Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elísabet GuðrúnGuðmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði hinn 12. nóvember 1946. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans hinn 15. apríl síð- astliðinn. Aðeins nokkurra vikna göm- ul var Elísabet gefin hjónunum Guðmundi Pétri Guðmundssyni, f. 22. jan. 1899, d. 6. ágús 1987, og Ragn- heiði Jónsdóttur, f. 13. okt. 1897, d. 14. júlí 1994. Þau voru lengst af búsett á Melum í Árnes- hreppi í Strandasýslu. Elísabet átti einn hálfbróður, Halldór Ólafsson, f. 16. des. 1948, d. 7. sept. 2000. Hinn 26. ágúst 1967 giftist El- ísabet Erlendi Björgvinssyni, f. 4. ágúst 1944 á Barði í Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans eru Björgvin Márusson og Sigurlína Jónsdóttir, en þau eru bæði lát- in. Börn Elísabetar og Erlendar eru: 1) Guðmundur Heiðar, f. 30. jan. 1968, hag- fræðingur, búsettur í Kópavogi. 2) Sólveig, f. 15. apríl 1980, nemi í hjúkrunar- fræði við Háskóla Ís- lands. Elísabet ólst upp að Melum hjá for- eldrum sínum. Hún stundaði nám í Finn- bogastaðaskóla, Hér- aðsskólanum að Reykjum í Hrútafirði og síðan í Húsmæðraskólanum á Varma- landi í Borgarfirði. Elísabet bjó í Reykjavík frá 1967-1977 og síðan í Kópavogi þar til hún lést. Ásamt heimilisstörfum starfaði Elísabet við aðhlynningu á sjúkrastofnun- um meðan heilsan leyfði. Útför Elísabetar fór fram frá Kópavogskirkju 20. apríl. Síðastliðinn sunnudag lauk langri baráttu hjá mömmu við veikindi sem fyrst komu fram fyrir um tveimur árum. Allan tímann var hún þó bjartsýn um bata og náði mjög góðri heilsu eftir fyrstu aðgerðina sem hún fór í og svo aftur eftir aðra að- gerðina og það var ekki fyrr en síð- ustu vikurnar sem hún lifði að heils- unni hrakaði nokkuð mikið. Það eru margar góðar minningar tengdar henni sem lifa áfram þótt þessi breyting hafi orðið, og þótt hún hafi ekki verið gömul þegar hún lést getum við verið þakklát fyrir þann tíma sem hún fékk að vera meðal okkar en margir aðrir hafa orðið að kveðja lífið sem við lifum hér á jörð- inni fyrr. Fyrir trúna á Guð eigum við von um eilíft líf á himnum og að hittast aftur þar. Mamma var alltaf, síðan ég man eftir henni, mjög dugleg, hjálpsöm og vingjarnleg og hafði gaman af dýrum og var hjálpsöm við þau líka. Þá var hún mjög þakklát fyrir allt sem gert var fyrir hana. Ég vil þakka öllum sem studdu hana í veikindum hennar. Það hefur létt henni að ganga í gegnum það sem hún gekk í gegnum. Ég bið þess að hún megi hvíla í friði. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Heiðar Erlendsson. Mamma, þú varst yndisleg kona. Þú varst alltaf svo góð við alla og sýndir mér og öllum mikla um- hyggju. Þú sýndir alltaf mikinn áhuga á því sem ég var að gera hverju sinni og hvattir mig áfram, t.d. í náminu. Þú vildir að ég stæði mig vel og það var gott að koma heim og fá hrós frá þér fyrir ein- kunnirnar. Þú vildir alltaf allt fyrir mig gera. Ég man t.d. að oft þegar ég var veik þá varstu treg til að fara frá mér ef þú þurftir að fara að vinna, þér var svo umhugað um mig og fannst leiðinlegt þegar mér leið illa. Það var líka þægilegt að hafa þig heima því þú varst svo hugulsöm. Þú tókst líka öllu með ró og reiddist ekki auðveldlega. Þegar mér varð eitthvað á tókstu því ekki illa heldur varst róleg og tókst því með jafn- aðargeði. Það var alltaf hægt að tala við þig ef eitthvað fór úrskeiðis. Þú varst svo góð vinkona mín. Það var