Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 59
Siglfirðingar komu í úrslitin til að vinna leikina sína. Það sannaðist strax í fyrstu umferðum Íslandsmótsins í sveitakeppni sem fram fór um helgina. Það var hins vegar nauðsynlegt að nýta hverja stund til hvíldar því sveitarmeðlimir voru aðeins fjórir sem er mjög óalgengt í úrslita- keppni sem þessari. Eflaust hefir það líka háð þeim en sveitarforinginn, Bogi Sigurbjörnsson, var sáttur í mótslok við fjórða sætið og 145 stig. Sveit Boga talið frá vinstri: Feðgarnir, Ólafur Jónsson, Jón Sigurbjörns- son og Birkir Jónsson og Bogi Sigurbjörnsson. Með þeim á myndinni er Stefanía, systir Jóns og Boga, en hún var ein af mörgum í sterkum stuðningshóp heirra norðanmanna. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 59 DAGBÓK Á ÞESSU ári hefur Skrímsl- ið með þúsund augun verið óstöðvandi á sigurgöngu sinni. Því hefur tekist vel upp að sleikja sár sín eftir ósig- urinn í heimsmeistaraeinvíg- inu við Vladimir Kramnik sl. haust. Það bar sigur úr být- um í Corus-mótinu í Wijk aan Zee, Linares og nú síð- ast í heimsbikarmótinu í at- skák í Cannes. Garry Kasparov (2827) get- ur tekið gleði sína á ný þótt sjálfsagt muni hann ekki verða sáttur fyrr en heims- meistaratignin er aft- ur komin í hús. Í stöð- unni hafði hann svart gegn Alexander Grischuk (2688). 24...Rxb2! 25.Bd4 25.Kxb2 hefði leitt til máts eftir 25...Da3+ 26.Kb1 Dxa2# 25...Ra4 26.h6 gxh6 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 27.g6 hxg6 28.Rxg6 Hg8 29.Rxe7 Dxe7 30.Ka1 Kd7 31.De1 Hg2 32.He3 Hc4 33.Be5 Db4 34.Dh4 Hvítur hefur reynt að sprikla eins mikið og hann hefur getað en nú fær hann aðra sleggju á sig: 34...Hxe2! 35.Hxe2 Da3 36.Hg1 Hc3 37.Hg7+ Kc6 38.Hc7+ Kb6 39.Bd4+ Kxc7 og hvítur gafst upp enda fátt til varnar. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Garry Kasparov 2. Evgeny Bareev 3.–4. Alexander Grischuk og Judit Polgar. 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 21. apríl, verður áttræður Gísli Kristjánsson, Keldulandi 11, Reykjavík. Hann er að heiman. 60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 21. apríl, verður sextugur Þor- steinn Vilhjálmsson, húsa- smíðameistari, Víðiási 5, Garðabæ. Þorsteinn og eig- inkona hans, Sólveig Finns- dóttir, verða erlendis á af- mælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 21. apríl, verður fimmtugur Sverrir B. Friðbjörnsson, stöðvarstjóri hjá Íslands- pósti, til heimilis að Staðar- hvammi 1, Hafnarfirði. Af því tilefni taka hann og eig- inkona hans, Steinunn M. Benediktsdóttir, á móti gestum í veislusal Hauka að Ásvöllum, Hafnarfirði, kl. 16–19 í dag. LJÓÐABROT ÉG VITJA ÞÍN, ÆSKA - Ég vitja þín, æska, um veglausan mar eins og vinar á horfinni strönd, og ég man þá var vor, er við mættustum þar, þá var morgunn um himin og lönd. Þar var söngfugla mergð, öll á flugi á ferð, en þó flaug enginn glaðar sinn veg og um heiðloftin blá vatt sér væng sínum á og sér vaggaði léttar en ég. Þá söng ég um ástina sigurljóð tóm og um sakleysi, æsku og frið og ég leitaði upp öll hin ljúfustu blóm til að leggja þau hjarta mitt við. Kossar margtóku þá unga, eldheita þrá, sem að eilífðin gæti’ ekki kælt; hvað hún helg var og hrein vita vorkvöldin ein og hvað vinina dreymdi þá sælt. – – – Þorsteinn Erlingsson. Fágun – fagmennska Gullsmiðir Amerískir lúxus nuddpottar Við seljum ekki ódýra potta. Við seljum potta ódýrt. VESTAN ehf., Auðbrekku 23, Kópavogi. Sími: 554 6171, farsími: 898 4154 Nýkomnir glæsilegir nuddpottar í sedrusviðargrind, með loki, ozone bacteríuvörn, vetraryfir- breiðslu, tröppu, höfuðpúðum o.fl. Engar leiðslur nema rafmagn. Einangrunarlok með læsingum. Verð frá aðeins kr. 490 þús. Anna M. Helgadóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir en Hulda Hjartardóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir hefur tekið við starfseminni. Ég hef hætt störfum á Læknastöð Vesturbæjar, Melhaga 20-22, Reykjavík. Bútasaumarar - Bútasaumarar Við erum á handverkssýningunni í Laugardalshöll, Við - Bót ehf. Vélstingum bútasaumsteppi í Gammill stunguvél. Setjum á bryddingar og fleira. Móttaka Síðumúla 35, Reykjavík, sími 553 3770. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þér hættir til að draga þig um of í hlé og þess vegna missirðu oft af góðum félagsskap. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ævintýraþráin er sterk í þér og þú ættir að gera allt hvað þú getur til þess að veita henni útrás. Það er ekkert víst að þú þurfir að kosta svo miklu til þess. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það dugar ekki að vera alltaf sammála síðasta ræðumanni. Þú verður að herða þig upp og læra að segja nei og láta aðra um eigin vandamál. