Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÚN Júlíusdóttir og Nanna K. Sigurðardóttir eru höfundar nettrar kilju sem fjallar um sameig- inlega forsjá barna við skilnað for- eldra. Sameiginleg forsjá var heim- iluð í Svíþjóð fyrir aldarfjórðungi, 1976, og fá foreldrar hana sjálfkrafa en þurfa að sækja um annað fyr- irkomulag sérstaklega. Sameiginleg forsjá hefur rutt sér til rúms hér á landi á síðustu árum og er svo komið að um þriðjungur foreldra velur við skilnað að bera sameiginlega ábyrgð á velferð barna sinna. Á árinu 1994 höfðu mæður einar forsjá í 71% til- vika en 1999 í 58% tilvika, sambæri- legar tölur fyrir feður eru 7% og 4%. Sameiginleg forsjá var í 23% til- vika 1994 en var komin í 38% árið 1999. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna frá 1989 sem staðfestur var hér á landi 1992 stendur m.a.: „Börn eiga rétt á báðum foreldrum sínum og rétt til að alast upp í öruggu fjöl- skylduumhverfi. Börn sem alast ekki upp hjá báðum foreldrum eiga samt rétt á að umgangast þá báða reglulega.“ Í íslenzkum barnalögum nr. 20 frá 1992 er kveðið á um sameiginlega forsjá og segir þar m.a.: „Nú slíta giftir foreldrar samvistir án þess að hjúskap ljúki og geta þeir þá ákveð- ið að annað þeirra fari með forsjá barns.“ Einnig segir að foreldrar geti samið svo um að forsjá barns þeirra verði hjá þeim báðum (sam- eiginleg forsjá) eftir skilnað eða sambúðarslit eða í höndum annars hvors og að í samningi um sameig- inlega forsjá skuli greina hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði hafa búsetu. Þegar foreldra greinir á um forsjá barns sker dómstóll úr ágreinings- málinu. Barnalög tiltaka að veita skuli barni, sem náð hefur tólf ára aldri, kost á að tjá sig um forsjármál nema telja megi að slíkt geti haft skaðvænleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust fyrir úrslit málsins og að einnig sé rétt að ræða við yngra barn eftir því sem á stendur miðað við aldur þess og þroska. Í bókinni Áfram foreldrar kynna höfundar rannsókn sem fram fór hér á landi á árunum 1997–1999 og var með henni ætlað að ganga úr skugga um reynslu og viðhorf þeirra foreldra sem valið höfðu sameigin- lega forsjá og bera þau viðhorf sam- an við rannsókn frá árinu 1994 um uppeldisaðstæður barna (Barnafjöl- skyldur. Samfélag. Lífsgildi. Mótun. Barnafjölskyldurannsóknin 1994). Á Íslandi er svo komið að um þriðjungur barna sem nú eru að alast upp hjá báðum foreldrum má eiga von á að þeir skilji. Í inngangi bókarinnar segir að meirihluti þess- ara barna muni búa með einstæðu foreldri, oftast móður sinni, um skemmri eða lengri tíma. Einnig er það veruleiki margra barna að sam- einast annarri fjölskyldu og eignast stjúpforeldri og stjúp- eða hálf- systkini. Þessi veruleiki getur verið börnum jákvæð eða neikvæð reynsla en oftast eru þau lítt höfð með í ráðum þegar framtíð þeirra er skipað á svo afdrifaríkan hátt. Þarf- ir barna og foreldra fara ekki alltaf saman. Rannsókn sú er hér er lýst bygg- ist á spurningalistum sem sendir voru til 1.000 manna úrtaks um allt land og höfðu 67% þátttakenda slitið sambúð en 33% hjúskap. Svör bár- ust frá 701 þannig að þátttakan var 72% og skiptist nokkuð jafnt milli karla og kvenna. Talsvert er vitnað beint í svör foreldra þar sem fram kemur hvað þeim liggur á hjarta og setur það lifandi og mannlegan blæ á bókina. Flestir foreldrar sem valið hafa sameiginlega forsjá halda henni áfram eða um 86% og hlýtur það að þýða að langoftast sé ákvörð- un þeirra farsæl. Þeir sem rifta samkomulaginu gera það af ýmsum ástæðum og er skilmerkilega gerð grein fyrir þeim. Einkum er þar um að ræða erfiða samvinnu milli for- eldra. Meirihluti feðra án forsjár vill breyta yfir í sameiginlega forsjá en fáar mæður með forsjá hafa áhuga á því. Niðurstöður rannsóknarinnar benda ótvírætt til þess að börnin eigi í 90% tilvika lögheimili hjá móð- ur en 10% hjá föður (bls. 61) en fá- títt er að þau búi jafnt