alltaf rosalega gaman þegar við gerðum eitthvað saman, fórum í göngutúr eða spiluðum. Samt minnkaði sam- veran þegar ég varð eldri og fór í menntaskóla. Seinustu ár varstu líka hætt að geta gert jafn mikið og áður vegna veikindanna. Við gátum þó farið saman á tónleika í mars á þessu ári. Ég sá á þér að þú varst ofsalega ánægð með að komast út og fannst mér gaman að þú skemmtir þér svona vel. Ég er þakklát fyrir að hafa farið með þér og séð þig svona ánægða. Stuttu eftir þetta versnaði þér mikið og það kom að því að þú þurft- ir að leggjast inn á spítalann og komstu ekki heim eftir það. Ég veit að þig langaði að koma heim og vera þar en ástand þitt leyfði það ekki. Það var samt gaman að þú skyldir koma í heimsókn, þó það væri ekki lengi, á pálmasunnudag, og ég gat sýnt þér nýja rúmið mitt. Þú ætlaðir að reyna að koma heim um páskana líka, allavega á páskadag, á afmæl- isdaginn minn. Það hefði verið in- dælt ef þú hefðir getað haldið upp á það með mér. Það varð þó ekki úr því, því þér fór að hraka mikið vik- una fyrir páska og um páskana. Það var eiginlega ótrúlegt hvað þér hrakaði fljótt þessa seinustu viku og finnst mér leiðinlegt að þú skyldir deyja einmitt á afmælisdaginn minn. Mér finnst samt gott að hafa verið hjá þér þegar þú fórst þó að þú hafir verið með lítilli meðvitund og varla vitað af mér. Þó það sé kannski ljótt að segja það þá er ég fegin að þú skyldir fá að fara á betri stað. Ég veit að þig langaði að lifa lengur en þú varst bara orðin svo veik. Þér líð- ur örugglega vel núna og þjáist ekki neitt. Ég elska þig, mamma mín, og mun ávallt hugsa til þín. Þín dóttir, Sólveig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þessar ljóðlínur koma upp í hug- ann þegar ég minnist mágkonu minnar Elísabetar Guðmundsdótt- ur, eða Ellu hans Ella, eins og við í fjölskyldunni kölluðum hana jafnan. Enn hefur hetja beðið ósigur í bar- áttu fyrir lífi sínu. Ógnvekjandi sjúk- dómur hefur sigrað lífið, sjúkdómur sem læknavísindin hafa enn ekki svar við. Andlát Ellu kom okkur, sem fylgst höfðum með hennar löngu og hetjulegu baráttu, ekkert á óvart. Samt sem áður er það svo á kveðjustund að í bljúgri bæn verða tárakirtlar barmafullir. Ella var afar glæsileg og hógvær kona. Það var mikill myndarskapur í kringum hana. Hún talaði aldrei af sér og ég heyrði hana aldrei láta styggðaryrði falla um aðra. Ella var vandvirk, vinnusöm og mikil fjölskyldumann- eskja. Svo ótrúlegt sem það hljómar þá er það satt að ég heyrði hana aldrei kvarta í sínu erfiða sjúkdóms- stríði. Bjartsýni hennar og þraut- seigja var einstök og henni tókst að dylja samferðafólkið hversu alvarleg veikindi hennar voru. Hún var ekki að íþyngja öðrum með veikindasög- um af sjálfri sér, hún Ella. Hún var dáð af samferðafólkinu, hvort sem það voru vinir, ættingjar, samstarfs- menn eða skjólstæðingar, en hún vann við aðhlynningu sjúkra, m.a. á Sunnuhlíð um alllangan tíma. Á ferð- um mínum undanfarin ár norður í Trékyllisvík á Ströndum, en Ella er uppalin á stórbýlinu Melum í Árnes- hreppi, varð ég þess fullviss að hún var einnig mjög dáð af sveitungum sínum. Ella átti góða fjölskyldu, börnin tvö og eiginmanninn, sem stutt hafa hana í baráttunni. Það lýs- ir best hennar óbilandi baráttuvilja fyrir lífinu að hún áræddi að fara í frí til Kanaríeyja í desember sl. Eig- inmaðurinn var tilbúinn að láta drauminn rætast og ekki mátti tæp- ara standa, svo farin var hún að heilsu og þreki. Þegar komið er að kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Þessar góðu stund- ir munu ylja um ókomna tíð. Elsku Elli, Gummi og Sólveig. Við Haukur og börnin okkar biðjum ykkur blessunar á erfiðum tímum. Með djúpri virðingu og þökk kveðj- um við Ellu með ljóðlínum Valdi- mars Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning Elísabetar Guðmundsdóttur. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Fallin er í valin ein perla Íslands, Elísabet Guðmundsdóttir; Ella, eins og við höfum alltaf kallað hana og oftast bætt við: hans Ella. Ungur að árum kynntist ég Ellu, ég var lítið annað en barn þegar fundum okkar bar saman í fyrsta sinn. Þá kom bróðir minn Erlendur með þessa geðþekku ungu konu norður í Fljót og kynnti sem eig- inkonu sína. Mér leist strax afar vel á þessa mágkonu mína og segja má að frá fyrsta fundi höfum við byggt upp gagnkvæmt traust sem haldist hefur alla tíð. Þegar að unglingsár- unum kom átti ég hjá þeim heimili um tíð og kom þá umhyggja hennar og hugulsemi enn frekar í ljós. Þann tíma fæ ég þeim seint fullþakkað. Seinna á lífsleið minni þegar ég var einn á báti og þurfti á verulegum stuðningi að halda voru það Elli og Ella sem voru akkeri mitt. Á þessum tíma var ég næstum fastagestur í mat hjá Ellu um helgar, henni fannst það sjálfsagt að ég kæmi að borða með þeim og mér fannst ég virkilega vera einn af fjölskyldu þeirra. Ella var róleg kona með afskap- lega ljúft viðmót, það geislaði af henni hjálpsemi og hlýja, segja má að hún hafi ekkert aumt mátt sjá öðruvísi en að reyna að rétta út hönd sína til aðstoðar. Heimili þeirra var einstaklega hlýlegt og smekklegt, ekki er ólíklegt að þar hafi hendur húsmóðurinnar átt töluverðan þátt í enda mikil hannyrðakona. Af sér- stökum höfðingsskap tóku þau á móti gestum enda gestrisnin þeim í blóð borin. Ella hafði gaman af útiveru og naut þess að ferðast um landið, ég minnist allra sumarbústaðaferðanna sem við höfum farið í saman. Þá var oft kátt í kofa, tekið lag og spilað fram á nætur. Okkar síðasta sum- arbústaðaferð var mér sennilega sú dýrmætasta, þá komu þau hjónin við í sumarbústaðnum okkar í Borgar- firðinum eftir vel heppnaða ferð í Húsafell. Þarna áttum við einstak- lega góða en stutta stund sem verð- ur seint gleymsku að bráð. Þau gátu því miður ekki gist hjá okkur sökum veikinda Ellu og þurftu að brenna í bæinn þótt komin væri nótt. Síðan þá hefur mikið verið gert í bústaðn- um okkar og Ella spurði gjarnan eft- ir því hvernig gengi, þótt ekki entist henni heilsa til að koma og kíkja eft- ir því. Síðastliðinn fimmtudag, skírdag, heimsóttum við Ellu á Líknardeild- ina í Kópavogi. Þótt hún væri fár- sjúk færðist gleði yfir andlit hennar yfir að sjá okkur. Ekki var hún að kvarta, hún sagði aðeins til afsök- unar að hún væri dálítið slöpp núna. Er ég gekk þar út eftir að hafa kvatt Ellu í hinsta sinn varð mér ljóst að hún var á förum úr þessum heimi. Það var svo að kvöldi páskadags sem Elli hringdi í mig upp í sumarbústað og sagði okkur að baráttu hennar væri lokið, hún hefði látist þá fyrr um kvöldið. Við fjölskylda mín viljum þakka Ellu samfylgdina og vitum að henn- ar hefur verið beðið og hennar hefur verið þörf á öðrum stað, þar munum við hittast síðar. Ég minnist þín er sólin skín í heiði ég sakna þín er regnið vætir kinn. Nú sárt mér finnst að standa við þitt leiði og syrgja þig einn besta vininn minn. Ég sé þig enn með brosið fagra