Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 14
BÆKUR Í s l e n s k f r æ ð i Eftir Jón R. Hjálmarsson. 209 bls. Almenna bókafélagið. Prentun: Nørhaven A/S, Danmörku. Reykjavík, 2001. ÍSLENDINGA SÖGUR VIÐ ÞJÓÐVEGINN TÖLU þeirra bóka, sem Jón R. Hjálmarsson hefur sent frá sér, kann ég ekki en þær skipta tugum; lang- flestar um þjóðleg fræði. Heiti þess- arar nýjustu bókar hans skýrir sig sjálft. Hann fer með lesandanum hringinn um landið, bendir á helstu sögustaði og rifjar upp fornfræg minni sem tengjast hverjum stað. Sumt endursegir hann, annað tekur hann beint upp úr hinum fornu text- um. Ferðina byrjar hann í Reykjavík, staldrar við í Mosfellssveit þar sem hann rifjar upp söguna af silfurkist- um Egils, heldur þaðan upp á Kjal- arnes þar sem hann rekur atburði úr Kjalnesinga sögu, síðan heldur hann sem leið liggur upp í Hvalfjarðarbotn þar sem örnefni minna á fólk og at- burði úr Harðar sögu og Hólmverja; nefnir um leið kvæði Davíðs um Helgu jarlsdóttur. Og þannig heldur hann áfram um öll landsins héruð, all- ar götur þar til hann endar á Þing- velli og lokar þar með hringnum með því að minnast ræðu Einars Þver- æings. Sagan lifir. Óljóst er eigi að síður hvort eða hvernig þessar fornu bók- menntir móta sjálfsmynd Íslendinga núorðið. Fáir lesa Íslendinga sögurn- ar beinlínis sér til afþreyingar líkt og forðum. Hetjuhugsjón sagnanna höfðar ekki lengur til lesenda. Auð- veldara mun að vekja áhuga á hinum fornum textum með óbeinum hætti eins og gert er í þessari bók. Við lifum á sjónmenntaöld sem leiðir af sér að fólk vill sjá og heyra fremur en liggja yfir lesmáli – nema þá í smáum skömmtum! En sagan lifir í örnefn- unum hvað sem öðru líður. Og sjón er sögu ríkari. Lengstu og mestu sögurnar, sem jafnframt eru þekktastar með þjóð- inni, eru þó fáar miðað við allan fjöldann sem sjaldnar er getið. Fræg- ust er auðvitað Njála. Um það geta víst allir verið sammála. Af fjörutíu og tveim köflum þessarar bókar eru átta teknir upp úr henni. Annað sætið skipar svo Grettis saga. Fimm kaflar eru skráðir eftir henni. Þrír staðir eru tengdir Egils sögu. Þannig hallar á hana miðað við Grettis sögu. Það verður þó að teljast eðlilegt. Báðar vitna sögur þessar um kunnáttu og frásagnarlist íslenskra miðaldahöf- unda og margur leggur þær að jöfnu. En Egils saga er meira í ætt við fræðirit þar sem Grettis saga líkist fremur tilþrifamiklu skáldverki. Út- laginn Grettir varð táknmynd fyrir örlög þjóðarinnar aldirnar í gegnum. Og er það ef til vill enn þótt með öðr- um hætti sé. Allar eiga sögur þessar sitt heimahérað en gerast þó víðar um landið og erlendis, og þá aðallega í Noregi. Njála er að því leytinu sér- stök að hún segir nokkurn veginn jafnt frá þrem hetjum, Gunnari, Skarphéðni og Kára. Hinar tvær segja – eins og raunar flestar Íslend- inga sögurnar – frá einni hetju hvor. Næstar koma svo Eyrbyggja, Lax- dæla, Gísla saga Súrssonar og Fóst- bræðra saga. Bent hefur verið á að flestar gerist sögurnar á vesturhelm- ingi landsins. Hrafnkels saga bætir þó stöðuna fyrir Austurland. Í sex köflum styðst höfundur við efni úr Íslendinga þáttum, þeirra á meðal Ölkofra þætti. Ekki verður þátturinn sá talin öðrum merkilegri nema fyrir þá sök helst að af honum má ráða að Alþing á Þingvelli hafi ekki aðeins verið dómstóll, löggjafar- samkoma og lagaskóli. Þar hafi jafn- framt sprottið upp vísir að borgar- menningu. Lífið þar má hafa borið keim af daglega lífinu í öðrum mið- aldaborgum en – einungis þá daga sem Alþing stóð yfir ár hvert. Enda flykktist fólk til þings án þess að eiga þangað sérstakt erindi – nema sýna sig og sjá aðra og njóta lífsins með ýmsum hætti. Jón R. Hjálmarsson er ekki aðeins sögufróður, hann er líka maður