Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í Kaliforníu, líkt og svo víða annars staðar í Banda- ríkjunum, eru skógar- eldar mikil ógn. Á hverju ári berst fjöldi slökkvi- liðsmanna við eldana, allt frá syðsta hluta ríkisins til þess nyrsta. Sú barátta er oft vonlaus, eldurinn æðir á ógnarhraða og gleypir allt sem á vegi hans verð- ur, ekki bara skógana heldur heilu smábæina og úthverfi borga. Það er því ekki að furða að sífellt sé leitað nýrra leiða til að draga úr hamförunum. Á þriðjudag bárust fréttir af nýjasta liðsstyrk slökkviliðsins. Og það munar ekki lítið um þá hjálp, ef marka má um- fjöllunina. Liðsstyrk- urinn er fimm hundruð geit- ur, sem slökkviliðið sleppir laus- um þar sem naga þarf gróður nið- ur í svörð til að hindra að eldur nái að breiðast út. Geitunum er sleppt á beit við skógarjaðra, hringinn í kringum ræktað land og nálægt húsum. Sölnað gras, smágreinar og alls konar illgresi má sín lítils gagnvart geitunum gráðugu og augljóst að sú mynd, sem gjarnan er dregin upp af geitum í teiknimyndum, að þær éti allt sem tönn á festir, á við rök að styðjast. Slökkviliðið í Sacramento, höf- uðborg Kaliforníuríkis, óskaði að- stoðar geitanna fimm hundruð til að ryðja 6 ekrur lands og það tók hópinn ekki langan tíma, enda mun hann naga eina ekru niður í rót á fjórum klukkustundum. Þessar geitur er sagðar þaul- vanar, enda hafa þær verið látnar naga landsvæði umhverfis Oak- land borg við San Franc- iscoflóann. Hópurinn er end- urnýjaður á um 2 ára fresti, til að tryggja að herdeildin sé ávallt skipuð ungum og gráðugum geit- um. Í sjónvarpsfréttunum fyrr í vik- unni var talað við ágæta konu, dýralækni að mennt, sem er stolt- ur eigandi geitahjarðarinnar. Hún ákvað fyrir nokkrum árum að söðla um, leggja dýralækning- arnar að mestu á hilluna og taka til við geitarækt. Nú er svo komið að konan á að minnsta kosti þrjár geitaherdeildir, sem hún leigir út til eldvarna og þarf þá líklega ekki að hafa áhyggjur af að gefa þeim sjálf að éta á meðan. Það hlýtur að vera talsverður léttir. Í sjónvarpsviðtalinu talaði kon- an dýralæknismenntaða af hlýju um litlu matargötin sín, eða átvél- arnar eins og hún kallaði þær blíðlega, en fréttamaðurinn tók sérstaklega fram að þrátt fyrir vandaða ræktun hópsins virtist vanta takka á geiturnar til að slökkva á þeim. Þær einfaldlega héldu áfram að éta og éta á meðan einhvers staðar væri stingandi strá að finna. Hver geit étur 5% af þyngd sinni á degi hverjum, að því er hæstánægður talsmaður slökkviliðsins í Sacramentoborg tjáði fréttamanni, þar sem þeir stóðu á gróðurlausum bletti. Fréttin og tilheyrandi myndir af nöguðum sverðinum fylltu Ís- lending heimþrá og vöktu um leið hugrenningar um vannýtta mögu- leika til útflutnings. Á Íslandi er nefnilega nóg af „litlum mat- argötum“, sem naga allan gróður niður í rót, svo eftirleikurinn er auðveldur fyrir uppblásturinn. Þessi íslensku matargöt, eða sauðkindur, eru sífellt að reyna að fá fylli sína í landi, þar sem lítil hætta er á að skógareldar muni nokkurn tíma æða um. Ef íslenska sauðkindin gæti ímyndað sér aðstæðurnar í Kali- forníuríki myndi hún án efa halda að þar væri Paradís á jörð. Þar þarf ekki að snapa uppi hvert lítið strá sem heldur dauðataki í send- inn jarðveginn, heldur er hægt að æða um með gróðurinn upp undir kvið, opinn kjaftinn