bjarta þín blessuð minning, ljúfa eiga vil. Ég geymi ávallt glóð í mínu hjarta þó genginn sért þú vina Drottins til. (Gylfi Björgvinsson.) Elsku Elli, Gummi og Solla, við vottum ykkur dýpstu samúð okkar. Guð styrki ykkur og styðji í sorginni. Gylfi og fjölskylda. Ella frænka mín kvaddi þennan heim að kvöldi páskadags jafn hljóð- látlega og æðrulaust og hún hafði lif- að lífinu. Ég kynntist þessari frænku minni því miður minna en ætla mætti, en þó nóg til að sjá og skilja hve vönduð og væn hún var. Við vorum jafnöldrur, en ólumst upp við ólíkar aðstæður, – ég borgar- barn, en hún alin upp í afskekktri sveit norður á Ströndum. En þótt fjarlægðin skildi fjölskyldur okkar að mestallt árið í samgöngu- og fjar- skiptaleysi þeirra tíma, voru fjöl- skyldutengslin náin. Faðir minn lét sér annt um heimahagana og ætt- ingjana þar. Hugur hans var löngum norður á Melum þar sem móðir, bræður og fjölskyldur þeirra bjuggu. Á hverju sumri til margra ára fór hann norður að hjálpa til við búskapinn. Einnig var Guðmundur bróðir minn í sveit á Melum í fjöl- mörg sumur. Þess vegna voru þessir ættingjar þrátt fyrir allt svo nálæg- ir, jafnvel stelpu sem aldrei kynntist því að vera send í sveit norður. Ella var kjördóttir og einkabarn Munda föðurbróður míns og Ragn- heiðar konu hans. Hún ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna og sam- band foreldra og dóttur var alla tíð einkar kærleiksríkt. Fáa, ef nokkra, hef ég þekkt sinna foreldrum sínum af meiri elskusemi og umhyggju en Ellu, ekki síst eftir að aldurinn færð- ist yfir þau og kraftarnir fóru þverr- andi. Hún reyndist þeim hin besta dóttir. Ella var hlédræg og dul og sóttist lítt eftir athygli annarra. Hún undi sér best innan heimilisins með sinni nánustu fjölskyldu, sem nú syrgir hana innilega. Missir Erlendar, Guð- mundar og Solveigar er mikill. Ég votta þeim mína dýpstu samúð. María. Það var mikil gæfa fyrir mig og eiginmann minn, Hallgrím Márus- son, sem nú er látinn, þegar við hjónin eignuðumst Erlend Björg- vinsson og Elísabetu Guðmunds- dóttur að vinum fyrir mörgum árum. Erlend þekktum við allt frá því að hann var barn að alast upp í Fljótum í Skagafirði. Hann er bróðursonur Hallgríms og fór fljótlega að venja komur sínar á heimili okkar í Reykjavík eftir að við fluttum frá Siglufirði. Það var fyrst eftir að Erlendur og Elísabet, eða Elli og Ella, eins og þau voru jafnan kölluð á heimili okk- ar, tengdust tryggðaböndum, að þau urðu félagar okkar og góðvinir. Okkur var snemma ljóst hvílík gersemi Ella var öllum þeim sem hún varð samferða. Það fór ekki mikið fyrir þessari hljóðlátu, ungu konu, en allt sem hún tók sér fyrir hendur lýsti miklum mannkærleika, samviskusemi og umhyggju gagn- vart samferðamönnum sínum. Ella var mjög barngóð og lagði mikla al- úð við uppeldi og menntun barna sinna. Hún var mikil hannyrðakona og ber heimili þeirra Erlendar fag- urt vitni um listhneigð hennar og smekkvísi. Bestu minningar mínar sem tengjast Ellu eru frá ferðalögum okkar Hallgríms með þeim hjónum. Við ferðuðumst mikið saman og oft voru börnin þeirra, Guðmundur og Sólveig, með í ferð. Ég geymi í huga mér ógleymanlegar stundir frá ferðalögum okkar bæði innanlands og utan. Lífsstarfið sem Ella valdi sér bar vott um hug hennar til aldraðra og sjúkra. Hún vann lengst af á tveimur stöðum eftir að við kynntumst henni, á Hrafnistu í Reykjavík og á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Þar