stað- kunnugur hvar sem borið er niður. Hver þáttur hefst á stuttum inngangi þar sem gjarnan er bent á helstu kennileiti sem við blasa frá þjóðveg- inum. Þannig lýsir hann – svo dæmi sé tekið – leiðinni frá Blönduósi upp eftir Langadal og yfir Stóra-Vatns- skarð þar til Skagafjarðarhérað blas- ir við. Þar nemur hann staðar á Arn- arstapa, en þar stendur minnisvarði um Stephan G. Stephansson. Og ein- mitt þaðan gefur sýn yfir mestallt héraðið. Hefur náttúran óvíða búið stórbrotnum hetjusögum tilkomu- meiri umgerð. Kaflinn heitir annars Fyrsta Drangeyjarsundið. Þá sögu þekkir hver maður, allt eins þótt hann hafi ekki lesið stafkrók í Grettis sögu. Sumar sveitir, þar sem söguefni urðu til, eru ekki lengur í byggð og ekki heldur við alfaraleið. Svo er um Flateyjardal. Eitt sinn bar svo til að sveinbarn var borið þar út. Því olli missætti foreldranna. Frá því er greint í Finnboga sögu ramma. Fá- tæk hjón hirtu barnið upp af götu sinni, tóku sveininn til uppfósturs og nefndu Urðarkött. Allt komst það upp um síðir. Sveinninn rataði til for- eldra sinna og var þá loks gefið nafnið Finnbogi. Síðar ávann hann sér við- urnefnið Finnbogi rammi, fluttist vestur í Húnaþing og þaðan vestur á Strandir þar sem Finnbogastaðir eru við hann kenndir. Þess er og til getið að hann hafi látið reisa Borgarvirki. Auk sögulegra fræða er marghátt- aður almennur fróðleikur saman dreginn í bók þessari. Minnt eru á, svo fáein dæmi séu tekin, að Tryggvi Gunnarsson smíðaði Laufáskirkju árið 1865, Bárðardalur er lengsti byggði dalur á landi hér, Vopnafjörð- ur er einn af þrem fornum verslunar- stöðum á Austurlandi ásamt Eski- firði og Djúpavogi, fyrsta húsið í Egilsstaðabæ var reist 1944, botninn í Leginum liggur níutíu metra undir sjávarmáli þar sem vatnið er dýpst, Öræfasveit hét til forna Litlahérað og eyddist að mestu í Öræfajökulsgos- inu mikla 1362; og þannig mætti lengi telja. Ekki er á færi hvers sem er að end- ursegja forna texta og láta jafnframt hvort tveggja halda sér, inntak og málblæ. Jón R. Hjálmarsson veldur því með prýði. Erlendur Jónsson Sagan og staðfræðin LISTIR 14 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Elín Sigurðardóttir hefur opnað snyrtistofu í Bæjarhrauni 2, Hafnarfjirði, sími 555 6255 F YRIR skömmu birti Tónlistarráð Íslands niðurstöður könn- unar sinnar á tón- listarlífinu á Íslandi árið 1999. Tónlist- arráð gerði könnun á umfangi tónleikahalds á landinu ár- ið 1995, og var könnun ársins 1999 unnin á sömu forsendum, en að við- bættri úttekt á umfangi annars vegar tónlistarhópa; kóra, hljómsveita, söngvara, dægurlagahljómsveita o.s.frv. og hins vegar tónlistarstofn- ana; tónlistarskóla, tónlistarfélaga og annarra menningarstofnana er sinna tónlist á einhvern hátt. Talning á tón- leikum var unnin mjög nákvæmlega eftir bestu fáanlegu upplýsingum frá fjölmiðlum og einstaklingum bæði á höf- uðborgarsvæð- inu og á lands- byggðinni. Talning á stofn- unum sem sinna tónlist er líka nokk- uð tæmandi, en vísast er að talsvert vanti upp á að listi yfir þá ein- staklinga sem starfa við tónlist sé ekki tæmandi, enda fjöldi þeirra sem starfa við þessa grein mikill, og marg- ir atvinnumenn í tónlist sem jafn- framt sinna öðrum störfum dags dag- lega. Þessi könnun er ekki umfjöllunarefni þessa pistils, en þeir sem vilja skoða hana nánar geta heimsótt vef Tónlistarráðs Íslands http://www.islandia.is/tonlistarrad Hins vegar vekur könnun Tónlist- arráðs upp margs konar þanka um það bákn sem tónlistarlífið á Íslandi virðist vera. Hvernig má það til dæm- is vera að hjá þjóð sem telur ekki 300.000 manns, skuli þrífast 220 kór- ar, 116 á höfuðborgarsvæðinu og 104 á landsbyggðinni? Þessir kórar héldu 389 tónleika á einu