Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ HVATNING til að fólk hætti að reykja er ráðið, sem er efst á blaði fyrir bættri lýðheilsu í Bretlandi, enda algengustu dánarorsakirnar tengdar reykingum þar eins og víð- ar. En reynsla undanfarinna ára- tuga hefur kennt að það dugir ekki að nálgast lýðheilsu með boðum og bönnum. Don Nutbeam deildarstjóri lýð- heilsudeildar breska heilbrigðis- ráðuneytisins mun halda fyrirlestra á námskeiði Endurmenntunar- stofnunar HÍ um stefnumótun á sviði lýðheilsu 26. og 27. apríl. Hann hefur aðeins verið í starfi sínu sem einn af mótendum breskrar lýð- heilsustefnu í nokkra mánuði. Und- anfarin tíu ár hefur hann verið pró- fessor við lýðheilsudeild háskólans í Sidney, en vann áður við stofnun hliðstæða Hjartavernd í Suður- Wales. Hann kemur því úr vísinda- rannsóknum yfir í stefnumótun og er umhugað um að umbreyta þekk- ingu í aðgerðir. „Ég er orðinn þreyttur á vísinda- mönnum, sem stöðugt einblína á greiningu vandamálanna,“ segir Nutbeam af þunga. „Við vitum að fátækt dregur úr heilbrigði. Við þekkjum vandann en okkur vantar svörin.“ Það kann að virðast und- arlegt að tala um fátækt, því hér er verið að tala um Bretland og ekki þróunarland. En í Bretlandi er félagslegur ójöfnuður mikill, tekju- skipting ójöfn, táningamæður hvergi algengari í Evrópu og hlut- fall barna, sem alast upp í fátækt, hátt. „Til að bæta lýðheilsu þarf að bæta félagslega aðstöðu fólks, svo það geti valið heilbrigðari lífs- hætti,“ segir Nutbeam. Áróðursherferðir Meðferðis í nýja starfið hefur Nutbeam fyrri reynslu og störf. „Það þýðir ekki að skipa fólki fyrir um hvernig það eigi að lifa lífinu og það er heldur ekki nóg að dæla fé í áróðursherferðir. Breska stjórnin leggur áherslu á að hvetja fólk til heilbrigðari lífshátta og auðvelda því að breyta og bæta þar um,“ seg- ir Nutbeam. Langtímaáætlun En það vefst ekki fyrir honum hvað sé mikilvægasta atriðið. „Við leggjum megin áherslu á að fá þá sem reykja til að hætta að reykja og koma í veg fyrir að ungt fólk fari að reykja.“ Á þessu sviði eru að- gerðirnar fjölbreyttar. „Þetta er langtíma áætlun, en við sjáum ekki betur en að hún gefi góða raun,“ segir Nutbeam. „Tugir þúsunda, sem hafa fengið ráðgjöf, eru hætt að reykja og eru á leiðinni að verða fyrrum reykingamenn, sem eru ekki bara nýhættir, heldur hafa ekki reykt í lengri tíma.“ En hvernig hefur þá tóbaksiðn- aðurinn brugðist við? Nutbeam segir að í Bretlandi sé athygli hans fyrst og fremst bundin laga- frumvarpi gegn öllum tegundum tóbaksaug- lýsinga, líka óbeinum auglýsingum eins og styrkjum, til dæmis til íþróttaviðburða. Slíkt bann var hluti af kosn- ingaloforðum Verka- mannaflokksins 1997 „Auglýsingabann kemur við kvikuna á tóbaksiðnaðinum og bindur athygli hans,“ segir Nutbeam. En gæti bann við auglýsingum leitt til tóbaksbanns? Nut- beam kýs að svara spurningunni óbeint með því að vitna í Robert Kennedy, sem í ráðherratíð sinni sagði að ef tóbak hefði verið fundið upp nú hefði það örugglega ekki verið leyft. „En tóbak er leyfilegt og ég vinn með það í huga, um leið og hættur samfara tóbaksnotkun eru útskýrðar.“ Að ná til þeirra sem hlusta ekki Herferðir undanfarinna ára og áratuga fyrir heilbrigðari lifnaðar- háttum hafa einkum náð eyrum þeirra, sem eru vel menntaðir og með góðar tekjur, meðan ómenntað lágtekjufólk hefur lítt sinnt þeim. Þetta hefur átt sinn þátt í að auka muninn á heilsufari eftir menntun og tekjum. Mest áhrif hefur hlutur reykinga. Reykingar eru meiri meðal ómenntaðs lágtekjufólk en hinna. Það er ákveðin kaldhæðni að góð- ur árangur fyrri herferða hefur um leið ýtt undir félagslegan ójöfnuð. Og það er líka kaldhæðni að með því að halda áfram að einbeita sér að þeim, sem hlusta á