Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 23 FÓLK víða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna bjó sig í gær und- ir enn meiri flóð en vatnsborð Mississippi-fljótsins heldur áfram að hækka. Íslensk kona, Svala Heller Þórarinsdóttir, sem býr á flóðasvæðunum, segir að spáð sé meiri rigningu um helgina. Í bænum Davenport í Iowa var unnið að gerð flóðvarnargarða en óttast er, að vatnið í Miss- issippi-fljóti eigi eftir að hækka næstum um hálfan annan metra áður en það fer að lækka í næstu viku. Hafa menn einnig áhyggjur af sjúkdómum en vegna flóðanna hafa milljónir lítra af óhreinsuðu skolpi borist út í árvatnið. Mest þykir hættan vera á stífkrampa en bóluefni við honum var af skornum skammti. Svala, sem býr í bænum La Cross í Wisconsin, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þar væru mörg hús undir vatni en sjálf væri hún svo heppin að búa uppi á hæð og því hefði hún sloppið. Svala sagði, að flóðin nú væru þau mestu frá 1965 og vonuðu allir, að það met yrði ekki slegið nú. AP Stór svæði meðfram Mississippi-fljóti eru undir vatni og ekki fært um þau nema á báti. Hækkar enn í Mississ- ippi-fljóti Davenport. AP. NÝLEGA beindust augu fjölmiðla mjög að gömlum ryðkláf, skráðum í Nígeríu, sem var á leið frá Afríku- ríkinu Benín og vitað var að væri á siglingu einhvers staðar við vestur- strönd Afríku, líklega með hundruð þrælabarna innanborðs. Sumir ótt- uðust að skipstjórinn myndi fleygja börnunum fyrir borð og komast þannig hjá því að verja gerðir sínar, hann myndi „eyða sönnunargögnun- um“. Er skipið fannst loksins reynd- ust börnin mun færri en fullyrt hafði verið og fátt amaði að þeim. En óttinn við að börnum sé mis- þyrmt og þau þvinguð til vistar sem í reynd er ekkert annað en þræl- dómur er ekki ástæðulaus. Og sumir töldu að skipinu hefði verið ruglað saman við annað sem hefði raun- verulega flutt börn í þrældóm. Enn er mikið um þrælaverslun víða í heiminum og ekki síst í Vest- ur-Afríku, þar á hún sér djúpar ræt- ur; Þrælaströndin var nafnið sem Evrópumenn gáfu einum hluta svæðisins. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur frá 1997 safnað upplýsingum um þrælaverslun í þessum heimshluta og segir að um 200.000 börn séu að jafnaði flutt á milli staða í Vestur- og Mið-Afríku á hverju ári og seld í þrældóm. Þau eru meðal annars neydd til starfa á fiskibátum, eða á bóndabýlum, látin stunda vændi eða strita í verksmiðj- um, látin betla. Mörg þeirra deyja fyrir aldur fram úr alnæmi eða vos- búð. Auk þess sem börn eru flutt milli landa er að sjálfsögðu mikið um þrælasölu milli héraða innan landamæra sama ríkis. Eitt af því sem börnin eru látin vinna við eru kakóekrur en að sögn samtaka breskra súkkulaðiframleið- enda hefur ekki tekist að finna örugg dæmi um að slíkt þrælahald viðgangist á ekrunum. Reynt að fræða almenning UNICEF reynir eftir mætti að binda enda á þetta grimmúðlega framferði með því að að fræða al- menning og börn en einnig er reynt að fá stjórnvöld í umræddum lönd- um til að setja lög gegn þrælaversl- un og framfylgja þeim. Afar erfitt getur hins vegar verið að afla sann- ana um afbrotin. Oft er verslunin á hendi vel skipulagðra samtaka er kunna að hylja spor sín. Dr. Rima Salah, sem er yfirmaður UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku, flutti nýlega erindi á fundi í Nígeríu um þessi mál. Salah sagði að vand- inn væri flókinn meðal annars vegna þess leyndarhjúps sem léki um við- skiptin. Enn flækti það málið að víða væri reynt að stuðla að auknum viðskiptum milli landanna með frjálsum samgöngum yfir landa- mærin, „jafnvel þegar flutningur á börnum yfir landamæri fer fram fyrir opnum tjöldum getur stundum verið ákaflega erfitt að greina á milli ólöglegra og glæpsamlegra að- gerða annars vegar og lögmætra búferlaflutninga fjölskyldna hins vegar“. Salah segir samt orðið ljóst að ólöglega verslunin sé umfangsmikil, leiðir þrælasalanna liggi um Benín, Fílabeinsströndina, Gabon, Gana, Malí, Nígeríu, Tógó, Kamerún, Búrkína