Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Vilborg Árna-dóttir fæddist að Efri-Ey í Meðallandi 28. júní 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Sunneva Orms- dóttir, f. 23. apríl 1884, d. 30. sept. 1976, og Árni Jóns- son, f. 8. okt. 1875, d. 21. mars 1946. Vil- borg var yngst fimm systkina sem voru: Sigurlín, f. 8. des. 1905, d. 18. febr. 1969; Guðrún, f. 16. okt. 1907, dvelur á Klaustur- hólum; Jón, f. 1. nóv. 1908, d. 25. des. 1992; og Bjarni, f. 1. maí 1911, d. 12. júlí 1996. Vilborg giftist 1935 Sigurði Sig- urðssyni frá Lágu-Kotey í Meðal- landi, f. 9. nóv. 1903, d. 24. maí 1988. Þau hófu búskap í Skamma- dal í Mýrdal sama ár og áttu þar heimili til æviloka. Börn þeirra eru: Árni, f. 9. febr. 1938; Guðgeir, f. 21. okt. 1940, búa báðir í Skammadal; Kristín Sunneva, f. 14. júní 1944, maki Jóhann Bjarnason, f. 18. apríl 1942, þau búa á Hellu. Synir Kristínar eru: 1) Sig- urður Garðarsson, f. 18. okt. 1966, kona hans er Inger Lang- feldh, þeirra börn eru: Trygve, Sigurd og Ingrid Kristín, þau búa í Noregi. 2) Ár- mann Jón Garðarsson, f. 22. maí 1970, unnusta hans er Friðsemd Thorarensen. Börn Ármanns eru: Bjarni Aron og Sunneva Lind. Útför Vilborgar fer fram frá Víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Aldrei skaltu að leiðum lesti leita í fari annars manns. Aðeins grafa ennþá dýpra eftir bestu kostum hans. Geymdu ekki gjafir þínar góðum vini í dánarkrans. (H.G.) Þetta ljóð kom í huga minn þeg- ar ég settist niður til að skrifa nokkur minningarorð um mína hjartkæru móður. Hún leitaði svo sannarlega ekki eftir löstum í fari fólks, sá bara það góða. Minningin hjá okkur börnunum hennar er að- eins falleg og björt. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana hjá okkur svo lengi. Faðir minn, Sigurður Sigurðsson, lést 24. maí 1988. Síðan hefur hún búið í skjóli sona sinna, þeirra Árna og Guðgeirs í Skammadal. Annaðist hún heimili með þeim þar til fyrir nokkrum vikum er hún þurfti að dvelja á sjúkrahúsi. Umhyggja hennar fyrir sonum sínum var mikil, hugurinn gjarnan í Skammadal og ekki fór ég, dóttir hennar, varhluta af ást hennar og umhyggju alla tíð. Varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að geta verið mik- ið hjá henni síðustu vikurnar og fyrir það er ég þakklát. Ég þakka þér, elsku mamma mín, fyrir árin sem við áttum saman. Vafalaust muntu áfram fylgjast með fólkinu þínu, dóttursonum, langömmubörn- um og öllum sem þér voru kærir. Guð geymi þig. Þín dóttir, Kristín. Látin er í hárri elli náfrænka mín, Vilborg Árnadóttir, lengi bú- andi í Skammadal í Mýrdal. Vorum við systkinabörn. Þar sem ég og fjölskylda mín höfum lengi átt sam- leið með Borgu í Skammadal og hennar fólki, vil ég nú að leiðarlok- um þakka henni samfylgdina með nokkrum orðum. Vilborg var fædd og uppalin í Efri-Ey í Meðallandi og ólst þar upp í foreldrahúsum með tveimur systrum sínum og tveimur bræðrum. Af þeim Efri- Eyjar systkinum lifir enn Guðrún, rúmlega níræð, sem dvelst á Hjúkrunarheimilinu Klausturhól- um á Kirkjubæjarklaustri. Vilborg var þannig Meðallend- ingur að uppruna, og austan Mýr- dalssands lágu allar rætur hennar. Hins vegar hafði hún dvalizt í Mýr- dalnum mestan hluta ævi sinnar eða frá árinu 1935, þegar hún flutt- ist að Skammadal með manni sín- um, Sigurði Sigurðssyni frá Lágu- Kotey í Meðallandi. Höfðu þau gengið í hjónaband það sama ár. Þar í sveit var þröngt um jarðnæði, svo að þau brugðu á það ráð að flytjast út yfir Sand, eins og kallað er þar eystra, þegar þeim stóð til boða að gerast leiguliðar á býlinu Skammadal II. Þannig lá fyrir þeim hjónum sama leið og afa og ömmu okkar Borgu, sem fluttust út í Mýrdal og settust að á Kaldrananesi þremur áratugum áður. Ég fullyrði, að Mýrdælingum var verulegur fengur í þessum