ári, þannig að það eru meira en einir kórtónleikar á landinu dag hvern, allt árið um kring. Tónleikar dægurhljómsveita voru 108 á árinu og djasstónleikar 116. Ein- söngstónleikar voru 202. Varla er hægt að ætlast til þess að allt þetta framboð tónlistar sé jafnt að gæðum. Það hlýtur að segja sig sjálft að meðalmennskan hlýtur að eiga við um stóran hluta þess sem gert er í tónlist á Íslandi. Með- almennska er orð sem ber með sér neikvæða merkingu, ekki síst í list- um. Listirnar eru settar á stall, stundum kallaðar hinar æðri listir, og það að vera listamaður er í hugum fólks hafið talsvert yfir það að vera meðalmenni. En meðalmennskuna máekki nefna. Í listum viljaengir falla í þann hóp.Dæmi eru um að úrtölu- fólk, sem oftast nær telur sjálft sig í hópi listamanna, fær byr undir báða vængi ef einhverjum, sem það metur ekki meir en hvert annað með- almenni, dettur í hug að gera eitthvað upp á eigin spýtur. Óttinn við með- almennskuna er svo mikill, að sumir þeir sem á annað borð hafa hugrekki til að gera eitthvað, þurfa fyrst að ganga í gegnum þá manndómsvígslu að brjóta af sér fordóma úrtölufólks- ins áður en hægt er að ganga til verks. Það er einkennilegt og mót- sagnakennt, að þrátt fyrir rífandi grósku í íslensku tónlistarlífi, skuli hæfir tónlistarmenn veigra sér við að koma fram af ótta við að vera ekki nógu góðir, eða af ótta við hvað aðrir tónlistarmenn kunna að segja. Um þetta er ekki talað, en þó vita menn að þetta er svona. Meðalmennsku- fælnin hefur slæm áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Meðalmennskan væri ekki til ef ekki væru bæði hæstu toppar og dýpstu dalir. Það er jafn augljóst og að margir falla undir mælistiku meðalmennskunnar, að engir afburðamenn væru til án sam- anburðarins við fjöldann. Þetta verð- ur að haldast í hendur. Þótt þetta eigi við um einstaklinga eða hópa sem iðka það sem sumir hafa viljað kalla æðri list, þá er fjöldinn allur sann- arlega óragur við að sýna hvað í hon- um býr, þessi fjöldi er líka sá hópur sem nýtur þess að koma fram og er óbundinn af hugmyndum um hvort frammistaða hans fellur undir með- almennsku eða ekki. Hjá þessum hópi skiptir það hugtak engu. Auðvitað telja allir sig vera að gera sitt besta, þótt vitað sé fyrirfram að ekki er allur tónlistarflutningur í efsta stigi list- rænna gæða. Við eigum því láni að fagna aðannað hvert ár er haldinListahátíð í Reykjavík. Ofthafa sótt hátíðina fremstu listamenn heims, sem hafa skilið fólk hér eftir með aðra og nýja sýn á list- sköpun. Tónleikar Évegníjs Kissins og Galínu Gorchakóvu eru dæmi um tónleika sem sjálfsagt verða flestum þeim er þá sóttu ógleymanlegir um aldur og ævi. Mikilvægi þess að fá hingað erlenda gesti af þessum gæða- flokki er gífurlegt. Ekkert verður eins og áður, viðmiðin breytast og ný- ir staðlar í listsköpun eru settir. En þrátt fyrir þetta er ekki síður mik- ilvægt að alþýðumenning fái að blómstra óáreitt og fordómalaust, og að skilningur sé fyrir því að hún er nauðsynleg forsenda hins. Mikilvægt er að tónlistarfólk haldi áfram að rækta garðinn sinn og sýni afrakstur vinnu sinnar, náms og hæfi- leika. Meðalmennskan er ekki það sem tónlistarfólk þarf að óttast. Með- almennskan er einungis hugtak; ein- hvers konar miðpunktur mælistik- unar sem sýnir mikila vídd og mikla fjölbreytni í íslensku tónlistarlífi. Tónlistin á ekki að vera á stalli sem eitthvað æðra og ósnertanlegt, sem einungis fáum „listamönnum“ er ætl- að að glíma við af sinni guðlegu köll- un. Mikilvægt er að þeir sem hafa vilja til og áhuga á að spreyta sig í listinni geri það óragir og finni frelsi sitt til þeirra dáða. Einungis með því móti geta orðið til þeir toppar sem uppúr standa og verða taldir til merk- ustu