Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 21 6 manna fullbúin bandarísk fellihýsi á 12“ hjólbörðum Aðeins kr. Innifalið í verði: 1. Sjálfvirk miðstöð 2. Gluggatjöld 3. Kælibox 4. Gaseldavél 5. Gaskútur 6. Trappa 7. 48 lítra vatnstankur 8. Gasviðvörunarkerfi 9. Rafgeymabox 10. Útiljós 11. Varadekk með festingu og hlíf (cover) 12. 50 mm kúlutengi 13. Öflugir stigalausir stál- tjakkar á hverju horni (4) 14. Rafleiðslur í kapalhólk um 15. Sleðar á hjólum á út dregnum rúmum 16. Franskur rennilás vind- ver rúmstæði 17. Krossviður í rúmbotn- um 18. E-coat ryðvörn á undir vagni, vatnsvarinn botn 19. Aðgengi í kæli þó húsið sé lokað/fellt o.m.fl. Opnunartími Virka daga frá kl. 10 - 18.30 Laugardaga frá kl. 10 - 17 Sunnudaga frá kl. 13 - 16 Tökum pantanir núna. Takmarkað magn á þessu verði. Verðbylting á 50w sólarrafhlöðum aðeins kr .46.500 með stjórnstöð Lúxus fortjöld með gluggatjöldum og ál súlum aðeins kr. 89.000 Svefntjöld kr. 9.900 stk. Sértilboð á pakka: Fellihýsi, fortjald, 2 svefntjöld, 50w sólarrafhlaða með stjórnstöð, rafgeymir, gasfylling og skráning kr. 699.000. Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 544 4210/565 6241 Fax 544 4211. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13-15 í Arnarsmára 14, Kópavogi 1. hæð til vinstri Gullfalleg 3ja herb. endaíb. á 1. hæð með sér 20 fm verönd og sérbyggðum 26 fm bílskúr. Fallegar innréttingar. Flísar á gólfum. Þvottahús í íbúð. Frábær staðsetning. Verð 14,4 millj. 1389 Heimir býður ykkur velkomin milli kl. 13 og 15 í dag. ÞÝSKIR ferðamenn eru þeir dýr- mætustu í íslenskum ferðaiðnaði að mati Guðmundar Kjartanssonar, framkæmdastjóra ferðaskrifstof- unnar Island Tours í Evrópu. Hann segir Ísland vekja áhuga sífellt fleiri þýskra ferðamanna en telur að hvalveiðar muni hafa neikvæð áhrif á ferðamannastraum frá Þýskalandi. Island Tours sérhæfir sig í mark- aðssetningu og sölu ferða til Íslands fyrir evrópska ferðamenn. Skrif- stofan er í eigu Flugleiða og er að- alskrifstofa hennar í Hamborg, Þýskalandi. Utan aðalskrifstof- unnar rekur Island Tours einnig söluskrifstofur í París, Zürich og Lecco á Ítalíu, auk þess sem um- boðsmenn skrifstofunnar eru í Austurríki og Luxemborg. Island Tours á auk þess 50% hlut í ferðaskrifstofunni Nordland To- urs GmbH í Hannover og 30% hlut í Nordwind Reisen GmbH í Memm- ingen. Enn fremur á Island Tours 90% hlut í Ijsland Tours Holland í Hollandi. „Starfsemi okkar felst fyrst og fremst í að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland. Við bjóðum upp á nánast allt sem hægt er að gera á Íslandi, allt frá einföldum helgarferðum upp í langar og dýr- ar ævintýraferðir. Við komum okk- ur á framfæri í gegnum bæklinginn okkar, Netið, auglýsingar, sýningar og á ýmsan annan hátt. Við hjá Is- land Tours erum að vinna á 150 til 200 milljón manna markaði en þetta er ákaflega dýr og flókinn markaður, því samkeppnin hér ger- ist vart harðari. Möguleikar Íslands eru miklir, margir vilja ekki lengur fara í sólina, kjósa frekar að eyða sumarfríinu í kyrrð og fallegri nátt- úru.“ Guðmundur segir Þjóðverja ferðast almennt mjög mikið. Öll ytri skilyrði séu nú mjög jákvæð og fólk hafi meiri tíma til að ferðast en áður. „Þjóðarframleiðsla í Þýskalandi er um 2,75%, dregið hefur úr at- vinnuleysi og verðbólga er til- tölulega lág eða um 2,1%. Þá hefur gengi evrunar styrkst en veik staða hennar að undanförnu hefur háð ferðamannaiðnaðinum í Þýska- landi. Þýsk ferðaþjónusta er því sókn og Þjóðverjar ferðast sífellt meira, vöxturinn er um 4-6% á ári. Á sama tíma hefur hlutur ferða- þjónustunnar í gjaldeyristekjum á Íslandi verið að aukast og er nú um 13% og hlutdeild í ferðaþjónustu í þjóðarframleiðslunni er um 4,5%.