Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r
á h e i m s m æ l i k v a r ð a
Borgar túni 37
Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S
LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL
Þú getur tilkynnt aðsetursskipti á
www.postur.is
Veit Pósturinn hvar þú býrð
GRÁSLEPPUVEIÐIN hefur
gengið upp og ofan undanfarna
daga sakir rysjótts veðurfars en
að sögn Arthurs Bogasonar, for-
manns Landssambands smábáta-
eigenda, hefur þó sums staðar
gert ljómandi gott fiskerí. Menn
hafa verið að fá mjög góða veiði á
handfæri úti fyrir Snæfellsnesi en
einnig hefur steinbítsveiði verið
góð á sunnanverðum Vest-
fjörðum. „Það hefur verið vel
vart á miðunum og í heildina séð
get ég fullyrt að veiði sé býsna
góð,“ sagði Arthur en síðustu
daga hafa upp undir 700 bátar
haldið til veiða. Afar hátt fisk-
verð virkar hvetjandi á smábáta-
sjómennina og hafa margir ýtt
fyrr úr vör en oft áður.
Morgunblaðið/Golli
Grásleppukarlarnir í Hafnarfjarðarhöfn gerðu að færum sínum eftir vel heppnaðan túr.
Fiskast
vel á grá-
sleppunni
♦ ♦ ♦
ÍSLENDINGAR þurfa ekki að ótt-
ast að landhelgin fyllist af togurum
ESB-ríkja við hugsanlega aðild Ís-
lands að ESB. Þetta kemur fram í
máli dr. Franz Fischler, yfirmanns
sjávarútvegsmála hjá Evrópusam-
bandinu, í viðtali við Morgunblaðið.
Með aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu myndi Ísland falla undir
sameiginlega sjávarútvegsstefnu
sambandsins en með núverandi fyr-
irkomulagi ákveður sambandið
leyfðan heildarafla en fyrirkomulag-
ið á fiskveiðistjórnun er í höndum að-
ildarríkjanna, hvort sem þau nota
framseljanlegan kvóta eða annað
fyrirkomulag.
Fischler segir ótta við að íslensk
stjórnvöld geti þurft að opna land-
helgina fyrir erlendum togurum ef til
aðildar Íslands að ESB kemur
ástæðulausan því þrátt fyrir að öll
aðildarríki ESB fylgi sameiginlegri
fiskveiðistefnu sé notast við reglu
um svokallaðan hlutfallslegan stöð-
ugleika sem felst m.a. í því að fisk-
veiðiréttindi byggjast á fortíðinni.
„Þannig að ef Íslendingar hafa einir
veitt á ákveðnum svæðum í fortíð-
inni, er það virt,“ segir Fischler.
Hann segir breytingar á þessari
meginreglu ekki fyrirsjáanlegar.
Vald hugsanlega
fært til einstakra svæða
Varðandi hugsanlegar undanþág-
ur frá sameiginlegu sjávarútvegs-
stefnunni segir Fischler ljóst að
sambandið útiloki almennt að veita
undanþágur. „Að veita undanþágur
er ekki besta leiðin til að takast á við
vandamál samfara aðild að ESB. Í
viðkvæmum greinum er nauðsynlegt
að geta beitt ýmsum aðferðum,
þ.á m. að breyta reglum sam-
bandsins á þann hátt að þær komi til
móts við óskir ákveðins aðila.“
Aðspurður segir Fischler ótíma-
bært að ræða um afleiðingar hugs-
anlegrar aðildar Íslands að ESB fyr-
ir fiskveiðistjórnun hér á landi. „Við
erum nú þegar að ræða umbætur á
sjávarútvegsstefnunni og ef við
náum árangri þar, mun valdið í aukn-
um mæli verða fært til einstakra
svæða. Í þessu tilviki myndi það þýða
að Íslendingar færu með vald yfir
auðlindum sínum sjálfir. En í lok
þessa árs mun liggja fyrir skýrari
mynd af því hvernig sjávarútvegs-
stefna ESB mun líta út, þangað til þá
er ekki tímabært að svara spurning-
um um afleiðingar fyrir einstök ríki.“
Fischler segir að því fyrr sem ríki
gerast aðilar að Evrópusambandinu,
þeim mun meiri áhrif geti þau haft á
stefnumótun, t.d. sjávarútvegsstefn-
unnar, innan ESB þar sem Íslend-
ingar gætu gegnt lykilhlutverki.
