Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JAFNRÉTTISÁTAK Háskóla Ís-
lands og Jafnréttisstofu stendur í
sumar fyrir fjölbreyttum stjórnun-
ar- og starfsframanámskeiðum, sk.
sumarskóla, þar sem megináhersla
er lögð á að undirbúa kvennemendur
Háskólans fyrir ábyrgðarstörf á
framtíðarstarfsvettvangi þeirra.
Námskeiðin eru einkum ætluð kven-
nemendum á lokaári Háskólans en
eru einnig opin karlnemendum.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra sagði á kynningarfundi
verkefnisins að ráðuneytið vildi
leggja sitt af mörkum til að efla þátt-
töku kvenna í forystustörfum og at-
vinnurekstri. Hún sagði þörfina ríka
og nefndi sem dæmi að í 100 stærstu
fyrirtækjum landsins væri aðeins ein
kona í forstjórastól, engin kona væri
stjórnarformaður og aðeins 10 konur
sætu í stjórn fyrirtækjanna. Það
væri því mikil vinna fyrir höndum og
ánægjulegt að sjá verkefni sem
þessu ýtt úr vör.
Rósa Erlingsdóttir, verkefnis-
stjóri jafnréttisátaksins, sagði þá
staðreynd liggja að baki þessum
hluta jafnréttisátaksins að þrátt fyr-
ir aukna menntun kvenna og fjöl-
breyttara námsval þeirra væri
náms- og starfsval enn mjög kyn-
bundið og það væri sérstaklega
áberandi hversu fáar konur væru í
stjórnunar- og forystustörfum í
þjóðfélaginu. Þetta gilti um öll svið
atvinnulífsins og ljóst væri að konur
þyrftu að koma meira að stjórnun og
stefnumótun í samfélaginu en nú
væri. Námskeiðin væru því eins kon-
ar áskorun til kvenna að búa sig vel
undir framtíðarstörf sín og starfs-
frama og meta tekjumöguleika við
val á framhaldsnámi og starfi í sam-
ræmi við hvar hæfileikar þeirra
njóta sín best.
Páll Skúlason rektor sagði Há-
skólann vilja leggja sitt af mörkum
til að jafna hlutdeild kynjanna í
þekkingarþjóðfélagi framtíðarinnar.
Páll sagðist enda telja að framtíð
þjóðfélagsins ylti á hvernig til tækist
með þátttöku kvenna í stjórnun og
forystu svo um væri að ræða sameig-
inlegt hagsmunamál allrar þjóðar-
innar. Rektor sagði þróun í þessa átt
hafa gengið allt of hægt, við Háskóla
Íslands væri t.d. 91% prófessora
karlar en aðeins 9% konur, þannig að
á sama tíma og konum hefði fjölgað
mikið í langskólanámi hefði þeim
ekki fjölgað að sama skapi í stjórn-
unarstöðum hvort heldur sem væri
innan Akedemíunnar eða á vinnu-
markaði. Þær skila sér s.s. ekki inn í
hæstu stöður fyrirtækja líkt og jafn-
menntaðir og -hæfir karlar gera.
Rósa tók undir orð Páls og sagði
ungar konur í dag vanta fyrirmynd-
ir. Jafnréttisátakið stendur einnig
fyrir útgáfu bæklingsins Lykillinn
að velgengni en markmið hans er að
gefa þeim sem eru að fara út á vinnu-
markaðinn góðar leiðbeiningar við
atvinnuleit, atvinnuumsóknir og
vinnumarkaðinn. Þar verður m.a. að
finna upplýsingar og leiðbeiningar
um gerð starfsferilskráa, hvað hafa
þarf í huga í atvinnuviðtali og hvern-
ig meta skuli atvinnutilboð. Einnig
er fjallað um laun og mat á launa-
tilboðum, velgengni í starfi, mikil-
vægi símenntunar o.s.frv. Við þetta
efni bætast heilræði fjölda kvenna
sem eru í ábyrgðarstöðum á flestum
sviðum atvinnulífsins.
Sumarskóla jafnréttisátaks Háskóla Íslands og Jafnréttisstofu ýtt úr vör
Áberandi fáar konur í stjórn-
unarstöðum í þjóðfélaginu
Morgunblaðið/Jim Smart
Aðstandendur námskeiðanna: F.v. Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarsmiðju IMG, Rósa Erlings-
dóttir verkefnisstjóri, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, háskólarektor Páll Skúlason, Charlotte Sig-
urðardóttir, verkefnisstjóri Impru, og Guðrún Bachmann, kynningarstjóri Þjóðleikhússins.
SJÓPRÓF fóru fram í gær í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur vegna fimm-
tán gáma sem féllu í sjóinn af
leiguskipi Atlantsskipa M/V Wilke
á laugardag í seinustu viku.
Skipstjóri gaf skýrslu
Skipstjóri skipsins var meðal
þeirra sem komu fyrir dóminn og
gáfu skýrslu um atburðinn. Að
sögn Stefáns Kjærnested, fram-
kvæmdastjóra Atlantsskipa, kom
ekkert annað fram en að orsök
þessa slyss hefði verið mjög slæmt
veður.
