Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓGJÖRNINGUR er að segja til um það á þessu stigi hvernig endur- skipulagningu og tímasetningum prófa verður háttað í Háskóla Ís- lands ef til verkfalls háskólakenn- ara kemur í byrjun maí að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Íslands: Í yfirlýsingunni kemur fram að rektor hafi hinn 3. apríl sl. sett á laggirnar samráðsnefnd með for- mönnum Félags háskólakennara, Félags prófessora, samráðsnefndar háskólaráðs um kjaramál og Stúd- entaráðs til að undirbúa þær ákvarðanir sem taka þurfi ef til verkfalls kemur. „Ljóst er að ef til verkfalls kemur lamast starfsemi háskólans að mestu leyti. Ef verkfall hefst og samningar takast skömmu síðar verður samstundis hafin vinna við að endurskipuleggja próftöflu og hraða framkvæmd prófa eftir því sem kostur er. Ef verkfall hefst og því lýkur 16. maí án þess að samn- ingar náist verður einnig hafin vinna við að endurskipuleggja próf- ahald og gera ráðstafanir til að gera stúdentum kleift að ljúka prófum. Í báðum tilfellum er um flókið verkefni að ræða sem krefst góðrar samvinnu margra aðila, þeirra á meðal starfsmanna í Félagi há- skólakennara. Á þessu stigi er ógjörningur að segja til um hvernig endurskipulagningu og tímasetning- um prófa verður háttað. Í sumum tilfellum kann stúdentum að verða boðið að gangast undir próf í júní, en í öðrum tilvikum kann niðurstað- an að verða sú að próf frestist til haustsins. Rétt er að taka fram að Háskóli Íslands er ekki beinn aðili að kjara- deilunni og tekur ekki þátt í þeim samningaviðræðum sem nú fara fram. Fyrir Háskóla Íslands skiptir miklu máli að kjör háskólakennara og starfsfólks verði bætt verulega og að þau verði samkeppnishæf við þau kjör sem bjóðast annars staðar í þjóðfélaginu. Rektor og stjórn háskólans hefur veitt samningsaðilum alla aðstoð og stuðning sem unnt er til að vinna að lausn deilunnar. Á þessari stundu er ég vongóður um að samningar takist áður en til verkfalls kemur, enda leggja allir aðilar sig fram um að ná samkomulagi. Öll starfsemi háskólans miðast við að próf verði haldin á tveimur fyrstu vikunum í maí, svo sem áætl- að er. Hvet ég stúdenta eindregið til að haga námsvinnu sinni í sam- ræmi við það,“ segir í yfirlýsingu rektors. Næsti samningafundur háskóla- kennara og viðsemjenda verður haldinn næstkomandi mánudag. Að sögn Róberts Haraldssonar, for- manns Félags háskólakennara, er tónninn í grundvallaratriðum góður milli deiluaðila. Meira er ekki unnt að segja að svo stöddu en líklegt að málin skýrist betur í næstu viku. Yfirlýsing frá rektor Háskóla Íslands vegna boðaðs verkfalls háskólakennara Próf verða endurskipu- lögð komi til verkfalls KENNT var í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Menntaskólan- um við Sund á sumardaginn fyrsta vegna þess rasks sem verkfall framhaldsskólakennara olli á kennslu í vetur. Að sögn Þorsteins Þorsteinsson- ar, formanns Skólameistarafélags Íslands og skólameistara Fjöl- brautaskólans í Garðabæ, gáfu þó flestir skólar nemendum sínum frí, enda um lögboðinn frídag að ræða. Þorsteinn sagði að flestir fram- haldsskólanna skipulegðu lokapróf að þessu sinni í lok maí og að brautskráningar væru yfirleitt áætlaðar í byrjun júnímánaðar. Hann sagði að venjulega væru prófin í byrjun maí og brautskrán- ingar í kringum 20. maí. Að sögn Þorsteins hefur vetur- inn verið strembinn vegna verk- fallsins, en eftir að því lauk hefur kennslan verið mjög stíf. Hann sagði að í FG fengju nem- endur 66 kennsludaga á önninni í stað 75. Hann sagðist reikna með að aðr- ir skólar stæðu í svipuðum sporum þótt eitthvað öðruvísi væri farið með þá skóla sem byggjast á bekkjakerfi. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kennt var í Menntaskólanum í Hamrahlíð á sumardaginn fyrsta. Búist er við því að próf í framhaldsskólum verði í lok maí. Kennt var í nokkrum framhaldsskólum á sumardaginn fyrsta Brautskráð verður í byrjun júní SKÝRSLA Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhug- aðrar Kárahnjúkavirkjunar var send Skipulagsstofnun í gær. Stofnunin metur hvort skýrslan uppfyllir kröf- ur og hefur til þess hálfan mánuð. Stefnt er að því að efni skýrslunnar verði gert opinbert föstudaginn 4. maí. Sigurður Arnalds, verkefnisstjóri hjá verkfræðistofunni Hönnun hf., sem annast hefur umsjón með skýrslugerðinni, segir að skýrslan sé um 200 bls. að stærð. Henni fylgja síðan 43 skýrslur sérfræðinga á ýms- um