Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 16
LISTIR
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
1. flokkur 1989: Nafnverð:
500.000 kr.
50.000 kr.
5.000 kr.
Innlausnarverð:
1.439.788 kr.
143.979 kr.
14.398 kr.
1. flokkur 1990: Nafnverð:
500.000 kr.
50.000 kr.
5.000 kr.
Innlausnarverð:
1.271.156 kr.
127.116 kr.
12.712 kr.
2. flokkur 1990: Nafnverð:
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
2.558.589 kr.
255.859 kr.
25.586 kr.
2. flokkur 1991: Nafnverð:
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
2.378.269 kr.
237.827 kr.
23.783 kr.
3. flokkur 1992: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
10.495.352 kr.
2.099.070 kr.
209.907 kr.
20.991 kr.
2. flokkur 1993: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
9.682.711 kr.
1.936.542 kr.
193.654 kr.
19.365 kr.
2. flokkur 1994: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
8.428.169 kr.
1.685.634 kr.
168.563 kr.
16.856 kr.
3. flokkur 1994: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
8.274.095 kr.
1.654.819 kr.
165.482 kr.
16.548 kr.
Innlausnardagur 15. maí 2001.
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf
Húsbréf
„ÞAÐ mun hafa verið á sjötta ára-
tug tuttugustu aldar sem ljóðið og
djassinn urðu dús.“ Með þeim orð-
um hefst fróðleg inngangsritgerð
sem Jónatan Garðarsson skrifar í
umgjörð Októberlaufa. Þar er rakin
samvistarsaga djassins og ljóðsins
sem á rætur í Bandaríkjunum á
sjötta áratgunum. Skáld sem
kenndu sig við beat-hreyfinguna
tóku upp siðvenjur og orðfæri djass-
ista í því skyni að skapa sitt eigið
tungutak. Þau fluttu hreinskilin
játningarljóð í takt við framsækna
djasstónlist og leituðust þannig við
að færa ljóðið nær almúganum.
Hugmyndin barst til Evrópu og hér
á landi voru Jón Óskar og Jóhann
Hjálmarsson forkólfar í að koma á
slíkri samvinnu. Sumarið 1972 var
flutt dagskrá í Norræna húsinu þar
sem stefnt var saman djasstónlist
og atómljóðum, en tveimur árum
síðar efndi Jóhann Hjálmarsson til
stefnumóts íslenskra skálda og
djassista undir heitinu Ljóð og djass
í Norræna húsinu. Þar fluttu Nína
Björk Árnadóttir, Þorsteinn frá
Hamri og Steinunn Sigurðardóttir
ljóð sín ásamt Jóhanni við frum-
samda tónlist Carls Möller, sem
leikin var af fjögurra manna hljóm-
sveit. Dagskráin þótti takast vel og
var m.a. tekin upp og sýnd í Sjón-
varpinu.
Á tíunda áratugnum tók hluti
þessa hóps samstarfið upp aftur, og
kom fram á ýmsum stöðum. Við
bættust skáld og tónlistarmenn af
yngri kynslóðinni og úr varð sá hóp-
ur sem listamanna sem flytur ljóð
og djass á Októberlaufum. „Titillinn
er fenginn úr ljóði eftir Matthías Jo-
hannessen sem heitir Undir októ-
berlaufi,“ segir Carl Möller. Á
disknum er að finna á bilinu sjö til
fjórtán ljóð eftir hvert ljóðskáld,
sem eru Matthías Johannessen,
Nína Björk Árnadóttir, Jóhann
Hjálmarsson, Þorri Jóhannsson,
Jón Óskar og Ari Gísli Bragason.
Hljómsveitina skipa þeir Carl sem
leikur á píanó, Guðmundur Stein-
grímsson trommuleikari og Birgir
Bragason kontrabassaleikari. Upp-
tökumaður var Halldór Víkingsson.