og éta allan liðlangan daginn. Og þetta lát- lausa át er í þokkabót undir eft- irliti þjálfaðra slökkviliðsmanna sem stökkva til og opna ný og ný hólf með sífellt grænni og vænni gróðri, um leið og búið er að eyða gróðri á einu svæði. Íslenska sauðkindin er harðger skepna, eins og sannast hefur í aldanna rás. Nú er tími til kominn að hún njóti náðugra lífs, í einu mesta landbúnaðarhéraði heims- ins. Þar gæti hún borðað 5% af þyngd sinni á dag og hlotið fyrir lof og prís, í stað þess að narta í fá og visin strá á íslenskum afréttum og afla sér óvildar fólks sem telur að gróður eigi að fá að vaxa óáreittur hvar sem honum tekst að ná fótfestu í þessu harðbýla landi. Íslenska sauðkindin er áreiðanlega enginn eftirbátur kalifornískra geita í stanslausu nartinu og á henni er heldur eng- an takka að finna til að slökkva á henni. Hún heldur áfram að éta og éta á meðan einhvers staðar er stingandi strá að finna. Íslenskir ráðamenn ættu hið snarasta að kanna möguleikann á því að smala saman um fimm hundruð kindum, sem núna eru að narta ræfilslegt lyng og visin strá, og flytja þær til göfugri starfa og grænni lendna í Kaliforníu. Þjóðin gæti stórgrætt á eldvörnum blessaðrar sauðkindarinnar, sem þar með kæmi landsmönnum enn á ný til bjargar, og svo gæti jafn- vel farið að gróðurinn á Íslandi næði sér á strik á meðan þær væru að drýgja hetjudáðir og éta gróður, í landi þar sem hann er á stundum beinlínis til óþurftar. Það er engin ástæða til að senda íslensku kindurnar til ævi- langrar útlegðar í Ameríkunni, enda viðbúið að þær myndu fara sér að voða á of langri dvöl í slíku Gósenlandi. Þær gætu komið heim eftir eina Kaliforníuvertíð, feitar og pattaralegar, og aðrar verið sendar út í þeirra stað. Þjóð- in öll myndi áreiðanlega fylgjast stolt með heimkomu litlu mat- argatanna sinna sem björguðu fasteignum og gróðri í Kaliforníu, gott ef ekki mannslífum. Og knap- ar á íslenska hestinum myndu að sjálfsögðu standa heiðurvörð við móttökuna á flugvellinum. Kindin til bjargar Íslenska sauðkindin er harðger skepna, eins og sannast hefur í aldanna rás. Nú er tími til kominn að hún njóti náðugra lífs, í einu mesta landbún- aðarhéraði heimsins. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson- @ucdavis.edu NÚ ÞEGAR flett hefur verið ofan af samsæri heildsalanna á grænmetis- og ávaxta- markaðnum gegn neyt- endum bíðum við hjá Neytendasamtökunum spennt eftir viðbrögð- um stjórnvalda. Stað- reyndin er nefnilega sú að það er á valdi stjórn- valda að draga úr líkum á að framferði af þessu tagi endurtaki sig því innflutningstollar á grænmeti auðvelduðu heildsölufyrirtækjun- um þremur, Sölufélagi garðyrkjumanna, Ágæti og Mötu, að leika þann ljóta leik gagnvart neytendum að halda uppi verði með ólöglegu samráði. Verndarstefna stjórnvalda er auðvit- að jafnframt meginorsök þess að grænmeti er mun dýrara á Íslandi en í grannlöndunum. Neysla þessar- ar hollustuvöru er enda miklu minni hér en skynsamleg manneldismark- mið stjórnvalda sjálfra segja til um. Neytendasamtökin hafa krafist þess af stjórnvöldum að þau afnemi alla tolla á grænmeti og munu fylgja þeirri kröfu sinni eftir. Í ljósi reynsl- unnar er þó víst að við ramman reip verður að draga. Krafa Neytenda- samtakanna um afnám ofurtollanna hefur ítrekað verið hunsuð. Stjórn- málamenn hafa því miður oftast