“ Hæsta meðaltal gistinátta á Íslandi Alls komu 31.664 þýskir ferða- menn til Íslands á síðasta ári og voru um 10,8% ferðamanna á Ís- landi. Guðmundur segir því ljóst að Þjóðverjar og aðrir þýskumælandi ferðamenn, svo sem frá Austurríki og Sviss, séu mjög mikilvægir fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Þeir hafa hæsta meðaltal gistinátta erlendra ferðamanna á Íslandi, eða um 11,5 nætur. Það er hærra meðaltal en hjá breskum og bandarískum ferða- mönnum til samans. Bandarískir ferðamenn gista að meðaltali 2,8 nætur á Íslandi og breskir 4 nætur. Þannig gistu þýskumælandi ferða- menn samtals í 223 þúsund nætur á Íslandi árið 1999 en breskir og bandarískir í 208 þúsund nætur samanlagt. Þýskir ferðmenn eru því þeir dýrmætustu fyrir íslenska ferðaþjónustu en að meðaltali eyðir hver þýskur ferðamaður um 100 þúsund krónum á meðan hann dvelst á Íslandi. Það stangast á við ímynd þýskra ferðmanna á Íslandi en þeir hafa til þessa verið taldir fremur aðhaldssamir þegar kemur að peningum.“ Guðmundur segir að sala far- seðla til Íslands á Vefnum hafi auk- ist en þó séu Þjóðverjar töluvert á eftir öðrum þjóðum í þeim efnum enn sem komið er. „Þeir vantreysta óþekktum aðilum. Við seljum u.þ.b. 70% af ferðunum til Íslands í gegn- um aðrar ferðaskrifstofur. Þar af leiðandi eru góðar dreifileiðir lyk- illinn að velgengni á hinum harða þýska túristamarkaði.“ Hvalveiðar hefðu neikvæð áhrif Guðmundur segir Ísland vekja sí- fellt meiri áhuga þýskra ferða- manna. Hann segir engan vafa leika á því að heimssýningin í Hannover hafi ýtt við þessum áhuga en telur að væntanlegar hvalveiðar Íslendinga muni ekki falla í kramið hjá þýskum ferða- mönnum. „Íslandsbásinn á heims- sýningunni var mjög góður og vakti verðskuldaða athygli. Ég tel að þótt þátttaka Íslendinga í sýningunni hafi kostað mikla peninga muni þeir skila sér þegar fram líða stundir. Ég hef rætt við kollega mína hér í Þýskalandi um áhrif hugsanlegra hvalveiða Íslendinga á ferða- mannastraum Þjóðverja til Íslands. Ég er sannfærður um að þær myndu hafa neikvæð áhrif en það er erfitt að segja til um hversu mik- il áhrifin yrðu og hve lengi þau myndu vara. Það skiptir samt mestu máli hvernig staðið er að landkynningunni. Hér úti á mark- aðnum er unnið gríðarlega mikið starf, mun meira en flestir gera sér grein fyrir. Það er mjög erfitt en hvetjandi að „selja“ Ísland sem ferðamannaland, við þurfum að berjast á móti slæmri ímynd fólks um hátt verðlag og vont veður, en á móti vinnur ægifögur náttúra og landslag,“ segir Guðmundur. Þjóðverjar eru dýrmætustu ferðamennirnir Morgunblaðið/Helgi Mar Guðmundur Kjartansson, framkvæmdastjóri Island Tours. ATVINNULEYSISDAGAR í mars síðastliðnum jafngilda því að 2.013 manns hafi að meðaltali ver- ið á atvinnuleysisskrá í mánuðin- um, að því er fram kemur í yfirliti frá Vinnumálastofnun um at- vinnuástandið. Þar af eru 854 karlar og 1.159 konur. Þessar töl- ur jafngilda 1,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar, eða 1,1% hjá körlum og 2% hjá konum. Það eru að meðaltali 111 færri atvinnulausir en í síðasta mánuði, en um 365 færri en í mars í fyrra. Í yfirlitinu segir að búast megi við að atvinnuleysið í apríl geti orðið á bilinu 1,5% til 1,9%. Síðasta virkan dag marsmánaðar voru 2.265 manns á atvinnuleys- isskrá á landinu öllu, en það eru um 195 færri en í lok febrúarmán- aðar. Síðastliðna 12 mánuði voru um 1.780 manns að meðaltali at- vinnulausir eða um 1,3% en árið 2000 voru þeir um 1.865, eða um 1,3%. Atvinnulausum hefur fækk- að í heild að meðaltali um 5,2% frá febrúarmánuði en fækkað um 15,2% frá mars í fyrra. Vinnu- málastofnun segir að þessar breytingar séu innan eðlilegra marka miðað við árstíðasveiflur. Atvinnuástandið batnar eitthvað alls staðar á landinu nema lítils- háttar aukning er á höfuðborgar- svæðinu. Atvinnuleysið minnkar hlutfallslega mest á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vestfjörðum en annars staðar eru litlar breyting- ar. Atvinnuleysi er nú hlutfalls- lega mest á Norðurlandi eystra og vestra en minnst á Suðurnesjum og Vesturlandi. Atvinnuleysið er nú meira en í mars í fyrra á öllum atvinnusvæð- um nema á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörðum þar sem það er verulega minna en í mars 2000 og á Suðurnesjum, þar sem það er nokkuð minna. Það er þó fyrst og fremst á Austurlandi, á Suður- landi og á Vesturlandi sem at- vinnuástandið hefur versnað. Atvinnuleysið 1,5% í mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.