Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 35 Þetta er eð fullum allið farið greininni tarfsfólk- kaði þetta astopp en r að finna g eftir síð- iðræðun- ni á lausn æki hafa þeirri von um þessa m fer á at- ví fjölga m,“ segir rysta sjó- að innan- Það sé að s að end- ð svipuð- hafi sjó- a frjálsu mir vilja iðistjórn- m ef þeir da lausn slæm og g hef ver- agt mikið júki með hræddur sé þegar tt menn og ræði ða komin ð málefni gist hafa ðu mála í versnandi ggi fisk- endir á að nd manns ársstörf sem eru í fiskvinnslunni í landinu. Þar af séu starfandi um 800 útlend- ingar utan EES-svæðisins og staða þeirra sé sérstaklega slæm. „Okkur eru að berast tilkynning- ar á hverjum einasta degi um það að fyrirtækin eru að senda fólk heim vegna hráefnisleysis. Þetta er farið að skipta hundruðum ef ekki þúsundum,“ segir Aðalsteinn. Hann segir fiskvinnslufyrirtækin skiptast í tvennt. Annars vegar eru þau sem beita svokallaðri þriggja daga reglu og senda fólk heim vegna hráefnisleysis en halda því áfram á launaskrá. Með þriggja daga fyrirvara tilkynna þau Vinnumálastofnun að vinnsl- an verði stöðvuð sökum hrá- efnisleysis og fá þá endur- kröfurétt á atvinnuleysis- tryggingasjóð sem nemur atvinnuleysisbótum upp í föst laun starfsfólksins. Þetta get- ur gilt í allt að 60 daga á ári. Hins vegar eru nokkur fisk- vinnslufyrirtæki sem senda fiskvinnslufólk heim með dags fyrirvara. Starfsfólkið dettur þá af launaskrá og þarf að skrá sig atvinnnulaust. Að- alsteinn segir útlendinga ekki sitja þarna við sama borð, þeir fái ekki atvinnuleysisbætur ef fiskvinnslufyrirtækin kjósa að fara síðarnefndu leiðina. „Þetta gagnrýnum við þar sem þarna er verið að mis- muna fólki. Sumir útlending- ar fá atvinnuleysisbætur en aðrir ekki. Við höfum bent ráðamönnum á þetta og til greina kemur að kæra eitt svona mál til að láta á það reyna hvort þetta stenst. Sum fyrirtækin eru að greiða arð til sinna hluthafa en þeim væri nær að draga úr þeim greiðslum og koma fram við sitt starfsfólk með virð- ingu,“ segir Aðalsteinn en bendir um leið á að mörg fyrirtæki séu til fyrirmyndar í þessum efnum. Þau hafi haldið sínu fólki á launaskrá eins lengi og kostur er. Aðalsteinn vonast til þess að deiluaðilar fari að ná saman á næst- unni. Kergja á milli manna veldur honum áhyggjum en hann vill ekki sjá lagasetningu stjórnvalda á verkfallið. „Lög myndu viðhalda þeim leiðindum sem ríkt hafa þarna manna á milli,“ segir Aðalsteinn. Markaðsstarf í hættu Jóhannes Már Jóhannesson, sölustjóri SÍF, segir að til þessa hafi ekki þótt ástæða til að hafa áhyggjur af áhrifum verkfallsins á fisksöluna. Nú séu menn hins vegar farnir að ókyrrast enda birgðir að klárast sem voru til áður en verkfall skall á. „Auðvitað höfum við áhyggjur ef verkfallið dregst enn frekar á lang- inn. Þó svo að verkfallið leysist tek- ur það sinn tíma að koma öllu af stað að nýju með því að veiða fisk- inn, vinna hann og koma honum loks á markað. Við sjáum fram á það að margra ára markaðsstarf geti verið í hættu. Okkar viðskipti byggjast upp á langtímasamning- um og viðskiptasamböndum. Þau bera tjón af því ef eng- inn er fiskurinn til að selja,“ segir Jóhannes. Hann