Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 11
ÞÓRIR Einarsson ríkissátta- semjari segist fá eða engin ráð hafa til að leysa deilu sjómanna og útvegs- manna. Hann sleit fundi á sum- ardaginn fyrsta eftir að fulltrúar sjómanna ruku á dyr þegar út- vegsmenn lögðu fram tilboð í verðlagsmálunum. Hurðum hefur ekki áður verið skellt í þessari deilu, að sögn sáttasemjara, þótt sá tjáning- armáti sé langt frá því að vera einsdæmi í kjaradeilum. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni um helgina en líklegt er að það gerist eftir helgi. Ekki ástæða til að leggja fram miðlunartillögu „Helstu ágreiningsmálin varða mönnun á skipunum og verðmyndun á fiski. Þegar horfði í það að bilið milli deilu- aðila var að breikka en ekki minnka sá ég ekki ástæðu til að halda þessu áfram. Annars hef- ur enginn árangur náðst í þess- ari deilu eftir að verkfallið hófst að nýju,“ segir Þórir og telur hann enga ástæðu á þessu stigi til að leggja fram miðlunartil- lögu í deilunni. Of mikið beri enn í milli. „Það er kominn tími til að menn breyti afstöðu sinni til þess að lenda þessu einhvern veginn, eða að hjálpa mér til að lenda þessu. Eina ráðið sem ég hafði var að senda þá heim til að sýna þeim fram á hver stað- an væri,“ segir Þórir. Tímabært að menn breyti af- stöðu sinni Þórir Einarsson FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 11 SAMTÖK sjómanna segja útgerðar- menn hafa slitið samningaviðræðum með því að leggja fram tilboð sem leiða myndi til þess að verðmyndun- armálin yrðu í mun verri stöðu en þau voru árið 1995. Tilboðið er að sögn sjómanna fjarri því að bæta ástandið og segja þeir að slíkt sé óviðunandi þegar um kjarna deilunn- ar sé að ræða. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem samtök sjó- manna, þ.e. Sjómannasamband Ís- lands, Vélstjórafélag Íslands og Far- manna- og fiskimannasamband Íslands, boðuðu til í gær. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, sagðist leggja höfuðáherslu á að útgerðarmenn hefðu slitið viðræðunum í fyrradag með þeirri lítilsvirðingu sem fram hafi komið í verðmyndunartilboði þeirra varðandi fiskverð. Að sögn Sævars snúast samningaviðræður sjómanna og útgerðarmanna fyrst og fremst um verðmyndunarmál og sá vandi var opinberlega viðurkenndur árið 1995. Þá átti að taka á vandanum með lögum um úrskurðarnefnd sjó- manna og útvegsmanna og með laga- setningu árið 1998 var nefndin styrkt með Verðlagsstofu skiptaverðs. Þrátt fyrir þetta seig á ógæfuhliðina og munurinn á markaðsverði og verði í beinum viðskiptum á slægðum þorski jókst um 25% frá árinu 1996. „Það er við þessar aðstæður sem útgerðarmenn slíta í raun samninga- viðræðum með því að „bjóðast“ til að bæta 6% af þeim vanda sem skapast hefur frá 1995 og það aðeins í þorsk- verði. Annan uppsafnaðan vanda áttu sjómenn að bera óbættan,“ segir í yfirlýsingu samtaka sjómanna. Að sögn Sævars byggist þetta á tölulegum staðreyndum frá Verð- lagsstofu skiptaverðs og Þjóðhags- stofnun. Hann segir útgerðarmenn hafa viðurkennt að vandamálið væri fyrir hendi og að þeir hafi verið til- búnir að taka á því allan þann tíma sem liðinn er frá því samningar losn- uðu fyrir 14 mánuðum. „Þeir hafa bara aldrei svarað með hvaða hætti þeir væru tilbúnir að taka á því fyrr en í fyrradag og þá með þeim hætti sem fram kemur hérna.