hjá foreldrum eða dveljist hjá þeim til skiptis. Slíkt fyrirkomulag getur valdið óöryggi hjá litlu barni nema samstarf og samkomulag foreldra sé þeim mun betra. Skilnaðarbörn búa við lakari heilsu og minni vellíðan samkvæmt nýlegri íslenzkri rannsókn og for- eldrar sem velja sameiginlegt for- ræði virðast almennt vera heilsu- hraustari en aðrir skilnaðarfor- eldrar. Þunglyndi, kvíði og svefnleysi eru vel þekkt vandamál sem skilnaður getur haft í för með sér en auðvitað geta erfið hjónabönd haft sömu fylgifiska. Í viðauka er að finna nokkur at- riði til umhugsunar fyrir foreldra sem standa frammi fyrir skilnaði eða sambúðarslitum. Þar er komið inn á áhrif skilnaða á börn, hvenær sé rétt að ræða um fyrirhugaðan skilnað og hvernig megi standa að því. Mikilvægast er talið að foreldr- ar séu samstilltir í skýringum sínum og reyni að draga barnið ekki inn í deilur sínar. Sem dæmi um orðalag sem gefizt hefur vel má nefna eft- irfarandi: „… við sjáum þetta svolít- ið ólíkt en við erum sammála um að við ætlum að … … við höfum ákveðið að skilja og búa ekki lengur saman … … við erum ekki sammála um allt en við erum ekki óvinir … þess vegna getum við talað saman og ákveðið í sameiningu … … við höfum ákveðið þetta og ætlum ekki að breyta því en það er ýmislegt sem við getum talað betur um og ákveðið saman … eins og til dæmis … … við erum ekki lengur hjón en við erum áfram foreldrar þínir og þess vegna munum við öll umgang- ast áfram … bara öðruvísi en áð- ur …“ Ég tel að foreldrar sem eru að velta fyrir sér skilnaði eða hugsa um að slíta sambúð þurfi á óvilhallri ráðgjöf að halda og eru margir fag- aðilar til sem hana geta veitt, en einnig hefðu þeir mjög gott af að lesa um reynslu annarra í sömu sporum. Rannsókn sú sem kynnt er í þessari bók svo og umræða höf- unda um niðurstöðurnar er vel til þess fallin. Sameiginleg forsjá foreldra BÆKUR U p p e l d i s m á l Rannsókn um sameiginlega forsjá og velferð barna við skilnað for- eldra. Höfundar: Sigrún Júlíusdóttir og Nanna K. Sigurð- ardóttir. Útgefandi: Háskóla- útgáfan. 180 bls. Prentumsjón: PMS. Útgáfuár: 2000. ÁFRAM FORELDRAR Katrín Fjeldsted KARLAKÓR Hreppamanna hélt sína árlegu vortónleika í þéttsetnu félagsheimilinu á Flúðum fyrir skemmstu. Stjórnandi þessa aðeins fjögurra ára gamla kórs er Edit Molnár en undirleikari Miklós Dalmaý. Þau eru búsett á Flúðum. Kórfélagar eru nú 35. Lagavalið var fjölbreytt á tónleikunum, með- al annars söng kórinn nokkur ung- versk lög, sem kynnir þeirra félaga, Hreinn Þorkelsson, hefur gert. Gestakór var Vörðukórinn, sem er blandaður kór um 30 manns úr uppsveitum Árnessýslu. Söng kórinn sjö lög, einnig við góðar undirtektir áheyrenda. Stjórnandi hans er Stefán Guð- mundsson en eiginkona hans, Katrín Sigurðardóttir, annaðist undirleik. Í næstu viku verða tekin upp allnokkur lög með Karlakór Hreppamanna til undirbúnings út- gáfu á geisladiski. Vetrastarfi karlakórsins lýkur með tónleikum í Vík í Mýrdal laugardaginn 5. maí. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Karlakór Hreppamanna með stjórnanda sínum, Edit Molnár. Sungið glatt á Flúðum SÚ var tíðin að Hrafnkels saga Freysgoða þótti ein sú allra trú- verðugasta af öllum Íslendinga sögum. Þeirri trú kollvarpaði Sig- urður Nordal svo að um munaði í frægri ritgerð sinni, Hrafnkötlu, árið 1940. Síðan hef- ur sannfræði Hrafn- kels sögu ekki borið sitt barr, þó að margt hafi verið vefengt í skrifi Nor- dals. Eftir stendur þó óhaggað, að Hrafnkels saga er talin einstök bók- menntaperla, sem ekki þarf á neinni sannfræði að halda. Því er þó ekki að neita, að fræðimenn hafa allt til þessa dags spreytt sig á að skoða Hrafnkels sögu frá öðrum sjón- arhóli en bók- menntalegum. Menn velta því fyrir sér hvað sé runnið frá rituðum heimildum eða munnmæl- um, hvernig staðháttalýsingum sé farið, hver kunni að hafa verið til- gangur höfundar (pólitískur, trúar- legur, siðfræðilegur) o.fl. Margar