segir verkfallið bitna harðast á Bret- landsmarkaði, þangað sem mikið er flutt út af þorski og ýsu, en ann- ars komi áhrifin fram á öllum mörk- uðum, ekki síst vegna úthafskarf- ans. Jóhannes er ekki í vafa um að verkfallið verði aðalumtalsefnið á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem hefst eftir helgina. fleytt í þrjár vikur a fram unga hrif á törf- at- llj- a eru farin on aðið/Árni Sæberg um sjómanna- skrá. Tilkynnt um 300 manns af Austfjörðum á atvinnuleys- isskrá í gær bjb@mbl.is BARÁTTU Afríkuríkja oghjálparstofnana viðlyfjarisana hefur veriðlíkt við viðureign Dav- íðs og Golíats og hafa margir orð- ið til að gagnrýna lyfjafyrirtækin fyrir að láta stjórnast af „gróða- fíkn“ og hunsa hagsmuni þeirra tugmilljóna Afríkubúa sem smit- aðir eru af HIV-veirunni. En þrátt fyrir „sigurinn“ á fimmtu- dag var það mál fréttaskýrenda í gær að þess gæti orðið langt að bíða að sýkt fólk í þróunarlönd- unum fengi bót meina sinna. Talið er að um 26 milljónir Afr- íkubúa séu nú smitaðar af HIV- veirunni sem veldur alnæmi. Þar af eru 4,7 milljónir í Suður-Afr- íku, en það er um 14% þjóðarinn- ar. Einkaleyfisvernduð alnæmis- lyf eru svo dýr að ríkjum í álfunni hefur reynst um megn að sjá þegnum sínum fyrir þeim. Því gripu stjórnvöld í Suður-Afríku til þess ráðs árið 1997 að samþykkja lög sem heimila innflutning eða framleiðslu á ódýrari eftirlíking- um af einkaleyfisvernduðum al- næmislyfjum ef það teldist nauð- synlegt þjóðarhagsmunum. 39 lyfjafyrirtæki, þar á meðal GlaxoSmithKline í Bretlandi, Bristol-Myers Squibb og Merck í Bandaríkjunum og Hoffman-La Roche í Sviss, höfðuðu árið 1998 mál gegn Suður-Afríkustjórn til að koma í veg fyrir þetta og lög- unum hefur aldrei verið fram- fylgt. „Ef slík lög væru samþykkt um aðrar iðngreinar væri litið á það sem þjóðnýtingu og fyrirtækin myndu hafa sig á brott,“ sagði Mirryena Deeb, framkvæmda- stjóri samtaka lyfjaframleiðenda í Suður-Afríku, við CNN. Lyfjafyrirtækin bera því við að lyfjarannsóknir séu svo kostnað- arsamar að það myndi grafa und- an þróun og markaðssetningu nýrra lyfja að leyfa sölu eftirlík- inga. Hjálparstofnanir og ýmis stjórnmálaöfl hafa hins vegar véfengt þetta og fullyrt að lyfja- fyrirtækin beri siðferðilega skyldu til að bregðast við alnæm- isvandanum. Þessi málflutningur hefur hlot- ið vaxandi hljómgrunn og ýmsir aðilar sem áður studdu virka einkaleyfavernd, á borð við Bandaríkjastjórn og Evrópusam- bandið, hafa gefið til kynna að ef til vill mætti gera vissar und- antekningar þegar þróunarríki eiga í hlut og váin svo sé mikil sem raun er á með útbreiðslu al- næmis. Lyfjafyrirtækin hafa orðið fyrir alvarlegri ímyndarröskun af þess- um sökum og hafa því séð sig til- neydd að falla frá málaferlunum í Suður-Afríku. Niðurstaðan skapar hugsanlega fordæmi Heilbrigðisráðherra Suður-Afr- íku, Manto Tshabalala-Msimang, segir að stjórnvöld hafi ekki gengið til neinna samninga um framkvæmd lyfjalaganna. Samtök lyfjaframleiðenda í Suður-Afríku segja þó að stjórnin hafi samþykkt að hafa samráð við alþjóðlegu lyfjafyrirtækin um samningu reglugerðar um hvern- ig þeim verður framfylgt og CNN hefur eftir fulltrúum GlaxoSmit- hKline