Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 27
SAMTÖK UM
LEIKMINJASAFN
Stofnfundur Samtaka um Leikminjasafn
ver›ur haldinn í I›nó (uppi) í dag, 21. apríl, kl. 15:00
Frummælendur:
Sveinn Einarsson, leikstjóri, og
dr. Jón Vi›ar Jónsson, leiklistarfræ›ingur.
Ávarp:
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. leikhússtjóri.
Frá undirbúningsnefnd:
Ólafur J. Engilbertsson, leikmyndahöfundur.
Samflykkt lög fyrir samtökin.
Kosning stjórnar. Önnur mál.
Tónlist og leiklestur.
A› stofnun samtakanna standa m.a.:
Assitej á Íslandi
Bandalag íslenskra leikfélaga
Bandalag íslenskra listamanna
Bandalag sjálfstæ›ra leikhúsa
Félag íslenskra leikara
Félag leiklistarfræ›inga
Félag leikstjóra á Íslandi
Félag íslenskra listdansara
Félag íslenskra tónlistarmanna
Félag leikmynda- og búningahöfunda
Íslenska óperan
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Íslands
Leikfélag Reykjavíkur
Leiklistarsamband Íslands
Leikskáldafélag Íslands
Samband ísl. kvikmyndaframlei›enda
Ríkisútvarpi›
Unima á Íslandi
fijó›leikhúsi›
fijó›minjasafn Íslands
Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á málefninu og vilja gerast stofnfélagar.
Harmoniku-vortónleikar
í Ráðhúsinu á morgun, sunnudag
hefjast með nemendatónleikum Almenna músíkskólans kl. 14.30.
Vinir og vandamenn Harmoniku-miðstöðvarinnar
mæta til leiks kl. 15.30.
Nöfn eins og Matthías, Ása, Inga, Margrét, Hekla, Sveinn Rúnar
og Garðar. Hópar: Stormurinn, Karl Adolfsson og félagar.
Rúsínan í pylsuendanum, Hjördís Geirs og hljómsveit.
LEIÐSÖGN á táknmáli, auk hefð-
bundinnar leiðsagnar, verður í
Listasafni Reykjavíkur – Hafn-
arhúsi á morgun, sunnudag, kl. 16.
Sunnudagsleiðsögn er fastur lið-
ur í starfsemi Listasafns Reykjavík-
ur, bæði á Kjarvalsstöðum og í
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
Í Listasafni Reykjavíkur í Hafn-
arhúsi standa yfir fjórar sýningar:
Heimskautalöndin unaðslegu – far-
andsýning um Vilhjálm Stefánsson
landkönnuð; sýning á verkum
Bandaríkjamannsins John Baldess-
ari; Eruð þið enn reið við mig?, sýn-
ing breska listamannsins John
Isaacs; og Myndir á sýningu – verk
úr eigu Listasafns Reykjavíkur.
Táknmáls-
leiðsögn á
listsýningar
ÁRLEG vorsýning Félags áhuga-
manna um tréskurð verður haldin í
safnaðarheimili Háteigskirkju v/
Háteigsveg í dag, laugardag og á
sunnudag kl. 14-17 báða dagana.
Heiðursgestur sýningarinnar, Þrá-
inn Árnason, myndskurðarmeistari,
mun sýna verk sín, en á sýningunni
verður ennfremur til sýnis sveins-
stykki Önnu Lilju Jónsdóttur, en
hún lauk sveinsprófi í tréskurði
ásamt Erni Sigurðssyni á árinu
2000.
Vorsýning tré-
skurðarfólks
KVENNAKÓRINN Norðurljós frá
Hólmavík heldur tónleika í Bústaða-
kirkju á morgun, sunnudag, kl. 16.
Stjórnandi er Sigríður Óladóttir og
undirleikarar eru Úlrik Ólason og
Gunnlaugur Bjarnason.
Kvennakór
í Bústaðakirkju
ÁSDÍS Kalman opnar málverkasýn-
ing í litasalnum Man á Skólavörðu-
stíg 14 í dag, laugardag, kl. 14. Á
sýningunni eru málverk frá árinu
1999-2001. Sýningin er opin frá kl.
