Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ JA, yrði hann guð á himnum ánægður með okkur mannfólkið ef við hugsuðum eins og hann Trevor litli og reyndum að breiða út góðmennsku í heiminum? Sagan segir nefnilega frá þessum 13 ára nemanda sem fær nýjan félagsfræðikennara, Eugene Simon- et, sem setur bekknum fyrir það verkefni að finna ráð til að breyta heiminum til hins betra og fylgja því eftir. Trevor, sem hefur lifað ýmislegt miður skemmtilegt ásamt móður sinni sem á við áfengisvandamál að stríða, finnur upp frábært kerfi: Ef einhver gerir manni greiða á maður ekki að endurgjalda honum greiðann, heldur gera þremur öðrum mann- eskjum greiða og þannig koll af kolli. Þetta er býsna snjöll hugmynd, „útópísk hugmynd“, eins og Simonet segir við Trevor og hittir þar naglann á höfuðið. Myndin er líka í stíl við það. Hún er fallega barnsleg og einlæg. Það væri voða gaman ef þetta gæti allt saman gengið upp, en því miður, fólk er sjálfselskara en svo. En þótt hugmyndin sé kannski óraunsæ hafði ég gaman af því að sjá svona fallega og sæta mynd á þessum seinustu og verstu tímum þar sem hæðni og yf- irborðsmennska er allt sem skiptir máli. Þetta er mynd sem hefði getað verið gerð upp úr 1940 þegar fólk var ennþá bjartsýnt og trúði á það góða í manninum. Handritið er sæmilega uppbyggt en ósköp einfalt um leið. Og þótt myndin sé ósköp sæt hefði hún ekki nauðsynlega þurft að vera uppfull af melódrama og yfirgengilegri tilfinn- ingasemi undir lokin. En það verður víst ekki á allt kosið. Haley Joel Osment sannar að hann er frábær leikari. Hann er einstak- lega sannfærandi sem litli Trevor sem á í sálarstríði, og romsar auðveldlega upp úr sér öllum tilfinningaskalanum. Kevin Spacey er fínn sem hinn bældi Simonet, sem hefði mátt vera aðeins bældari, og alkóhólistinn Arlene, sem Helent Hunt leikur, hefði mátt vera aðeins raunsærri týpa. Samt tókst mér auðveldlega að lifa mig inn í líf og tilfinningar þessa ágæta fólks. Það hefur ekki verið grenjað jafn mikið í bíó síðan ég sá Dancer in the Dark, þannig að fyrir þann sem þarf að losa um eða þarf á svolítilli bjart- sýni að halda er Pay It Forward fín mynd. Láttu það ganga KVIKMYNDIR S a m b í ó i n Leikstjórn: Mimi Leder. Handrit: Leslie Dixon eftir skáldsögu Catherine Ryan Hyde. Aðal- hlutverk: Kevin Spacey, Helen Hunt, Haley Joel Osment, Jay Mohr, James Caviezel og Jon Bon Jovi. 123 mín. Warner Bros. 2000. PAY IT FORWARD  Hildur Loftsdótt ir Listasafn Íslands Sýningunni Náttúrusýnir sem staðið hefur yfir í Listasafni Íslands lýkur á morgun, sunnudag. Verkin eru öll í eigu Fagurlistasafns Parísar- borgar, Petit Palais. Þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir listamenn áborð við Gustave Courbet, Claude Monet, Paul Cezanne, Alfred Sisly, Camille Pissarro, og Jean-Baptiste Cort eru sýnd í íslensku safni. Leiðsögn um sýninguna verður á morgun, sunnudag, kl. 15. Stella Sig- urgeirsdóttir, safnkennari og mynd- listarmaður, fer með gesti um sýn- inguna. Gallerí Stöðlakot Sýningu Sigríðar Rósinkarsdóttur lýkur á morgun, sunnudag. Á sýn- inguni eru vatnslitamyndir unnar á sl. tveimur árum. Gallerí Stöðlakot er opið er daglega frá kl 14-18. Ein af Náttúrusýnunum. Sýningarlok og leiðsögn GUNNELLA, Guðrún Elín Ólafs- dóttir, opnar málverkasýningu í Bak- salnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16, í dag, laugardag, kl. 15. Sýninguna nefnir listakonan Kell- ur og er þetta hennar sjöunda einka- sýning. „Ég sæki myndefni í íslenska nátt- úru og sögu. Það sem er svo heillandi við sögu okkar og gerir hana einstaka er hversu miklum breytingum þjóð- félagið hefur tekið á skömmum tíma. Þjóðin hefur tekið heljarstökk inn í nútímann og ótrúlegt er að ekki skuli vera lengra en einn mannsaldur eða svo frá því að fólk bjó hér í torfbæjum við afar erfið skilyrði,“ segir Gunn- ella. „Kellurnar mínar eru sóttar til íslensku bóndakonunnar, sem lifði og starfaði umkringd íslenskri náttúru. Stundum varð á vegi mínum huldu- fólk og blómálfar. Hjá kellunum er alltaf sól og sumar, blómaangan, fuglasöngur og nýslegin tún, augljós andstæða við harðan veruleika sem var. Myndefnið er því nokkurs konar óður til íslensku bóndakonunnar.