að ríkisstjórnin hafi skuld- bundið sig til að fara að alþjóða- lögum um einkaleyfi á lyfjum. Margir binda vonir við að þess- ar málalyktir skapi fordæmi í samskiptum lyfjafyrirtækja og þróunarríkja í framtíðinni, enda er þetta vandamál síður en svo bundið við Suður-Afríku. Brasilíumenn hafa hótað að veita innlendum aðilum heimild til að framleiða alnæmislyf sem lyfjafyrirtækin Merck og Hoff- man-La Roche hafa einkaleyfi á og alnæmissjúklingar í Taílandi fyrirhuga málaferli til að skera úr um hvort einkaleyfi fyrirtækisins Bristol-Myers Squibb á ákveðnu lyfi standist lög. Meðal þeirra sem hafa fagnað niðurstöðunni er breska hjálpar- stofnunin Oxfam. „Við höfum tap- að þremur árum í baráttunni gegn alnæmi en þetta er mikill sigur fyrir íbúa Suður-Afríku og fyrir hina alþjóðlegu baráttu fyrir því að lyf verði auðfengnari,“ hafði CNN eftir talsmanni stofn- unarinnar, Kevin Watkins. Mun hagur HIV-smitaðra Afríkubúa batna í raun? Þegar þessi niðurstaða liggur fyrir er ljóst að þrýstingur mun vaxa á ríkisstjórn Thabos Mbekis að skipuleggja og ráðast í alls- herjaraðgerðir gegn alnæmis- vánni í Suður-Afríku, en það er langt frá því að vera einfalt verk. Það er heldur ekki tryggt að heimild þróunarríkja til að kaupa ódýr eftirlíkingarlyf skili sér í auknum lífslíkum HIV-smitaðra íbúa. Í Suður-Afríku og mörgum ná- grannaríkjunum skortir til dæmis kerfislægar aðstæður til að beita megi lyfjagjöf með skilvirkum hætti. Læknar þurfa sérstaka þjálfun til að gefa alnæmislyf, koma þarf upp kerfi til að fylgjast reglulega með sjúklingunum og tryggja þarf nægilegt framboð lyfja. Þar að auki eru jafnvel eftirlík- ingarlyf í sumum tilfellum svo dýr að þróunarlönd hafa ekki ráð á þeim. Tshabalala-Msimang sagði fréttamönnum í gær að ólík- legt væri að ríkisstjórn Suður- Afríku gæti séð HIV-smituðum landsmönnum fyrir alnæmislyfj- um í bráð. Þá er afstaða forseta Suður- Afríku, Thabo Mbeki, mörgum áhyggjuefni en hann hefur lýst efasemdum um að HIV-veiran valdi í raun alnæmi. Og þrátt fyrir að andstæðingar lyfjarisanna dragi í efa þau rök þeirra, að einkaleyfi séu forsenda þess að ný lyf komist á markað, renna raunveruleg dæmi stoðum undir þann málflutning. Eitt dæmið er frá Kanada, sem hefur hvað mesta reynslu af þess- um málum, en þar var fyrirtækj- um um áratugaskeið kleift að sækja um leyfi til að flytja inn, framleiða og selja eftirlíkingarlyf. Þessar heimildir voru þrengdar árið 1987 og afnumdar 1993 en síðan hefur það fé sem lyfjafyr- irtæki hafa varið til rannsókna og lyfjaþróunar í landinu margfald- ast. Árið 1988 var upphæðin 166 milljónir dollara en hún var kom- in í um 900 milljónir árið 1999. Falla frá málsókn til að koma í veg fyrir sölu eftirlíkingarlyfja í Suður-Afríku Reuters Mótmælendur fagna sigri fyrir utan byggingu Hæstaréttar Suður-Afríku í Pretoríu á fimmtudag. Niðurstaðan sögð sigur Davíðs á Golíat Mikill fögnuður braust út í Suður-Afríku á fimmtudag eftir að mörg af stærstu lyfja- fyrirtækjum heims féllu frá málsókn til að koma í veg fyrir að ódýrar eftirlíkingar af einkaleyfisvernduðum alnæmislyfjum færu þar á markað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.