“ Sjómenn segja að krafa útgerðar- manna um mönnun á skipum sé hvort tveggja í senn tilraun til að beina athyglinni frá verðmyndunar- málum og lítt dulbúin krafa um lækk- un á skiptahlutfalli. Í yfirlýsingu samtaka sjómanna segir að sjómenn séu tilbúnir að taka á þeim vanda sem kann að vera fyrir hendi en það dugi útgerðarmönnum ekki. „Skipta- hlutfallið var lækkað 1976 vegna tæknibreytinga og raunfækkun í áhöfnum varð að mestu fyrir 1980 án þess að mönnunartölum í samning- um hafi verið breyt. Útgerðarmenn hafa því þegar hagnast á raunfækk- un í áhöfnum en vilja samt sem áður lækka skiptahlutfallið enn.“ Hvergi komin niðurstaða Þá benda forsvarsmenn samtaka sjómanna á ekki hafi verið samið um slysatryggingu sjómanna þótt allir viðkenni nauðsyn þess að stórbæta þá tryggingu. Útgerðarmenn hafi boðist til að greiða helming iðgjalds- ins sem feli í sér að sjómenn yrðu ein- ir stétta launafólks að greiða sjálfir stóran hluta eigin slysatryggingar við störf. Sævar segist telja að fyrsta skil- yrðið fyrir lausn deilunnar sé að út- gerðarmenn fái skýr skilaboð um að deilan verði ekki leyst fyrir þá, því útgerðarmenn hafi getað treyst því í undanförnum samningaviðræðum að eftir vissan tíma yrðu þeir skornir niður úr snörunni. „Ef þeir fá skýr skilaboð um að það verði ekki gert núna koma þeir í alvöruviðræður, öðruvísi tel ég að þeir komi ekkert í þær. Það er nauðsynlegt að til þeirra komi skýrari skilaboð en hingað til, um að þeir verði ekki skornir niður úr snörunni.“ Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags Íslands, segir ómögulegt að átta sig á hvernig þau lög eigi að líta út sem leysa verkfall sjómanna. „Því að ekkert af þessu er komið á kopp- inn. Það er ekki eitt eða tvö atriði sem þarf að leysa, það er allur pakk- inn. Það er hvergi komin niður- staða.“ Forystumenn samtaka sjómanna segja útgerðarmenn hafa slitið viðræðum Verðmyndunin á fiski er kjarni sjómannadeilunnar Morgunblaðið/Ásdís Frá blaðamannafundi samtaka sjómanna. Frá vinstri eru Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykja- víkur, Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Sævar Gunnarsson, formað- ur Sjómannasambandsins og Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands. MÖNNUNARMÁLIN eru lykillinn að því hvernig viðræður um önnur ágreiningsmál sjómanna og útvegs- manna munu þróast á næstunni. Þetta kom fram á blaðamannafundi í gær þar sem Landssamband ís- lenskra útvegsmanna skýrði frá þró- un samningaviðræðna við sjómenn undangengna mánuði. Helsta baráttumál útvegsmanna í kjarasamningunum hefur verið mönnunarmálin og sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, að útgerðarmenn legðu mikla áherslu á að ná fram kröfum sínum í þeim efnum, enda væri um að ræða grundvallaratriði varðandi framþró- un í greininni. Hann sagði að eins og núverandi hlutaskiptakerfi væri uppbyggt hækkaði launakostnaður útgerðarinnar með því að fækka í áhöfn. Útvegsmenn hefðu boðið sjó- mönnum að skipta jafnt á milli sjó- manna og útvegsmanna þeim hlutum sem fækkað er um í áhöfn. Þannig hækkuðu laun sjómannanna en launakostnaður útgerðarinnar lækk- aði engu að síður. Friðrik sagði mönnunarmálin brenna sérstaklega á útgerðum upp- sjávarskipanna og að þær hefðu fjár- fest gríðarlega í nýjum búnaði á und- anförnum árum sem gerði útgerðinni kleift að komast af með færri skipverja en áður. Þessi hag- ræðing skilaði sér hins vegar ekki vegna núverandi hlutaskiptakerfis. Friðrik vísaði á bug þeirri fullyrð- ingu sjómanna að verðmyndun á fiski væri ákvörðuð einhliða af út- gerðinni. Sagði hann að í hinum svo- kölluðu beinu viðskiptum væri um frjálsa samninga að ræða milli út- gerðarmanna og sjómanna, nokkurs konar vinnustaðasamninga um laun. Væru sjómenn ósáttir við samninga sína við útgerðarmenn ættu þeir kost á að vísa þeim til