Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Ford Explorer, árg. 98, ekinn 26 þús. Verð 2.800.000. Upplýsingar í síma 567 1619 og 698 1236 i . . . . Sími 551 5103 H e l g a M o g e n s e n Yoga fyrir byrjendur Yoga fyrir byrjendur Nýtt násmkeið hefst 17. maí ÉG var ekki að „fíla“ þessa plötu – var meira segja langt frá því – fyrstu vikurnar eftir að hún kom út. Ég var meira að segja svolítið dapur, fannst Will Oldham hafa valdið vonbrigðum eftir að hafa gefið út hina frábæru, en þó langt í frá gallalausu, I See A Darkness, sem hann hljóðritaði einn- ig undir Billy-nafninu. En svo gerðist eitthvað. Þið fyr- irgefið orðbragðið en helv… vinnur kvikindið vel á! Stöðugt – með hverri hlustun að heita má! Hvað var það sem ég var ekki að fatta? Á þessari plötu er Oldham til muna rólegri en á fyrri plötunni, ein- kennileg höfgi og værð liggur yfir henni allri. Þar sem Darkness var mun poppaðri en t.a.m. Palace-plöt- urnar, þá er þessi hér öllu þyngra verk en Darkness. Og það sem er mest um vert og gerir þessa plöt- u…mér datt ekki í hug að ég ætti eft- ir segja þetta…frábæra, er að Old- ham er eitthvað svo yfirmáta öruggur á allan hátt hér. Lagasmíð- ar. Söngur. Textar. Heildaráferð og ára. Allt eitthvað svo áreynslulaust. Undanbragðalaust. Nú man ég. Það sem fór mest í taugarnar á mér við plötuna í upp- hafi var að mér fannst hún vera of „venjuleg“, fannst hún hljóma ná- kvæmlega eins og gamlar, amerískar sveitatónlistar-, blágras- og þjóð- lagaplötur. Nöfn eins og Buck Owens, Bill Monroe og Hank Will- iams skutu upp í kollinn, sérstaklega þegar lagið „Just To See My Holly Home“, kom, lag sem ég þoldi ekki á tímabili. Ég hugsaði: „Til hvers er ég að hlusta á þetta? Það er búið að gera þetta allt áður. Frekar vil ég frumgerðina en annars flokks eftir- öpun!“ En sem betur fer hélt ég áfram að hlusta. Og smátt og smátt opinber- aðist það fyrir mér hvaðan platan og Will er að koma. Nei, það skiptir ekki máli hvaða vettvang, grein, jafnvel tímabil – sem á vel við um þessa plötu – menn kjósa sér þegar að tón- listarsköpun kemur. Því gott lag er alltaf gott lag. Og góð tónlist er…góð tónlist. Og Ease Down The Road er ein- faldlega góð plata – nei, frábær plata. Tímalaust verk sem hljómar eins og allt sem þú hefur heyrt áður og um leið alls ekki. Persónuleg uppáhöld: „Ease Down The Road“, „May It Always Be“, „Sheep“. ERLENDAR P L Ö T U R Arnar Eggert Thoroddsen fjallar um plötuna Ease Down The Road, aðra plötu Bonnie ‘Prince’ Billy, nafn sem tónlistarmaðurinn Will Oldham notast stundum við.  Það tókst, Will Allt á hreinu hjá Will Oldham á plötunni Ease Down The Road. arnart@mbl.is LITLI, vinalegi rauðvínsbarinn við Klapparstíg hýsti á sunnudagskvöld- ið tónleika eins manns sveitar Paul Lydon, Blek Ink, þá sem Sirkús hímdi rennandi blautur milli húsa í blístrandi slagviðri. Það var eins og húsið setti í axlirnar og biði þess þol- inmótt að regninu linnti en á meðan sat inni í því lítill hópur fólks sem ann- að hvort var þangað komið til að hlusta á mann spila á gítar eða bara til þess að fá sér smá brjóstbirtu fyrir