Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ lítur út fyrir að ekki verði gripið til jafn um- fangsmikilla uppsagna hjá sænska tæknifyrirtæk- inu Ericsson og ýmsir gerðu ráð fyrir fyrr í þess- ari viku. Í gær var tilkynnt að um 10 þúsund starfsmönnum verði sagt upp á þessu ári og jafn- framt var kynnt afkoma Ericsson á fyrsta fjórð- ungi þessa árs. Fyrir tilkynninguna var jafnvel búist við að allt að 30% starfsfólks yrði sagt upp, eða um 30 þúsund manns. Skúli Valberg Ólafsson, framkvæmdastjóri OZ, segir að sú deild innan Ericsson sem OZ sé í sam- starfi við heiti EIP, Ericsson Internet Products, og sé sjálfstætt fyrirtæki. Ekki hafi heyrst um nokkurn samdrátt á því sviði hjá Ericsson sem snúi að samstarfinu við OZ. Bréf Ericsson falla um 15% Að sögn Skúla hefur undanfarin tvö ár verið unnið að hönnun iPulse hugbúnaðar hjá OZ, í sam- starfi við Ericsson, sem geri kleift að flytja hluti sem hingað til hafi þekkst á Netinu yfir á far- símakerfið. Þessi hugbúnaður nýtist vel núna en hann muni styrkjast enn frekar með áframhald- andi þróun farsímakerfa, s.s. GPRS og 3G. Hagnaður Ericsson á fyrstu þremur mánuðum þessa árs er einungis tíundi hluti hagnaðar fyr- irtækisins á sama tíma í fyrra og nemur sem sam- svarar um 6 milljörðum íslenskra króna. Ef ekki væri fyrir um 50 milljarða króna hagnað af sölu hlutabréfa í bandaríska fyrirtækinu Juniper, hefði Ericsson skilað tapi á fyrsta ársfjórðungi. Enda varaði Ericsson við því í síðasta mánuði að 4-5 milljarða sænskra króna taprekstur kynni að verða á rekstrinum á fyrsta fjórðungi. Hlutabréf féllu um 15% í kjölfar tilkynningarinnar í gær- morgun. Helmingur uppsagna utan Svíþjóðar Að frátöldum hagnaði af sölu hlutabréfa nemur tap Ericsson 44 milljörðum íslenskra króna og fjármálastjóri Ericsson segir að ekki megi búast við betri afkomu en svo á öðrum fjórðungi ársins. Forstjóri Ericsson, Kurt Hellström, lýsti því yfir á aðalfundi í lok mars að fyrirtækið myndi skila hagnaði á árinu í heild en í gær vildi Hellström ekki gefa neinar yfirlýsingar um afkomu félagsins á árinu í heild vegna þess óöryggis sem ríkir á mörkuðum í yfirstandandi niðursveiflu í Banda- ríkjunum. Áður hefur því verið lýst yfir af hálfu Ericsson að nauðsynlegt sé að spara 150 milljarða króna innan farsímaframleiðslunnar og í gær var til- kynnt að enn frekari sparnaður væri nauðsynleg- ur eða 30 milljarðar íslenskra króna til viðbótar. Starfsmenn Ericsson eru nú 107 þúsund og Kurt Hellström lýsti því yfir að starfsmönnum myndi fækka í 90 þúsund fyrir árslok, að því er Dagens Industri greinir frá. Rúmlega helmingur fyrirhug- aðra uppsagna mun ná til starfsmanna Ericsson utan Svíþjóðar, en nánar hefur ekki verið skýrt frá hvar skorið verður niður. Þó er ljóst að uppsagnir munu ná til Bretlands en t.d. ekki til Noregs. Samstarf Ericsson og Sony Á sama tíma og Ericsson berst í bökkum, skilar helsti keppinauturinn, Nokia, afburðaafkomu á fyrstu þremur mánuðum ársins og 22% meiri hagnaði en á sama tíma í fyrra. Jorma Ollila, for- stjóri Nokia, er enda afar ánægður með ársfjórð- ungsuppgjörið. Forsvarsmenn Nokia gera ráð fyr- ir að selja 450-500 milljónir símtækja á þessu ári en væntingar Ericsson eru nokkru lægri eða um 430-480 milljónir tækja. Hellström staðfesti að viðræður stæðu yfir við japanska tæknirisann Sony, eins og greint hefur verið frá, en tjáði sig ekki nánar um hugsanlegt samstarf fyrirtækjanna. Stjórnendur Ericsson segja upp tíu þúsund starfsmönnum Ekki heyrt um samdrátt í samstarfinu við OZ KAUPFÉLAG Austur-Skaftfellinga var rekið með 26,7 milljóna króna tapi í fyrra en árið áður var hagnaður af rekstrinum 102,5 milljónir. Þess ber þó að geta að aðrar tekjur voru 11,4 milljónir í fyrra en 148,5 milljónir árið 1999, en