10-18 virka daga og 14-18 um helgar.
Ásdís Kalman
sýnir í Man
BECKETT-hátíð verður í Borgar-
leikhúsinu á morgun, sunnudag, kl.
14.30. Það eru Sjónvarpið, Kistan
vefrit um menningu og listir (kist-
an.is), Reykjavíkurakademían og
Borgarleikhúsið sem standa saman
að dagskráinni.
Guðmundur Brynjólfsson, Martin
Regal og Soffía Auður Birgisdóttir
flytja erindi, Benedikt Erlingsson,
Björn Ingi Hilmarsson, Halldór
Gylfason og Hilmir Snær Guðnason
flytja atriði úr Beðið eftir Godot í
uppfærslu LR og sýnd verður kvik-
mynd með Buster Keaton eftir hand-
riti Becketts. Heiðursgestir eru
Baldvin Halldórsson og Árni
Tryggvason. Kynnir verður Illugi
Jökulsson. Dan Cassidy, Eggert
Pálsson og Martin Tighe flytja írska
tónlist. Aðgangur er ókeypis.
Beckett-hátíð í
Borgarleikhúsinu
Ekkert gerist/Lesbók 12
Beckett-bíó/Lesbók 14
VORTÓNLEIKAR Söngseturs
Estherar Helgu verða í Fríkirkj-
unni í Reykjavík í dag, laugardag,
kl. 14 og í Grindavíkurkirkju kl.
17. Að þessum tónleikum kemur
breið fylking fólks á öllum aldri
frá höfuðborgarsvæðinu, Grinda-
vík, Akranesi og Borgarnesi, alls
um 130 manns. Kórarnir eru
Regnbogakórinn, Kammerkór
Regnbogakórsins, Brimkórinn,
Kammerkór Brimkórsins, Ung-
lingahópur Brimkórsins, Rauða
kross kórinn og Sólskinskórinn.
Kórarnir eru allir undir stjórn
Estherar Helgu. Flutt verða ís-
lensk og ungversk sönglög og
gospeltónlist. Einnig verður frum-
flutt nýtt verk eftir Hreiðar Inga
Þorsteinsson. Unglingahópurinn
flytur syrpu af lögum Celine Dion,
Óperukórar og Halleluja kórinn.
Einsöng syngja Berta Ómarsdótt-
ir, Einar Bjarnason, Gígja Eyjólfs-
dóttir, Haukur Hauksson, Íris
Jónsdóttir, Lára Eymundsdóttir,
Marta Sigurðardóttir og Þuríður
Gísladóttir. Undirleikarar eru
Helgi Már Hannesson og Hreiðar
Ingi Þorsteinsson.
Í vor munu Regbogakórinn og
Brimkórinn fara saman í kórferða-
lag til Búdapest. Þar verða haldnir
tónleikar í Kirkju heilagrar El-
ísabetar. Og sungið verður við
Mattheusarkirkjuna og á aðaltorgi
borgarinnar Szentendre.
Vortónleikar Söngset-
urs Estherar Helgu
SÝNINGUM er nú að ljúka á leikrit-
inu Já, hamingjan eftir Kristján
Þórð Hrafnsson sem sýnt hefur ver-
ið á Litla sviði Þjóðleikhússins í vet-
ur. Síðustu sýningar verða í dag,
laugardag og laugardaginn 28. apríl.
Leikritið er dramatískt gaman-
leikrit sem fjallar meðal annars um
þörfina fyrir andlegt líf, listnautnina,
húmorinn, þörfina fyrir að ná sam-
bandi við annað fólk, kröfur og vænt-
ingar til annarra og margt fleira sem
gerir mannleg samskipti bæði gleði-
rík og sársaukafull. Með hlutverkin
fara þeir Pálmi Gestsson og Baldur
Trausti Hreinsson.
Pálmi Gestsson og Baldur Trausti Hreinsson í leikritinu Já, hamingjan.