Farið verður nánar yfir fram-
lögð gögn á næstu dögum áður en
niðurstaða sjóprófanna liggur fyr-
ir.
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu var skipið á sigl-
ingu norður af Miklabanka undan
ströndum Nýfundnalands þegar
gámarnir féllu útbyrðis. Í einum
gámnum voru m.a. fjögur málverk
eftir þjóðkunna íslenska listamenn
en þau var verið að flytja til lands-
ins ásamt búslóð þeirra Svavars
Gestssonar sendiherra og Guðrún-
ar Ágústsdóttur úr ræðismannsbú-
staðnum í Winnipeg í Kanada.
Sjópróf vegna 15 gáma
sem féllu af leiguskipi
Atlantsskipa
Óhappið
er rakið
til veðurs
VERKFALL sem um 400 félags-
menn Hlífar í Hafnarfirði hafa
boðað frá miðnætti í kvöld myndi
hafa víðtæk áhrif. Þannig verður
leikskólum lokað strax á mánudag
takist samningar ekki og að sögn
Magnúsar Gunnarssonar, bæjar-
stjóra í Hafnarfriði, mun starfsemi
allra grunn- og framhaldsskóla
stöðvast nokkrum dögum eftir að
verkfall skellur á þar sem ræst-
ingafólk í skólum og öðrum stofn-
unum Hafnarfjarðarbæjar leggur
niður störf.
Sáttafundur í dag
Félagsmenn Hlífar felldu samn-
ing, sem gerður var við launanefnd
sveitarfélaga, öðru sinni í seinustu
viku og var sáttafundur sl. föstu-
dag árangurslaus. Boðað hefur
verið til nýs sáttafundar í dag.
Magnús sagði erfitt að meta stöð-
una í viðræðunum þar sem samn-
ingar hefðu verið felldir tvisvar
sinnum. „Nú er bara að bíða og sjá
hvort menn ná lendingu,“ sagði
hann.
Víðtæk áhrif verkfalls
Hlífar í Hafnarfirði
Leikskólum
lokað og skól-
ar stöðvast
fljótlega
VERÐ á innfluttum vörum hafði
mest áhrif til hækkunar á vísitölu
neysluverðs frá apríl til maímán-
aðar en þær hækkuðu um 2,5% í
mánuðinum. eins og fram kom í
blaðinu í gær hækkaði neyslu-
verðsvísitalan í apríl um 1,4%.
Verð á innlendum vörum og
grænmeti hækkaði um 1%. Þá
hækkaði verð á húsnæði og þjón-
ustu um 0,72%.
Af einstökum liðum vísitölunnar
varð mest hækkun á verði á bens-
íni og olíu sem hækkaði um 6,9%
og verð á nýjum bílum hækkaði
um 3,6%.
Verð á mat og drykkjarvörum
hækkaði um 1,3% og markaðsverð
á húsnæði hækkaði um 1,5%.
Undanfarna þrjá mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
3,3% sem jafngildir 13,7% verð-
bólgu á ári.
Hækkun neysluverðsvísitölunnar
Verð á bensíni og
olíu hækkaði um 6,9%
!
"
"#$!%& '
(
)
#$!
'(*!$& +*+
!
,#*!
%!* )
&
*
)
" #$ %$
)-!
!.( /
/0(!
(
#*
!&
1&
2! ,
&'%# %() #
!"#"
$%&#'%()
*+ ,
-.
3
3 3
* 3 3 /
/-.0
* 3 *
+
4
4
3 ,
3 "
*+
3 /
*,-
♦ ♦ ♦
BOÐIÐ verður til fyrirlestrar og mál-
þings um réttindaskrá Evrópusam-
bandsins í Hátíðasal Háskóla Íslands
á morgun, mánudaginn 14. maí, á svo-
nefndum Schuman degi, kl. 16. Það er
Háskóli Íslands sem býður til mál-
þingsins í samstarfi við fastanefnd
framkvæmdastjórnar ESB í Osló.
Dagskráin er tvíþætt fyrst flytur
Daniel Tarschys, prófessor við Há-
skólann í Stokkhólmi, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Evrópuráðsins og einn
höfunda Réttindaskrár ESB fyrir-
lestur. Síðan hefst málþing með ís-
lenskum fyrirlesurum um evrópsku
réttindaskrána og áhrif hennar á Ís-
landi. Framsögumenn og þátttakend-
ur í pallborði eru Björg Thorarensen
lögfræðingur, Ragnar Aðalsteinsson
hrl., Herdís Þorgeirsdóttir, stjórn-
mála- og þjóðréttarfræðingur og dr.
Vilhjálmur Árnason prófessor. M.a.
verður fjallað um muninn á innihaldi
Réttindaskrár ESB, Mannréttinda-
sáttmála Evrópu og mannréttinda-
kafla íslensku stjórnarskrárinnar.
Fjallað um réttindaskrá ESB í HÍ
Schuman-fyrirlest-
ur og málþing