upplýsingar um bætta lífshætti, væri hægt að ná tölulega betri árangri í að fækka dauðsföllum af völdum reykinga, sem um leið yki á félagslega mis- skiptingu. Það er þó ekki sú leið, sem breska stjórnin kýs að fara. „Hluti af verkefnum okkar er að draga úr félagslegum ójöfnuði í heilbrigðismálum. Þeir sem hafa lágar tekjur nota hlutfallslega mik- ið af tekjum sínum í efni eins og tóbak og annað, sem skaðar heilsuna,“ segir Don Nutbeam. „Í örbirgð getur falist huggun og félagsleg uppbót í að reykja. Við reynum að vinna gegn þessu á margvíslegan hátt. En það dugir ekki að nálg- ast þetta út frá heilsu- farsráðstöfunum ein- göngu, heldur verður að grípa til víðtækari ráða. Þessi vandamál verða ekki leyst með fjölmiðlaher- ferðum, heldur með aðferðum sem vekja von og bæta umhverfi þeirra.“ Öfugsnúið lögmál Þessi lýsing gefur góða hugmynd um, um hvað nútíma heilsuvernd snýst og Nutbeam leggur áherslu á að menn verði að vera snjallari í að vinna þvert á hefðbundna mála- flokka og skiptingu ráðuneyta. „Þeim, sem standa illa í þjóðfélag- inu verður að finnast að það sé munað eftir þeim. Það er því miður öfugsnúið lögmál að þeir sem búi í verstu hverfunum fái um leið verstu þjónustuna, búi við verstu skólana og svo framvegis. Þessu erum við að reyna að snúa við.“ Fyrir Breta, sem þekkja ekki líf- ið í fátækt í eigin landi, er það engu síður framandi en útlönd. Don Nut- beam segir með þunga að þeir, sem þekki ekki fátækt af eigin raun, átti sig ekki á hvað fátækt þýði. „Að alast upp í fátækt og búa við fátækt er ekki það sama og að vera blank- ur námsmaður í nokkur ár,“ segir hann. „Það vantar miklu fleira í líf í fátækt en peninga og dót. Þar sem flestir, sem koma inn á slík svæði til að vinna, hafa ekki sjálfir reynslu af fátækt vantar oft upp á skilning.“ Don Nutbeam Það dugir ekki að bæta lýðheilsu með boðum og bönnum, heldur með bættri félagslegri aðstöðu, segir Don Nutbeam deildarstjóri í breska heilbrigðisráðuneyt- inu í samtali við Sigrúnu Davíðsdóttur. Nutbeam heldur fyrirlestra á námskeiði Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands nú í lok apríl. Lýðheilsa verður ekki bætt með boðum og bönnum LÝÐHEILSA er hugtak sem hefur breiða skilgreiningu, segir Sig- urður Guðmundsson landlæknir en hann er einn þeirra sem halda fyrirlestur á námskeiði Endur- menntunarstofnunar HÍ um stefnumótun á sviði lýðheilsu nú í lok aprílmánaðar. „Lýðheilsa lýt- ur að heilsu almennings,“ bendir hann á og undirstrikar að hún fjalli ekki beint um heilsu einstaklinga þótt heilsa þeirra sé að sjálfsögðu háð góðum að- stæðum sem góð lýðheilsa er m.a. til merkis um. Lýðheilsa varðar ekki heilbrigðismál nema að litlu leyti, segir Sigurður. „Þættir sem varða lýðheilsu eru að fólk hafi í sig og á og hafi möguleika á menntun og atvinnu. Hún fjallar um að það ríki jafnræði meðal þegnanna og að þeir búi við frið bæði á heimili sínu og utan þess. Hún fjallar líka um skolpræsi og frárennsli, hreint vatn, góð al- menningssalerni, loftræstingu, meindýraeyðingu, tannvernd, mæðravernd og matvælaeftirlit. Kampylóbaktersýkingarnar í fyrra eru t.d. dæmigert lýðheilsu- mál. Lýðheilsa snýst einnig um að hvetja fólk til að líta sér nær, t.d. á heimspekilegum nótum, að við spyrjum okkur hver sé tilgang- urinn með lífinu.“ Undir orð Sigurðar tekur Sig- rún Gunnarsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála Land- spítala – háskólasjúkrahúss, en hún er ein þeirra sem hafa skipu- lagt námskeiðið. Erum langt á eftir nágrannaþjóðum „Lýðheilsa er hápólitískt mál,“ segir Sigrún, „og stefnumótun hennar fer fram á pólitískum vett- vangi. Til að hægt sé að taka ákvarðanir um lýðheilsu verða að vera til aðferðir og mælitæki til að meta stöðuna hverju sinni og árangur þeirra ákvarðana sem eru teknar. Það verður t.d. að vera hægt að meta árangur her- ferða sem farið er af stað með.