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það gerir svo sem ekkert til að kasta smápeningi í óska- brunninn en betra væri að bretta bara upp ermarnar og ganga til þeirra verka sem þarf að vinna. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hlustaðu á þau ráð sem vinir og vandamenn vilja gefa þér. Þeir vita í hvaða stöðu þú ert og orð þeirra eru vel meint. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er ekkert að því að skipta um skoðun ef staðreyndir máls hafa ekki allar verið kunnar eða eitthvað nýtt kemur fram sem kollvarpar eldra áliti. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að láta fara lítið fyrir þér í dag og láttu ekki freist- ast þótt forvitnileg umræðu- efni séu í gangi. Seinna kem- ur sá tími að þú getir blandað geði við aðra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það getur verið gagnlegt að gefa sér tíma í lok dagsins til þess að fara yfir atburðarás hans og gera sér grein fyrir því hvað hefur áunnist. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu að forðast árekstra hvað sem það kostar og láttu vinnufélaga þína ekki ná tök- um á tíma þínum. Rök þín munu sigra að lokum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Misstu ekki kjarkinn þótt ein- hver afturkippur komi í það mál sem þú vinnur að þessa dagana. Haltu bara ótrauður áfram því þú munt koma verkinu í höfn um síðir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það fer ekki vel á því að blanda saman málum heimil- isins og vinnustaðarins. Dragðu greinileg mörk þar á milli og hafðu þau á hreinu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er eitt og annað sem kem- ur þér á óvart þegar þú ferð að athuga mál sem þér hefur verið falið að leysa. Mundu að hrapa ekki að álitinu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gefðu þér alltaf tíma til þess að sjá út annað fólk áður en þú ákveður hvursu náin kynni þú vilt af því hafa. Mundu að ekkert liggur á í þessum efn- um. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. AÐEINS eitt par náði al- slemmu í spaða í sjöundu umferð Íslandsmótsins. Þar voru á ferðinni Valur Sig- urðsson og Ragnar Magnús- son í sveit LA Café. Suður gefur; NS á hættu. Áttum breytt. Norður ♠ K964 ♥ Á7432 ♦ K5 ♣ 74 Vestur Austur ♠ G2 ♠ D ♥ KG8 ♥ D1065 ♦ G943 ♦ D10862 ♣ 9532 ♣ D108 Suður ♠ Á108753 ♥ 9 ♦ Á7 ♣ ÁKG6 Eins og sjá má byggjast sjö spaðar í NS á því einu að trompið sé 2-1, en á því eru 78% líkur að öðru jöfnu Val- ur og Ragnar spila hefð- bundið Precison-kerfi, en halda spurnarsögnum í lág- marki. Þeir voru fljótir á all- an eftir að Ragnar vakti á sterku laufi í suður: Vestur Norður Austur Suður – – – 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 3 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 7 spaðar Pass Pass Pass Hjartasvar Vals lofar minnst átta punktum og fimmlit, og er um leið krafa í geim. Ragnar meldar spað- ann og nú hefðu flestir látið nægja að lyfta í tvo spaða á norðurspilin, enda megin- regla að fara sér hægt þegar búið er að krefja í geim. En Valur stökk í þrjá spaða og vildi með því leggja áherslu á fjórlitarstuðninginn. „Ég hef aldrei séð þetta áður,“ svaraði Ragnar að- spurður, „en ég reikna með fjórlitarstuðningi og góðum spilum. Annars skil ég ekki þessi læti.“ En Valur kom hendinni vel til skila og eftir lykilspilaspurningu stökk Ragnar beint í sjö, þrátt fyr- ir að vita af drottningunni í trompi úti. Spilað er á tíu borðum í úrslitum Íslands- mótsins og átta NS-pör voru á hálfslemmu, en eitt par í geimi. Það par spilar Prec- ision, eins og Valur og Ragn- ar, en fékk á sig eitraða inn- ákomu frá Jóni Baldurssyni. Makker hans var í þetta sinn Sigurður Sverrisson, og þeir nota sagnvenju frá gamalli tíð, sem kom sér vel í þessu spili. Jón var í vestur og sagði einn spaða við laufopn- un suðurs! Sú sögn sýndi a.m.k. þrjú spil í hverjum hinna litanna. Eftir dobl norðurs stökk Sigurður í fjóra tígla og það var nóg til að fæla NS frá slemmunni og þeir enduðu í fimm spöðum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla Með morgunkaffinu Maturinn hennar mömmu svíkur ekki og svo er hann ókeypis. Félag eldri borgara í Kópavogi Tuttugu pör mættu til keppni á þriðjudag fyrir páska og þá urðu úr- slit þessi í N/S: Eysteinn Einarsson - Kristján Ólafss. 303 Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 241 Hæsta skorin í A/V: Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 277 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 268 Þriðjudaginn 17. apríl mættu svo 23 pör og þá urðu úrslitin þessi: Sigrún Pétursd. - Alfreð Kristjánss. 250 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 231 Og hæsta skor í A/V varð þessi: Heiður Gestsd. - Bergsv. Breiðfjörð 248 Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 243 Meðalskor báða dagana var 216. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.