þá tekjufærði félagið veru- legan söluhagnað. Í tilkynningu félagsins segir að rekstrarumhverfi félagsins í fyrra hafi verið óhagstætt, íbúum í sveit- arfélaginu hafi fækkað og mun minni umsvif hafi verið í atvinnulífinu á staðnum. „Afkoma deilda félagsins er langt undir væntingum og versnar mikið frá árinu 1999, verulegur sam- dráttur var í sölu á byggingavörum, sérstaklega fyrri hluta ársins, einnig var talsvert minni starfsemi hjá flutn- inga- og skipaafgreiðslu fyrri hluta ársins en það batnaði aftur þegar leið á árið. Rekstur brauðgerðar gekk illa á árinu, m.a. vegna samdráttar í sölu og vegna aukinnar vörunotkunar. Á yfirstandandi ári er nauðsynlegt að ná fram markmiðum um hallalaus- an rekstur og minnka fjárbindingu í eignum sem gefa af sér lítinn arð og nota þá fjármuni til að greiða upp skuldir félagsins.“ Fjöldi ársverka hjá félaginu á árinu voru 37,5 og hafði fækkað um 41,5 störf frá fyrra ári þegar þau voru samtals 79, en í þessu sambandi ber að geta að félagið hætti verslunar- rekstri í dagvöruverslun í árslok 1999.          !"#$  %$$     &# $'$       $'$     %'    ! " #  )$ $'* +"$ $  #"# " #%& ,*$ )$ $#- ,#-        ") * !   !          ' ()   ' ()             ! "      "   #    !!! "### #  $ % % $ % % $ % %     #   $$      #  !!! "### Afkoma KASK versn- ar milli ára Hrein fjármagnsgjöld voru neikvæð um 313 milljónir en voru jákvæð um 39,4 milljónir á sama tímabili í fyrra og er þetta sveifla upp á nær 353 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam 151,4 milljónum sam- anborið við 102 milljónir á fyrri hluta síðasta rekstrarárs. Tap fyrir fjár- magnsliði var 54,3 milljónir saman- borið við 109,7 milljónir á sama tíma- bili í fyrra. Í tilkynningu til Verðbréfaþings segir að heildar- tekjur félagsins hafi verið 990 millj- ónir króna og aukist um tæplega 20% frá sama tímabili í fyrra. Heildargjöld voru 839 milljónir króna og jukust um tæplega 16% frá í fyrra og hækkaði framlegðarhlutfall úr 12,3% í 15,3%. Mikil óvissa vegna verkfallsins Sigurgeir segir að greinileg bata- merki séu á sjálfum rekstri félagsins. Unnið hafi verið að því að ná rekstr- arkostnaði niður hjá félaginu en auk þess hafi menn verið að sækja í sig veðrið og vinna meira af fiski, þannig aukist tekjurnar um 20% milli tíma- bili, kostnaður hækki ekki jafnmikið. „Svo er líka annað að, úthlutun til félagsins nú og árið áður er mjög svip- uð þrátt fyrir sameininguna við Gandí en þar komu inn 1.000 þorskígildis- tonn en þau hurfu í kvótaskerðing- unni síðastliðið haust. Við erum samt sem áður að ná þessum tekjum og eigum 1.000 þorskígildistonnum meira til ráðstöfunar en fyrir ári síð- an, þ.e. eftirstöðvar sem færast milli ára.“ Aðspurður segir Sigurgeir að erfitt sé að spá um fiskveiðiárið í heild, menn séu í miðju verkfalli og allt í óvissu með samninga. Það muni taka ansi mikið í ef verk- fall dragist á langinn en leysist það fljótlega horfi menn vonandi á batn- andi framlegð hjá félaginu. Milliuppgjör Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum Fjármagnsliðir versna um 353 milljónir króna VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyjum var rekin með 347,6 milljóna króna tapi á fyrri hluta rekstrarárs félagsins (sept.-febrúar) samanborið við 67,6 milljóna tap á sama tímabili í fyrra. