaður Stofnunar í Evrópufræðum við rúss- nesku Vísindaakademíuna og forseti nefndar um stefnu í utanríkis- og varnarmálum. NASA, bandaríska geimvísinda- stofnunin, hefur kynnt frumdrög eða frumgerð hreyfils, sem á að gera flugvél kleift að fljúga á tíföld- um hljóðhraða. Ef allt fer samkvæmt áætlun mun flugvélin fara á milli New York og London á 40 mínútum en til- raunir með nýju vélina eða eftirlík- ingar af henni munu hefjast í næsta mánuði. Tilraunalíkanið, sem minnir kannski mest á brimbretti, hefur fengið nafnið X-43A. Er það aðeins fjögurra metra langt og vænghafið hálfur annar metri. Eldsneytið er vetni en beitt verður nýrri tækni, sem felst í því, að súrefni úr and- rúmsloftinu er notað til að tryggja bruna. Verður það gert með ein- hverju, sem kallað er Scramjet, en það pressar loftið saman og knýr það inn í hreyfilinn. Gæti auðveldað geimferðir Takist tilraunin vel, verður það í fyrsta sinn, að hreyfill en ekki eld- flaug kemur farartæki á ofurhraða en þá er átt við fimmfaldan hljóð- hraða. Tilraunin fer fram á Kyrra- hafi og að sjálfsögðu verður enginn maður um borð í tilraunavélunum, sem eru þrjár og munu sökkva í sæ að tilrauninni lokinni. Markmiðið er að koma þeim á 11.585 km hraða á klukkustund en það er tífaldur hljóðhraði. Vince Rausch, einn helsti yfir- maður rannsóknastöðvar NASA í Langley í Virginíu, segir, að allt snúist þetta um Scramjet-hreyfil- inn en vonast sé til, að hann muni auðvelda mjög geimferðir í framtíð- inni. NASA að hefja tilraunir með nýjan flugvélarhreyfil Frá New York til London á 40 mínútum Reuters Teikning af tilraunaflugvélinni. Hún er fjögurra metra löng og vænghafið aðeins hálfur annar metri. NOKKRIR næturklúbbar á Manhattan sæta nú rannsókn fyrir að nota einkasjúkrabíla til að flytja gesti, sem taka of stóra skammta af eiturlyfjum, á sjúkrahús. Næturklúbbarn- ir eru sakaðir um að hafa not- að einkasjúkrabílana til að komast hjá því að lögreglan veiti eiturlyfjaneyslunni eft- irtekt. Þessi notkun einkasjúkra- bílanna komst upp í haust þegar hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku sjúkrahúss í New York tóku eftir því að margir eiturlyfjaneytendur voru fluttir þangað með einkasjúkrabílum um helgar. Hjúkrunarfræðingarnir sögðu að eiturlyfjaneytendurnir hefðu ekki fengið rétta að- hlynningu á leiðinni og marg- ir þeirra hefðu verið í svo slæmu ástandi að þeir hefðu þurft á öndunarvélum að halda. Saksóknarar í New York rannsaka nú málið. Næg ástæða til lokunar „Þetta er fáránlegt,“ sagði Rudy Washington, aðstoðar- borgarstjóri New York. „Fólk tekur of stóra skammta og sú staðreynd að það er sett í sjúkrabíla fyrir utan nætur- klúbba ætti að nægja til að loka þeim.“ Eigendur næturklúbbanna viðurkenna að þeir noti þjón- ustu einkasjúkrabíla þegar gestir taki of stóra skammta af eiturlyfjum. Þeir benda á að skipuleggjendur íþrótta- viðburða og tónleika í borg- inni hafi einnig notað einka- sjúkrabíla. Rannsókn á notkun einka- sjúkrabíla New York. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.