Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 41 BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A LJÓSHEIMAR Á FYRSTU HÆÐ Falleg og töluvert endurnýjuð íbúð, um 95 fm, á fyrstu hæð í þessu vinsæla hverfi. Stutt í skóla og alla þjónustu. Nýlegt rafmagn og tæki á baði og í eld- húsi. Þvottahús í íbúðinni. Laus við kaupsamning. Verð 11,7 m. ESKIHLÍÐ - ÁSAMT RISI Íbúðin er á fjórðu hæð, 107,5 fm, stórt rými í risi sem er innréttað (38 fm). Hús og sameign lítur vel út. Mjög gott út- sýni er úr íbúðinni. Laus við kaupsamn- ing. Verð 13,6 m. HÁALEITISBRAUT - VIÐ SAFAMÝRI Falleg vel staðsett endaíbúð á 3ju hæð ásamt bílskúr. Séreignarhluti alls um 138 fm, en þar af er bílskúr ca 20 fm. Gólfefni og eldhúsinnrétting er nýleg. Þvottahús innan íbúðar. Laus fljótlega. Verð 13,7 m. RÓSARIMI - SÉRHÆÐ Góð 4ra herbergja efri sérhæð, um 96 fm, á þessum eftirsótta stað. Íbúðin er í Permaform-húsi, gott útsýni og stutt í alla þjónustu. Laus við kaupsamning. Verð 11,5 m. VESTURBERG Góð 3ja herbergja íbúð, um 80 fm, á fyrstu hæð (ein hæð upp). Laus við kaup- samning. Verð 9,6 m. Sími 530 4500 Vorum að fá í sölu frábærlega vel staðsettan sumarbústað alveg niður við vatnið við ós Flekkudalsár. Um er að ræða heilsársbústað með vatni og rafmagni á ca 1.300 fm lóð. Bú- staðurinn (Lækjarkot) er vel búinn með m.a. kamínu og góðu svefnplássi. Eigendur verða á staðnum í dag og sýna bústaðinn. Allar nánari upplýsingar gefa Ágústa (eigandi) í síma 897 6483 og Einar (sölum.) í síma 896 8767. Einstakt tækifæri til að eignast sælureit rétt fyrir utan borgarmörkin. Fleiri myndir á netinu www.holtfasteign.is SUMARBÚSTAÐUR VIÐ MEÐALFELLSVATN Í LANDI GRJÓTEYRAR - TIL SÝNIS Í DAG FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Ljósheimar – 4ra herb. Falleg 95 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Sérinngangur af svölum. Samliggjandi skiptanlegar stofur, eldhús, 2-3 svefnherbergi og flísalagt baðherb. Þvottaherb. í íbúð. Nýtt parket og nýtt rafmagn. Hús í góðu ásigkomulagi að utan. Íbúðin er laus nú þegar. Verð 11,9 millj. Opið hús í dag Tjarnarból 6, Seltj.nesi - LAUS fljótlega Falleg 4-5 herb. íbúð með útsýni til suðurs til sjávar! Hjaltabakki 12, 3. h. h. 3ja herb. í nýlega viðgerðu húsi Grímsnes - 11 ha eignarland til sölu Höfum fengið til sölu 11 ha eignarland í Grímsnesi. Mögul. að skipuleggja ca 22 sumarhúsalóðir. Tilvalið fyrir fjárfesta eða hestamenn og annað útivistarfólk. Hagstætt verð 6,0 millj. Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050, www.hofdi.is Í dag milli kl. 14 og 16 gefst ykkur tækifæri á að skoða þessa fallegu 4ra herb. 122 fm íbúð á 3. hæð við Tjarnarból nr. 6 á Nesinu. Mikið endurnýjuð íbúð, m.a. nýlegt samfellt parket og flísar á gólfum, nýleg glæsileg viðar eldhúsinnrétting með glerskápum, gaseldavél og nýr ofn, tengt f. þvottavél í íbúð og frábært útsýni af stórum suðursvölum til sjávar. Húsið mun allt verða tekið í gegn að utan í sumar og munu seljendur greiða þær framkvæmdir. Íbúðin er laus upp úr næstu mánaðamótum. Verð 14,2 millj. Áhv. 6,5 millj. í húsbréfum. Steinunn mun taka vel á móti ykkur! Í dag milli kl. 14 og 17 getur þú og þín fjölskylda skoðað fallega 85 fm 3ja herbergja íbúð í þessu nýlega viðgerða og mál- aða húsi. Glæsilegur garður er við húsið. Parket er á gólfum. Sólríkar suðursvalir. Íbúðin er laus strax. Ingimundur tekur vel á móti ykkur í dag. Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 URRIÐAKVÍSL 10 Stórglæsilegt einbýlishús hæð og ris 206,5 fm ásamt bílskúr 33,6 fm. Fallegar stofur með arni, fjög- ur svefnherbergi, tvö baðherbergi, flísar og parket á gólfum. Rúmgóð verönd og heitur pottur í garði. Skipti möguleg á minni íbúð í hverfinu. Góð áhvílandi lán. Verð 28,0 millj. Ragna Birna tekur vel á móti gestum í dag milli kl. 14 og 16. TVEIMUR ungmennum úr Fjarða- byggð gefst kostur á að starfa í ál- veri Norsk Hydro í Karmöy, skammt frá Haugasundi á vest- urströnd Noregs í sumar. Það eru Hydro Aluminium og Reyðarál hf. í samvinnu við bæjaryf- irvöld í Fjarðabyggð sem standa fyrir boðinu. Fararkostnaður verð- ur að fullu greiddur fyrir þau ung- menni sem hljóta ráðningu auk þess sem þeim býðst leiguhúsnæði í Nor- egi á mjög hagstæðum kjörum. Að sögn Jóns Björns Hákon- arsonar upplýsinga- og kynning- arfulltrúa Fjarðabyggðar er meg- intilgangurinn með þessu boði að veita ungu fólki í Fjarðabyggð inn- sýn í störf í áliðnaði. Þegar hefur verið auglýst eftir ungmennum á aldrinum 18- 25 ára sem hafa áhuga á að fara utan til starfa í sumar og segir Jón Björn að svo virðist sem mikill áhugi sé fyrir þessum störf- um. Ungmennum í Fjarðabyggð bjóðast störf í norsku álveri Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Ætli þessum ungu Norðfirðingum hugnist að starfa í norsku álveri? BÆJARSTJÓRN Vestur- byggðar hefur samþykkt álykt- un þar sem niðurskurði á starf- semi sýslumannsembættisins á Patreksfirði er harðlega mót- mælt en lögreglubifreiðum embættisins hefur verið fækkað úr tveimur í eina. Bæjarstjórnin gerir þá kröfu til Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra að hún hafi forgöngu um að tryggja nú þeg- ar nægjanlegt fjármagn til þess að rekstur sýslumannsembætt- isins á Patreksfirði geti orðið með eðlilegum hætti, þannig að öryggi íbúanna sé tryggt. Í ályktuninni segir að um- dæmi lögreglunnar sé bæði stórt og erfitt yfirferðar og hverjum manni megi vera það ljóst að því verði ekki sinnt nema til staðar séu a.m.k. tvær vel útbúnar lögreglubifreiðar. Umdæmi lögreglunnar á Pat- reksfirði nær frá Bjargtöngum í vestri til Gilsfjarðar í austri. Skortir fé til löggæslu Bæjarstjórn Vesturbyggðar Styrkveiting úr Minning- arsjóði Guð- jóns Samú- elssonar MINNINGARSJÓÐUR Guðjóns Samúelssonar húsameistara var stofnaður 24. nóvember 1990 í sam- ræmi við erfðaskrá Guðjóns. Nýlega var veittur styrkur úr sjóðnum í fjórða sinn, en það var gert í fyrsta sinn á sumardaginn fyrsta 1995. Fáir íslenskir arkitektar hafa verið jafnmikilvirkir í íslenskri húsagerðar- list á starfsferli sínum og Guðjón Samúelsson. Verka hans sér víða stað og nægir að nefna þar Þjóðleikhúsið, háskólann, kirkjur, skóla og embætt- isbústaði víða um land. Auglýst var eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í fjórða sinn nú í vor. Alls bárust fimm umsóknir og ákvað stjórn sjóðsins á fundi hinn 3. apríl sl. að veita að þessu sinni aðeins einn styrk úr sjóðnum. Byggingarlistardeildinni við Lista- safn Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum er veittur styrkur ársins 2001 að upp- hæð 500.000 kr. til ítarlegrar skrán- ingar á verkum Guðjóns Samúelsson- ar. „Byggingarlistardeildin hefur und- ir stjórn Péturs H. Ármannssonar unnið umfangsmikið starf við rann- sóknir, sýningar og útgáfu á verkum íslenskra arkitekta, auk þess að vera traustur fræðilegur grundvöllur við ýmsar kynningar og útbreiðslu á þekkingu um íslenska byggingarlist. Nú stendur fyrir dyrum flutningur deildarinnar í nýtt húsnæði Lista- safnsins í Hafnarhúsinu. Stjórn sjóðs- ins vill með styrkveitingunni lýsa ánægju sinni með starf byggingarlist- ardeildarinnar, hvetja til áframhald- andi grunnrannsókna og söfnunar, hvetja til eflingar starfsins á þessum tímamótum og vekja athygli yfir- stjórnar menningarmála í borginni á því mikilvæga starfi sem fram fer á byggingarlistardeildinni,“ segir í frétt frá stjórn sjóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.