Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 17 A m e r í s k i r s v e f n s ó f a r VÍÐAVANGSHLAUP Grunnskóla Grindavíkur var haldið á sumar- daginn fyrst, eins og venjulega. Sennilega er þessi hefð að nálgast það að ná tuttugu ára aldri en varla er rétt að kalla þetta víða- vangshlaup því hlaupið er eftir götum bæjarins. Börnunum er skipt niður eftir aldri og kyni þannig að fyrst hlupu stelpur í 1.- 4. bekk, þá strákar á sama aldri og svo koll af kolli. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki auk bestu þátttöku bekkjar þ.e. farandbikar, er veittur þeim bekk sem skilar sér best prósentulega í hlaupið og er sú keppni oft mjög hörð. Mikill fjöldi þátttakenda var eins og alltaf en veðrið var ekki eins og best verður á kosið, vind- sperringur og frekar kalt. For- eldra- og kennarafélagið var síðan með til sölu pylsur og drykki fyrir svanga hlaupara og gesti og þá skipti veðrið litlu máli. Morgunblaðið/GPV Ungir hlauparar leggja af stað. Víðavangshlaup á götum bæjarins Grindavík SKÁTAR stóðu fyrir skrúðgöngu í Keflavík og Njarðvík á sum- ardaginn fyrsta. Skrúðgöngu skátafélagsins Heiðbúa í Keflavík lauk við kirkjuna þar sem ungir skátar voru vígðir. Að sögn Bjarna Páls Tryggva- sonar aðstoðarfélagsforingja heppnuðust hátíðahöldin vel. Veðrið var gott og allir skemmtu sér vel. Á sumardaginn fyrsta var und- irritaður samstarfssamningur skátafélagsins, Reykjanesbæjar og lionessuklúbbsins í Keflavík um lagfæringu á skátaheimilinu á Hringbraut 101 í Keflavík. Bær- inn og lionessuklúbburinn leggja fram 500 þúsund kr., hvor aðili, til endurbótanna. Unnið hefur verið að lagfæringunum og eru þær raunar komnar vel á veg, að sögn Bjarna Páls. Gott að hvíla sig í göngunni. Morgunblaðið/Árni SæbergSkrúðganga skátanna liðaðist um götur Keflavíkur. Börnin fylgdust með skátunum. Styrkja endurbæt- ur skátaheimilis Reykjanesbær FJÖLMENNI var við hátíða- höldin á sumardaginn fyrsta í Garði en þau fóru fram með hefðbundnu sniði. Árlegt víða- vangshlaup var um morguninn þar sem keppt er í nokkrum aldursflokkum stúlkna og drengja. Eftir hádegi var safnast sam- an í miðbænum og gengið fylktu liði til kirkju undir traustri stjórn skáta og lögreglu. Fjöl- menni var í kirkjunni en það var sóknarprestur Hvalsness- og Útskálakirkju, Björn Sveinn Björnsson, sem messaði. Um kl. 15 var komið saman á ný í samkomuhúsinu en þar var fjölskylduskemmtun og margt um manninn. Þar tóku yngstu borgararnir á móti gestum og sungu nokkur sumarlög. Þá var vetur kvaddur og sumri fagnað en það voru nemendur Gerða- skóla sem sáu um þá athöfn. Unglingar úr Holtaskóla í Keflavík sýndu stuttan söngleik undir stjórn Gísla Gunnarssonar og furðuveran Áslaug furða (Ólöf Sverrisdóttir) söng og sagði börnunum sögu. Í lok skemmtunarinnar fór svo fram verðlaunaafhending fyrir víða- vangshlaupið frá því fyrr um daginn. Fjölmenni fagnaði sumri Garður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.