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri VSV, segir að afkoman sé talsvert lakari en áætlað var, nær einvörðungu vegna 200 milljóna gengistaps á haustmánuðum 2000. STUTTFRÉTTIR ● Á ÞINGI Samiðnar, lands- sambands fagfólks í iðnaði, kom fram í framsöguerindi Finnbjörns A. Hermannssonar, formanns Sam- iðnar, að sambandið yrði vart við slæma lausafjárstöðu minni bygg- ingaraðila. Fjárhagsstaða smærri aðila á markaðnum færi versnandi og ættu þeir oft á tíðum í veruleg- um lausafjárerfiðleikum vegna samdráttar í verkefnum og vegna erfiðleika með að útvega lánsfé. Finnbjörn sagði að samtökin yrðu vör við samdrátt í gegnum meðlimi í smærri viðhaldsverk- efnum, útboðsmarkaður væri í lægð og ekki útlit fyrir að breyting yrði þar á. Bankar héldu einnig að sér höndum varðandi útlán. Vaxta- stig væri mjög hátt í landinu og vextir sem byðust smærri fyr- irtækjum á þessu sviði væru allt of háir. Ef heldur fram sem horfir myndu margir smærri byggingarað- ilar koma illa út úr þróuninni. Á þingi sambandsins sem hefur staðið síðan á fimmtudag og lýkur í dag hafa verið rædd ýmis mál svo sem vinnuumhverfismál, at- vinnumál og málefni ungs fólks og verkalýðshreyfingarinnar. Minni bygging- araðilar í vand- ræðum ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES ríkjum var 108,3 stig (1996=100) í mars síðastliðnum og hækkaði um 0,4% frá febrúar, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Ís- lands. Á sama tíma hækkaði sam- ræmda vísitalan fyrir Ísland um 0,7%. Frá mars 2000 til jafnlengdar árið 2001 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,3% að meðaltali í ríkjum EES, 2,6% í Evru ríkjum og 4,1% á Íslandi. Mesta verðbólga á Evrópska efna- hagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var í Hollandi, 5,1%. Verð- bólgan var minnst, 0,8%, í Bretlandi og 1,4% í Frakklandi. Meiri hækkun á Íslandi en í Evrópu Samræmd vísitala neysluverðs ● NÚ þegar hafa nokkur póstútibú verið lögð niður í Noregi og póst- þjónustan færð inn í matvöruversl- anir. Í sumum verslananna hefur afleiðingin orðið veruleg söluaukn- ing og dæmi eru um að sala hafi aukist um 25%, að því er Dagens Næringsliv greinir frá. Á síðasta ári var ákveðið að póst- og bankaþjónusta á vegum norska póstsins yrði færð inn í verslanir, bensínstöðvar og fleiri þjónustustofnanir. Markmiðið er að auka þjónustu við viðskiptavini með auðveldari aðgangi að þjón- ustunni auk þess að minnka út- gjöld póstsins en sparnaðurinn af breytingunum er talinn nema um einum milljarði norskra króna. Pósturinn borgar verslunareig- endum umsamið gjald fyrir leigu og laun en söluaukningin hefur komið sem gleðileg viðbót fyrir verslunareigendurna. Nú eru ein- ungis 18 verslanir með póstþjón- ustu í Noregi en markmiðið er að alls verði þær 1.100 talsins árið 2005. Póstþjónusta í verslunum eykur sölu Ósló. Morgunblaðið. ● HANDELSBANKEN í Svíþjóð hefur gert tilboð í danska bankann Midt- bank að upphæð sem samsvarar um 25 milljörðum íslenskra króna. Það eru fyrst og fremst útibú Midt- bank á Jótlandi sem forsvarsmenn Handelsbanken hafa augastað á, að því er fram kemur í Aftenposten. Handelsbanken hefur verið orð- aður við ýmsa banka á Norðurlönd- unum í þeirri samrunabylgju sem gengið hefur yfir, m.a. Kreditkassen og Fokus Bank í Noregi. Sænski bankinn hefur þó orðið undir í sam- keppninni við stærri banka og er skemmst að minnast stofnunar Nordea-samsteypunnar, eftir sam- runa Unibank, MeritaNordbanken og Kreditkassen. Handelsbanken er einn af tíu stærstu bönkum í Danmörku en bankinn hefur haft starfsemi þar síðan árið 1992. Sem lið í frekari þróun starfseminnar í Danmörku óska forsvarsmenn Handelsbanken nú eftir að kaupa Midtbank. Eig- endum bankans eru boðnar 850 danskar krónur á hlut, sem er um 160 krónum yfir lokagengi fyrir páska og búist er við að því tilboði verði tekið. Midtbank er lítill banki með 24 útibú á Jótlandi og í Kaupmanna- höfn, alls 175 starfsmenn og hagn- að upp á um 1.300 milljónir ís- lenskra króna á síðasta ári. Ekki verður um neinar uppsagnir að ræða ef af samrunanum verður og Midtbank mun halda nafninu og öll- um útibúunum. Handelsbanken eykur umsvif í Danmörku Ósló. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.