svefninn. Í Reykjavík, þar sem tónlistarfólk þarf oftar en ekki að greiða himinháar upphæðir í leigu á sómasamlegum „tónleikastöðum“ fyrir kvöldið, er veruleg huggun harmi gegn að ennþá séu til velviljaðir staðir eins og Sirkús þar sem fólki gefst tækifæri á að halda litla, afslappaða tónleika endur- gjaldslaust. Þar eru reyndar ekki oft haldnir tónleikar en þegar svo ber við er oftast nær eitthvað spennandi á dagskránni og má oft heyra þar nýja, framsækna tónlist sem við heyrum ekki svo glatt í útvarpinu. Paul Lydon er þó enginn nýgræðingur í íslenskri tónlistarflóru. Hann hefur verið bú- settur hér á landi í fjölda ára og komið víða við sögu undirgrundartónlistar þó ekki fari mikið fyrir honum. Öll lögin sem Paul lék á tónleik- unum voru ný ef frá er talið lagið „Apríl“ sem kom út á geislaplötu Blek Ink á síðasta ári. Tónleikarnir voru afskaplega smáir í sniðum að öllu leyti. Gítarinn hans Paul var lítill, gít- armagnarinn pínulítill og hljómurinn allur hinn hógværasti. Lögin læddust hljóðlát um rýmið, en ef hægt er að tala um „hljóðláta“ tónlist þá á það af- ar vel við um tónlist Blek Ink. Hún ferðast um á sokkaleistunum eins og til að vekja ekki sofandi barn í næsta herbergi. Þetta er nokkuð sem maður fær á tilfinninguna bæði við að hlusta á tónlistina heima í stofu og á tón- leikum. Mjög notalegt. Nýju lögin sem Paul lék á Sirkús eru í nokkuð svipuðum gír og það sem heyra má á síðustu geislaplötu hans, þó þar séu reyndar fleiri hljóðfæri á ferð en gítar og rödd. Hann leikur eitthvað sem gæti kallast tilrauna- kennt leikfangagítarpopp sem á ým- islegt sameiginlegt með tónlist hljóm- sveita eins og Yo La Tengo, Belle and Sebastian og ákveðinni tegund af ró- lyndum, frönskum poppböndum. Stemmning laganna er dreymin og dramatísk, tónninn í þeim oftast dálít- ið ómstríður. Það sem gefur þeim kannski sérstöðu er hvernig þau eru í senn nagandi (eins og lognið á undan storminum) og sefandi. Eins og ein- hver óskilgreind ógn sé handan við hornið – eitthvert horn sem hlustand- inn sér aldrei handan við heldur situr í volgum bjarma laganna og ímyndar sér það besta eða versta. Paul er gjarnan með sérstaka still- ingu á gítarnum fyrir hvert lag, ólíka þeirri hefðbundnu og var gaman að fylgjast með því hvernig hann lagaði gítarinn að lögunum eftir því sem við átti. Það voru það fáir viðstaddir tón- leikana að ekki kom að sök þó sumir vildu heldur kjafta en hlusta – það var rými fyrir hvort tveggja. Samt sem áður hefði ekki verið úr vegi að hækka aðeins í mínímagnaranum og leyfa tónlistinni að svífa svolítið yfir staðinn. Annars voru tónleikarnir hin ljúfasta sunnudagsskemmtun og gott ef regnlætin og vindblístrið fyrir utan glugga Sirkús áttu ekki bara ágæt- lega við einmanalegt gítarspilið og sönginn inni við. Krist ín Björk Kristjánsdótt ir TÓNLIST H l j ó m l e i k a r Tónleikar Blek Ink á Sirkús. Sunnudagskvöldið 6.maí. Lagalisti: „Nýir seðlar“, „Tvíburakettir“, „Apríl“, „Þú verð- ur að borga“, „Ruslahaugurinn“, „Fuglinn segir bí bí bí“. SIRKÚS Á sokkaleistunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.