Carl segir útgáfuferli disksins
ekki hafa gengið áfallalaust. „Það
var árið 1997 sem við fórum að huga
að því að búa til hljómdisk, en höfð-
um verið að gæla við það í fjögur
eða fimm ár. Verkefnið naut hins
vegar ekki almenns skilnings og erf-
iðlega gekk að finna útgefanda og
fjármagn. Við vinnslu disksins
ákváðum við að fara þá leið að
skáldin lásu fyrst ljóð sín inn á
band. Þær upptökur reyndust hins
vegar meira og minna gallaðar. Eft-
ir ýmsar tafir réðumst við í að lag-
færa upptökurnar, en á þeim tíma
týndust þær og komu ekki í ljós fyrr
en tveimur árum síðar.“
Carl Möller gefur í skyn að hvarf
upptakanna hafa verið allt að því yf-
irskilvitlegt, a.m.k. alveg óskiljan-
legt. „Eftir að upptökurnar fundust
í fyrra gátum við tekið upp þráðinn
á ný. En þá voru þau Jón Óskar og
Nína Björk horfin frá okkur. Það
gekk vel að lagfæra upptökurnar
með Nínu Björk og Matthíasi, en öll
hin ljóðin voru hljóðrituð upp á nýtt.
Una Margrét, dóttir Jóns Óskars,
las ljóð föður síns eins og hún hafði
gert frá því samvinnan hófst, sökum
þess hversu veikur Jón var orðinn.
En nú er diskurinn kominn út á veg-
um Smekkleysu, og nutum við auk
þess stuðnings frá ýmsum styrkt-
araðilum, sem ég vil hér með koma
á framfæri þökkum til.“
Laglínur og stef
En hvernig semur maður tónlist
við ljóð? Þegar Carl Möller er
spurður þessarar spurningar segist
hann reyna að undirstrika tilfinn-
ingu sína fyrir ljóðinu með laglínu.
„Ég byrja á því að lesa ljóðin og
hlusta á þau af upptöku í lestri
skáldsins. Við hlustunina er eins og
það komi eitthvað stef sem passar
við ljóðið. Síðan þarf ég að reikna út
rétta tímalengd, og notast þá við
stikkorð úr ljóðunum, til að finna út
hvernær ég þarf að fara út í t.d. síð-
ustu hendingarnar í músíkinni.“
Carl segist notast mikið við stef, en
hætta sér ekki mikið út í spuna, því
það gæti skemmt ljóðin. „Það er
helst í nokkrum ljóðum sem Ari
Gísli flytur að ég leyfi mér að fara
út í svolítinn spuna, því þau leyfa
það.“
Carl segir ljóðin og þar með tón-
listina á hljómdisknum vera af mjög
ólíku tagi. Í ljóðum Matthíasar Jo-
hannessen sé t.d. að finna gleði og
rómantík, en ljóð Nínu Bjarkar séu
tilfinningaþrungin og dramatísk.
„Nína Björk lést ekki löngu eftir að
hafa samið ljóðin, og eftir á að
hyggja má heyra að hún er að fjalla
þar um sjálfa sig og sitt líf. Hvíti
trúðurinn í samnefndu ljóði er hún
sjálf og ljóðið um dimmufuglinn sem
óttast að fara út í birtuna segir frá
hennar lífi. Í tónlistinni við það ljóð
reyni ég að undirstrika vængjaslátt-
inn.“
Í tónlistinni við Parísarljóð Jóns
Óskars fer Carl yfir í franska
stemmningu, en í ljóðum Jóhanns
Hjálmarssonar fer tónlistin yfir víð-
an völl. „Það er gott að semja við
ljóðin hans Jóhanns, það liggur allt-
af alveg ljóst fyrir hvernig tónlist á
við þau,“ segir Carl og bætir því við
að hann hafi þurft að glíma talsvert
við ljóð Þorra Jóhannssonar, þar
séu á ferðinni hrjúf ljóð sem kalli á
hrjúfari tónlist en í öðrum lögum á
disknum.
Unnendur ljóða- og djasssamspils
eiga von á því að heyra meira frá
Carli Möller, því hann vinnur nú að
hljómdiski með útsetningum á ís-
lenskum þjóðlögum. „Síðan er það á
dagskránni hjá mér að gera hljóm-
disk með tónlist við ljóðabókina
Hljóðleikar eftir Jóhann Hjálmars-
son. En það er svona framtíðarverk-
efni,“ segir Carl Möller.
„Undirstrika tilfinn-
ingu mína fyrir
ljóðinu með laglínu“
Morgunblaðið/Golli
Carl Möller ásamt vinum sínum, þeim Markúsi, Íkarusi og Gutta.
Hljómdiskurinn Októberlauf kom út
á vormánuðum, en hann inniheldur djass-
tónlist sem Carl Möller hefur samið við
íslensk ljóð. Heiða Jóhannsdóttir fræddist
um söguna á bak við diskinn.
16 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