hafa tilgátur verið settar fram, sumar raunar með ólíkindum lang- sóttar. Það var ekki að ófyrirsynju að Austfirðingurinn Halldór Stef- ánsson talaði um „getfræði“. Jón Hnefill Aðalsteinsson frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal er einn þeirra, sem lagst hefur djúpt í fræði Hrafnkels sögu. Það má líka segja, að honum sé málið skyldara en mörgum öðrum, alinn upp á söguslóðunum og handgenginn sögunni og umræðum um hana frá blautu barnsbeini. Í bók þeirri, sem hér er til skoð- unar, er að finna tólf ritgerðir um Hrafnkels sögu. Níu þær fyrri bera sameiginlegan yfirtitil, Stað- fræði og minjar, og birtust eða voru fluttar sem fyrirlestrar á ár- unum 1968–1997. Annar hluti bók- ar nefnist Arfsagnir og uppspuni og hefur þrjár ritgerðir að geyma, sem ekki hafa áður komið á prent. Eins og yfirtitill fyrri ritgerð- anna segir, fjalla þær mikið um staðfræði og fornar minjar. Þar nýtur sín vissulega hversu gjör- kunnugur höfundur er. Hann get- ur því leiðrétt margt hjá öðrum höfundum og bætt við þekkingu. Er það vissulega áhugaverð lesn- ing. Mjög eru þó þess- ar fyrri ritgerðir mis- jafnar að gæðum. Sumar raunar harla veigalitlar. Mestur gallinn finnst mér þó hversu mikið er um endurtekningar. Seinni ritgerðirnar þrjár eru mun betri og burðar- meiri fræðilega séð. Á eftir hverri ritgerð er útdráttur á ensku og tilvísanaskrá í lok hverrar greinar og heimildaskrá í bókar- lok. Sést þar svart á hvítu, að ekki er það neitt smáræði, sem rit- að hefur verið um Hrafnkels sögu. Vissulega hafði ég gagn og gleði af lestri þessarar bókar. Hún varð t.a.m. til þess að ég las Hrafnkels sögu eina ferðina enn og nokkur rit og rit- gerðir, sem um hana hafa verið skrifuð. En ekki vil ég samt dylj- ast þess, að fremur hefði ég kosið að dr. Jón hefði ritað nýja bók um Hrafnkels sögu, en sleppt gömlu ritgerðunum. Sú bók hefði vissu- lega getað orðið einkar góð, vegna allrar þeirrar miklu þekkingar, sem hann býr yfir og nýstárlegum sjónarhornum hans. Enda þótt allt þetta komi fram í ritgerðunum er það fullslitrótt og dreift til þess að heildarsýn haldist auðveldlega. Af Hrafnkatli og Freyfaxa BÆKUR F r æ ð i r i t Frá staðfræði til uppspuna í Hrafnkels sögu Freysgoða. Jón Hnefill Aðalsteinsson Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2000, 225 bls. ÞÁ HNEGGJAÐI FREYFAXI Sigurjón Björnsson Jón Hnefill Aðalsteinsson BORGARKÓRINN heldur sína ár- legu vortónleika á morgun, sunnu- dag, kl. 17 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á efnisskrá eru einkum íslensk söng- lög og m.a. er frumflutningur á lagi stjórnandans, Sigvalda Snæs Kalda- lóns, við ljóð Steins Steinars, Í draumi sérhvers manns. Einsöngv- ari með kórnum verður Inga Back- man og píanóleikari Ólafur Vignir Albertsson. Samsöngur í Vídalínskirkju Landsbankakórinn og Borgarkór- inn halda sameiginlega tónleika í Vídalínskirkju á þriðjudagskvöld, kl. 20:30. Á efnisskránni eru madrigal- ar, þjóðlög og íslensk sönglög. Stjórnendur kóranna eru Jónína G. Kristjánsdóttir og Sigvaldi Snær Kaldalóns. Píanóleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Vortón- leikar Borgar- kórsins SNUÐRA og Tuðra eftir Iðunni Steinsdóttur verða á Bókasafni Reykjanesbæjar í dag, laugardag, kl. 13.30, en hjá bókasafninu er orðið að venju að ljúka barnastarfi vetr- arins með sumarsögustund. Snuðra og Tuðra í Reykjanesbæ SIGRÚN Þórsteinsdóttir, organisti við Breiðholtskirkju í Reykjavík, leikur þætti úr orgelmessu eftir franska tónskáldið Fr. Couperin í orgelandakt í Hjallakirkju á morg- un, sunnudag, kl. 17. Verkið nefnir tónskáldið „Messu fyrir söfnuðinn“. Einnig leikur Sigrún Prelúdíu og fúgu í C-dúr BWV 547 og orgelkóral yfir sálmalagið „An Wasser flüssen Babylon“ BWV 653 eftir meistara Bach og að lokum þátt úr „Trios Pharaphrases gregoriennes“ eftir franska tónskáldið Jean Langlais. Orgelstund í Hjalla- kirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.