Já, hamingj-
an senn af
fjölunum
NÚ stendur yfir vika bókar-
innar og er dagskráin eftirfar-
andi:
Laugardagur
Ævintýrastund
Eymundsson, Kringlunni,
kl. 13.30 og 15.30. Lesið fyrir
börnin í bókabúðinni.
Ljóðahátíð
Ráðhús Reykjavíkur kl. 16.
Hátíðin er haldin í samvinnu
við Besta vin ljóðsins. Sjá frétt
hér til hliðar.
Kvikmyndahátíð
Hátíð á vegum Kvikmynda-
sjóðs Íslands, Háskólabíós,
Filmundar og Félags ísl. bóka-
útgefenda.
Háskólabíó kl. 14: Benjamín
dúfa, kvikmynd Gísla Snæs
Erlingssonar eftir bók Frið-
riks Erlingssonar.
Kl. 16: 101 Reykjavík, kvik-
mynd Baltasars Kormáks eft-
ir sögu Hallgríms Helgasonar.
Kl. 18: Land og synir, kvik-
mynd Ágústs Guðmundssonar
eftir sögu Indriða G. Þor-
steinssonar.
Kl. 22: Ungfrúin góða og
húsið, kvikmynd Guðnýjar
Halldórsdóttur eftir sögu
Halldórs Laxness.
Vika
bókar-
innar
Í TILEFNI af viku bókarinnar
verður dagskrá í aðalsafni Borg-
arbókasafns Reykjavíkur í Grófar-
húsi, Tryggvagötu 15, í dag, laug-
ardag, kl. 15:30.
Þar mun fólk sem starfar eða
býr í nágrenni við safnið lesa sín
uppáhaldsljóð, meðal annarra
Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest-
ur, Albert Bergsteinsson frá bíla-
stæðasjóði, Halldór Blöndal forseti
Alþingis, blómasalinn Helga Thor-
berg, barþjónninn Rúnar Matth-
íasson, leikskólastjórinn Pálína
Sólrún Ólafsdóttir, Jakob Þórar-
insson lögreglumaður og Gérard
Lemarquis íbúi í Grjótaþorpi.
Kynnir verður ljóðskáldið og bóka-
vörðurinn Einar Ólafsson.
Verðlaun fyrir bestu botnana
Á Viku bókarinnar eru einnig
haldnar sýningar á uppáhaldsljóð-
um gesta í söfnum Borgarbóka-
safns og allir gestir safnanna fá
ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur
með sér heim. Þá hefur Andri
Snær Magnason ort nokkra fyrri-
parta að ljóðum fyrir heimasíðu
Borgarbókasafns, www. borgar-
bokasafn.is, og eru gestir síðunnar
hvattir til að botna ljóðin. Bóka-
verðlaun eru í boði fyrir bestu
botnana. Ljóðaupphöf Andra Snæs
eru mislöng, en það stysta, sem
ber titilinn „Hér byrjar ljóð um
himininn“, hljóðar svo:
Eins og hvalur...
Uppáhaldsljóð
miðbæjarfólks
ÞRIÐJI og síðasti upplestur á
ljóðahátíð Besta vinar ljóðsins og
Félags íslenskra bókaútgefenda
verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag,
laugardag, kl. 16. Þar lesa átta
skáld sem eiga ljóð í bókinni Líf í
ljóðum sem gefin er út í tilefni af
Viku bókarinnar. Það eru Jónas
Þorbjarnarson, Hjálmar Jónsson,
Elísabet Jökulsdóttir, Ingibjörg
Haraldsdóttir, Ágústína Jónsdóttir,
Sindri Freysson, Margrét Lóa Jóns-
dóttir og Sölvi B. Sigurðsson.
Dagskráin tekur um klukku-
stund, aðgangur er ókeypis.
Skáld í Ráðhúsinu
Elísabet K.
Jökulsdóttir
Sindri
Freysson
SÝNINGIN Mömmumyndir verður
opnuð í Galleríi Sævars Karls,
Bankastræti, í dag, laugardag, kl. 14.
370 listamenn á aldrinum 4–9 ára
sýna, og er þema sýningarinnar
Mamma í sparifötunum.
Sýningin stendur til 3. maí.
Mömmu-
myndir hjá
Sævari
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