Hann segir að þróun sambandsins
haldi áfram óháð því hversu mörg
ríki gerist aðilar, en því seinna sem
ríki gerist aðilar þeim mun lengra
verði þróunin á veg komin og mögu-
leikar á breytingum verði takmark-
aðri.
Fischler segir að fámenni íslensku
þjóðarinnar eigi ekki eftir að verða
fjötur um fót komi til aðildar Íslend-
inga þar sem fámenn ríki eigi jafn-
góða möguleika á að fá sínu fram-
gengt innan sambandsins og þau
fjölmennu. Hann bendir einnig á að
tengsl ESB og Íslands séu mjög góð,
t.d. samanborið við samningaviðræð-
ur við sum ríki Austur-Evrópu.
ESB mun virða rétt Íslendinga til veiða á ákveðnum svæðum komi til aðildar
Fiskveiðiréttindi eru
byggð á fortíðinni
Íslendingar/10
HÆKKUN vísitölu neysluverðs um
1,4% frá síðasta mánuði hefur leitt til
þess að verðtryggðar skuldir heim-
ilanna hækka um nálægt 6 milljarða
króna vegna vísitölutengingar lána,
skv. upplýsingum sem fengust hjá
Má Guðmundssyni aðalhagfræðingi
Seðlabankans.
Neysluverðsvísitalan hefur hækk-
að um 3,5% frá áramótum og má ætla
að verðtryggðar skuldir heimilanna
hafi hækkað um nálægt 15 milljarða
króna á þessu tímabili.
50–60% lána til fyrirtækja
eru í erlendri mynt
Skuldastaða heimila og fyrirtækja
hefur aukist mikið vegna verðlags-
og gengisþróunar að undanförnu en
stór hluti skulda einstaklinga og
heimila er bundinn vísitölu og meiri-
hluti lána fyrirtækja er í erlendri
mynt.
Að sögn Þórðar Friðjónssonar,
forstjóra Þjóðhagsstofnunar, er ein-
kennandi fyrir lánakerfið á Íslandi að
vísitölutengingin er miklu víðtækari
hér en í nokkru öðru vestrænu ríki.
„Í öðru lagi er mikil hlutdeild er-
lendra lána í lánakerfinu mjög ein-
kennandi fyrir lánakerfið hér. Þannig
er til dæmis meira en helmingur lána
fyrirtækja í landinu erlend lán. Um
10% lána heimilanna eru gengis-
tengd en 50 til 60% af lánum til fyr-
irtækja eru í erlendri mynt,“ segir
Þórður.
Skuldir heimilanna
hafa hækkað
mikið á árinu
Verðtryggð
lán hafa
hækkað um
15 milljarða
98% SLÖKKVILIÐSMANNA í að-
alstarfi greiddu atkvæði með boðun
verkfalls 30. maí nk. í atkvæða-
greiðslu hjá Landssambandi slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamanna í gær.
Tæplega 92% slökkviliðsmanna á
Keflavíkurflugvelli, sem greiddu at-
kvæði um stuðning við verkfallsboð-
un landssambandsins, sögðu já, en
þeir hafa sjálfir ekki verkfallsrétt.
Ekki hefur áður reynt á verkfall
hjá slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
mönnum. Guðmundur Vignir Ósk-
arsson, formaður landssambandsins,
segir að gert sé ráð fyrir því að allt
almennt starf slökkviliðanna verði í
lágmarki en neyðarútköllum verði
sinnt. Verkfallið mun t.a.m. bitna á
almennum sjúkraflutningum, t.d.
milli spítala með tilheyrandi erfið-
leikum í rekstri þeirra.
Gæti valdið erfiðleikum
í rekstri spítalanna
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn boða verkfall