nýju ábúendum í Skammadal, enda kom það fljótt í ljós. Þau Vilborg og Sig- urður voru samhent í öllum sínum störfum, en fóru hægt af stað. Þau eignuðust fljótlega hluta þeirrar jarðar, sem þau sátu. Árið 1961 keyptu þau svo Skammadal I og fluttu sig yfir í vesturbæinn. Þá hófust þau fyrir alvöru handa við að gera Skammadalinn að þeirri góðu og fallegu bújörð sem hún er nú og blasir við öllum þeim, sem um þjóðveginn fara. Þeim var það vel ljóst í upphafi, að hagur heimilisins yrði bezt tryggður með góðum bústofni. Komu þau sér því upp góðu og þrif- legu kúa- og fjárbúi. Um leið sáu þau í hendi sér, að byggja yrði vel og vandlega yfir skepnur þeirra og það áður en þau hugsuðu til fjölskyldunnar í þeim efnum. Létu þau Vilborg sér því nægja gamla vesturbæinn, en þó með margvíslegum endurbótum, þar til skömmu eftir 1980, að þau fluttust í nýtt og vandað íbúðarhús. Þá var það ekki í anda húsbóndans að láta vélar og áhöld liggja úti og ryðga, heldur reisti hann og synir hans yfir þau hús og skemmur, þar sem einnig mátti dytta að vélum og amboðum og lagfæra fyrir næsta sumar. Alls þessa sér stað í myndarleg- um byggingum í Skammadal. Hér má og ekki gleyma því, að börn þeirra þrjú urðu strax liðtæk við búskapinn, þegar þau uxu úr grasi. Bræðurnir, Guðgeir og Árni, hafa alla ævi sína dvalizt í föð- urgarði og erjað jörðina með for- eldrum sínum. Sama gerði og dótt- irin, Kristín Sunnefa, meðan hún dvaldist heima. Þegar heimilisfaðirinn féll frá 1988, tóku þeir bræður við öllum bústörfum utanhúss, en móðir þeirra sá áfram um allt innan- stokks. Gerði hún það alla tíð með slíkri prýði, að þeir, sem að garði bar, undruðust það mjög, og þá ekki sízt, þegar hár aldur færðist yfir frænku mína og veikindi steðj- uðu að. Þar var ekki annað að sjá en fullfrísk kona á góðum aldri gengi um hús. Virtist allt leika í höndum hennar, eins og sagt er. Ég hygg og, að þeir, sem áttu þar leið um garða og settust við matar- eða kaffiborð hjá henni Borgu í Skammadal, geti tekið undir með mér, þegar ég segi, að þar var veitt af miklum myndar- og rausnar- skap. Var hún þó sjálflærð að flestu leyti. Raunar hafði Borga á ungum aldri dvalizt um tíma hér í Reykjavík og þénað, eins og sagt var, hjá myndarfólki. Að þeirri dvöl mun hún líka hafa búið að ein- hverju leyti, þegar hún sjálf hóf búskap sinn fyrir austan. Ég veit, að frænka mín var ekki mikið fyrir að láta bera á sér í þjóðlífinu og var vissulega ein af hinum mörgu konum, sem gættu bús og barna af þeirri samvizku- semi, sem þeim var áskapað og ætluðu ekki til neinna annarra launa en þeirra að rækta vel garð- inn sinn og koma börnum sínum til þroska með mökum sínum. Þannig var einnig hin látna frænka mín, sem ég og mitt fólk minnumst á þessari kveðjustund með miklu þakklæti fyrir gengna tíð. Er gott að ylja sér við þær minningar, þeg- ar litið er til baka yfir farinn veg. Við Villa sendum ásamt börnum okkar samúðarkveðjur til barna Vilborgar og Sigurðar í Skamma- dal og þökkum þeim einnig góð kynni á liðnum áratugum. Jón Aðalsteinn Jónsson. VILBORG ÁRNADÓTTIR ✝ Guðríður ÞórdísSigurjónsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 13. apríl 1911. Hún andaðist á Landspítalanum í Landakoti 4. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Hjálmfríður Marsibil Kristjáns- dóttir, f. 7. október 1875 á Ísafirði, d. 21. júlí 1954, og Sigurjón Kristjáns- son vélstjóri, f. 30. desember 1879 í Hagaseli í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi, d. 5. október 1964. Þau slitu samvistum. Börn þeirra hjóna voru Kristján, vélstjóri, f. 30. september 1905 á Bíldudal, d. 13. mars 1982, Sigurgeir, hæstaréttarlögmaður, f. 5. ágúst 1908 í Hafnarfirði, d. 8. desem- febrúar 1940 í Reykjavík, stjórn- arráðsfulltrúi. Börn þeirra eru Óskar Þór, f. 27. ágúst 1960, læknir, Kristinn, f. 3. maí 1964, rafeindavirki, Ólafur Einar, f. 7. júní 1967 viðskiptafræðingur, og Jóhann Gunnar, f. 6. mars 1973, viðskiptafræðingur. Þau hjónin eiga sex barnabörn. 