Morgunblaðið - 21.04.2001, Page 6

Morgunblaðið - 21.04.2001, Page 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁSGEIR Karlsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn og yfirmaður fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík, segir að helstu neytendur e-taflna séu ungt fólk á aldrinum 16–25 ára. Þessi aldurshópur sé um leið aðal- markhópur þeirra sem selja e-töflur. Vitað sé til þess að fíkniefnasalar hafi víða tengsl innan veggja fram- haldsskóla og þess séu dæmi að þeir sendi sölumenn sína gagngert inn á skólaböll til að selja e-töflur og önn- ur fíkniefni. „Sölumennirnir eru margir og áberandi og það er til- tölulega auðvelt fyrir þá sem vilja að nálgast eiturlyf,“ segir Ásgeir. Hann segir að ungt fólk tali jafnvel um að það sé álíka auðvelt að verða sér úti um fíkniefni og að kaupa áfengi. Dæmi séu um að 15–16 ára ungling- ar selji fíkniefni, oftast nær til að fjármagna sína eigin neyslu. „Fíkniefnasalar markaðssetja e- töflur sem hættulaust fíkniefni og að þetta sé allt annað efni en var í um- ferð fyrir nokkrum árum,“ segir Ás- geir. Hann segir slíkt alrangt, í e- töflum sem nú eru til sölu séu ná- kvæmlega sömu efnin og voru í þeim fyrir nokkrum árum. Níu menn í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamála Ásgeir segir að erlend lögreglu- yfirvöld telji að þau nái um 5–10% af þeim fíkniefnum sem eru í umferð. Lögreglu- og tollayfirvöld á Ís- landi hafa á þessu ári lagt hald á um 22.000 e-töflur. Þrír menn sitja nú í gæsluvarð- haldi vegna innflutnings á um 17.000 e-töflum, 8 kílóum af hassi og um 200 g af kókaíni sem falin voru í vöru- sendingu frá Hollandi. Aðrir tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna innflutn- ings á um 2.800 e-töflum sem fund- ust í fórum annars þeirra á Keflavík- urflugvelli. Þá er maður í haldi sem reyndi að smygla ígildi 2.000 e-taflna í buxnastreng sínum og úðabrúsa í byrjun mars. Á miðvikudag voru fjórir menn handteknir í tengslum við enn eitt fíkniefnamálið. Þrír voru úrskurðað- ir í gæsluvarðhald, þar af tveir refsi- fangar á Litla-Hrauni en ranghermt var í frétt Morgunblaðsins í gær að þrír refsifangar hefðu verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald. Lögregla vill ekki gefa upp tegund eða magn fíkniefnanna. Allt síðasta ár var lagt hald á tæp- lega 7.500 e-töflur sem ætlaðar voru til sölu hér á landi. Það er svipað magn og árið 1999. Ásgeir segir erfitt að segja til um hvort um sé að ræða aukið smygl eða hvort aðgerðir lögreglu- og tollayfir- valda skili nú betri árangri. „Ég vona svo sannarlega að þetta sýni árangur af markvissu starfi lögregl- unnar en sé ekki merki um spreng- ingu í neyslu á e-töflum.“ Hann segir að menn verði að gera sér grein fyrir að fíkniefnavandinn felist ekki aðeins í smygli á eiturlyfj- unum. Það sé ekki síður áhyggjuefni að til sé markaður fyrir allt þetta magn fíkniefna. Algengt að fíkniefnin komi frá Hollandi og Danmörku Þeir sem voru stöðvaðir með fíkni- efni á Keflavíkurflugvelli í fyrra voru í langflestum tilfellum að koma frá Amsterdam eða Kaupmanna- höfn. Kári Gunnlaugsson, deildar- stjóri hjá tollgæslunni á Keflavíkur- flugvelli, segir að fíkniefnasmyglarar komi víða að. Þetta geti þó bent til þess að auð- veldast sé að nálgast efnin í þessum borgum. Hass kemur helst frá Kaupmannahöfn en sterkari efni, s.s. e-töflur, amfetamín og kókaín, komi frekar frá Amsterdam. Kári Gunnlaugsson segir að hið mikla magn fíkniefna sem gert hefur verið upptækt á þessu ári sé ekki endilega merki um stóraukið smygl eða neyslu á fíkniefnum heldur sé vonandi merki um árangur af sam- starfi tollgæslu og lögreglu. Kári segir að tollgæslan leitist sí- fellt við að breyta og bæta aðferðir sínar. Sýslumannsembættið á Kefla- víkurflugvelli leggi mikla áherslu á alþjóðlegt samstarf en tveir breskir tollverðir hafa undanfarið fylgst með störfum tollgæslunnar á Keflavíkur- flugvelli og tekið starfsemina út. Kári segir að flugumferð hafi auk- ist mjög mikið að undanförnu. Toll- verðir þurfi því að hafa sig alla við til að koma í veg fyrir fíkniefnasmygl. Nota margar tegundir fíkniefna Sverrir Jónsson, læknir á Vogi, segir að á þeim rúmlega þremur ár- um sem hann hefur starfað við fíkni- efnameðferð hafi hann orðið var við mikla aukningu í neyslu e-taflna og kókaíns. Ungt fólk noti þó ekki að- eins eina tegund eiturlyfja heldur sé neyslan yfirleitt blönduð. Aðspurður um tengsl eiturlyfja- neyslu og sjálfsvíga