“ Þetta er sjöunda einkasýning Gunnellu en verk eftir hana var valið til þátttöku í myndlistarsamkeppni Winsor og Newton á síðasta ári og í kjölfarið var haldin sýning á verkun- um í London, Brussel, Stokkhólmi og í byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York. Árið 1997 fékk hún menn- ingarverðlaun Garðabæjar. Gallerí Fold er opið daglega kl. 10– 18, laugardaga til kl. 17 og sunnu- daga kl. 14–17. Sýningin stendur til 6. maí. Óður til íslensku bóndakonunnar Morgunblaðið/Jim Smart Gunnella kemur fyrir verkinu Mót sumri og sól í Galleríi Fold. HÚSFYLLIR var á fyrri degi ráð- stefnunnar Scandinavia on Stage í Norræna húsinu í New York. Þar á meðal voru um hundrað bandarískir leikhúsfræðingar, leikstjórar, gagn- rýnendur og umboðsmenn í borg- inni. Ráðstefnan hófst með erindi danska leiklistargagnrýnandans Monnu Dithmer um sameiginleg einkenni norræns leikhúss. Meðal bandarísks leikhúsfólks sem flutti erindi og tók þátt í umræðum fyrri daginn voru Todd London, stjórn- andi American New Dramatists, Lloyd Richards frá leiklistardeild Yale-háskóla og Ben Cameron, stjórnandi Theater Communic- ations Group. Í tilefni ráðstefnunnar voru gefin út 30 leikrit norrænna leikskálda í enskri þýðingu, þar af 20 nýleg verk sem hafa aldrei verið flutt á ensku. Lesið var upp úr leikritum hinna 20 norrænu höfunda sem sitja ráð- stefnuna auk þess sem fjallað var um samtímaleiklist í hverju landi. Flutti Hávar Sigurjónsson leikhús- fræðingur m.a. erindi um íslenska samtímaleiklist. Íslensku höfund- arnir á ráðstefnunni eru þau Árni Ibsen, Hrafnhildur Hagalín, Ólafur Haukur Símonarson, Ólafur Jóhann Ólafsson og Þorvaldur Þorsteins- son. Seinni dag ráðstefnunnar voru m.a. fyrirhugaðar umræður um það hvernig efla mætti alþjóðlega sam- vinnu í leikhúsheiminum. Þá stýrði Jim Nicola, stjórnandi New York Theatre Workshop, umræðum um listræna stjórnun norrænna leik- húsa með þátttöku leikhússtjóra á Norðurlöndum. Þeirra á meðal var Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Norrænni samtíma- leikritun vel tekið New York. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Einar Falur Victor Borge-salurinn í Norræna húsinu var þéttsetinn af bandarísku leikhúsfólki þegar leikskáldakynningin hófst. Tvö leikskáld frá hverju Norðurlandanna sátu fyrir svörum blaðamanna daginn fyrir setningu hátíðarinnar. Hrafnhildur Hagalín, lengst til hægri, hefur orðið og við hlið hennar er Ólafur Jóhann Ólafsson. KAFFIHÚSIÐ á Eyrarbakka hef- ur opnað á ný eftir að hafa verið lok- að í rúmt ár vegna endurbóta. Það hefur nú fengið nýtt nafn; Rauða húsið, matar- og listhús. Húsið var opnað óformlega í gær, og mun starfsemin hefjast formlega um næstu helgi. Veitingamennirnir Ingi Þór Jónsson og Þórir Björn Rík- harðsson hafa tekið við veitinga- rekstrinum, og verður boðið upp á fyrsta flokks veitingar. Þá er fyr- irhugað að haldnar verði í húsinu myndlistarsýningar, en fyrst um sinn verða til sýnis verk eftir Berg- ljótu Kjartansdóttur myndlistar- konu, sem stendur jafnframt að rekstrinum. Hús og umhverfi Kaffihúsið á Eyrarbakka var upp- haflega opnað árið 1992, og var það mótað samkvæmt hugmyndum um svonefndan félagslegan skúlptúr, eða „social project“. Það er hugtak sem upphaflega tengdist alþjóðlegu Fluxus-hreyfingunni, þar sem áhersla var lögð á sameiningu list- greina og þá hugmynd að list væri félags- og samskiptaleg í eðli sínu og fæli fyrst og fremst í sér spurn- inguna um að ná til fólks. Við mótun kaffihússins á Eyrarbakka var sú hugmynd ríkjandi að húsið væri leið til að rannsaka tengsl listaverksins við umhverfið. „Húsið sjálft á sér merka sögu, sem jafnframt felur í sér skírskotanir til hinnar merku sögu Eyrarbakka, en þess má geta að um síðustu aldamót var íbúatala staðarins í kringum þúsund,“ segir Bergljót. Bergljót hefur í myndlist sinni gert mikið af því að vinna myndverk eftir öðrum myndum. „Í eftirmynd- inni felst sú hugmynd að allt end- urtaki sig. Allar sögur, myndir og orð hafa verið til áður, en hafa um leið lagað sig að nýjum aðstæðum þess menningarlega samhengis sem ræður hverju sinni. Þessi hugsun á við um Rauða húsið, en sú starfsemi sem hefur verið opnuð nú er í raun þriðja atrennan að sömu grunnhug- myndinni. Þannig mótast húsið af nýjum hugsunum í myndlist, sögu- legu andrúmslofti, náttúru og um- hverfi.“ Rauða húsið, matar- og listhús á Eyrarbakka, verður opið daglega. Lögð verður áhersla á matreiðslu úr saltfiski ásamt öðrum fiskréttum. Einnig verður boðið upp á græn- metisrétti, og a.m.k. einn kjötréttur verður á boðstólum. Rauða húsið leggur áfram áherslu á heimilisleg- ar kaffiveitingar, þar sem kökur og brauð verða bökuð á staðnum. Hús sem mót- ast af náttúru Mynd sem Bergljót Kjartansdóttur hefur unnið eftir ljósmynd af Rauða húsinu eins og það leit út fyrir endurbæturnar. Rauða húsið, matar- og listhús opnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.