2) Kjartan Oddur, f. 2. júlí 1936, tannlæknir í Reykjavík, maki Svala Haukdal Jónsdóttir, f. 31. maí 1952 á Suð- ureyri í Súgandafirði, skrifstofu- maður. Dóttir þeirra er Sif Haukdal, f. 14. mars 1987. Börn Kjartans af fyrra hjónabandi eru Þorbergur, f. 1. nóvember 1961, rafvirki, Þórdís, f. 19. júní 1965, læknir, Björg, f. 5. janúar 1967, félagsráðgjafi, Ragna Vala, f. 23. janúar 1970, hönnuður, og Auð- ur Elfa, f. 20. maí 1975, land- fræðingur. Barnabörn Kjartans eru sjö. Guðríður starfaði lengi í fyr- irtæki þeirra hjóna, Parísarbúð- inni í Reykjavík, en síðustu starfsár sín vann hún hjá Flug- leiðum á Hótel Loftleiðum. Útför hennar fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. ber 1995, Jóhann Gunnar, f. 17. ágúst 1909 í Reykjavík, d. 10. júní 1916. Guðríður giftist hinn 30. júlí 1932 Þorbergi Kjartans- syni kaupmanni, f. 26. ágúst 1891 í Skál á Síðu í V-Skafta- fellssýslu, d. 20. apríl 1979. Foreldrar hans voru Kjartan Ólafs- son, f. 25. ágúst 1857 á Hörgslandi í V- Skaftafellssýslu, bóndi í Skál á Síðu, d. 16. mars 1900, og kona hans Oddný Runólfsdóttir, f. 17. janú- ar 1864 á Búlandi í V-Skafta- fellssýslu, d. 30. september 1912. Börn Guðríðar og Þorbergs eru: 1) Jóhann Gunnar, f. 19. maí 1933, læknir í Reykjavík, kvænt- ur Ágústu Óskarsdóttur, f. 13. Hún hefði orðið níræð þ. 13. apríl sl. hún Guðríður tengdamóðir mín. Þrátt fyrir sjúkrahúslegu undanfarna mán- uði og baráttu við sjúkdóma þá ætlaði hún sér aftur heim til sín á Bollagöt- una, þar sem hún hafði búið síðan 1943. Það var svo margt sem hún ætlaði þá að gera. Viljinn var sterkur, en lík- aminn orðinn veikur og enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið Guðríði sem tengdamóð- ur, samfylgdin var orðin löng, því ég kom ung stúlka fyrst á heimili Guð- ríðar og Þorbergs sem unnusta eldri sonar þeirra. Heimili tengdaforeldra minna bar myndarskap Guðríðar gott vitni, hún var ávallt mikil húsmóðir og hann- yrðakona. Útsaumur hennar prýðir ekki aðeins hennar heimili og sona hennar, heldur einnig kirkjuna í Bíldudal, en fyrir nokkrum árum gaf hún kirkjunni tvo veglega útsaumaða stóla til minningar um móður sína Hjálmfríði Kristjánsdóttur og móður- foreldra, Kristínu Jónsdóttur og Kristján Kristjánsson smið. Guðríður var sjálfstæð og kraft- mikil kona, m.a. tók hún bílpróf 1945 og var lengi vel aðalbílstjóri heimilis- ins, ók þá ekki aðeins innanbæjar heldur einnig „austur fyrir fjall“ upp og niður gömlu Kambana og á hol- óttum þjóðvegum þeirra tíma. Síð- ustu ökuferð sem bílstjóri fór hún í september sl. Guðríður var ákveðin kona og hafði skoðanir á mönnum og málefnum, kona sem gerði miklar kröfur til sjálfrar sín, hafði reglu á öllum hlut- um og ætlaðist til þess sama af öðrum. Hún var ung þegar hún giftist tengdaföður mínum, Þorbergi Kjart- anssyni kaupmanni, sem var nokkuð eldri en hún.Það var gott að vera í ná- vist þeirra, því hjónabandið var ein- staklega farsælt og hamingjuríkt. Sýndu þau hvort öðru ávallt mikla til- litssemi og umhyggju. Þau eignuðust tvo syni, Jóhann Gunnar lækni og Kjartan tannlækni, barnabörnin eru 10 og barnbarnabörnin orðin 13. Starfsvettvangur var um langan tíma á heimilinu, en hún hafði áður en hún giftist starfað á skrifstofu Eim- skipafélags Íslands. Síðar þegar drengirnir uxu úr grasi fór hún til starfa með manni sínum og bróður hans Runólfi í verslun þeirra bræðra Parísarbúðinni. Þegar Þorbergur lét hún af störf- um, þá skipti Guðríður um starfsvett- vang komin vel yfir miðjan aldur og tók til starfa á Hótel Loftleiðum. Þetta var krefjandi