ungs fólks segir Sverrir það mjög algengt að eftir að fólk notar örvandi efni sökkvi það niður í þunglyndi. Þetta sé sérstak- lega áberandi eftir e-töflunotkun. Talið er að lögregla og tollgæsla nái um 5–10% fíkniefna í umferð Umfangsmikil fíkniefna- sala meðal ungs fólks Morgunblaðið/Kristinn Hluti af þeim fíkniefnum sem fundust hafa á síðustu vikum. Þær 22.000 e-töflur sem lagt hefur verið hald á það sem af er þessu ári voru að öllum líkindum ætlaðar ungu fólki sem eru helstu neytendur e-taflna. Samkvæmt upplýs- ingum sem Rúnar Pálmason aflaði kemur fram að fíkniefnasalar senda sölumenn sína á skólaböll og það virðist vera auðvelt fyrir ungt fólk að nálgast fíkniefni.                                         runarp@mbl.is FANGARNIR sem handteknir voru í tengslum við nýtt fíkniefnamál á miðvikudag voru allir vistaðir á svokölluðum fyrirmyndargangi í fangelsinu á Litla-Hrauni. „Það eru fangarnir sem fundu upp á því að kalla þetta fyrirmyndargang,“ seg- ir Guðgeir Eyjólfsson, forstjóri Fangelsismálastofnunnar ríkisins. Deildin heiti í raun 3A. „Það er nú alveg ljóst að ef svona á sér stað þar þá er þetta enginn fyrirmynd- argangur.“ Á Litla-Hrauni eru sjö almennar deildar og tvær deildir þar sem gæsluvarðhaldsfangar eru vistaðir. Guðgeir segir að á deild 3A búi fangar við heldur rýmri reglur en aðrir. Klefar þeirra séu opnir allan sólarhringinn, þeir hafi aðgang að síma allan sólarhringinn og fang- arnir eigi kost á þremur heimsókn- um í viku í stað tveggja. Fangarnir hafi hvorki aðgang að tölvupósti né Netinu frekar en aðrir fangar. Til þess að komast á deildina þurfa fangar að hafa sýnt góða hegðun, stunda vinnu eða nám og þeir mega ekki nota ávanabindandi lyf. Guðgeir segir deildinni ætlað að hvetja fanga til góðrar hegðunar. Guðgeir segir engin áform um að breyta reglum um deildina, þrátt fyrir að reglur séu rýmri sé að- gangur fanga að síma, bréfum og heimsóknum í grundvallaratriðum sá sami. Símar ekki hleraðir Guðgeir segir erfitt að koma í veg fyrir að fangar haldi áfram af- brotum þótt þeir sitji á bak við lás og slá. Símtöl þeirra séu ekki hler- uð og ekki fylgst með heimsóknum. Þó sé leitað á föngum og gestum þeirra ef ástæða þyki til. „Í fangelsum eru afbrotamenn og það má svo sem búast við ýmsu af þeim,“ segir Guðgeir og bætir við að svipuð mál hafi komið upp er- lendis. Tveir fanganna voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru báðir dæmdir til fangelsisvistar vegna fíkniefnasmygls. Þeir voru í hópi fanga sem fóru fram á það í vetur að reglur á hinum svokallaða fyrirmyndargangi yrðu rýmkaðar. Guðgeir Eyjólfsson, forstjóri Fangels- ismálastofnunar Erfitt að koma í veg fyrir afbrot fanga SUMARDAGURINN fyrsti var haldinn hátíðlegur víða um land á fimmtudag, m.a. í Mosfellsbæ, þar sem þessi mynd var tekin. Víðast hvar viðraði vel á landinu á sum- ardaginn fyrsta og má nefna að á Austfjörðum frusu vetur og sumar saman, en samkvæmt gamalli þjóðtrú boðar það gott sumar. Morgunblaðið/Ásdís Sólskin á sumardaginn fyrsta SEX sóttu um stöðu rektors Skálholtsskóla, mennta- og menningarseturs þjóðkirkj- unnar. Skólaráð metur um- sóknirnar í næstu viku og leggur tillögu um ráðningu fyrir kirkjuráð. Umsækjendur eru: Árni Svanur Daníelsson guðfræð- ingur, séra Baldur Gautur Baldursson, séra Bernharður Guðmundsson verkefnisstjóri, Guðmundur Einarsson, kenn- ari, Smári Ólason tónlistar- maður og séra Torfi H. Stef- ánsson. Dr. Pétur Pétursson, pró- fessor við guðfræðideild Há- skólans, hefur gegnt stöðunni að undanförnu í leyfi séra Kristjáns Vals Ingólfssonar, sem nú hefur sagt stöðunni lausri. Stefnt er að því að nýr rekt- or taki til starfa 1. ágúst. Sex sóttu um stöðu rektors Skál- holtsskóla Í GÆR fór vísitala krónunnar niður í 129,6 stig í litlum við- skiptum og er það lægsta gengi hennar hingað til. Miðað við lokagengi dagsins, sem var 129,57 stig, hefur krónan lækk- að um 6,5% frá áramótum og 20,2% frá því hún var hæst í maímánuði í fyrra. Í lok dags- ins var gengi dollarsins 94,01 króna. Í Hálffimmfréttum Búnað- arbanka Íslands segir að styrking krónunnar sé fremur ólíkleg á meðan sjómannaverk- fall standi yfir enda geti lang- vinnt verkfall haft áhrif á inn- flæði fjármagns í tengslum við útflutning. Líklegt sé að menn haldi að sér höndum á gjald- eyrismarkaði fram yfir það í þeirri trú að krónan haldist lág eða lækki jafnvel enn frekar. Krónan aldrei lægri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.