“ Hún segir að þetta megi m.a. meta með viðhorfskönnunum og athuga hvort fólk telji að tiltekin átaks- verkefni hafi gert gagn. Slíkar kannanir eru þó þeim takmörk- unum háðar, segir Sigurður, að átaksverkefni ná oft einungis til þeirra sem þá þegar eru vel upp- lýstir. „Við þurfum að mæla atriði eins og hvers vegna sum börn eru lögð í einelti og hvers vegna fólk fremur sjálfsmorð. Nýleg rann- sókn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis á aðstæðum barna er gott dæmi. Niðurstöður hans færa okkur tæki til að nota við ákvörðun á aðgerðum til úr- bóta. Það sama má segja um rann- sóknir Sigrúnar Aðalbjarn- ardóttur á uppeldisaðferðum foreldra og áhættuhegðun ung- linga,“ segir Sigurður. Þau Sigurður og Sigrún segja að margt gott hafi verið gert á sviði lýðheilsu hér á landi en að við stöndum eigi að síður langt að baki nágrannaþjóðum okkar. Heilsulæsi Meðal hugtaka sem færa má undir lýðheilsu er það sem Sigrún kallar heilsulæsi. Þá er átt við að fólk sé fært um að hugsa gagnrýnt og hafi möguleika á að brúa bilið milli þekkingar og athafna. „Við vitum t.d. að það er óhollt að reykja. En fólk gerir það samt. Hvaða þætti þarf að rækta til að stuðla að því að fólk geti notað þekkingu sína?“ áréttar Sig- urður. Hann segir einnig að það sé skylda þeirra sem starfa á sviði lýðheilsu að auka upplýs- ingagjöf til almennings og að gæta þess að upplýsingarnar séu réttar. Það þarf einnig að tryggja að jafnræði ríki meðal fólks þannig að upplýsingar nái til allra og að þær séu sniðnar að þörfum og færni þeirra sem þær eiga að ná til. Lýðheilsustöð Sigurður segir að um nokk- urt skeið hafi áhugi verið á því, bæði innan landlækn- isembættisins og víðar, að stofna til nokkurs konar lýð- heilsustöðvar þar sem allar þær stofnanir og ráð sem starfa að lýð- heilsu samræmi aðgerðir sínar með það að markmiði að stefnu- mótun lýðheilsu verði markvissari en nú er. Meðal verkefna lýð- heilsustöðvar væri að finna hvar við þurfum að bera niður til þess að efla lýðheilsu í landinu, efla rannsóknir, þekkingarleit og tengsl við háskóla og aðrar stofn- anir, sem og fyrirtæki. Sigurður segist hafa ástæðu til að ætla að innan tíðar verði draumurinn um lýðheilsustöðina að veruleika. Lýðheilsa er þver- faglegt hugtak Lýðheilsa snertir alla. Morgunblaðið/Kristinn ÞEIR sem telja að stór- aukin fjárútlát vegna lyf- seðilsskyldra lyfja stefni bandarísku efnahagslífi í voða ættu að slaka á, sagði Uwe Reinhardt, hagfræð- ingur við Princeton- háskóla, nýverið. „Í heildina eru útgjöld vegna lyfseðilsskyldra lyfja ekki stórfellt vandamál fyr- ir efnahag þjóðarinnar,“ sagði Reinhardt á fundi ráðgjafanefndar vegna áhrifa breytinga í heil- brigðiskerfinu á efnahags- lífið. Nefndi hann að 1999 hefðu Bandaríkjamenn að meðaltali eytt minna í lyf- seðilsskyld lyf en í áfengi, tóbak og aðgöngumiða á skemmtanir. Ofmetin útgjöld vegna lyfja „Það mætti rétt eins halda því fram að fótbolti sé vandamál,“ sagði Rein- hardt. Aukin útgjöld vegna lyfja eru einnig ofmetin sem ástæða hækkunar á sjúkratryggingaiðgjöldum. Þá sé líklegt að þeir, sem halda því fram að draga megi úr lyfjakostnaði með því að minnka hagnað lyfja- fyrirtækja, verði fyrir von- brigðum, því að hagnaður lyfjaiðnaðarins er einungis um 1,2% af heildar- lyfjakostnaði í Bandaríkj- unum. „Það er auðvitað gaman að skammast út af hagnaði lyfjafyrirtækjanna, en þótt hagnaðurinn yrði afnuminn myndi það í raun og veru ekki koma að miklu gagni við að draga úr kostnaði við heilsugæslu,“ sagði Reinhardt. Lyfja- kostnað- ur telst tæpast vandamál Washington. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.