og erfitt starf, sem hún sinnti af samviskusemi og dugnaði. Guðríður hafði mikla ánægju af því að ferðast til útlanda, einkum til Dan- merkur og Skotlands. Minnist ég heimsóknar þeirra hjóna til okkar í Svíþjóð í júní 1967. Var hún kærkom- in og aðstoðaði Guðríður þá okkur við heimilishaldið þar sem þriðji sonur okkar fæddist þá skömmu eftir komu þeirra. Það er svo margs að minnast og það er sárt að sjá á eftir Guðríði, en ég hugga mig við að nú líður henni betur. Góður Guð blessi minningu minnar elskulegu tengdamóður. Ágústa. GUÐRÍÐUR ÞÓRDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR Er sumarið kom yfir sæinn og sólskinið ljómaði um bæinn og vafði sér heiminn að hjarta, ég hitti þig, ástin mín bjarta. (Tómas Guðm.) Svona sé ég afa og þig núna. Þú fórst frá okkur eftir erfið veikindi, en sem betur fór þurftir þú ekki að þjást í allt of langan tíma. Ég er þannig, eins og þú vissir, að ég þoli ekki að sjá neinn líða þjáningar, og allra síst þig, elsku amma mín. Minn- ingarnar um þig, um allt og allt, á ég nú í hjarta mínu og þær lifa með mér um ókomna tíð. Núna veit ég að þú ert hjá afa, og ég veit að ykkur líður vel, það er gott að vita að þið eruð saman, því þið átt- uð alltaf hvort annað og voruð svo falleg saman. Ég ætla að nefna eina og sennilega bestu minninguna mína um ykkur afa, en það var þegar ég kom í heim- sókn til ykkar í fyrsta skiptið, þá þriggja ára gamall. Ég sat á stól í eldhúsinu og afi kíkti prakkaralega inn um dyrnar og blístraði eins og honum var einum lagið, þá sagðir þú: „Byrjaðu nú ekki á að hræða strák- inn, Kjartan minn.“ Svo breiddir þú út faðminn þinn á móti mér og ég var boðinn velkominn í þessa yndislegu og góðu fjölskyldu á Bjarmalandi. Eftir það vissi ég fyrir víst að þið voruð amma mín og afi í raun og veru. Þegar ég stækkaði fann ég að ég þurfti ekki að líða skort á nokkurn hátt í framtíðinni. Það var eins og að ganga í skóla að koma í heimsókn til ykkar og það var góður skóli. Ég MARTA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Marta GuðrúnHalldórsdóttir fæddist 12. febrúar 1923 í Vörum í Garði. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Útskálakirkju 7. apríl. lærði mjög mikið af ykkur báðum og er það plús fyrir mig. Alltaf var viðmót ykkar við mig jafn gott. Að endingu vil ég þakka þér, elsku amma mín, fyrir það sem ávallt mun fylgja mér, en það er að hafa fengið að kynnast þér. Ég sakna þín, en get hugg- að mig við það að núna líður þér vel og það er gott að þú hefur fengið að hitta hann afa aftur Gunnar Birgir Birgisson. Það var alltaf sérlega gaman að heimsækja afa og ömmu í Vörum þegar Marta var þar í heimsókn. Hún var hreinskilin og sagði einfald- lega það sem henni fannst og var því oft ansi mikið fjör við eldhúsborðið, sérstaklega þegar talið barst að stjórnmálum. En það var auðvitað allt í góðu því aldrei varð hún reið. Hún var ljúf og elskuleg við hvern þann sem hana þekkti. Oftar en ekki heimsótti hún okkur því stutt var gangan niður á Sunnubraut. Hún hafði mikinn áhuga á öllu því sem frændfólk hennar var að gera og hafði alltaf frá mörgu að segja. Man ég tímabil fyrir nokkru síðan þegar hún heimsótti okkur hvern dag. Hún sat oft við eldhúsgluggann hjá sér á Bjarmalandi, horfði út eftir götunni og fylgdist með því sem þar var að gerast. Hún fylgdist með okk- ur systkinunum, og öllum hinum börnunum í nágrenninu, leika sér og alast upp. Þess verður saknað. Elsku Marta, þú tókst á veikind- um þínum með hugrekki og ró, því þú hugsaðir mikið til Kjartans sem tekur eflaust vel á móti þér. Innilegar samúðarkveðjur frá for- eldrum mínum og systkinum til nán- ustu ættingja. Megi Guð blessa og geyma Mörtu um alla eilífð. Þorvaldur Halldór Bragason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.