sett þrönga hagsmuni framleiðenda ofar hagsmunum fjöldans, neytendanna í landinu. Viðbrögð landbúnaðarráð- herra nú virðast ekki benda til þess að mikil breyting verði á þessu. Brot í skjóli verndarstefnu Víst er að fyrirtækin hafa framið brot sín gegn neytendum í skjóli verndarstefnu stjórnvalda. Enn- fremur er ljóst að bæði smásöluaðil- ar og framleiðendur hafa vitað um þessi brot. Umhverfi smásöluaðila hefur hins vegar verið þægilegt, smásöluálagning há og í prósentum í ofanálag. Því hafa krónurnar þeirra orðið fleiri með hækkandi heildsölu- verði. Þessir aðilar hafa því ekki amast við ástandinu. Framleiðendur skiptast í tvo hópa. Nokkrir stórir framleiðendur hafa hagnast vel en meiri- hlutinn, ekki síst litlu framleiðendurnir, er á milli steins og sleggju og þorir ekki að ræða ástandið opinberlega, enda hefur einokunar- aflið refsað hart makki menn ekki rétt. Með uppkaupum, fortölum og hótunum hafa stóru fyrirtækin tryggt sér yfirburða- stöðu á markaðnum í sölu og dreifingu. Þeir ákvarða hverjir mega framleiða og hve mikið. Innflutningskvótar og ofurtollar hafa einnig verið mikilvægt verkfæri fyrir þessi fyrirtæki til að loka hringnum og gera nýjum aðilum ómögulegt að hasla sér völl á þessum markaði. Þegar búið er að loka markaðnum með innlent grænmeti verður nýr aðili fyrst og fremst að geta tryggt kaup á innfluttu grænmeti, en slíkt er ómögulegt í landi ofurtolla og hafta. Saga af sveppum Fyrir allnokkrum árum störfuðu þrír sveppaframleiðendur hér á landi. Hjá einum framleiðanda, Flúðasveppum, hefur rotmassinn sem notaður er til að rækta sveppina á verið framleiddur innanlands. Hin- ir framleiðendurnir tveir fluttu inn gerilsneyddan rotmassa, en með gerilsneyðingunni var hættan á smiti frá rotmassanum ekki lengur fyrir hendi. Eigandi Flúðasveppa linnti hins vegar ekki látum fyrr en land- búnaðarráðuneytið bannaði innflutn- ing á rotmassa. Eftir það hafa Flúða- sveppir verið einir á markaðnum og verð á sveppum hefur markast af þeirri staðreynd. Könnun sem Neytendasamtökin gerðu nýlega á verði matvara í Reykjavík og Kaupmannahöfn leiddi í ljós að kílóið af sveppum kostaði 402 krónur í Kaupmannahöfn, án virðisaukaskatts. Í svipaðri búð hér á landi kosta þeir hins vegar 613 krónur, eða 53 prósentum meira. Í Morgunblaðinu 12. apríl síðastliðinn var fjallað um verðmyndun á græn- meti, þar á meðal sveppum. Þar kom fram að heildsöluverð hjá Flúða- sveppum er 390 krónur. Verð án virðisaukaskatts til danskra neyt- enda er 402 krónur eða þremur af hundraði hærra en heildsöluverð hér. Enn meiri athygli vekur að sveppir í 250 g pakkningum kosta 201 krónu í Reykjavík (án virðis- aukaskatts) en 116 krónur í Kaup- mannahöfn og er munurinn þá orð- inn 73 af hundraði. Nærtækasta skýringin á þessum mikla mun er einokunin með þessa vöru hérlendis. Hér er auðvitað aðeins um að ræða eitt dæmi um framferði þessara manna en það sýnir þó vel þau vinnu- brögð sem tíðkast hafa. Fjölmargir neytendur hafa tekið undir kröfu Neytendasamtakanna um afnám tolla á grænmeti með því að skrá sig á heimasíðu samtakanna, www.ns.is. Þrátt fyrir ítrekuð von- brigði vegna afstöðu stjórnmála- manna á liðnum árum er það von okkar hjá Neytendasamtökunum að þeir taki nú loks mið af hagsmunum almennings í landinu og grípi til við- eigandi ráðstafana svo að neytendur geti fengið þessa hollu vöru, græn- meti og ávexti, á viðunandi verði. Hverra hagsmuni ætla stjórnvöld að verja? Jóhannes Gunnarsson Ofurtollar Krafa Neytendasamtak- anna um afnám ofurtoll- anna hefur ítrekað verið hunsuð, að sögn Jó- hannesar Gunnars- sonar sem heldur því fram að stjórnmála- menn hafi oftast sett þrönga hagsmuni fram- leiðenda ofar hags- munum fjöldans, neyt- endanna í landinu. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. ÞAÐ er dauft hljóð í Ólafi Ólafssyni fyrr- verandi landlækni og formanni Félags eldri borgara í Reykjavík í Morgunblaðinu 11. apríl. „Sífellt sneiðist af oss“ heitir greinin og vitnar þar í Stefán G. Það var bjartari tónn í Ólafi og Bene- dikt Davíðssyni for- manni Landssambands eldri borgara í tveim viðtölum í sama blaði fyrir nokkru. Þeim við- tölum báðum fylgdu litmyndir tvídálka og þrídálka – á þeirri fyrri voru fagráðherrarnir mættir og á þeirri seinni lunginn af ríkisstjórn- inni. Kaffi á borðum, bros á vör og grænir hagar framundan. Loksins var sigurinn í höfn eða allavega í sjónmáli. En 11. apríl skrifar svo Ólafur landlæknir í Morgunblaðið og nú hefur jörðin snúist við á hvelinu og í stað þess að blessuð sumarsólin skíni jafnt á alla þá eru ráðherrarnir farnir í frí og meira að segja einn (og ekki sá versti) úr ríkisstjórninni og úr pólitíkinni. Og eftir situr „hnípin þjóð í vanda“ það er að segja Samtök eldri borgara. Og ástæðan er þessi. Samtök eldri borgara eru tímaskekkja. Lík- lega mesta tíma- skekkja í þróun þjóð- félagsins á nýliðinni öld hvort sem litið er til efnahagslegu hliðar- innar eða hinnar félagslegu. Velviljað fólk hefur sett upp kví- ar eftir fyrirmynd sauðfjárbúskapar á fyrri öld. Það er fært frá. Fólk sem af ein- hverjum ástæðum er lifandi til að halda upp á 60 ára afmælið sitt er fært frá og rekið til fjalla í sérstakar kvíar. Þangað koma svo þeir sem útdeila pening- unum úr ríkiskassanum og mjólka – ég vil segja blóðmjólka – „eldri borgara“. Það er ekki vondur kostur og léleg staða fyrir ríkið að fullorðið fólk skuli af eigin frumkvæði og frjálsum vilja sýna þessa þjóðholl- ustu. Og vel að merkja er það mikill minnihluti fullorðins fólks sem tekur þátt í þessum nútíma fráfærum. Eitt er athyglisvert í aldursgrein- ingunni í aðildarfélögum samtaka eldri borgara. Ég lét gera í excel- útreikning fyrir nokkrum árum á aldri formanna í 50 félögunum og reyndist meðalaldur rúmlega 72 ár, þar af var einn innan 67 ára. Menn geta misskilið þetta eftir vild og tal- ið mig vanmeta reynslu ellinnar en fullorðið fólk er ekki einsleitur hóp- ur. Hver hefur sín einkenni og í mínum heimabæ, Kópavogi, hefur fullorðið fólk svo sannarlega ótak- markað val og ytri aðstæður fyrir hvaða lífsmáta sem það kýs og nýtir sér það. Margt fólk á Kópavogi hef- ur tileinkað sér starfsemi og hug- myndafræði „Frístundahópsins „Hana nú“ – en klúbbar „Hana nú“ eru allir opnir öllu fólki og á öllum aldri. Í þessum hópi eru margir mínir nánustu og traustustu vinir. Fólk sem tekur fullan þátt í þjóð- félaginu. Fólk sem lifir með reisn og hefur frumkvæði. Samtök eldri borgara eru tímaskekkja Hrafn Sæmundsson Aldraðir Velviljað fólk, segir Hrafn Sæmundsson, hefur sett upp kvíar eftir fyrirmynd sauð- fjárbúskapar á fyrri öld. Höfundur er fv. atvinnumálafulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.