Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 61 HARMONIKUBALL „Það var kátt hérna um laugardagskvöldið á Gili“ Dansinn dunar dátt í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima, frá kl. 22.00. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. K R I N G L U N N I ÚTSKRIFTARFÖT FRÁ Í DAG kl. 14 verður opnuð á Ný- listasafninu við Vatnsstíg Gjörn- ingahátíð og stendur hún yfir alla næstu viku. Fjölmargir listamenn taka þátt í hátíðinni en einnig verða gamlar upptökur af gjörningum sýndar fólki til upprifjunar. Öll næsta vika verður því helguð gjörn- ingum og verður dagskráin þétt. „Gjörningahátíð hefur ekki verið haldin hér á safninu í tæpan áratug svo það er kominn tími á endurvakn- ingu,“ segir Guðmundur Oddur sýn- ingarstjóri. „Þetta er eitthvað sem liggur í loftinu þessa dagana. Við tökum eftir bylgju hjá nýrri kynslóð og viljum því bjóða þyrstum áhorf- endum upp á þetta merkilega form og eins gefa eldri listamönnum sem hafa fengist við þetta form lengi tækifæri til að vera með í bylgj- unni.“ Nýlistasafnið hefur verið helsta vígi gjörninga á síðustu tveimur ára- tugum en þetta form vaknaði til lífs- ins hér á landi með Fluxus-hópnum sem starfaði á sjöunda áratugnum og var sjálfsagt einhvers konar óm- ur frá „dadaistum“ allra tíma. Flux- us-kynslóðin endurvakti gjörninga- formið á sínum tíma en sú kynslóð hafði mikinn áhuga á því að rjúfa múrana á milli listgreina og komast frá upphafningu og dýrkun efnisyf- irborðsins. Þrjár kynslóðir mætast Hvernig myndir þú skilgreina þetta fyrirbæri gjörning ? „Gjörningar eru kannski fyrst og fremst rof á milli myndlistar og leik- listar. Frægir voru hér á Íslandi gjörningar Rúríar eins og Benzinn sem hún eyðilagði niðri á Lækjar- torgi og Svimi Kristjáns Guðmunds- sonar. Ólafur Lárusson og Magnús Pálsson voru líka býsna iðnir á átt- unda áratugnum og að sjálfsögðu nemendur við Nýlistadeild Magnús- ar Pálssonar, nemendur eins og Kristinn G. Harðarson, Hannes Lár- usson, Þór Elís Pálsson og margir fleiri. Hér í safnið hafa margir er- lendir listamenn komið og fram- kvæmt gjörninga eins og „Nan Hoo- ver“ sem er mörgum kunnur. Fleiri komu hingað, t.d. á vegum Wiijs Small sem rak Gallery APPEL sem var mjög frægt gjörningagallerí í Amsterdam á sínum tíma. Sumir gjörningar urðu mjög sögulegir eins og tónlistargjörningur Bruna BB sem er tvímælalaust hápunktur kvikmyndar Friðriks Þórs, Rokk í Reykjavík. Reyndar framdi Ómar Stefánsson marga mjög eftirminni- lega gjörninga snemma á níunda áratugnum þegar pönkið var upp á sitt besta. En hann ásamt Stein- grími Eyfjörð skipulagði gjörn- ingahátíð snemma á síðasta áratug sem vakti mikla lukku og komust færri að en vildu. A.m.k. til að sýna.“ Hverslags fólk er það sem tekur þátt í hátíðinni núna ? „Í mínum huga eru þetta þrjár kynslóðir. Þeir sem koma fram af elstu kynslóðinni eru Kristinn G. Harðarson, Árni Ingólfsson og Gerla. Svo verða þau Magnús Páls- son og Rúrí reyndar með í mynd- bandsformi sem er geymsluaðferð á ferskum gjörningum. Af miðkyn- slóðinni í eldri kantinum eru Þor- valdur Þorsteinsson, Ásmundur Ás- mundsson, Bjargey Ólafsdóttir, Gjörningaklúbburinn og Egill Sæ- björnsson sem verður reyndar einn- ig í myndbandsformi. Nýjasta liðið skipar svo myndlistarfólk eins og Ásdís Gunnarsdóttir, Berglind Ágústsdóttir, Gunnhildur Hauks- dóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Ragnar Kjartansson, Unnar Örn Auðarson og margir fleiri.“ Á síðasta snúning Eru gjörningar ekki fyrir löngu búnir að syngja sitt síðasta? „Nei, gjörningar eru bara form og þau kvikna og líða út eins og andinn blæs. Andinn blæs í gjörningaformið á okkar tímum sem aldrei fyrr. Og viti menn, allt í einu kviknar líf. Líf sem margir héldu að væri kulnað. Þetta er eins og með málverkið!“ Hvað má fólk búast við að sjá núna í vikunni ? „Bæði eitthvað róandi og jafnvel æsandi á sama tíma, því margt verð- ur í gangi í einu og eru allir hvattir til að mæta á svæðið og vera með á hátíðinni,“ segir Guðmundur að lok- um. Nýlistasafnið verður opið alla næstu viku, nema mánudag, frá kl. 13 til 17 en síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 29. apríl. Gjörningurinn endurvakinn Gjörningalistamönnum fer fjölgandi á Ís- landi. Unnar Jónasson spjallaði við Guð- mund Odd Magnússon og kynnti sér sögu gjörninga á Íslandi og dagskrá Gjörninga- viku Nýlistasafnsins sem hefst í dag. Rúrí eyðileggur gylltan Benz á Lækjartorgi. Gjörningavika í Nýlistasafninu „Are you talking to me?“ eftir Ásmund Ásmundsson. Stígvéluðu strákarnir (Bootmen) D a n s m y n d Leikstjórn Dein Perry. Handrit Steve Worland. Aðalhlutverk Adam Garcia, Sophie Lee. (92 mín.) Ástralía 2000. Skífan. Ekki við hæfi ungra barna. SKEIÐ dansmynda koma og fara. Fyrir utan einstaka undantekningar þá ætti að vera óhætt að fullyrða að slíkt skeið sé ekki í gangi um þessar mundir. Gallinn við það er sá að bíó- áhorfendur eru ekki rétt gíraðir, ef svo má að orði komast, fyrir slíkar myndir þegar ein og ein berst sem fyrir vikið verður hálfhallærisleg, jafnvel gamaldags. Vitanlega á það ekki við frambæri- legar og frumlegar myndir á borð við Full Monty og Billy Elliot, heldur myndir á borð við Stígvéluðu strák- ana, sem siglir á öllu hefðbundnari dansmyndamið, mið þar sem feng- urinn virðist orðið harla lítill sökum ofveiði – sér í lagi á fyrri hluta átt- unda áratugarins þegar Flashdance og Footloose gerðu allt vitlaust. Sean er steppari sem vinnur í verksmiðju (munið ofannefndar myndir) í smábæ. Draumurinn er vitanlega að komast burt og lifa af dansinum en það ætlar að reynast Sean erfitt sökum skapofsa hans og þvermóðsku pabba gamla sem vill ekki sjá soninn dansa. En Sean er stórhuga og ráðgerir að setja upp stórsýningu með félögunum. Hér er ekkert nýtt í boði, sagan margtuggin og engin ný viðbót við þá fléttu. Einu ljósu punktarnir eru fínir hæfileikar aðalleikarans, Garcia (er að verða númer í Hollywood), og kröftugir dansar í hálfgerðum „stomp“ anda. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Andfæt- lingastepp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.