gekk hún að störfum með alúð við gamla fólkið meðan starfskrafta hennar naut við. Það var gott að vita af henni á Sunnuhlíð eftir að Hall- grímur, maðurinn minn, varð veikur og dvaldi á hjúkrunarheimilinu síð- ustu æviár sín. Þar fylgdist hún vel með því að honum liði vel og sýndi honum umhyggju sem hún var þekkt fyrir. Fyrir það erum við æv- inlega þakklát henni. Það var gott að vera í návist Ellu. Á heimili þeirra Ellu og Ella var gott að koma og gestrisni og vinarhugur í fyrirrúmi. Um leið og ég, börn mín og fjöl- skylda kveðjum Ellu og þökkum henni fyrir allar góðar minningar sem hún skilur eftir hjá okkur send- um við Erlendi Björgvinssyni sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að blessa hann, Sólveigu og Guðmund og aðra nána ættingja þeirra beggja. Ég vil að lokum kveðja Ellu með erindi úr kvæðinu um fuglana eftir Davíð Stefánsson. Ég heyri’ í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís og hlustið, englar guðs í Paradís. Hermína Sigurbjörnsdóttir og fjölskylda. Elísabet Guðmundsdóttir hefur kvatt þetta líf. Við skólasystur henn- ar sitjum eftir agndofa, en minn- umst um leið allra ljúfu stundanna með henni. Kynni okkar hófust haustið 1964, þegar 43 ungmeyjar víðs vegar að af landinu komu til náms við Hús- mæðraskólann á Varmalandi í Borg- arfirði. Elísabet kom frá Melum í Trékyll- isvík í Strandasýslu. Ekki var land- leiðin þaðan bílfær í þá daga, þannig að Elísabet þurfti að fara sjóleiðis fyrri hluta ferðar sinnar á leið í skól- ann. Okkur skólasystrum hennar þótti mikið á sig lagt, en Elísabet setti ekki fyrir sig slíkan ferðamáta frekar en margt annað á vegferð sinni í lífinu. Hún kunni svo sann- arlega að sjá jákvæðu hliðarnar á til- verunni og gerði ekki veður út af smámunum. Við skólasysturnar komumst fljótt að því að það var ákaflega notalegt að vera í nálægð Elísabet- ar. Frá henni streymdi hlýja, tillits- semi og hjálpfýsi. Við, sem vorum svo lánsamar að vera í vinnuhópi með Elísabetu, þurftum ekki að hafa áhyggjur af því að verkunum væri ekki komið af í tíma. Hún var afar skipulögð og fljót- virk til vinnu og aðstoðaði okkur skólasystur sínar á báða bóga við verkefnin á sinn mikilvirka en hljóð- láta hátt. Fljótlega eftir að skólagöngu lauk flutti Elísabet til Reykjavíkur. Hún kynntist Erlendi sínum og saman komu þau sér upp smekklegu heim- ili. Í tímans rás fæddust sonur og dóttir. Þótt Elísabetu væri ekki tamt að flíka tilfinningum sínum leyndi sér aldrei að fjölskyldan átti hug hennar og hjarta, og hún naut þess að sinna henni af kostgæfni. Móðir hennar átti sitt ævikvöld í Reykjavík og var aðdáunarvert hversu vel El- ísabet hlúði að henni á sinn óeig- ingjarna hátt. Fyrir rúmlega 30 árum stofnuð- um við skólasysturnar saumaklúbb. Elísabet gekk fljótlega til liðs við hann. Í síðasta sinn, sem henni auðn- aðist að bjóða saumaklúbbnum heim tók hún á móti okkur í nýja fallega raðhúsinu þeirra hjóna, þar sem framtíðarheimilið átti að vera. Í erfiðum veikindum sínum sýndi Elísabet mikið æðruleysi og tók því sem að höndum bar með sömu still- ingunni og hún hafði tamið sér um dagana. Við skólasystur Elísabetar vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Elísabetu þökkum við samfylgd- ina og allar kæru minningarnar sem hún skilur eftir og biðjum góðan Guð að annast hana. Skólasystur frá Varmalandi 1964–65. ELÍSABET GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.