Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG verð að viðurkenna að það kom mér ekkert á óvart þegar ég horfði á fréttir sjónvarpsins mánudaginn 7. maí síðastliðinn að þar kæmi fram þingmaður Norð- urlands eystra og félagi minn í Sjálfstæðis- flokknum Tómas Ingi Olrich og krefðist þess skorinort að múr- að verði upp í síð- ustu holur frelsis í íslenska fisk- veiðistjórnarkerfinu. Ég þykist vita hverra erindi hann rekur og hvers eðlis það einstaklingsfrelsi er sem hann hefur kosið að berjast fyrir. Sjálfsagt eru þeir ekki verðir frels- isvarnarinnar sem ekki geta hótað sjómönnum sínum að selja undan þeim skipin ef þeir ekki hlíti vilja þeirra í einu og öllu og ekki er verra að þeir hafi yfir örlögum margra byggðarlaga að ráða í kaupbæti og hafi jafnvel sýnt að þeir svífist einskis í þeim efnum. Hitt verð ég líka að viðurkenna að það kæmi mér mjög á óvart ef æðstu valdamenn Sjálfstæðisflokksins gerðu þessa holufyllingarherferð Tómasar Inga að sinni og létu þar með múra inni síðustu leifar frelsis í íslenskum sjávarútvegi. Ég er ekki viss um að flokkur sem sett hefur frelsi einstaklinganna á oddinn geti lifað lengi við þá mótsögn sem fólgin er í slíkri niðurstöðu. Við skulum bera saman afskipti stjórnvalda af þróun tveggja at- vinnugreina á Íslandi síðustu tvo áratugina eða svo. Þarna á ég við verslunina annars vegar en hins vegar sjávarútveginn. Í versluninni hefur boðorðið verið minnkuð ríkisafskipti, afnám hafta og aukið frelsi. Þó svo að einhver misnotkun kunni að hafa átt sér stað hjá nýríkum stór-smásölum og þá hugsanlega vegna skorts á leik- reglum eða virðingu fyrir því frelsi sem þeim hefur nýlega verið treyst fyrir efast ég um að þeir séu margir sem vilja hverfa aftur til fyrra horfs. Ég á líka mjög erfitt með að sjá fyrir mér að fulltrúar stórmarkaðanna gerðu þá kröfu á hendur stjórnvalda að þau skömmtuðu heimild til sölu á ákveðnum vöruflokkum eða jafnvel bönnuðu kaupmanninum á horninu að hafa opið nema 23 daga á ári. Ef slíkt gerðist kæmi það mér á óvart og vekti undrun mína. Í sjávarútveginum hefur annars konar aðferðum verið beitt. Þar komust menn að þeirri niðurstöðu að athafnafrelsið væri hættulegt þjóðarhagsmunum nema því væri pakkað inn í seljanlegar einingar og þeim fundinn verðugur eigandi til að varðveita og ávaxta þær. Eftir nær tveggja áratuga þrautagöngu þar sem engin af fyrirheitunum sem gef- in voru í upphafi hafa ræst fer nú öll orkan í að leita að sökudólgum. Sjó- menn og útgerðarmenn á Íslandi búa við starfsumhverfi lögregluríkis og liggja undir stöðugum ásökunum stjórnmálamanna, vísindamanna og embættismanna um óábyrga með- ferð auðlindarinnar. Ekki er að finna snefil af sjálfsásökun hjá ofan- greindum hópum þótt ég efist ekki um að meginhluti vandamálsins sé til orðinn vegna vankunnáttu þeirra og afskipta. Ég verð að viðurkenna að eftir að hafa fylgst vel með sjáv- arútvegsumræðunni á Íslandi í marga áratugi og þó sérstaklega á dögum kvótakerfisins kemur mér fátt á óvart og það vekur ekki einu sinni undrun mína að stjórnmála- menn skuli leita fróunar í hóli berg- málsins þegar fátt annað er að hafa. Ég neyðist þó til að viðurkenna að það vekur undrun mína að smáút- gerðarmenn innan vébanda LÍÚ, sem ávallt hafa verið fótum troðnir og hundsaðir af samtökum sínum og alla tíð hafa átt samúð mína og aldr- ei skyldu hafa barist fyrir öðru en frelsi sér til handa, láta etja sér fram sem fótgönguliðum í stríði stórút- gerðarinnar fyrir afnámi frelsis á Ís- landsmiðum. Það vekur enn meiri furðu mína að meðan útvegsmenn og sjómenn standa að því er virðist í óleysanlegum deilum sín á milli skuli sum félög þeirra gefa sér tíma til að senda frá sér samhljóma áskorun til stjórnvalda um að ganga nú milli bols og höfuðs á trilluút- gerðinni. Og það vekur jafnvel með mér grunsemdir um að kyrrsetning þessa mikilfenglega flota þjóni öðr- um tilgangi en þjóðinni er talin trú um. Menn skyldu ekki gleyma því að eitt af höfuðeinkennum magnbund- inna kvótakerfa er nægur tími, tími sem meðal annars má nota til að leita að og flokka úr verðmætasta fiskinn og tími sem jafnvel má nota til að þykjast vera í illleysanlegri vinnudeilu meðan þrýst er á stjórn- völd um úrlausn á sameiginlegu áhugamáli. Það skyldi þó ekki vera að núver- andi staðsetning stórvirkra norð- lenskra verksmiðjuskipa í Reykja- víkurhöfn sé hugsuð sem nokkurs konar gunnfáni fyrir Tómas Inga Olrich, Hannes Hólmstein og aðra sendisveina stórútgerðarinnar sem nú standa í stórræðum við að fá stjórnvöld til að fylla upp í síðustu holur frjálsra veiða á Íslandi. Ef svo væri kæmi það mér ekki á óvart og vekti ekki undrun mína, annað eins hefur nú gerst. Ég vil að lokum hvetja landsfeð- urna til að standa vörð um smábáta- útgerðina sem nú er orðin síðasta hálmstrá margra byggðarlaga og frjálsrar fiskvinnslu í landinu og jafnframt hvetja þá og félaga mína trillukarla til að sýna fótgönguliði LÍÚ fullan skilning þrátt fyrir allt. Lifið heil, SVEINBJÖRN JÓNSSON, trillusjómaður. Álfheimum 16, Reykjavík. Um holur frelsisins Frá Sveinbirni Jónssyni: Sveinbjörn Jónsson                                     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.