listviðburða. Það má ætla, að eft- ir því sem gróskan verður almennt meiri í tónlistarlífinu, því fleiri verði topparnir. Á síðustu vikum og dögum hafa óvenju margir tónleikar vakið upp slíkar kenndir meðal gagnrýn- enda, að þeir hafa farið orðum um þá, sem meiri háttar listviðburði. Tón- leikar Schola Cantorum á föstudag- inn langa voru þannig listviðburður, og einnig tónleikar Graduale nobili í Langholtskirkju fyrir páska. Fullyrt er að þessir tónleikar hafi verið meðal þess allra besta sem heyrst hefur frá íslenskum kórum. Í umsögn sinni um tónleika þar sem flutt var Requiem eftir Szymon Kuran sagði Ríkarður Örn Pálsson meðal annars: „Margt kom undirrituðum á óvart, en þó að stundum væri farið hratt yfir sögu, stöppuðu allmargir staðir sláandi nærri ótíndu meistaraverki.“ Í um- fjöllun um tónleika Rannveigar Fríðu Bragadóttur og Gerrits Schuil í Ými fyrir skömmu fór Jón Ásgeirsson mjög lofsamlegum orðum um flutn- ing þeirra á verkum eftir Schubert, Wolf, Brahms og Grieg. Um flutning þeirra á söngvum eftir Mahler sagði Jón: „Eitt af því áhrifamesta á þess- um tónleikum var flutningurinn á Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Mahler og voru þessi söngvar, sem eru upphafalega samdir fyrir söng- rödd og píanó, fluttir af slíku listfengi að vart verður til annars jafnað og mun þessi flutningur verða þeim er heyrðu ógleymanlegur, bæði er varð- ar söngtúlkun Rannveigar Fríðu og glitrandi og geislandi pínóleikinn hjá Gerrit.“ Þessum hæðum getur íslenskt tón- listarlíf náð, einmitt vegna þeirrar grósku sem þar er að finna. List- viðburðir sem þessir eru engin ey- lönd. Þeir hafa ekki orðið til úr engu. Þetta listafólk hefur allt unnið lengi að sinni list, og einhvern tíma verið reynslulausir byrjendur. Um síðustu helgi réðst org-anistinn í Fríkirkjunni íReykjavík, Kári Þormar íþað stórvirki að flytja í kirkjunni Messías eftir Händel. Víst hefur mörgum þótt þetta bratt af lítt reyndum organistanum. Engu að síð- ur var heiðarlega og vandlega að verki staðið og útkoman aðstandend- um til mikils sóma, þótt varla væri um stórbrotnasta flutning þessa verks að ræða. Elín Ósk Óskarsdóttir hefur upp á sitt eindæmi stofnað óp- erukór í Hafnarfirði, og hélt nýverið tvenna vel sótta tónleika. Elín Ósk gerði sér lítið fyrir, stjórnaði kórnum, kynnti hvert atriði og söng bæði í ein- söngs- og samsöngsatriðum með öðr- um söngvurum. Þessir tónleikar vöktu mikla athygli og komust færri að en vildu, og í lokaorðum umfjöllun- ar sinnar um þá sagði Þuríður Páls- dóttir: „Elín Ósk sýndi og sannaði með þessum tónleikum að hún er fjöl- hæf tónlistarkona með meðfædda túlkunarhæfileika og það fer ekki á milli mála að hún er ein okkar allra besta óperusöngkona. Það hlýtur að vera krafa tónlistarunnenda að fá að heyra Elínu Ósk syngja, bæði með Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Ís- lensku óperunni.“ Þessum vaxtar- sprotum í íslensku tónlistarlífi þarf að hlú að. Gagnrýnendur fella sína dóma, og almenningur gerir það einn- ig á sinn hátt með tónleikasókn. En tónlistarmenn sjálfir þurfa einnig að taka sig taki og óttast ekki sjálfs- mynd sína. Þeir þurfa að leyfa eigin hæfileikum að njóta sín og nota frelsi sitt til að skapa, eins og þetta fólk hef- ur gert; öfundast ekki út í þá sem þora og óttast ekki útkomuna. Í upp- hafi skal endinn skoða segir einhvers staðar, en í þessum bransa veit eng- inn hvert vegir liggja. Ekkert er ómögulegt, eins og fjölmörg dæmi sanna, síst af öllu í íslensku tónlistar- lífi. ... og þar gala gaukar AF LISTUM Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Évegníj Kissin hélt tónleika á Listahátíð í Reykjavík vorið 1996.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.