sviðum sem fjalla m.a. um sam- félagsleg áhrif, gróður, dýralíf, forn- leifar og fleira. Einnig fylgja henni tvær möppur með 26 styttri ágripum og greinargerðum. Umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar Skýrsla kom- in til Skipu- lagsstofnunar Úrkoman var tæplega helmingur þess sem venjan er, 25,6 mm, en í Reykjavík var úrkoma hins vegar í rúmu meðallagi eða 78,2 mm. Febrúar var einnig í hlýrra lagi og þarf að fara aftur til ársins 1994 til að finna hlýrri febrúar- mánuð. Nokkuð næðingssamt var sunnanlands um og eftir miðjan mánuðinn. Höfuðborgarbúar nutu þó óvenju bjartra daga þar sem sólskinsstundir voru 91,8 eða 39,8 stundir umfram meðallag. Norðan heiða mældust sólskinsstundir 28,2, sem er 7,8 stundum færra en venja er. Á Hveravöllum var með- alhitinn -5,9°, úrkoman mældist 91,9 mm og sólskinsstundir voru 59,2. Tíðarfar febrúarmánaðar reynd- ist afar ólíkt febrúarmánuði í SUMARDAGURINN fyrsti heilsaði landsmönnum undantekningarlítið með björtu og hlýju veðri en sú veðurlýsing er einnig einkennandi fyrir veturinn sem nú hefur verið kvaddur. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var nýliðinn vetur víðast hvar með léttara móti, bæði bjartur og hlýr. Tíðarfar var hagstætt og góðviðrasamt um meginhluta landsins. Veðurfarið í ársbyrjun var mjög hlýtt þrátt fyr- ir snarpan kuldakafla fyrstu 10 daga janúarmánaðar. Það sem eft- ir lifði mánaðar hlýnaði mikið og var hitinn talsvert yfir meðallagi, t.d. á Akureyri þar sem meðalhiti mánaðarins var 1,2°, sem er 3,4° yfir meðallagi, og hefur ekki orðið svo hlýtt þar síðan í janúar 1992. fyrra þegar tíðarfar var lengst af óhagstætt. Má þar nefna að snjór var þá þrálátur á jörðu og olli nokkrum samgöngutruflunum. Í Reykjavík var jörð hulin snjó 28 daga í febrúar 2000 og þurfti að fara aftur til 1957 til að finna jafnþrálátan snjó í þessum mánuði. Veturinn 2000 reyndist enda verða einn af snjóþyngstu vetrum síðustu 30 árin. Snjór hefur hins vegar varla sést suðvestanlands í ár og muna höfuðborgarbúar vart snjó- léttari vetur. Fyrst fór að kólna svo einhverju nemur í marsmánuði, sem var í kaldara lagi. Í heildina var mán- uðurinn þó sólríkur og lítil úr- koma var um miðbik landsins og sunnanlands. Úrkoma í Reykjavík mældist aðeins 24,4 mm, sem er einungis 38% af meðalúrkomu. Á Akureyri reyndist úrkoman rétt undir meðallagi eða 40,4 mm. Með- alhiti í Reykjavík var við frost- mark og er það 1,5 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri var meðalhitinn -2,8°, sem er 2,5 stigum kaldara en í meðalári. Meðalhitinn á Hveravöll- um var -7,9° eða 2,1 stigi undir meðallagi. Hveravellir voru sól- ríkir í marsmánuði þar sem sól- skinsstundir mældust 109. Sól- skinsstundir mældust 126 í Reykjavík og er það 15 stundum meira en í meðalári og á Akureyri mældust 94 sólskinsstundir, sem er 17 stundum yfir meðallagi. Bjartur og hlýr vetur kveður                                              RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur nú til skoðunar átta tilboð sem borist hafa í framleiðslu fimm sjónvarps- leikrita fyrir Sjónvarpið. Útboðið er nýjung hjá Sjónvarpinu og segir Rúnar Gunnarsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrár, að Sjónvarpið sé með þessu að tengjast betur að- ilum utan stofnunarinnar og jafn- framt leita eftir ferskum hugmynd- um og nýjum aðferðum við framleiðslu sjónvarpsefnis. „Það stefnir í að það verði stöð- ugt meira framleitt utan stofnun- arinnar, því eina myndver Sjón- varpsins annar vart meira en föstu framleiðslunni,“ segir Rúnar. Handrit að sjónvarpsleikritunum fimm eru nánast fullgerð og er stefnt að því að upptökur fari fram í júní nk. Um er að ræða framhald á þróunarvinnu handrita sem hófst hjá Sjónvarpinu á síðasta ári. Haft var samband við tíu leikskáld sem beðin voru um 30 mínútna leikverk í tveimur rýmum. Útkoman varð sú að eftir eru áðurnefnd fimm hand- rit á lokastigi. Höfundar þeirra eru Árni Ibsen, Hrafnhildur Hagalín, Ingólfur Margeirsson, Jónína Leósdóttir og Ragnar Bragason. Þeir átta framleiðendur sem gert hafa tilboð í framleiðslu verk- anna eru Arnarauga kvikmynda- gerð, Björn Emilsson, Drauma- smiðjan, Leikfélag Íslands, Mix hf., Pluton ehf. kvikmyndagerð, Sigurður Snæberg Jónsson og Veni-vidi ehf. kvikmynda- og myndbandagerð. Gerð eru tilboð ýmist í tvö, þrjú eða öll verkin fimm. RÚV býður út fram- leiðslu fimm leikrita ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.