úrskurðar- nefndar sjómanna og útvegsmanna. Friðrik sagði ljóst að verð á þorski væri hærra á fiskmörkuðum en í beinu viðskiptunum og því hefðu út- vegsmenn boðið sjómönnum að hækka lágmarksverð á þorski í bein- um viðskiptum. Eins hefði sjómönn- um verið boðið að tengja fiskverð í beinum viðskiptum við fiskmarkaðs- verð með því að taka mið af vegnu meðalverði á fiski sem landað er, bæði í beinum viðskiptum og á mörk- uðunum. Kauptryggingin Friðrik sagði að töluvert hefði ver- ið fjallað um kauptryggingu sjó- manna í kjaraviðræðunum að und- anförnu. Réttilega hefði verið bent á að kauptrygging sjómanna væri ekki há, en hins vegar bæri á það að líta að í hlutaskiptakerfinu kæmi sjaldan til þess að sjómenn fengju aðeins greidda kauptryggingu. Engu síður hefðu útvegsmenn boðið 20% hækk- un á kauptryggingu. Það þýddi að lægsta kauptrygging hjá háseta færi yfir 100 þúsund krónur á mánuði. „Það er í sjálfu sér ekki há tala. En ef kauptrygging er greidd fær útgerðin heldur ekki tekjur sem standa undir rekstri,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði að miðað við um- ræðu síðustu vikna og mánaða mætti ætla að sjómenn væru illa slysa- tryggðir. Þessu væri hinsvegar þver- öfugt farið, enda sjómenn með betri slysatryggingu en flestir aðrir laun- þegar. Slysatíðni til sjós væri hins- vegar hærri en í landi. Því væru sjó- menn nú þegar með nokkurs konar kaskó-tryggingu, þannig að ekki skipti máli hvernig slys ber að hönd- um. Sjómenn vildu hins vegar ganga lengra og fá enn betri slysatrygg- ingu. Því hefðu útvegsmenn boðið sjómönnum að leggja fram veru- legar fjárhæðir til að greiða helming slíkrar tryggingar á ári, eða um 140 milljónir króna á ári. Ein af helstu kröfum sjómanna í samningaviðræðum undangenginna mánaða er að útvegsmenn greiði mótframlag fyrir sjómenn í séreign- arlífeyrissjóði. Friðrik sagði útvegs- menn vissulega tilbúna að mæta þessari kröfu. Hins vegar yrði að horfa til þess að sjómenn byggju við allt annað launakerfi en aðrir laun- þegar í landi. Laun væru þegar mjög hátt hlutfall af tekjum útgerðarinn- ar, um það bil 40% með launatengd- um gjöldum, og ekki væri svigrúm til þess að hækka þetta hlutfall enn frekar. „Við borgum um 18 milljarða króna í laun til sjómanna á ári og það má alveg setja hluta af þeim í sér- eignarlífeyrissjóði. En það verður ekki lengur bætt á launahlutfall út- gerðarinnar,“ sagði Friðrik. Útvegsmenn segjast hafa gert sjómönnum ótal tilboð í samningaviðræðunum Mönnunar- málin eru lykillinn Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra út- vegsmanna, og Kristján Ragnarsson stjórnarformaður. ÁRNI M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra segir enga lausn felast í því að setja lög á sjó- mannaverk- fallið og því séu engar fyrirætlanir um inngrip í deiluna af hálfu stjórnvalda. Hann segir stöðu samn- ingavið- ræðnanna vissulega slæma. Hún komi hinsvegar ekki sérstaklega á óvart, enda hafi deiluaðilum í þessari atvinnugrein gengið erfiðlega að semja sín á milli í gegnum tíðina. Á meðan hafi hlaðist upp fjöldi vandamála. Geta ekki hlaupið frá þessu verkefni „Nú er hinsvegar komið að því að leysa úr þessum vanda- málum og það er deiluaðila að gera það. Málin eru þess eðlis að það er ekki hlutverk stjórn- valda að leysa þessa deilu. Við viljum ekki leyfa þeim að hlaupa frá þessu verkefni, allt annað er aðeins að slá vandan- um á frest og gerir málið enn erfiðara síðar meir,“ segir Árni. Sjávarútvegs- ráðherra Laga- setning ekki lausn Árni Mathiesen Ríkissáttasemjari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.