Fasó, Gíneu og Níger. Frá sumum séu börn einkum seld, önnur kaupi börn en nokkur landanna leggi fyrst og fremst til flutninga- leiðir. Embættismaðurinn bendir á að þótt opinberlega sé alls staðar lögð áhersla á að börnin séu mik- ilvægasti auður samfélagsins séu yf- irleitt teknar ákvarðanir í pólitísk- um og efnahagslegum málum án þess að gefa gaum að kjörum barna. Ein helsta ástæðan fyrir því að þrælaverslunin viðgengst sé fátækt- in sem sé svo útbreidd að yfir 70% landsmanna teljist lifa undir fátækt- armörkum í einu landinu. En ástæð- urnar séu fleiri og mörg barnanna komi ekki úr fjölskyldum sem hafi það sérstaklega slæmt. Þau geti jafnvel farið af stað vegna ævintýra- þrár og nú sé orðið auðveldara fyrir þau að ferðast en áður vegna bættr- ar samgöngutækni. Skortur sé á at- vinnutækifærum og skólum en einn- ig sé útbreidd fáfræði um hætturnar sem steðjað geti að börnum ef þau fari eða séu send til að vinna fjarri heimahögunum og jafnvel í öðru landi. „En fyrir marga foreldra – einkum þá sem koma úr menning- arlega einangruðum fjölskyldum og samfélagi sem byggist á traustum hefðum er sú hugsun framandi og ekki í samræmi við reynsluheiminn að börnum sé gert eitthvað til miska.“ Salah segir nauðsynlegt að auka vitund almennings um hætt- urnar sem geti fylgt því fyrir börn að hverfa að heiman. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna um nútímaþrælaverslun í Vestur-Afríku Um 200.000 börn seld árlega PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, segir, að kominn sé tími til, að Norðmenn og Íslendingar ger- ist aðilar að Evrópusambandinu. Segir hann, að með því að standa saman, geti norrænu þjóðirnar haft miklu meiri áhrif en ella innan þess. „Norrænu ríkin eiga að efla allt samstarf með sér innan Evrópusam- bandsins, ESB, og styrkja með því stöðu sína gagnvart stóru ríkjun- um,“ segir Lipponen í bók, sem hann kynnti sl. fimmtudag, að því er fram kemur í Aftenposten. Á fréttamannafundinum í Hels- inki lagði Lipponen raunar áherslu á, að hann vildi ekki koma á fót sér- stakri, norrænni blokk innan ESB, heldur fyrst og fremst, að norrænu ríkin undirbyggju sín mál saman, til dæmis fyrir leiðtogafundi sam- bandsins. Lipponen segir, að áhrif norrænu ríkjanna innan ESB séu mikil nú en úr þeim geti dregið með fjölgun að- ildarríkjanna. Því liggi á, að Noregur og Ísland komi inn og hann telur mjög mikilvægt, að Danir og Svíar taki þátt í myntbandalaginu. Lipponen, forsætis- ráðherra Finnlands Vill Noreg og Ísland í ESB HER Taívans hóf viðamiklar land- varnaræfingar í gær, nokkrum dög- um áður en Bandaríkjastjórn tekur ákvörðun um hvort selja eigi Taívön- um ýmis hátæknivopn þrátt fyrir harða andstöðu Kínverja. Markmiðið með heræfingunum var að æfa varnaraðgerðir vegna hugsan- legrar innrásar kínverska hersins. Æfingarnar hófust með því að orr- ustuþotur og þyrlur búnar bandarísk- um flugskeytum skutu á skotmörk á Taívan-sundi. Stórskotalið æfði síðan sprengjuárásir á strönd nálægt bæn- um Pingtung, um 190 km frá Taipei. Heræfingarnar fóru fram á mjög viðkvæmum tíma þar sem gert er ráð fyrir því að Bandaríkjastjórn ákveði í næstu viku hvort selja eigi Taívönum ýmsar háþróaðar vígvélar. Taívanar hafa m.a. óskað eftir kafbátum, há- þróuðum varnarflaugum og fjórum tundurspillum, búnum ratsjárkerfinu Aegis, ætluðu til eldflaugavarna. Talsmaður taívanska hersins sagði að skipulagning heræfinganna hefði hafist fyrir löngu og ekki hefði þótt ástæða til að aflýsa þeim þrátt fyrir spennuna í samskiptum Kína og Bandaríkjanna, sem er til komin vegna áreksturs bandarískrar njósnaflugvél- ar og kínverskrar herþotu. Varnar- málasérfræðingar á Taívan telja lík- legt að Bandaríkjastjórn ákveði að selja ekki Taívönum Aegis-ratsjár- kerfið í ár þar sem hún leggi nú mikið kapp á að draga úr spennunni vegna áreksturs flugvélanna. Taívansher æfir varnir gegn innrás Pingtung. Reuters, AP. APEldsprengjum varpað á strönd á heræfingu Taívanshers í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.